Þjóðviljinn


Þjóðviljinn - 09.01.1988, Qupperneq 8

Þjóðviljinn - 09.01.1988, Qupperneq 8
MENNING Nýársboðskapur tónlistargagnrýnandans Nú er alþingi búið að sam- þykkja matarskattinn. í>að kem- ur ekki mikið við hátekjufólk. Ekki heldur fólk sem hefur með- altekjur. Jafnvel ekki þá sem hafa nokkru minna en meðaltekj- ur. En þeir allra lægst Iaunuðu munu finna fyrir því. Verkafólk sem fær 30.000 kr. á mánuði og öryrkjar og aldraðir er ekki höfðu einu sinni þá upphæð um áramót. Og það nær engri átt að halda því fram að smávægileg hækkun bóta almannatrygginga vegi upp á móti auknum kostnaði fyrir þá sem matast tvisvar á dag. Samt mun þetta fólk ekkert borða minna en áður og það verður ekki hungurmorða. En það mun eiga færri krónur aflögu til að njóta lista og menningar. Að lifa lífi sem er einhvers virði. Hafið þið reynt að komast af á 30.000 krónum? Hefur fjármála- ráðherrann reynt það? Eða menntamálaráðherrann? Slíkir fátæklingar sækja ekki tónleika. Menningin er svo fjandi dýr. Eða réttara sagt: Þetta fólk er svo fjarska fátækt. í síðasta mánuði var boðið upp á marga frábæra tónleika: Messías á 1000 kr., Jól- aóratóríuna á 900 kr., landnám íslensku hljómsveitarinnar á 1100 kr. og jólakonsert Kammer- sveitarinnar á 500 kr. Þetta eru samtals 3500 kr. fyrir utan alla aðra tónleika sem haldnir voru í desember. Búist þið við, að þeir sem draga fram lífið á 30.000 kr. á mánuði, hafi heyrt þessa tón- leika? Það vill svo til að tónlistar- gagnrýnandi Þjóðviljans veit mjög vel hvað hann syngur í þess- um efnum (eins og reyndar ýms- um öðrum). Hann er sjálfur ör- yrki upp á 75% af völdum smá kvilla, er lýsir sér þannig að á miðnætti á fullu tungli breytist hann í varúlf. Standa læknar landsins ráðþrota og skelfingu lostnir frammi fyrir þessum ham- skiptum gagnrýnandans. Þó er þetta gamalt vandamál í fræðu- num, en á miðöldum geystust varúlfaflokkar eins og ýlfrandi fár um álfuna. Heitir þetta lyc- anthropy. Tónlistargagnrýnandi Þjóðviljans er því ekki, hvað sál- argöfgi, gáfnafar og siðferðis- styrk snertir, nema fjórdrætti- ngur á við hvaða 100% meðal- mann sem er, eins og t.d. Jón Baldvin, Birgi ísleif og Steina Páls. En það sem bjargaði af- komu hans á dögum neyðarinn- ar, var einungis sú staðreynd að hann lifði svo lítillátu, reglusömu og háandlegu lífi, að það er flestu fólki gjörsamlega óskiljanlegt. Halda margir að hann sé hinseg- in. En síðan Þjóðviljinn uppgö- tvaði hann sem menningarvita, lifir hann eins og blómi í eggi og leyfir sér þann munað að eta tvær máltíðir á dag. En þessi dýrð stendur fráleitt lengi. Öryrkjar eru nefnilega eina „stétt“ lands- ins sem fær lögskipaða kauplækk- ALÞÝDUBANDALAGIÐ ABK Morgunkaffi Heimir Pálsson bæjarfulltrúi verður með heitt á könnunni í Þinghóli, Hamra- borg 11, laugardagsmorguninn 9. janúar kl. 10-12. Allir velkomnir. Stjórnin ABK Félagsfundur verður í Þinghóli, Hamraborg 11, mánudaginn 11. janúar, kl. 20.30. Fundarefni: 1) Framkvæmdaáætlun Kópavogskaupstaðar fyrir 1988. 2) önnur mál. Stjórnin Alþýðubandalagið Akureyri Bæjarmálaráðsfundur Fundur í Lárusarhúsi á mánudagskvöld 11. janúar kl. 20.30. Dagskrá: 1) Bæjarstjórnarfundur 12. janúar. 2) Önnur mál. Stjórnin Alþýðubandalagið Hafnarfirði Bæjarmálaráðsfundur Áríðandi fundur í bæjarmálaráði laugardaginn 9. janúar kl. 10.00 í Skálan- um, Strandgötu 41. Fundarefni: Fjárhagsáætlun fyrir 1988. Áríðandi að allir nefndarmenn mæti á fundinn. Formaður un því hærri sem tekjur þeirra verða. Og eru allir stjórnmála- flokkar einhuga um að þetta dul- arfulla efnahagslögmál sé undir- staða friðar og framfara í landinu. En mikill vill alltaf meira. Nú er varúlfurinn í gagnrýnandanum orðinn svo grimmur og gráðugur, að til þess að lifa „mannsæmandi lífi“ í