Þjóðviljinn


Þjóðviljinn - 13.01.1988, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 13.01.1988, Qupperneq 6
FRONSKUNAMSKEID ALLIANCE FRANCAISE 13 vikna vornámskeið hefst mánudaginn 25. jan- úar. Kennt verður á öllum stigum ásamt bók- menntaklúbbi, samtalshópi og í einkatímum. Innritun fer fram á bókasafni Alliance Francaise, VESTURGÖTU 2 (gengið inn bakdyramegin), alla virka daga frá kl. 14 til 19 og hefst fimmtudaginn 14. janúar. Allar nánari upplýsing- ar fást í síma 23870 á sama tíma. Veittur er 10% staðgreiðsluafsláttur og 15% staðgreiðsluafsláttur fyrir námsmenn. Greiðslu- kortaþjónusta. Starf forstjóra Norræna hússins í Reykjavi'k Hér með er auglýst til umsóknar staða forstjóra Norræna hússins í Reykjavík og verður staðan veitt til fjögurra ára frá 1. janúar 1989 að telja. Forstjórinn skipuleggur og veitir forstöðu dag- legri starfsemi Norræna hússins, sem er rekið sameiginlega af Norðurlöndunum fimm. Hlutverk þess er að efla gagnkvæm menningartengsl ís- lands og annarra Norðurlanda. Ríkisstarfsmenn eiga samkvæmt gildandi regl- um rétt á leyfi til þess að starfa við norrænar stofnanir og er starfstími sá metinn til jafns við vinnu í heimalandinu. Laun og önnur kjör eftir samkomulagi. Nánari upplýsingar um starfið veita Guðlaugur Þorvaldsson, stjórnarformaður Norræna húss- ins, í síma 622111, og Knut 0degárd forstjóri í síma 17030. Umsóknir, þar sem greint er frá fyrri störfum ásamt meðmælum, skuiu stílaðar á stjórn Nor- ræna hússins og sendar til: Nordisk Ministerráds Sekretariat, Store Strandstræde 18, DK-1255 Kobenhavn K., Danmörku, og skulu þær hafa borist eigi síðar en 15. febrúar 1988. Starfsemi Norræna hússins er kostuð af fé, sem veitt er til norrænna menningarmála úr samnor- rænum sjóðum. Ráðherranefnd Norðurlanda, þar sem menningar- og menntamálaráðherrarnir eiga sæti, fer með æðstu yfirstjórn norrænnar samvinnu um menningarmál, en menningar- og menntamáladeild skrifstofu ráðherranefndarinn- ar í Kaupmannahöfn annast framkvæmdir. ALÞÝÐUBANDALAGHD Alþýðubandalagið Kópavogi Morgunkaffi ABK Valþór Hlööversson bæjarfulltrúi og Pétur Már Ólafsson fulltrúi i Tóm- stundaráði verða með heitt á könnunni í Þinghóli, Hamraborg 11, laugar- daginn 16. janúar frá kl. 10-12. Allir velkomnir. Stjómln Alþýðubandalagið Kópavogi Þorrablót ABK Hið margrómaða Þorrablót verður haldið 30. janúar n.k. í Þinghóli, Hamra- borg 11. Merkið við á dagatalinu. Nánar auglýst síðar. Stjórnin Alþýðubandalagið á Siglufirði Kaffifundur alla miðvikudaga Hinir vinsælu kaffifundir verða í Suðurgötu 10 á miðvikudögum frá klukkan 17-19 e.h. - Stjórnin. Alþýðubandalagið Garðabæ Félagsfundur Félagsfundur verður haldinn í Hofsstaðaskóla, Garðabæ, mánudag- inn 18. janúar kl. 20.30. Dagskrá: 1) Val fulltrúa í Skólanefnd. 2) Val varafulltrúa í Félagsmálaráð. 3) Breyting á framkvæmdastjórn félagsins. 4) Fjármál félagsins. 5) Önnur mál. Stjórnin LANDSBYGGÐIN Landbúnaðarrannsóknir Leiöir að markmiðum Nauðsyn á samfelldu rannsóknarstarfi Ekki alls fyrir löngu birtist hér í blaðinu yfirlit um þau verkefni sem Rannsóknastofnun landbún- aðarins hyggst vinna að á næstu fimm árum. I framhaldi af þeirri italningu drepur stofnunin á uuKkur atriði sem hún telur að leggja þurfi megináherslu á. Rannsóknir í þágu nýrra bú- greina sem eru líklegar til að ná örum vexti eru vænlegastar til að gefa mikinn, skjótfenginn arð, segja þeir hjá RALA. Því sé mjög mikilvægt að stofnunin geti tekist á við slík viðfangsefni. Þótt augljóst sé að nýjar búgreinar muni halda áfram að vaxa næstu árin, muni hinar hefðbundnu greinar skipa rúman sess í land- búnaði á komandi árum. Og það megi ekki gleymast, „að varan- legur, traustur