Þjóðviljinn - 12.01.1988, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 12.01.1988, Blaðsíða 3
IÞROTY1R Badminton Þórdís vann þrefalt og Broddi tvöfalt Tveir útlendir þjálfarar hjá félaginu Um helgina fór fram meistara- mót TBR 1988. Var keppt bæði á laugardag og sunnudag og voru keppendur um áttatíu talsins. Er þetta líklega eitt sterkasta mótið sem haldið er hér enda var keppni hörð og ekkert gefið eftir. Var keppni í tvíliðaleik karla í meistaraflokki einna tvísýnust og úrslitaleikurinn í þeim flokki tal- inn besti leikur mótsins þar sem Broddi og Þorsteinn eru ís- landsmeistarar. Úrslit Meistaraflokkur Einliðaleikur karla: Broddi Kristjánsson TBR vann Árna Þ. Hallgrímsson TBR 10-15,18-15 og 15-6. Einliðaleikur kvenna: Þórdís Edwald TBR vann Elísabetu Þórðardóttur TBR 11 -7 og 11 -7. Tvíliðaleikur karla: Guðmundur Adolfsson TBR og Hu- ang Wei Cheng TBR unnu Brodda Kristjánsson TBR og Þorstein Pál Hængsson TBR 13-18, 15-8 og 15- 13. Tvíliðaleikur kvenna: Þórdís Edwald TBR og Elísabet Þórð- ardóttir TBR unnu Birnu Petersen TBR og Berglindi Kristínu Kristjáns- dóttur TBR 15-8 og 15-6. Tvenndarlcikur: Broddi Kristjánsson TBR og Þórdís Edwald TBR unnu Guðmund Adolfs- son TBR og Guðrúnu Júlíusdóttur TBR 15-12 og 15-10. A-flokkur Einliðaleikur karla: Frímann Ferdinandsson Víkingi vann Óla B. Siemsen TBR 15-7 og 15-8. Einliðaleikur kvenna: Hafdís Böðvarsdóttir ÍA vann Sigríði M. Jónsdóttur TBR 11-7 og 11-6. Tvfliðaleikur karla: Óli B. Siemsen TBR og Skúli Þórðar- son TBR unnu Hannes Ríkharðsson TBR og Hrólf Jónsson TBR 17-15 og 15-11. öfr ' ■ Tvfliðaleikur kvenna: Hafdís Böðvarsdóttir fA og Berta Finnbogadóttir ÍA unnu Elínu Agnars- dóttur TBR og Sigríði M. Jónsdóttur TBR 10-15, 15-12 og 15-12. $ Tvenndarleikur: Óli B. Siemsen TBR og Sigríður M. Jónsdóttir TBR unnu Hannes Rík- harðsson TBR og Elínu Agnarsdóttur TBR 9-15, 18-15 og 15-13. B-flokkur Einliðaleikur karla: Gunnar Petersen TBR vann Hörð Benediktsson Val 15-4 og 15-2. Tvfliðaleikur karla: Þórarinn Árnason TBA og Einar Ein- arsson TBA unnu Hörð Jónsson TBR og Svavar Jóhannesson TBR 15-12, 6-15 og 15-7. Mikil uppsveifla hefur verið í ba- dminton í vetur. Kínverski þjálfarinn Huang hefur verið hér í þrjú ár en einnig kom hollenskur þjálfari til landsins og hefur þjálfað í vetur. -ste Broddi og Þórdís Tennis Verður Steffi Graf sú besta? Steffi Graf mun örugglega reyna að hefna þeirra tveggja ósigra sem hún beið á síðasta ári. Graf er nú í Ástralíu þar sem Opna ástralska meistaramótið í tennis fer fram. Báðir þessir ósigrar Graf voru gegn Martinu Navratilovu. Það er mjög ólíklegt að úrslitin verði ekki milli þessara tveggja kvenna. Cris Evert sem er talin vera sú þriðja besta í heimi hefur átt lítilli velgengni að fagna að undanförnu og er ekki búist við því að hún nái að ógna stöllunum tveimur nokkuð. Graf kom ekki á þessi mót í Ástralíu árin 1985 og 1987. Hún sagðist frekar vilja eyða jólunum hjá fjölskyldu sinni. Mótið var ekki haldið 1986 vegna tilfærslu frá desember til janúar. Aðrir segja að hún hafi ekki viljað keppa á grasi en henni hefur jafn- an gengið illa á slíkum völlum. Nú verður keppt á annars kon- ar velli úr gerviefnum sem hentar Graf mun betur. Navratilovu hef- ur aftur á móti gengið betur á grasvöllum. Navratilova lýsti því yfir í síðustu keppni að Graf gæti ekki talist meðal hinna bestu ef hún héldi áfram að forðast jafn stór mót og þetta. í karlaflokki eru engin smá- Markus Wasmeier sigraði í risastórsvigi karla á sunnudaginn eftir að hafa átt í meiðslum í tíu mánuði. Á