Þjóðviljinn - 09.01.1988, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 09.01.1988, Blaðsíða 7
Umsjón: Lilja Gunnarsdóttir Pinter sómi sýndur Pé-leikhópurinn Heimkoman eftirHaroldPlnter þýðandi Elísabet Snorradóttir lýsing Alf reð Böðvarsson leik- mynd Guðný Björg Rlchards búningar Dagný Guðlaugsdóttlr leikstjóri Andrés Sigurvinsson. Sá sem ætlar að sjá leikrit eftir Harold Pinter er stranglega va- raður við því að heimta svör við því um hvað verkið fjalli. Heimkoman fjallar um heimkomu, segir ritúalið. Vitan- lega er það rétt, svo langt sem það nær. Teddy, sem býr í Am- ríku ásamt Ruth konu sinni, er skyndilega kominn í heimsókn eftir sex ára fjarveru. Og fyrir eru bræður hans tveir, karlhrossið Max, faðir hans, og Sam frændi og fátt með mönnum og kalt í sálarkirnum. Svo má halda áfram að leggja út af heimkomu í hug- anum: hvar eiga menn heima, komast þeir nokkru sinni að heiman, er Ruth, kona Teddys, endurkoma móðurmyndarinnar (svo margt er lfkt með henni og Jessie, móður Teddys og Lennys og Joeys). Og svo framvegis. Martin Esslin heldur því reyndar fram í bók sinni um absúrdleikhúsið, að hægur vandi sé að taka við verkinu á rausæis- plani (jafnvel þeirri uppákomu að allir hlutaðeigandi semja um það kaldranalega að Ruth verði eftir „heima" og sjái fyrir kyn- ferðislegum þörfum hússins og verði um leið rekin sem lúxus- hóra). En þar að auki megi, segir Esslin, skoða Heimkomuna á plani ímyndunarafls og óskhyg- gju - þar virðist honum leikurinn sýna „draum sonarins (Lenny og Joey) um kynferðislegan sigur yfir móðurinni (Ruth, Jessie) og að gera föðurmyndinni (Max, el- sti bróðirinn Teddy) nokkurn miska um leið". En kannski er þessi uppástunga óþörf. Þetta verk Pinters er blátt áfram sterkt vegna þess, af hvflíkri list og vél höfundurinn bregður upp hvunn- dagslegri stöðu í mannlegum samskiptum og fylgir henni eftir með grimmri hugvitssemi inn í óhugnað og leyndardóm. Hvern- ig hann leikur á þá spennu, sem vaknar við það að við getum ekki greint nema til hálfs eða tæplega það, hvað ræður orðum manna og gjörðum - um leið og við könnumst við það að í þá stöðu erum við sjálf einatt dæmd í hvunndagsleikanum. Að ó- gleymdri hinni merkilegu fyndni sem Pinter gæðir ofur hvunn- dagslegt til manna og verður miklu áleitnari en viðleitni hefð- bundins gamanleikjahöfundar tl að vera sniðugur, hjólbeinóttur og liðugur. Þau tíðindi hafa orðið að nýr leikhópur er búin til utan um þetta verk Pinters og er þar skemmst frá að segja, að hann hefur erindi sem erfiði, þetta er býsna góð sýning hjá Andrési Sigurvinssyni og hans liðs- mönnum. Áhorfandinn sættir sig vel við það asaleysi sem beitt er til að fá hann til að ánetjast heimi Rúrik Haraldsson og Róbert Arnfinnson í hlutverkum tveggja bræðra gjörólíkra. Heimkomunnar. Og hann sér fljótlega að vel eru virkjaðir þeir kraftar sem í leikurunum búa, það verður ekki til vandræða að þeir koma hver úr sinni áttinni með mjög misjafna reynslu á herðum. Stundum var þessi áhor- fandi hér reyndar ekki sáttur við þá sem sátu í stól á miðju sviði og sneru sér frá honum og vel hefði mátt hugsa sér að hreyfanleiki leikaranna væri betur nýttur. En allt um það: þessi sýning á Pinter puntar verulega upp á tilveruna. Ekki vantar nöturleikann í sviðsmynd Guðnýjar Bjarkar Richards eins og við hæfi var - hitt kynni að vera að leikmyndin hefði unnið á meiri einfaldleik, kannski var hún líka óþarflega breið, eins og hún héldi ekki nógu vel utan um ábýlendur hins skrýtna helvítis Heimkomunnar. Róbert Arnfinnsson nær af- bragðsgóðum tökum á föðurherf- unni Max, hann hefur þetta allt á reiðum höndum; fláttskapinn, hræsnina, illskuna- að ógleymdri sjálfsvorkunninni. Og um leið og Róbert heldur vel utan um per- sónuna gleymir hann aldrei að skiijaokkureftiríóvissu: viðhöf- um aldrei gómað þennan Max, hann er til alls vís, galdur hins óvænta hverfur ekki úr hans nær- veru Rúrik Haraldsson er Sam bróðir Max, eilífðarþrællinn, hinn undirokaði (persónur Pint- ers eru engar afstraksjónir, þær standa furðu sterkum rótum í veruleikanum og fáránleika hans - en um leið eru þær hver um sig