Þjóðviljinn - 09.01.1988, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 09.01.1988, Blaðsíða 15
______________________ÍÞRÓTTiR____________________ Heimsbikarkeppnin í Svíþjóð Stefnan setl á sjötta sætið Guðjón Guðmundsson liðsstjóri íslenska landsliðsins í handknattleik. Karfa Bikarkeppni KKI að byrja 8 leikir um helgina. Á sunnudaginn hefst fyrri umferð bikarkeppni Körfuknattleiks- sambands f slands. Keppt verður í meistaraflokki karla og meistara- flokki kvenna og verða leikirnir sem hér segir. í meistaraflokki karla ÍR-ÞÓR.............íþr.húsi Seljask. kl. 14.00 UBK-IA..............(þr.húsi Digran. kl. 14.00 UMFNb-ISa......íþr.húsi Njarðv. kl. 14.00 UMFT-Haukar íþr.húsi Sauð.kr. kl. 14.00 UMFG-UMFS íþr.húsi Grindav. kl. 18.00 KRb-Valur.......íþr.húsi Hagask. kl. 20.00 í meistaraflokki kvenna UMFG-Haukar íþr.húsi Grindav. kl. 20.00 KR-IBK..............íþr.húsi Hagas. kl. 21.30 ogþetta líka... Breiðablik hefur ráðið Pólverjann Gregorz Biel- atowich til þess að hafa yfirumsjón með allri þjálfun hjá knattspyrnudeild félagsins. Gregorz hefur verið hjá Týrurum í eyjum um nokkurra ára skeið. Hann mun taka að sér þjálfun á meistara- og 2. flokki Breiðabliks. Fréttamenn ABC fréttastöðvarinnar hafa krafist þess að komið verði upp búri með skot- heldu gleri á vetrar- Ólympiuleikunum. Þar inni ættu fréttamenn ABC að geta verið öryggir um að ekki verði skotið á þá á meðan þeir sinna störfum sínum. Búr þetta á að vera staðsett við svæðið þar sem keppendur í fjölþraut á skíðum reyna á skotfimi sína. Karfa Á þriðjudag fór fram einn leikur í Evr- ópukeppni félagsliða í körfubolta. Þá vann lið Barcelona Nashua Den Bosch sem kemur frá Hollandi með 115 stigum gegn 90. I leikhléi var staðan 60-40 fyrir Barcelona. Badminton- stjarnan Morten Frost, sem er raðað í annað sætið á heimslistanum og Yang Yang, sem er í því fyrsta töpuðu báðir á World Grand Prix í badminton sem fram fer nú i Hong Kong. Tapaði Yang Yang sínum leik 15-9, 8-15 og 5-15 fyrir Misbun Sidek frá Malasíu sem fókk að taka þátt i mótinu sem aukamaður. En Mortin Frost teygði á vöðva í kálfanum í þriðju lotu og varð að hætta keppni. Johan Cruyff sem hefur sagt upp hjá Ajax eins og áður hefur komið í fréttum virðist hafa sagt upp vegna þess að Ajax vildi ekki semja við hann til tveggja ára auk þess sem hann fengi að ráða og reka menn eins og hann vildi. Cruyff hefur aðeins verið framkvæmdastjóri í tvö og hálft ár. Einn leikur verður síðan í meistarflokki karla á mánudag. ISb-KRa.....(þr.húsi Kenn.hásk. kl. 20.00 -ste Eins og fram kom í blaðinu í gær þá undirbýr íslenska landslið- ið sig nú undir Heimsbikars- keppnina í Svíþjóð. Liðið heldur utan á mánudag- inn og leikur sinn fyrsta leik, við Austur-Þjóðverja, á miðviku- daginn. í stuttu spjalli sem blaða- maður Þjóðviljans átti í gær við Guðjón Guðmundsson, liðs- stjóra íslenska liðsins, sagði hann að stefnan væri sett á að ná sjötta sætinu í þessu móti. „Að vísu getur það orðið erfitt þar sem Svíarnir hafa raðað okk- ur í riðil með A-Þjóðverjum, Júg- óslövum og Dönum. í hinum riðl- inum eru Spánverjar, Ungverjar, V-Þjóðverjar og Svíarnir sjálfir. Það verður að teljast undarleg ákvörðun að setja liðin sem urðu í 1. og 3. sæti á síðustu heims- meistarakeppni saman í riðil. Ég veit að A-Þjóðverjar og Júgó- slavar eru einnig mjög óánægðir með þessa niðurröðun." Af hverju er stefan sett á sjötta sœtið en ekki eitthvert sœtiþarfyrir ofan? „Ef við höldum sjötta sætinu, sem við náðum bæði á Ólympíu- leikunum í Los Angeies og á Knattspyrna Atli tíl liðs við Víkinga Sedov kemur á þriðjudaginn „Ég hef ákveðið að leika með Víkingi næsta sumar og reikna með að ganga frá félagaskiptun- um strax á mánudaginn," sagði Atli Helgason hinn merki miðju- leikmaður hjá Þrótti. „Það eru margar ástæður fyrir því að ég geng í raðir Víkinga en ein sú helsta er að þá fæ ég tæki- færi til að leika í 1. deildinni." Hinn sovéski þjálfari Víkinga, Youri Sedov mun koma hingað til lands á þriðjudaginn. Fyrir utan þjálfun meistaraflokksins mun hann einnig hafa yfirumsjón með