Þjóðviljinn - 09.01.1988, Side 10

Þjóðviljinn - 09.01.1988, Side 10
Tillögur Tillögur uppstillingarnefndar og trúnaöarráös um stjórn og aðra trúnaðarmenn verkamannafélags- ins Dagsbrúnar fyrir áriö 1988 liggja frammi á skrifstofu félagsins frá og meö 8. janúar 1988. öðrum tillögum ber að skila á skrifstofu Dags- brúnar fyrir kl. 17 fimmtudaginn 14. janúar 1988. Kjörstjórn Dagsbrúnar Frá Heimspekiskólanum Ný námskeið fyrir börn fædd 1976-78 hefjast 18. janúar í Gerðubergi og gamla Verzlunarskólan- um. Kennari verður dr. Hreinn Pálsson. Nánari upplýsingar og innritun í síma 688083, frá kl. 9-19. TONUS14RSKOU KÓPNslOGS Námskeið í tónlist Nýtt námskeið fyrir áhugafólk um tónlist hefst 20. janúar. Á námskeiðinu verður fjallað um undir- stöðuatriði tónlistar og gefið yfirlit yfir helstu tíma- bil tónlistarsögunnar. Námskeiðið er í fyrirlestra- formi. Nánari upplýsingar á skrifstofu skólans, Hamraborg 11, sími 41066. Skólastjóri Innritun í almenna flokka Eftirtaldar greinar eru í boði á vorönn 1988 ef þátttaka leyfir: TUNGUMÁL: íslensk málfræði og stafsetning. íslenska fyrir útlendinga. Danska 1.-4. fl. Norska 1 .-4. fl. Sænska 1 .-4. fl. Þýska 1 .-4. fl. Enska 1 .-5. fl. ítalska 1 .-4. fl. ítalskar bókmenntir. Spænska 1.-4. fl. Latína. Franska 1.-4. fl. Portúgalska. Gríska. Hebreska. Tékkneska. VERSLUNARGREINAR: Vélritun. Bókfærsla. Tölvunámskeið. Stærðfræði (grunnskólastig/ framhaldsskólastig). VERKLEGAR GREINAR: Fatasaumur. Mynd- bandagerð (video). Skrautskrift. Postulínsmálun. Eftirfarandi námskeið hefjast í febrúar: Leður- smíði. Myndmótun. Bókband. Að gera upp hús- gögn. Ferðamannaþjónusta. Einnig verður boðið upp á kennslu í dönsku, sænsku og norsku fyrir börn 7-10 ára, til að viðhalda kunnáttu þeirra barna sem kunna eitthvað fyrir í málunum. Kennsla í þessum mál- um hefst einnig í febrúar. í almennum flokkum er kennt einu sinni eða tvisvar í viku, ýmist 2, 3, eða 4 kennslustundir í senn í 11 vikur. Kennsla fer fram í Miðbæjarskóla, Lauga- lækjarskóla, Gerðubergi og Árbæjarskóla. Námsgjald fer eftir kennslustundafjölda og greiðist við innritun. INNRITUN fer fram 11., 12. og 13. jan. kl. 17-20 í Miðbæjarskóla. KENNSLA hefst 21. janúar næstkomandi. Námsflokkar Reykjavíkur, Fríkirkjuvegi 1 IKfl REYKJKMIKURBORG IMI JlauMt Stödíír T Byggingadeild borgarverkfræðings óskar að ráða skrifstofumann. Starfið felst ítölvuskráningu reikninga, ritvinnslu, móttöku skilaboða, skjalavörslu og fleira. Um heilsdagsstarf er að ræða. Upplýsingar gefur skrifstofustjóri Bygginga- deildar, Skúlatúni 2, sími 18000. s g | Félagsmálastofnun " | f Reykjavíkurborgar Unglingaathvarf Tryggvagötu 12 Auglýst er eftir starfskrafti í 46% kvöldstarf. Hér er um að ræða mjög fjölbreytt og gefandi starf með unglingum á aldrinum 13-16 ára. Lítill og samheldinn starfshópur, þar sem góður starfs- andi ríkir. Æskilegt er að umsækjendur hafi kennara- eða háskólamenntun í uppeldis-, félags-, og/eða sálarfræði. Umsóknareyðublöð fást á staðnum eða hjá Starfsmannahaldi Reykjavíkurborgar, Pósthús- stræti 9. Umsóknarfrestur er til 20. janúar. Nánari upplýsingar veitir forstöðumaður í síma 20606 eftir hádegi virka daga. Innritun í prófadeildir AÐFARANÁM: Jafngilt námi í 7. og 8. bekk grunnskóla (1. og 2. bekk gagnfræðaskóla). Ætl- að þeim sem ekki hafa lokið ofangreindum eða vilja rifja upp og hafa fengið E (1-3) á grunn- skólaprófi. FORNÁM: Jafngilt grunnskólaprófi og foráfanga áframhaldsskólastigi ætlað fullorðnum, sem ekki hafa lokið gagnfræðaprófi og unglingum sem ekki hafa náð tilskildum árangri á grunnskólaprófi (fengið eink. D). FORSKÓLI SJÚKRALIÐA eða HEILSU- GÆSLUBRAUT, undirbúningur fyrir Sjúkraliða- skóla íslands. VIÐSKIPTABRAUT/HAGNÝT VERSLUNAR- OG