Þjóðviljinn - 09.01.1988, Page 11

Þjóðviljinn - 09.01.1988, Page 11
______________ERLENDAR FRÉTTIR____________ ísrael Óeirðir halda áfram Shamir forsœtisráðherra neitar að tala við sendifulltrúa Sam- einuðu þjóðanna Igær létust 2 ungir Palestínu- menn í viðbót af skotsárum frá ísraelskum hermönnum, og eru fórnarlömbin þá orðin að minnsta kosti 27 frá 9. desember síðastliðnum. Óeirðir héldu áfram víðsvegar á herteknu svæðunum í gær, og beitti ísra- elski herinn táragasi i viðureign sinni við Palestínumennina, auk þess sem útgöngubann var sett á sumar flóttamannabúðirnar. Handtökur héldu áfram í gær, og hafa a.m.k. 2000 verið handtekn- ir síðan í desember, og þar af hafa að minnsta kosti 30 verið fluttir í ríkisfangelsi, þar sem þeim verð- ur haldið í allt að 6 mánuði án réttarhalda. Palestínumönnum sem þannig er haldið í varðhaldi án dóms og laga hefur þannig fjölgað upp í a.m.k. 80. Samtökin Amnesty International hafa lýst þessa meðferð fanga í andstöðu við mannréttindaákvæði, og hafa tekið suma fangana að sér sem „samviskufanga“. Marrack Golding, sérlegur sendimaður Sameinuðu þjóð- anna var væntanlegur til ísraels í gær til þess að kanna öryggi þeirra 1,4 miljón Palestínumanna Sýrlendingar hafa verið helstu keppinautar Egypta um áhrif í ar- abaheiminum, og hafa tvær sýr- lenskar sendinefndir verið á ferðalagi á milli arabaríkja í kjölfar ferðalaga Mubaraks, að því er virðist til þess að koma í veg fyrir að arabaríkin taki Egypta fullkomlega í sátt. Sýrlendingar, Líbýa, Alsír, Líbanon, S-Yemen og Túnis hafa enn ekki tekið upp stjórnmálasamband við Egypta á ný, en fréttaritarar segja að styrk- ari staða Egypta innan araba- heimsins nú hafi meðal annars veitt þeim aðgang að umtals- verðri fjárhagsaðstoð frá olíur- íkjunum við Persaflóa, en Egypt- ar eiga við mikla fjárhagsörðug- leika að etja og skulda nú um 40 miliarða dollara. Astandið á herteknu svæðun- um í ísrael hefur orðið til þess að spilla sambúð ísraela og Egypta og bæta um leið sambúð þeirra við arabaríkin. Sýrlendingar, sem nú reyna að miðla málum í Persaflóastríðinu eins og Egyptar, hafa þótt hallir undir írana á meðan Egyptar Yitzhar Shamir. sem byggja hernumdu svæðin. Yitzhak Shamir forsætisráðherra ísraels sagðist neita sendifulltrú- anum um áheyrn, þar sem ísraelsstjórn hafnaði gagnrýni Öryggisráðsins á stjórn hennar á herteknu svæðunum sem af- skiptum af innanríkismálum. Simon Perez utanríkisráðherra og leiðtogi Verkamannaflokksins í lsrael sagðist hins vegar ætla að hitta sendefulltrúann að máli til þess að „skýra út fyrir honum ást- æðuna fyrir andstöðu ísraels- stjórnar við meðferð Öryggis- ráðsins á málefnum ísraels“. Erlendir blaðamenn í ísrael kvörtuðu í gær undan því að her- inn hefði takmarkað aðgang þeirra að hernumdu svæðunum og ekki leyft þeim að koma í ná- munda við sumar flóttamanna- búðirnar. Líktu sumir frétta- menn þessum takmörkunum við fréttabann S-Afríkustjórnar á óeirðum í landinu. Gagnrýnialda hefur dunið á stjórnvöld í ísrael hvaðanæva úr heiminum í kjölfar óeirðanna á herteknu svæðunum. Þannig sagði Sir Geoffrey Howe, utan- ríkisráðherra Breta að neitun Shamirs að tala við sendifulltrúa Sameinuðu þjóðanna lýsti vel þeim þvermóðskuanda sem stæði í vegi fyrir lausn mála í ísrael. Þó létu ísraelskir fjölmiðlar þess get- ið í gær, að þrátt fyrir atkvæða- greiðsluna í Öryggisráðinu, þar sem Bandaríkin greiddu atkvæði gegn ísrael í fyrsta skipti síðan 1982, þá hefði George Shultz utanríkisráðherra lýst því yfir í gær að böndin sem tengdu Bandaríkin og ísrael væru „órjú- fanleg". Meðal þeirra sem sent hafa ís- raelsstjórn áköf mótmæli eru Eg- yptar, en þeir eru eina arabaríkið sem hefur stjórnmálasamband við ísrael. Reuter-fréttastofan hafði það eftir sendiherra Eg- yptalands í ísrael í gær, að ef á- standið á herteknu svæðunum færi versnandi gæti það leitt til slita á stjórnmálasambandi á milli landanna. Reuter/ólg Miðausturlönd Egyptar styrkja stöðu sína Mubarak í opinberri heimsókn til ríkjanna við Persaflóa. Sýrlendingar óttast aukin áhrif Egypta Mubarak forseti Egyptalands er nú á ferðalagi um ríkin við Persaflóa til þess að ræða hugsan- lega lausn á styrjöldinni á milli Iran og íraks. Þykir ferðalagið bera vott um vaxandi áhrif Eg- ypta í arabaheiminum, þar sem