einskonar tilvistarsvið eða tilvist- arhnútur). Rúrik fór prýðilega með þetta hlutverk, kom ekki síst til skila dapurlega broslegri við- leitni Sams til sjálfshafningar (hann er nefnilega besti bflstjór- inn á stöðinni), og samspil and- stæðna varð afar vel virkt í við- skiptum þeirra Max-Róberts. Hjalti Rögnvaldsson fer líka með sigur af hólmi í hlutverki Lennys, sem er með afbrigðum ísmeygilegur og djöfullegur í sínu valdatafli, magnaðasti púkinn í víti - m.a. vegna þess að hann sýnist hafa besta stjórn á sér. Ragnheiður Arnardóttir var hinn óttalegi leyndardómur í kven- mannslíki, Ruth, og bar ekki á öðru en að hún hefði þá réttu út- geislun í sínum skilaboðum - einkum tókst henni vel að hlaða loftið seið í því atriði þegar hún kynnist Lenny. Hákon Waage hélt sig innan nokkuð þröngs ramma í hlutverki Teddys, sonarins sem fór að heiman og komst til manns, og það var eitthvað sem á vantaði í samspili hans við Ruth — en að öðru leyti gekk hans dæmi dável upp. Halldór Björnsson kom því dável skila í hlutverki Joeys, að þar fer í senn sterkt karldýr og barn. Þýðing Elísabetar Snorradótt- ur lét ágætlega í eyrum, t.d. heyrðist þessum áhorfanda hér ekki betur en það hefði einatt tekist vel að finna orðfæri sem sérstakt væri fyrir hverja og eina persónu. ÁB Myndlist Dýrlingar, fuglar • t fjöll Guðmundur Thoroddsen, sýnir vatnslitamyndir í Gallerí Svart á hvítu Nú um helgina verður opn- að í Gallerí Svart á hvítu sýn- ing á vatnslitamyndum Guð- mundar Thoroddsens. Þetta er sjöunda einkasýning Guð- mundar, en auk þess að vera með einkasýningar hefur hann tekið þátt í samsýning- um, nú síðast í Bordeaux 1987. Guðmundur stundaði nám í Reykjavík.í París og í Amsterdam, hann er nú bú- settur í París þar sem hann starfar sem myndlistarmaður. Undirrituð náði tali af Guðm- undi þegar hann var að undir- búa sýninguna og vildi fá að vita hvort hann gæti sagt eitthvað um myndirnar. - Ég get eiginlega ekki sagt neitt um þessar myndir. Vil helst láta aðra um það. Ég er ekki með neinn boðskap, nema það sé hægt að segja að tilfinningar manns séu einhvers konar boðskapur. Ég mála þetta út frá mínum eigin tilfinningum. Þetta eru allt vatns- litamyndir frá síðasta ári og um það bil helmingurinn eru svona fantasíur og hugarórar, ýmis mótíf einsog til dæmis fuglar og eldfjöll, og fiskar og fjöll. Hinn helmingurinn er svo sería af dýr- lingamyndum. Hvers vegna dýrlingamyndir? Ertu eitthvað að velta fyrir þér trúmálunum? - Petta eru ýmis trúartemu, en þetta eru ekki trúarlegar myndir. Ég sá íkona frá 15. öld á heimili einu í París í haust, og þetta voru svo sérstakar myndir, það stafaði svo mikill kraftur frá þeim að ég inspíreraðist. Byrjaði á þessari seríu strax um kvöldið. í þessum myndum er ég til dæmis að leika mér með birtuna sem kemur af geislabaugunum, og með formin. Nú eru þetta allt vatnslitamynd- ir. Er einhver sérstök ástœðafyrir þvíaðþú vinnur með vatnslitifrek- ar en eitthvað annað Guðmundur og dýrlingarnir. Mynd: E. Ól. - Ég er á vatnslitatímabili vinnustofu, heldur vinn ég þetta núna. J?að á sér kannski rætur í a'lt í stofunni heima hjá mér. Ég því að ég er ekki með neina hef reynt að vinna að stóru akr- ýlmálverki þarna í stofunni, en þá verður ekki pláss fyrir neitt ann- að. Svo langaði mig líka til að prófa að nota vatnsliti á annan hátt en ég hef gert áður, reyna að mála meira með þeim. Ég vann seríu af vatnslitamyndum 1982- 84, og var þá með sýningu um siglingamið í Breiðafirði. Það var eiginlega mitt fyrsta vatnslitatím- abil. Svo fór ég útí þetta aftur fyrir svona einu og hálfu ári. Annars hef ég í rauninni verið að fikta eitthvað með vatnsliti allan tímann. Ég málaði til dæmis graf- íkmyndirnar mínar með þeim, til að gefa þeim sérstakan blæ. En mér finnst mjög gaman að vinna með vatnsliti á þennan hátt. Ætlarðu kannski að halda áfram með vatnslitina? - Ætli það taki ekki eitthvað annað við eftir þessa sýningu. Ég er að hugsa um að fara aftur yfir í olíuna eða akrýl. Mig er farið að langa til að vinna að stærri verk- ™. LG Laugardagur 9. janúar 1988 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.