Þjóðviljinn - 13.01.1988, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 13.01.1988, Blaðsíða 2
-SPURNINGINH Hverju spáir þú um ár- angur handboltaliös okkar í heimsmeistara- keppninni í Svíþjóð? Guðbjörn Arnórsson ættfræðingur: Ég held að ísland vinni. Er ekki sjálfsagt að trúa því? En gaman- laust: Eg er viss um að strákarnir standa sig vel. Steínar Ómarsson nemi: Ég spái því að (slendingar verði ofarlega í röðinni. Kristján Kristjánsson verslunarmaður: Liðið kemur til með að standa sig vel þótt andstæðingarnir séu nú engiraukvisar. Égyrði ósátturvið önnur úrslit en góö. Sigurður Baldursson nemi: Uss, við hljótum að vinna. Það kemur bara ekkert annað til mála. Leifur Bragason tamningamaður: Ég spái okkar mönnum vel- gengni. Erum við ekki í riðli með Dönum, Austur-Þjóðverjum og Júgóslövum? Ég held við vinnum Dani og Þjóðverja en töpum fyrir Júgóslövum. FRETTIR Matarskattur Kaupmenn kvarta sáran Sölulaun ísmásölu skert á landbúnaðarafurðum. Mœtt með aukinni álagningu á aðrar matvörur Petta er óþolandi ástand og get- ur haft alvarlegar afleiðingar, einkum fyrir hverfaverslunina og verslunina úti á landi, segja for- svarsmenn verslunardeildar Sambandsins og Kaupmannas- amtakanna sem hafa harðlega mótmælt þeirri ákvörðun verð- lagsráðs að skerða sölulaun smás- öluverslunarinnar á landbúnað- arafurðum við gildistöku matar- skattsins. Með þessum niðurskurði sölu- launa hafa stjórnvöld látið versl- unina taka þátt í niðurgreiðslum á þeim landbúnaðarvörum sem ekki hafa hækkað vegna matar- skattsins. Pannig hafa sölulaun kaupmanna lækkað um 0,87 aura fyrir hvern seldan mjólkurlítra, um 59 aura fyrir undanrennulít- rann, 1,53 kr. fyrir hvert kg. af skyri, 5,70 kr. fyrir hvert kíló af 1. flokks smjöri og 5.96 kr. fyrir hvert kg af dilkakjöti í heilum skrokkum. Kaupmenn eru reiðir vegna þessarar ákvörðunar verð- lagsráðs og segja að verið sé að brjóta verðlagslögin, þar sem verslanir verði nú að mæta þess- ari skerðingu með aukinni álagn- ingu á aðrar vörur. Meðalsöluálagning í matvöru- verslunum er í dag um 17% en álagningin á áðurnefndum land- búnaðarvörum er nú fastákveðin um 10% af verðlagsráði og gildir sú ákvörðun til 1. mars n.k. Það var fátt um manninn í áfengiskringlunni í hádeginu í gær. Einungis blaðamaður Þjóðviljans að kanna verðbreytingar. Mynd-Sig. Straumsvík Góðæri í Álverinu Árið 1987'skilarfyrirtækinu hagnaði. Metframleiðsla ífyrra eða 84,579 tonn. Verðmœti5,2miljarðarkróna. Útflutningurinn nam 89,166 tonnum Afengi og tóbak Enn ein hækkun í Ríkinu Yfirl0% hœkkun á léttum vínum. Minna —á sterkum Áfengi og tóbak hækkaði í verði í gær um 5.7% að meðal- tali. Hækkunin er mismunandi á víiium, þar sem léttu vínin hækka mun meira en þau sterku. Að sögn Höskuldar Jónssonar forstjóra ÁTVR stafar hækkunin bæði af hækkun innkaupsverðs á léttum vínum og óhagstæðri gengisþróun og einnig þeirri ákvörðun stjórnvalda að auka skil ÁTVR í ríkissjóð um þriðj- ung frá því í fyrra, eða uppí 4,3 miljarða. Léttu vínin hækkuðu um 10- 12% en sterk vín um 4,6% að jafnaði. Þó er hækkun á vodka nokkru minni. Hækkun á tóbaki er á svipuðum nótum en sígar- ettupakki kostar nú 136 kr. í stað 130 áður. Afkoma Alversins í Straumsvík var mun betri á síðasta ári en oft áður og er búist við að l'yrir- tækið skili hagnaði eí'tir skatta og afskriftir. Heildarframleiðslan á árinu 1987 varð 84,579 tonn af áli og er það mesta framleiðsla á einu ári í sögu íslenska álfélagsins. Seld voru 86,608 tonn af áli að verð- mæti 5,2 miljarðar króna. Út- flutningurinn nam 89,166 tonn- um. Sala og útflutningur umfram framleiðslu stafaði af birgða- lækkun og fyrirframsölu. í frétt frá Álverinu segir að á árinu 1986 hafí álverð verið lágt og á síðasta ársfjórðungi ársins, samkvæmt skráningu London Metal Exchange fyrir staðgreitt áltonn, var það 800 sterlings- pund. (GBP). En á síðasta ári fór álverð hægt og sígandi uppávið frá því að vera að meðaltali 825 GBP á fyrsta ársfjórðungi síðasta árs uppí 1070 GBP á þriðja árs- fjórðungi ársins. Hæst varð ál- verðið í október 1987 en þá var meðalverðið 1180 GBP. Fyrstu dagana í janúar 1988 vr meðal- verðið á áli á milli 1070 og 1080 sterlingspund fyrir tonnið. grh Loðna Bræla á miðum Nætur rifnuðu og sprungu vegna erfiðra aðstæðna Sex bátar voru búnir að inelda sig í gær með um 2500 lesta loðnu- afla. Loðnuna fengu skipin 30-40 sjómílur út af Langanesi. Loðnan hefur færst mun nær landi en á'ður var, en þó eru um 12-15 tíma sigling til dæmis til Seyðisfjarðar. Að sögn Ástráðar Ingvars- sortar hjá loðnunefnd var bræla á miðunum í gær og haugasjór. Lentu skipin því í töluverðum erfiðleikum með að innbyrða aflann og var mikið um að loðnu- næturnar rifnuðu og spryngju í látunum. _ grn 2 SÍÐA - ÞJÓÐVIUINN Mlftvlkudagur 13. Janúar 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.