þeir hafa verið í einangrun allt frá því að þeir gerðu friðar- samkomulagið við ísrael (Camp David) 1979 þar til á síðasta ári, en þá aflétti leiðtogafundur Ara- babandalagsins banninu á stjórnmálasambandi við Egypta- land. styðja íraka í stríðinu. Reuter/ólg Austurríki Sækir um aðild að Evrópubandalaginu Þjóðarflokkurinn íAusturríki breytir um af- stöðu en vill þó halda hlutleysi Austurríkis Þjóðarflokkurinn í Austurríki, sem er hægrisinnaður flokkur og myndar stjórn landsins ásamt með sósíalistum undir stjórn Franz Vranitzky kanslara, hefur breytt um stefnu í afstöðu sinni til Evrópubandalagsins og vill nú sækja um fulla aðild, þannig að Austurríki geti orðið fullgildur aðili að fyrirhuguðum opnum markaði Evrópuríkja árið 1992. Aður hafði samsteypustjórn Vranitskys talað um takmarkaða aðild að bandalaginu með hugs- anlega fulla aðild í huga í framtíð- inni. Leiðtogi Þjóðarflokksins, Alois Mock, sem jafnframt er utanríkisráðherra Austurríkis, sagði að þeir stefndu að því að full aðild að Evrópubandalaginu gæti orðið að veruleika innan 5 ára, en hins vegar myndi Austurríki halda áfram hlutleysi sínu. Hlutleysi Austurríkis er skráð í stjórnarskrá þess allt síðan her- sveitir bandamanna yfirgáfu landið 1955. Hlutleysisyfirlýsing- in hefur í raun verið meginhindr- unin í vegi fyrir fullri aðild að Evrópubandalaginu og hafa sumir haldið því fram að hlutleysi og full aðild geti ekki farið sam- an. Til dæmis hafi stuðningur bandalagsins við Breta í Falk- landseyjastríðinu verið hlutdræg- ur, en leiðtogi Þjóðarflokksins segir að allt verði gert til þess að tryggja hlutleysi Austurríkis, og vitnar í því sambandi í þau orð Jacques Delors, fráfarandi fors- eta ráðherranefndar bandalags- ins, að hernaðar- og öryggismál ætti að fjalla um utan vettvangs Evrópubandalagsins. Hlutleysis- yfirlýsing Austurríkis væri fyrst og fremst skuldbinding um að ganga ekki í hernaðarbandalag. Austurríki á nú aðild að Frí- verslunarbandalaginu EFTA ásamt me6' Sviss, Svíþjóð, Nor- egi, íslandi og fleiri ríkjum. Frí- verslunarbandalagið stendur nú mjög veikt gagnvart Evrópu- bandalaginu, og hafa raddir um inngöngu í Evrópubandalagið meðal annars orðið áberandi í Noregi á síðustu mánuðum. Reuter/ólg. PÓST- OG Sí M AMÁLASTOFNUNIM óskar aö ráöa bréfbera í hin ýmsu hverfi borgarinnar. Um hálfsdagsvinnu er aö ræöa. Upplýsingar eru veittar hjá skrifstofu póstmeistara, Ármúla 25 og póstúti- búum. Vilt þú verða skiptinemi í sumar? AFS býöur ungu fólki í ca. 2 mán. sumardvöl og málanám 1988 í: Danmörku, Finnlandi, Spáni, Sviss, Frakklandi, Þýskalandi, Portúgal: 15-18 ára. Bretlandi, írlandi, sjálfboöaliðavinna: 16-21 árs. Noregi, sveitastörf: 15-19 ára. Hollandi, menningar- og listadagskrá: 16-22 ára. Bandaríkjunum, enskunám: 15-30 ára. Umsóknartíminn er f rá 11. janúar til 15. febrú- ar. Skrifstofan er opin 14-17 virka daga. á íslandi Skúlagata 61, P.O. Box 753 - 121 Reykjavík, sími 91-25450. Dagvistarheimili Kópavogs Lausar stöður Leikskólinn Fögrubrekku Staöa fóstru eða starfsmanns meö aðra uppeld- ismenntun er laus til umsóknar. Um er aö ræða 50% starf eftir hádegi. Upplýsingar veitir for- stöðumaður í síma 42560. Dagvistarheimilið Grænatún Staða fóstru eöa starfsmanns meö aöra uppeld- ismenntun er laus til umsóknar. Um er aö ræða 50% starf fyrir hádegi. Upplýsingar veitir for- stöðumaður í síma 46580. Dagvistarheimilið Efstahjalia Staöa fóstru eöa starfsmanns meö aðra uppeld- ismenntun er laus til umsóknar. Upplýsingar veitir forstöðumaður í síma 46150. Dagvistarheimilið Kópasel Staða fóstru eða starfsmanns með aðra uppeld- ismenntun er laus til umsóknar. Opnunartími er frá kl. 7.30 til 15.00. Upplýsingar veKir forstöðu- kona í síma 84285. Dagvistarheimilið Furugrund Staða fóstru eða starfsmanns með aðra uppeld- ismenntun er laus til umsóknar. Hlutastarf kemur til greina. Upplýsingarveitirforstöðumaðurísíma 41124. Auk þess vantar starfsfólk til afleysinga á heimil- unum. Hafið samband og kynnið ykkur aðstæð- ur. Einnig veitir dagvistarfulltrúi upplýsingar um störfin í síma 45700. Umsóknum skal skilað á þar til gerðum eyðublöðum sem liggja frammi á Fé- lagsmálastofnun, Digranesvegi 12. Félagsmálastofnun Kópavogs Laugardagur 9. janúar 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.