þjálfun yngri flokka félags- ins. Paris-Dakar Helmingur fallinn úr leik Einn alvarlega slasaður Það er sá gallharði Ari Vatan- en frá Finnlandi sem enn heldur forystu í París-Dakar rallýinu. Vatanen ásamt Bruno Berglund aðstoðarökumanni náðu að klára sjöunda áfanga þrátt fyrir að eldur hefði komið upp í vélar- rúmi Peugeot „bifreiðar" þeirra 30 kílómetra fyrir endalínu. Nokkrir af þeim sem voru tald- ir sigurstranglegir hafa þó dottið úr keppni. Þar á meðal er For- múlu eitt kappaksturshetjan Jaq- ues Laffite, sem eyðilagði högg- deyfa í bíl sínum á sandinum. önnur Formúlu eitt ökumaður, Jacky Ickx, sagði eftir sjöunda áf- angann „að það hefði verið stærðfræðilega ómögulegt að klára hann". „Líklega hálsbrotinn" Eitt alvarlegt slys hefur orðið í keppninni. Það var þegar Andrei Maiherbe frá Belgíu, sem er þre- faldur heimsmeistari í mot- orcross, féll af Yamaha mótor- hjóli sínu. Var það á miðvikudag- inn og var Andrei strax flogið til Parísar. Talið var að hann væri hálsbrotinn og sagði franska sjónvarpið á fimmtudaginn að ástand hans væri enn alvarlegt. 297 af 602 eftir Þegar lagt var af stað í áttunda áfangann voru aðeins eftir 70 mótorhjól, 170 bifreiðar og 57 trukkar. Er það tæpur helmingur því í upphafi lögðu af stað 602 farartæki. Einn af tæknimönnum við skipulagningu rallsins sagði í við- tali „að sú staðreynd að svona margir hafa fallið úr keppni og fjöldi manns ennþá týndur í eyðimörkinni sýni að það sé mjög ólíklegt að París-Dakar rallið geti verið með sama sniði áfram". -ste Heimsmeistaramótinu í Sviss þá sýnir það að okkur hefur tekist að halda okkar styrkleika. Úti í Sví- þjóð erum við undir þeirri pressu að við verðum að vinna Danina. Hins vegar verða A-Þjóðverjar og Júgóslavar að vínna okkur og Danina. Ég held að ef okkur tak- ist að ná sjötta sætinu þá sé það mjóg góður árangur, allt þar fyrir ofan er frábært. íslendingar eru orðnir mjög kröfuharðir hvað varðar handknattleikslandsliðið. Þegar við unnum Pólverjana um daginn þá töluðu allir um það hversu Pólverjarnir hefðu verið slappir. Það var hins vegar ekki spáð í það að stuttu eftir leikina hér heima þá sigruðu Pólverjarn- ir í mjög sterku móti í A- Þýskalandi. Við sáum það á landsliðsœfingu í fyrradag að Geir Sveinsson var ekki með. Það verður erfitt aðfylla skarð hans í vörninni. Hvað verð- ur gert íþví máli? „Já, Geir Sveinsson á í meiðslum. Það er ekki enn víst hversu alvarleg þau eru. Það er jafnvel talið að hann sé kviðslit- inn. Við ætlum að reyna að láta hann spila því liðið sem fer til Seul verður að fá eins mikla sam- æfingu og hægt er. Frá því 1983 höfum við leikið um 150 lands- leiki og okkur hefur aldrei tekist að hafa okkar sterkasta lið. Það hefur alltaf staðið þannig á að annað hvort hafa menn ekki fengið sig lausa frá sínum fé- lögum eða hafa átt í meiðslum." Sigurður Sveinsson á einnig í einhverjum erfiðleikum með aðfá sig lausan. Sigurður er í þeirri aðstöðu núna að lið hans Lemko er í bull- andi fallbaráttu. Liðið á leik í kvöld (föstudag) og hann ætlar að gefa okkur svar eftir leikinn. Við skiljum aðstöðu Sigurðar mjög vel og munum ekki pressa á hann ef hann telur ekki móguleika á að komast. Efhannkemstekkiþáer alveg óvíst hver kemur í hans stað. -ih Innstæða á gengisbundnum Krónureikningi heldur verðgildi sínu gagnvart erlendum gjaldmiðlum, hvert sem gengi krónunnar verður Laugardagur 9. janúar 1988 MÖDVILJINN - SÍÐA 15 Nýi gengisbundni Krónureikningurinn gerir sparifjáreigendum kleiftað tryggja verðgildi sparifjár í íslenskum krónum gagnvart erlendum gjaldmiölum. Gengisbindingin er reiknuð á þann hátt að 1. dag hvers mánaðar hækkar eða lækkar lægsta innstæða sem staðið hefur inni heilan almanaksmánuð samkvæmt skráðu kaupgengi Seðlabankans21. dag undanfarandi mánaðar. Inn- og útborganir innan mánaðarins fá svo sérstakar verðbætur í formi vaxta. Innstæðan, sem er bundin í 6 mánuði, ber einnig fastavexti. Nánari upplýsingarfást í sparisjóðsdeildum bankans. L Landsbanki íslands Banki allra landsmanna

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.