framtíðinni, sér hann ekki fram á annað, en hann neyðist til þess fjanda að skrifa bækur aftur, þó hann telji sig á engan hátt þess umkominn að vinna slíkt vanda- verk. Auk þess er varla pláss fyrir hann á ritvellinum þar sem ekki er hægt að þverfóta fyrir furðu- legustu stflsnillingum ungum jafnt sem afgömlum. Meira að segja fegurstu konur í heimi og sterkustu menn í heimi, sem eng- inn hélt að hefðu heila, setja sam- an torræð meistaraverk. En helst af öllu vildi gagnrýnandinn vera fjármálaráðherrann. Hann býr með hyski sínu í húsi sem er jafn stórt og húsið þar sem ég á heima. En í því eru sex íbúðir. Hver var matarreikningurinn hjá þeim hjónum um hátíðarnar? Þau áttu í það minnsta afgangsaura til að sjá Vesalingana á frumsýningu annan dag jóla í Þjóðleikhúsinu. Þar sat líka forsætisráðherrann og malaði eins og köttur af ham- ingju yfir eymd og áþján þessara jöngu dauðu vesalinga á sviðinu.' Þetta finnst þeim þeim gamari. Þeir fylgjast klökkir af samúð með kúgun vesalings „góða fólks- ins“ og hleypur kapp í mjúka kinn af réttlætiskennd vegna fantabragða „vonda fólksins" við að kúga. Á Ieiksviði. í söngleik. En þeim dettur ekki í hug að ganga í hýbýli vesalinganna í Reykjavík nú á dögum þar sem gamalt fólk hírist umhirðulaust, vannært og jafnvel löngu rotnað. Þeir skilja ekki samhengi sögunnar og stöðu sína f nútímanum. Þó fátæktin sé ekki eins hrikaleg og áður og ofríki hástéttanna ekki jafn ósvífið, lýtur þjóðfélagið í meginatriðum sömu lögmálum. Misréttið er óskaplegt. Yfirstéttin situr við allsnægtaborð vellystinga og ger- ir það sem duttlungar bjóða. Fjölmenn millistétt daðrar við andlausan smáborgaramunað. Loks er stór hópur hinna út- skúfuðu sem er sviptur öllum rétti til lífsins umfram brýnustu líkamsþarfir. Og jafnvel ekki einu sinni það. Andlegar nautnir koma ekki til mála. Fína fólkið sem dekrar við hégómleikann í sálinni með því að fylla Þjóðl- eikhúsið á frumsýningu á öðrum í jólum, er „vonda fólkið“ í þjóðfélagssöngleik raunveru- leikans, sem nú er sunginn á ís- landi og gerir allt sem í þess valdi stendur til að troða vesalings „góða fólkið“ niður í skítinn. Það er forsendan fyrir því að fína fólk- ið geti áfram verið fína fólkið. En þetta stafar ekki af mannvonsku, heldur eigingjörnum stjórnmála- skoðunum sem ganga í þá átt að tryggja hagsmuni hinna sterkustu í þjóðfélaginu. Aí þeirri einföldu ástasðu að vald- hafamir tilheyra sjálfir forrétt- indahópnum og skara því eld að sinni stóm köku. Auk þess eru þeir hátt hafnir yfir alla manna- siði. Fjármálaráðherrann var í út- varpinu á gamlársdag með því- líka stæla, að það fór ekki fram- hjá neinum að hann var urrandi fullur með greindarvísitölu fyrir neðan 80. Þeim er ekki fisjað saman þessum rósariddurum. Hvorki fyrr né síðar hefur dmkknum dóna tekist að skand- alísera á hverju heimili í landinu á einu bretti um áramót. Út af þessu vilja sumir flytja fjármála- ráðuneytið upp að Vogi til að tryggja að örlagaríkar ákvarðanir í peningamálum þjóðarinnar verði ekki teknar af mönnum í þvílíkú stuði og valdavímu, að þeir leggi þannig saman tvo og tvo að út komi tuttugu og tveir, eins og þeir gera sem falla á heila- skaðaprófum. En langflestir erum við svo líberal og umburð- arlyndir íslendingar að okkur finnst þetta allt í fína. Við skiljum ekki hvers konar viðkvæmni það er og sjöfalt siðgæði í öðrum löndum, þegar ráðherrar em að rjúka þetta til og segja af sér, þó þeir hafi pissað á hallargólfið hjá kónginum. Verður nú spennó að SIGURÐUR ÞÓI GUÐJÓNSSON sjá hvað skeður næst. Leysist al- þingi upp í hasspartý, kókveislu og kynsvall? Mætum í kvöld á áhorfendapallana og hvetjum okkar menn til dáða! Meira fjör! En hann skein víða guðsgeisl- inn um jól og áramót. I útvarps- messu á jólanótt