Þjóðviljinn - 13.01.1988, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 13.01.1988, Blaðsíða 3
'ÖRFRÉTTIR1 Landsvirkjun undirritaði í gær lánssamning við Norræna fjárfestingabankann uppá 1100 miljónir íslenskar. Þetta er stærsta einstaka lán sem Landsvirkjun hefur tekið hjá bankanum og verður það notað til að borga upp önnur óhagstæð- ari lán sem tekin hafa verið vegna virkjunarframkvæmda við Blöndu. Skráðum bifreiðum fjölgaði um nær 7500 á síðasta ári og eru nú skráðar fólksbifreið- ar í landinu 121.694, tæplega 12000 vörubifreiðar og 929 bif- hjól. Nýskráningar á sl. ári voru rúmlega 23.400 þar af voru tæp- lega 5000 notaðir innfluttir bílar skráðir hérlendis. Tæplega 16000 bílar voru afskráðir á árinu sem er nær 10 þús. fleiri en árið 1986 og réð bílaskatturinn þar mestu um. Sveinn Jónsson hefur verið ráðinn aðstoðar- bankastjóri við Búnaðarbankann frá og með 1. júlí nk. Sveinn hefur starfað sem endurskoðandi und- anfarin ár en hann starfaði áður sem forstöðumaður bankaeftir- litsins í 9 ár og sem aðstoðar- seðlabankastjóri í 3 ár. Vinningar í happdrætti Samtaka astma og ofnæmis- sjúklinga komu upp á eftirtalin númer: Fiat Uno bifreið nr. 543. Útsýnarferð nr. 1959. Ferðaút- varp nr. 1330. Rangt föðurnafn var í myndatexta á forsíðu Þjóð- viljans í gær. Það var Ingveldur Einarsdóttir sem reyndi að kom- ast áfram í hjólastól í nýju hús- næði ellideildar og heimilishjálp- ar borgarinnar að Tjarnargötu 20. Blaðið biðst velvirðingar á mistökunum. Tónmenntasjóður kirkjunnar hefur veitt þremur mönnum viður- kenningu að upphæð 100 þús. krón- ur hverjum. Þeir sem fengu úthlutað úr sjóðnum eru: Sigurbjörn Einars- son biskup fyrir sálmaþýðingar og frumorta sálma, séra Sigurjón Guð- jónsson fyrir sálmakveðskap og rannsóknir á sögu sálmakveðskapar og Ingólfur Jónsson frá Prestsbakka fyrir trúarljóð. Löggjöf um fjárfestingarlánasjóði verður tekin til endurskoðunar af nefnd sem forsæt- isráðherra hefur skipað. í nefndinni eiga sæti þeir Halldór Guðbjarnarson i viðskiptafr., Ingi Tryggvason fyrrv. alþm., Ólafur Davíðsson framkstj., Stefán Reynir Kristinsson viðskiptafr. og Baldur Guðlaugsson hrl., sem er formaður nefndarinnar. FREniR Háhyrningar A bak við lás og slá Lögreglunni att á breska kvikmyndagerðarmenn og hvalfriðunarmann. Allar dyr lœstar að þróm háhyrningannaí Sædýrasafninu. Cartlidge: Vekur grunsemdir um heilsufar dýranna Okkur koma þær viðtökur sem við höfum fengið mjög spánskt fyrir sjónir. Lögreglan hefur fylgst með hverju fótmáli okkar og talið sérstaka ástæðu til að grannskoða þann farangur sem við erum með, sögðu bresku frétta- og kvikmyndagerðar- mennirnir Jackie Sine og Jeff Go- odman, sem hafa dvalið hér á landi við gerð heimildarmyndar um samskipti manns við náttúru þar sem háhyrningsveiðar íslend- inga ber á góma. Með kvikmyndagerðarmönn- unum var Doug Cartlidge, ráð- gefandi sérfræðingur umhverfis- verndarsamtaka, sem gagngert var kominn hingað til lands til að ganga úr skugga um ásigkomulag háyrninganna, sem haldið er föngnum í þróm Sædýrasafnsins. Doug þessi starf aði lengi á vegum Sea-World í Ástralíu, sem sér- fræðingur um háhyrninga áður en honum snerist hugur og gekk til liðs við umhverfisverndarmenn. Þess má geta að Sea-World fyrir- tækið var með í ráðum við veiði dýranna og hafði í hyggju að festa kaup á þeim. - Við höfðum fengið ádrátt um að fá að ganga úr skugga um ásig- komulag háhyrninganna. Þegar við mættum á staðinn var okkur meinaður aðgangur og lógregl- unni att á okkur, sagði Doug. Að sögn Dougs hefði forráða- mönnum Fánu, fyrirtækisins sem stóð að veiðum háhyrninganna, verið í lófa lagið að leyfa honum að kanna ásigkomulag dýranna. - Óhjákvæmilega hljóta grun- semdir að vakna um að ástand skepnanna sé ekki eins og best verður á kosið, sagði Doug. -rk OHáhyrningasérfræðingurinn Doug Cartlidge og breska kvikmyndagerð- arfólkið, Jacki Sine og Jeff Goodman, fengu óblíðar viðtökur er þau vildu í Sædýrasafnið og kanna ástand há- hyrninganna sem geymdir eru í þróm safnsins. (Mynd: Sig.). Matarskatturinn Lækkunarloforð blekking Hörð umrœða um matarskattinn íkapprœðu Ólafs Ragnars og Þorsteins. Ólafur bauð Þorsteini að skoða með sér verðhœkkanirnar í verslunum Lækkunarloforð ríkisstjórnar- innar vegna matarskattsins hafa verið einn blekkingarvefur, sagði Ólafur Ragnar Grímsson formaður Alþýðubandalagsins m.a. í kappræðum við Þorstein Pálsson forsætisráðherra í