þekkingargrund- völlur fæst einungis með sam- felldu rannsóknastarfi“. Meginþœttir Hinir helstu „áhersluþættir“ næstu fimm árin eru þá þessir: - Ný og aukin verkefni á sviði fóðurfræði, einkum vegna nýrra tegunda alidýra, svo sem loðdýra og fiska. - Ný og aukin verkefni á sviði erfðafræði og kynbóta á loðdýr- um og alifiski. - Rannsóknir á nýjum leiðum til landgræðslu og landnýtingar. - Rannsóknir á sviði matvæla- fræði, sem miða að því að bæta samkeppnishæfni íslenskrar bú- vöru á matvælamarkaði. - Rannsóknir sem stuðla að því að landbúnaðurinn geti brugðist við breytingum á lofts- lagi, kólnandi loftslagi með rann- sóknum á ræktun við erfið skil- yrði og hlýnandi loftslagi með rannsóknum á ræktun við hag- stæð skilyrði. - Aðlögun nýrra aðferða í rannsóknum svo sem líftækni, t.d. í tengslum við kynbætur plantna og dýra, fóðrun, nitur- nám plantna, fjölgun og heilbrigði plantna. - Efling eftirlits á aðföngum til landbúnaðar, einkum fóðri. Einnig efling á eftirliti með inn- flutningi á plöntum og plöntuh- Iutum og hollustu matvæla. - Kynning rannsóknaniður- staðna og önnur miðlun þeirrar sérþekkingar sem stofnunin býr yfir. - Samvinna við bændasam- tökin, stofnanir landbúnaðarins og aðrar sérfræðistofnanir um lausn búfræðilegra rannsókna- verkefna. Leiðir að markmið- um Til þess að framangreind markmið náist telur RALA að eftirfarandi forsendur þurfi að vera fyrir hendi: 1. Starfsskilyrði við stofnunina þurfa að vera þannig að hún laði til sín vel menntaða og áhuga- sama starfsmenn. 2. Tækjabúnaður og önnur starfsaðstaða þarf að vera góð þannig að stofnunin geti verið virk í þróun og nýtingu nýrra rannsóknaaðferða. 3. Miðlun upplýsinga um rannsóknaverkefni og niðurstaða úr þeim til atvinnuvegarins og annarra þarf að vera virk. 4. Náið samstarf við aðrar rannsóknastofnanir og Háskóla íslands og samtök framleiðenda stuðlar að góðri nýtingu á 'að- stöðu og þekkingu. 5. Stofnunin verður að taka virkan þátt f erlendu samstarfi, einkum við hin Norðurlöndin, til að fylgjast með þróun vísindanna og til að takast á við stærri og flóknari verkefni en ella væri kostur. Það segir sig á hinn bóginn sjálft að þessi markmið nást ekki nema stofnunin búi við traustar, fastar fjárveitingar, auk þess fjár sem aflað er til sérverkefna. Stofnunin telur að meðal nauðsynlegra aðgerða til að fullnægja þessum forsendum og fylgja málunum eftir sé: Að koma upp aðstöðu til til- raunavinnslu á matvælum til að vinna að vöruþróun. Bætt tilraunatækni og endur- skipulagning á jarðræktartil- raunum tilraunastöðvanna til að ná fram betri samræmingu og auknum afköstum. Ljúka þarf byggingu tilrauna- fiósa á Möðruvöllum og Stóra- Ármóti, byggingu bútæknihúss á Hvanneyri og gera rannsókna- stofu fyrir búfé og fóðurgerð á Keldnaholti starfhæfa. Að byggja upp tilraunaað- stöðu í sauðfjárrækt í samvinnu við aðrar stofnanir og hagsmunaaðila. Bæta þarf tengingu tilrauna- stöðvanna og deilda stofnunar- innar með tölvuneti. Koma þarf upp tilraunaað- stöðu í fiskeldi. Áhugi er á sam- vinnu við aðrar stofnanir um að nýta til þess húsnæði á Keldna- holti sem nú er ónotað en hentar vel til fóðrunar- og vatnsfræðitil- rauna. Samstarf við tilraunastöðina á Mógilsá um skógræktartilraunir með tilliti til þess hlutverks, sem skógur getur gegnt til skjóls í ræktun og til landgræðslu og um- hverfisbóta. Tæki til innrauðrar endur- kastsgreiningar' og litrófsgrein- ingartæki til mælingar á litarefn- um í matvælum þarf að útvega. - mhg Þorsteinn Tómasson forstjóri RALA bendir á tvö mismunandi afbrigði af birki. 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 13. janúar 1988

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.