Þjóðviljinn - 09.01.1988, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 09.01.1988, Blaðsíða 9
MENNING Líkan að nýja tónlistarhúsinu. Tónlist Okkur dreymir um tónlistarhús innan fárra ára segir í kvöld gangast Samtök um byggingu tónlistarhúss fyrir tónleikum í Háskólabíói. Tón- leikamir sem hefjast klukkan 21:30eru haldnirundiryfir- skriftinni „Gerum drauminn að veruleika" og meðal þeirra sem fram koma eru Sinfóníu- hljómsveit (slands, Gunnar Þórðarson, Bubbi Morthens, Ólöf Kolbrún Harðardóttirog hljómsveit Tómasar Einars- sonar. Alls taka á annað hundrað þekktra tónlistar- manna þátt í tónleikunum og gefa allir vinnu sína, en ágóð- inn af sölu aðgöngumiða rennurtilTónlistarhússins. í dag verður dregið í happ- drættinu sem Samtökin hafa gengistfyrirtil styrktartónlist- arhúsinu og vinningsnúmer verða tilkynnt á tónleikunum sem er sjónvarpað í beinni út- sendingu. - Við göngumst fyrir þessum tónleikum til að vekja áhuga og athygli á málinu, segir Sveinn Einarsson leikstjóri en hann er meðlimur í stjórn Samtaka um byggingu tónlistarhúss. - Það koma þarna fram fulltrú- ar flestra greina tónlistar á landinu, verður spiluð klassísk músík, popp og jass, því að við viljum undirstrika að þetta hús er ekki ætlað einni ákveðinni teg- und tónlistar. Hvenœr voruþessi samtök stofn- uð? - Kveikjan að stofnun samtak- anna var eiginlega grein sem Ár- mann Örn Ármannsson skrifaði, 1983. Skömmu seinna voru tón- leikar í Háskólabíói þar sem voru staddir margir áhugamenn um þetta mál og þar voru samtökin stofnuð. Það streymdi strax þarna inn fólk sem fannst vera kominn tími til að gera drauminn um tónlistarhús að veruleika, og félagar skipta hundruðum ef ekki þúsundum í dag. Og hvernig hefur svo gengið nteð framkvœmdir? > - Það hefur mikið unnist nú þegar, þó að það sé ennþá langt í | land. Við erum komin með stað fyrir húsið og teikningu að því. Sveinn Einarsson léikstjóri það var haldin alþjóðleg sam- keppni og fyrstu verðlaun hlaut íslenskur arkitekt, Guðmundur Jónsson. En vegna þess að þetta hús er ætlað öllum tónlistariðk- endum og tónlistarunnendum á landinu, hafa verið gerðar um- talsverðar breytingar á teikning- unum til að tryggja að allar teg- undir tónlistar komist þar að. Sinfónían verður þarna til húsa, það verður hægt að hafa þarna popptónleika, og eins er aðstaða til að flytja þarna óperur. Ég vil taka fram að þessar breytingar sem hafa verið gerðar breyta ekki útliti hússins og gera það ekki dýrara svo umtalsvert sé, en notagildi þess verður miklu meira. Það verða í húsinu tveir salir, annar þeirra tekur á 15. hundrað manns í sæti og er þar með stærsti salur á landinu sinnar tegundar. Hinn salurinn er miklu minni, þar verða sæti fyrir á fjórða hundrað manns; hann er ætlaður fyrir til dæmis' kammert- ónleika. Svo verður þarna veitingaaðstaða, en annars verð- ur lítið um íburð, húsið er hannað sérstaklega með þarfir tónlistar- starfsemi í huga. Og er langt í að húsið verði byggt? - Okkur dreymir um að það verði innan fárra ára. Það hefur mikið unnist, þó að við eigum ennþá langt í land. Við erum sem sagt komin með stað fyrir húsið og það er verið að ljúka við breytingar á teikningunum. Þess- ir tónleikar eru átak til að tryggja að við getum haldið áfram, og Sveinn Einarsson eins viljum við sýna að við erum að vinna af samhug og fullum krafti og að það er mikill hugur í fólki. En þetta kemur í áföngum og við ráðumst ekki í áfangana fyrr en þeir eru nokkurnveginn fjárhagslega tryggðir. LG Myndlist Afmælissýning á Kjan/alsstöðum í dag klukkan 14 opnar Baltas- armálverkasýningu ívestursal Kjarvalsstaða. Sýningin eraf- mælissýning ítvennum skilningi því Baltasar á f immtugsaf mæli ( dag ogjafnframteru liðin nák- væmlega 25 ár síðan hann kom til (slands. Þetta er hans tuttug- asta og önnur einkasýning, en auk þess hefur hann tekið þátt í samsýningum heima og er- lendis. Á sýningunni eru 35 myndir, allt olíumyndir með blandaðri tækni og flestar málaðar á síðast- liðnu ári. Leikið er á sjö mismun- andi stef og með þeim lýst marg- víslegri upplifun veruleikans og tilfinningum listamannsins í garð lands sem hefur verið heimkynni hans í hálfan þriðja áratug. Stefin eða þemun eru: Beinakerlingar, nátttröll, lauf, memento mori (mundu að þú ert dauðlegur), gróður, sigurbogar og súluhöfuð. Við þessi stef tengjast ekki beinar lýsingar á þjóðsögum og um- hverfi heldur er fyrst og frernst sfefnt að tjáningu tilfinninga - ástar, reiði, háðs. Baltasar leitast við að spanna vítt svið með verkum sínum. Bera fram dæmi um andstæður harmleiks og vonar, túlka ein- semd og römm forlög, flétta sam- an viðvörun og vonleysi. Þessi myndheimur hefur dimman tón, en í honum er leitast við að kalla fram breytileg geðhrif, allt frá léttlyndi til beiskju, um leið og andmælt er mannfórnum og grimmd. - Sýningin stendur til 24.janúar og er opin frá kl.14 til 22 alla daga vikunnar. -LG VILTU SÆTTAST VIÐ VIGTINA? ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9 Notaðu þá Létt & laggOtt á brauðíð

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.