talaði Ragnar Fjalar annarlegri tungu af hneykslun á „heimshyggjunni“, sem heldur því meira að segja blákalt fram að „nóttin helga“ sé ekkert heilagari en aðrar nætur. Ég er ekki alveg viss um hvað orðið „heimshyggja“ þýðir. Það finnst ekki í orðabókum fremur en annað xenogloss, en af sam- hengi ræðunnar mátti rétt með naumindum ráða, að það merkti eftirsókn eftir veraldlegum gæð- um: vídeógláp, bfladellu, húsa- smíðar, framhjáhöld, barna- vændi, kirkjugöngur, fyllirí, prófkjör, framapot, sólböð, kraftastæla, ofát; dýrkun um- búða framyfir innihald, bókstafs- ins framyfir andann. Þannig slær Hallgrímskirkja öll met í bísper- rtu blygðunarleysi íslendinga í „heimshyggju". En guðsafneitun í heimspekilegum skilningi er ekki „heimshyggja". Og þaðan af síður vantrú á að jólanóttin sé eð- lisfræðilega, mannfélagslega eða trúarlega öðru vísi en aðrar næt- ur. Trúleysingi getur lifað háand- legu lífi, hafnað veraldlegum lystisemdum og lifað og hrærst í andlegri spekt fræða, lista og mennta. En klerkurinn var of hátt uppi til að skilja þetta. Loks steig hann þó ofan úr hæðunum niður í duftið og tók að minnast þeirra er áttu bágt um jólin: Þeirra sem eru að deyja og eiga ekki eilíft líf, þeirra sem eru einir og eiga enga að, þeirra sem eru svo veikir að þeir vita ekki hvað þeir heita, þeirra sem kjósa frem- ur að deyja en lifa. Þetta fannst honum að vísu hálf skítt, en friðaði óðara samvisku pakk- saddra kirkjugesta með þeirri vissu, að langflestir fyndu samt helgi jólanna í forhertu hjartanu á fæðingarhátíð frelsarans. Þessi kenning er ansi hæpin miðað við heiminn í heild. Auk þess skiptir kvöl fárra miklu meira máli en hamingja margra. Ef ég væri biskup myndi ég svipta svona heiðingja kjól og kalli og setja hann í gapastokk. En það gerir biskupinn áreiðanlega ekki. Og kæmi mér alls ekki á óvart þó hann sjálfur væri ennþá harsvír- aðri heiðingi. Margir kennimenn styðja Sjálfstæðisflokkinn eins og þeim væri borgað fýrir það. En prestar og prelátar sem styðja þann ræningjaflokk eru guði sér á parti andstyggilegir. Sjá þessa karla þegar þeir trítla á trúartón- leika í Hallgrímskirkju. Þarna hreykja þeir sér á fremsta bekk eins og illir andar og skilja ekkert af því sem fram fer. Hvernig veit ég það? - Þeir sjást aldrei á öðr- um konsertum. Það sýnir að þeir hafa ekki virkan áhuga á tónlist- inni sem lýtur sínum eigin lög- málum. Fyrir þeim er listin auka- atriði, númer tvö. En boðskapur hennar, í þessu tilviki trúin, núm- er eitt. Þetta er frumstæðasti list- asmekkur sem til er. - Þannig veit ég það. En þeir troðast ekki aöeins á fremsta bekk á kirkjutónleikum. þeir hafa hreiðrað um sig í fremstu sætum þjóðfélagsins. Ekki viku þeir aukateknu orði í útvarpsmessum um jólin að árás ríkisstjórnarinnar á þá sem minnst mega sín. Þeir vilja ekkert af þeim vita. Þeir eru reyndar ekki einir um það. Samfélagið vill ekkert af þeim vita. Fólk fyllist vanlíðan og sektarkennd. Og það ýtir þessum óþægilegu staðreynd- um frá sér. Misréttið heldur áfram að vaxa. Hinir verst settu einangrast enn frekar. Þögn og afneitun veldur því að vandi þeirra verður aldrei leystur. Er það ekki sönnun orða minna, að þó allir séu alltaf samála um það að bæta kjör hinna „verst settu“, ber það ekki meiri árangur en svo, að þeir eru sí og æ þeir verst settu? Það er engin ástæða til bjartsýni fyrir þeirra hönd. Og hvað listina varðar, bendir flest til þess að hún verði í æ ríkari mæli forréttindi þeirra ríku og máttugu. En listin er einskis virði nema allir fái að njóta hennar sem hafa sálarlíf til að heyra hljóm fegurðarinnar og söng sannleikans. Sigurður Þór Guðjónsson ★Gagnrýnandinn vill taka fram að hann var ekki á sýningunni.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.