innfelldu myndinni er Zoe Hass en henni var dæmdur sigur eftir að Sigrid Wolf var dæmd úr keppni. Skíði Sigrid Wolf dæmd úr keppni stirni mætt til leiks, þarna eru m.a. Ivan Lendl, Stefan Edberg og Pat Cash. Edberg á ekki langt í land með að ræna efsta sætinu af Lendl í röðinni um bestu tennis- leikara heims. Edberg sagði að næsta markmið sitt væri einmitt það að sigra Lendl. „Þó það væri vissulega gaman ef það tækist þá geri ég mér grein fyrir því að það er mjög erfitt skref frá því að vera númer tvö í það að vera númer eitt,“ sagði Edberg. _ih AU sérstætt og undarlegt mál kom upp í kvennaflokki heimsbikarkeppninnar á skíðum á laugardaginn. Austurríska stúlkan Sigrid Wolf, sem hafði farið brautina á besta tímanum, var dæmd úr keppni ásamt þrem- ur félögum sínum í austurríska liðinu. Ástæðan var sú að stúlk- urnar notuðu öryggisnælur til að festa númer sín á sig í stað þess að vera í vestum eins og venja er. „Mér líður eins og ég hafi verið rænd.“ sagði Sigrid Wolf „Það er grátlegt að tapa á þennan hátt.“ Svissnesku stúlkunni Zoe Hass var dæmdur sigurinn í risastór- sviginu en hún hlaut annan besta tímann í brautinni. í öðru sæti varð Catherine Quittet og Mic- hela Figini í þriðja sæti. „Það er leiðinlegt að þurfa að ákveða úrslit svona. En mótmæl- in voru réttmæt og atkvæðin féllu 3-2 hjá fimm dómurum,“ sagði formaður dómnefndar, Heinz Krecek. Þjálfari austurrísku stúlknanna sagði að þetta væri allt saman hreinn uppspuni. Númerin hefðu verið notuð margoft og göt sem dómnefndin segði vera efir ör- yggisnælur gætu verið gömul. Dómurinn hefur veruleg áhrif á stöðu Wolf í keppninni um heimsbikarinn. Sigur í þessari keppni hefði tryggt henni efsta sætið í risastórsvigskeppninni og annað sætið í keppninni um heimsbikarinn. Eftir dóminn er hún í sjöunda sæti í keppninni um heimsbikarinn og sjötta sæti í ris- astórsvigskeppninni. „Ég var gráti næst þegar ég heyrði úrskurð dómnefndarinn- ar,“ sagði Sigrid Wolf. „En ég ætla að halda áfram að berjast. Ég veit að ég er í góðu formi og á enn eftir nægilegt sjálfstraust." Wasmeier kom, sá og sigraði Vestur-Þjóðverjinn Markus Wasmeier sem slasaðist alvarlega í keppni fyrir tíu mánuðum kom, sá og sigraði í risastórsvigskeppni í Frakklandi á sunnudaginn. Wasmeier sigraði í keppninni í risastórsvigi 1985, fékk tímann 29.16 sekúndur. Frakkinn Frack Paccard lenti í öðru sæti aðeins 0.30 sekúndum á eftir Wasmeier. „Þetta var erfitt,“ sagði Wasm- eier. „Það var mikið af lausum snjó í brautinni. Ég lenti í nokkr- um erfiðleikum en í heild var þetta nokkuð gott hjá mér. Þessi sigur kemur á mjög góðum tíma fyrir mig. Nú veit ég að ég á möguleika í keppninni og sjálfs- traustið eykst til muna.“ Alberto Tomba, sem hefur unnið 5 keppnir í vetur varð í fimmta sæti en hélt stöðu sinni í keppninni um heimsbikarinn þar sem hann er efstur. Pirmin Zur- briggen kemur næstur og vantar aðeins fimm stig til að ná Tomba. Staðan Staðan í keppninni um heimsbik- arinn: 1. Tomba...............136stig 2. Zurbriggen..........131 stig 3. Mader...............57 stig 4-5.Strolz..............46stig 4-5.Mayer...............46stig -ih Vinningstölurnar 9. janúar 1988. Heildarvinningsupphæð: kr. 5.906.029,- 1. vinningur var kr. 2.956.693,- Aðeins einn þátttakandi var með fimm réttar tölur. 2. vfnningur var kr. 885.339,- og skiptist hann á 329 vinningshafa, kr. 2.691,- á mann. 3. vinningur var kr. 2.063.997,- og skiptist á 9.971 vinningshafa, sem fá 207 krónur hver. Upplysingasimi: 685111. ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.