SKRIFSTOFUSTÖRF, framhaldsskólastig. Nám í prófadeild er allt frá 1 önn í 4 annir, hver önn er 13 vikur og er kennt 4 kvöld í viku. Kennsla fer fram í Miðbæjarskóla og Lauga- lækjarskóla. Kennslugjald fer eftir fjölda námsgreina sem nemandi stundar. Hver mánuður greiðist fyrir- fram. Kennsla hefst 18. janúar á viðskiptabraut og 21. janúar í öðrum prófadeildum. INNRITUN fer fram í Miðbæjarskólanum, Frí- kirkjuvegi 1,11., 12. og 13. janúar 1988 kl. 17-20. Sími 14106 og 12992. Námsflokkar Reykjavíkur ^■"■ÖRFRÉTTIR™" Líbanon Verkalýössamband Líbanon skýröi frá því í fyrradag að verð- bólgan í landinu á liðnu ári hefði numið 730% og slegið öll fyrri met. Árið 1986 var líka metár hvað verðbólgu varðaði, en þá var hún ekki nema 104%. Líbanska pundið féll jafnframt um 80% gagnvart dollar á árinu. Borgara- styrjöldin í Líbanon hefur nú geisað í nærri 13 ár, og hafa stjórnvöld misst öll tök á stjórnun efnahagslífsins af þeim sökum. Tyrkland Tyrkneska stjórnin hefur ákveðið að undirrita Evrópusátt- málann gegn pyntingum og illri meðferð á föngum. Tyrknesk yfirvöld hafa oft verið ásökuð af mannréttindasam- tökum fyrir að beita fanga pynt- ingum og illri meðferð, en utan- ríkisráðherra landsins sagði ný- verið að undirritun sáttmálans þýddi fastan ásetning stjórnvalda að standa vörð um og auka mannréttindi í landinu. Stjórnmálaskýrendur telja að ein meginástæðan fyrir þessari ákvörðun tyrknesku stjórnarinn- ar hafi verið að ryðja hindrunum úr vegi fyrir inngöngu Tyrklands í Evrópubandalagið, en Tyrkland hefur haft aukaaðild að banda- laginu frá 1963. Samkvæmt mannréttindasáttmálanum á að minnsta kosti tveggja manna nefnd að hafa heimild til að kanna réttmæti allra ásakana um pyntingar, og nefndin hefur jafn- framt rétt til að krefjast miskabóta fyrir fórnarlömb pyntinga, verði þær sannaðar. Moskva Franc Carlucci, varnarmála- ráðherra Bandaríkjanna kom til Moskvu í gær til þess að heimsækja sovéska tilrauna- svæðið fyrir kjarnorkuvopnatil- raunir í Semipalatinsk í Kazak- hstan í Mið-Asíu. í fylgd með ráð- herranum eru sérfræðingar á sviði kjarnorkuvopnatilrauna, og er heimsóknin liður í undirbúningi sameiginlegra kjarnorkuvopna- tilrauna Bandaríkjanna og So- vétríkjanna í því skyni að finna út sem öruggasta leið til þess að fylgjast með að hugsanlegu banni við kjarnorkuvopnatilraun- um verði framfylgt. Sovésk sendinefnd mun heimsækja til- raunasvæði Bandaríkjamanna í Nevada-eyðimörkinni í sama skyni í lok mánaðarins. Samkomulag um þetta sam- starf var gert á fundi Reagans og Gorbatsjovs í desember, en framtíðarmarkmið er að ná samkomulagi um bann við kjarn- orkuvopnatilraunum, en slíkt bann er mikilvæg og nauðsynleg forsenda þess að vígbúnaðark- apphlaupið verði stöðvað. Moskva I Sovétríkjunum hafa verið sett ný lög um meðferð geðsjúkra, sem talin eru geta markað enda- lok þeirrar misbeitingar á geð- lækningum, sem viðgengist hef- ur gagnvart pólitískum föngum í landinu. Samkvæmt hinum nýju lögum verður sjúklingum eða aðstand- endum þeirra gert kleift að áfrýja sjúkdómsgreiningu til dómstóla, auk þess sem geðsjúkrahús sem notuð hafa verið til þess að geyma andófsmenn verða nú sett beint undir stjórn ráðuneytis heilbrigðismála. Bandaríska blaðið The New Vork Times sagði í gær að það væri undir framkvæmd laganna komið, hvort þau yrðu mannréttindum til framdráttar, en ýmislegt benti nú til stefnu- breytingar í þeim efnum. Meðal annars hefðu 64 fangar verið látnir lausir úr geðsjúkrahúsum á síðasta ári og ekki hefðu verið nein dæmi um langtímavistun pólitískra fanga á geðsjúkrahús- um. Gildi laganna mun sýna sig þegar á þau reynir með máls- höfðun, segir The New York Tim- es- ólg/Reuter.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.