ríkis- sjónvarpinu í gærkvöld. Matarskatturinn kom mikið til umræðu í kappræðunni og benti Ólafur Ragnar á að almenningur sæi nú æ betur í gegnum svikayfir- lýsingar stjórnvalda. Niðurgreiðslur á kjöti koma aðeins á heila og hálfa kinda- kjötsskrokka. Fiskur hækkar allt að 40%, í stað 10%. Allar unnar mjólkurvörur skattlagðar í topp. Egg og kjúklingar hækka um 11- 12%, en ekki 5-10%. Umræddar tollalækkanir koma ekki fyrr en eftir dúk og disk, ef þær þá kom- ast til skila. Heiídsalar og kaup- menn halda áfram fullri álagn- ingu í krónutölu, sagði Ólafur og bauð Þorsteini Pálssyni með sér í verslanir til að skoða verðhækk- anir matvöru og heyra viðhorf al- mennings. Þorsteinn viðurkenndi að framkvæmd matarskattsins hefði í mörgu farið örðu vísi en ætiað var, og ríkisstjórnin hefði falið Verðlagsstofnun að skoða það gaumgæfilega. -Ig. Faxamarkaður Vanfar fisk „Við rétt mörðum árið í fyrra fjárhagslega. AHs seldum við 6900 tonn af fiski og veltan hjá okkur var um 200 miljónir króna," sagði Bjarni Thors fram- kvæmdastjóri Faxamarkaðar í samtali við Þjóðviljann í gær. Það sem af er þessu ári hefur ekkert uppboð farið fram á Faxa- markaði og ástæðan fyrir því er að ekkert framboð hefur verið á fiski á svæðinu. Að sögn Bjarna bjóst hann þó við að fyrsta uppboð hjá Faxa- markaði færi fram í næstu viku. Sagði Bjarni að togarar Granda hf. hefðu siglt með aflann að und- anförnu og það litla sem kæmi á land færi til vinnslu hjá þeim sjálfum. - grh Lánsfjárlög Erlendar lántökur hækka um miljarð Erlendar lántökur á árinu nærri 10 miljörðum. Byggðastofnun með lántökuheimild upp á 750 miljónir, 200 miljónir til stuðnings útgerð í illa stöddum sjávarplássum. Stjórnarandstaðan segir forsendur óraunhæfar ogflytur þrjár breytingatillögur um tekjustofna hafnabótasjóðs, ferðamálráðs og Ríkisútvarpsins Erlendar lántökur ríkissjóðs munu hækka um rúman milj- arð við aðra umræðu neðri deildar um lánsfjárlög ef breytingatillögur meiri hluta fjár- veitinganefndar verða samþykkt- ar og verða erlendar lántökur á árinu þá rúmir 9,5 miljarðar. Meiri hlutinn leggur einnig til að innlendar lántökur hækki um 60 miljónir og verði ríimir 12,2 milj- arðar króna. Hækkun innlendra lánveitinga stafar af lánveitingu til RARIK upp á 60 miljónir vegna fram- kvæmda við línu niður á Krosssand. Hækkun erlendrar lántöku stafar annarsvegar af milligöngu ríkissjóðs um erlend lán til langs tíma fyrir RARIK og fyrirtæki í sjávarútvegi, en þau lán munu ganga til að greiða er- lend skammtímalán og aukast því erlendar skuldir þjóðarbúsins þess vegna ekki. Lántökuheimild Byggðastofn- unar hækkar hinsvegar um 200 miljónir og á stofnunin að verja þeim lánum í stuðning við útgerð í þeim byggðarlögum þar sem nú hefur dregist saman. Samtals hef- ur Byggðastofnun þá heimild til að taka erlend lán upp á 750 milj- ónir. Minni hluti fjárhags- og við- skiptanefndar segist ekki geta staðið við afgreiðslu lánsfjárlaga á þann hátt sem meiri hlutinn leggur til og telur að litlar líkur séu á að þessi fjármagnsþörf og lántökur standist með tilliti til fyrri reynslu og þeirrar óvissu sem er um þróun efnahagsmála á næstunni. Þá telur minnihlutinn þær forsendur sem frumvarpið byggir á, 10% verðbólgu á árinu og 7% hækkun launa, mjög ó- raunhæfar. Fulltrúar minni hlutans í nefndinni, þau Steingrímur J. Sigfússon og Krístín Halldórs- dóttir, ásamt Inga Birni Alberts- syni standa sameiginlega að þremur breytingatillögum. Fyrsta tillagan gengur út á það að hafnabótasjóður verði ekki skertur einsog lánsfjárlög gera ráð fyrir. Lögbundið framlag ætti að vera 60 miljónir en með lánsf- járlögum er það skorið niður í 20 miljónir. Ónnur tillagan er um niðurfell- ingu skerðingarákvæðis við lög- bundið framlag ríkissjóðs til ferð- amálasjóðs og ferðamálaráðs. Stjórnarandstaðan leggur til að 40 miljónum verði veitt í það í stað 28, en lögbundið framlag væri um 100 miljónir króna. Þess- ar 12 miljónir króna sem tillagan gerir ráð fyrir á að nota til um- hverfismála á fjölsóttum ferða- mannastöðum. Þriðja tillagan fjallar um tekjur Ríkisútvarpsins af aðflutnings- gjóldum á útvarpstækjum og sjónvarpstækjum, en þau eru áætluð verða um 130-150 miljón- ir í ár, og ættu að renna óskert til RÚV samkvæmt lögum en láns- fjáráætlun gerir ekki ráð fyrir að útvarpið fái krónu af þeim frekar en í fyrra. -Sáf Miövikudagur 13. janúar 1988 MÓÐVILJINN - SÍDA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.