Þjóðviljinn - 13.01.1988, Síða 7

Þjóðviljinn - 13.01.1988, Síða 7
I 1968 - 20 árum síðar... iNDESiRABLES „Við erum öll útskúfuð!" Veggblað frá 1968 með mynd af stúdentaleiðtogan. um Daniel Cohn-Bendit. Gestur Guömundsson og Kristín Ólafsdóttir: 68- Hug- arflug úr viðjum vanans Bóka- útgáfan Tákn 1987. f>að var árið sem Appollo 8. lenti á tunglinu með þá Frank Borman og félaga um borð. Það var árið sem Þjóðfrelsis- fylkingin í Víetnam háði Tet- sóknina, sem markaði þáttaskil í Víetnamstríðinu. Það var árið sem Varsjárband- alagsríkin sviptu tékknesku þjóð- ina sjálfræði með hervaldi. Það var árið sem herforingj- arnir í Grikklandi dæmdu Pa- nagulis til dauða. Það var árið sem þeir Martin Luther King og Robert Kennedy voru myrtir. Það var árið sem Menningar- byltingin í Kína náði hámarki. Það var árið sem um 200 náms- menn voru skotnir til bana í Mex- íkóborg svo að hægt væri að halda þar olympíuleika. Það var árið sem þeir Smith og Carlos reistu krepptan hnefann gegn kynþáttamisréttinu í Bandaríkjunum á verðlaunapall- inum í Mexíkó. Það var árið eftir að Che Gue- vara var drepinn í Bólivíu. Og það var vissulega árið sem námsmenn í Evrópu og víðar gerðu uppreisn gegn heimi, sem telja mátti vitskertan með tals- verðum rökum. Um þetta sögufræga ár, 1968, og æskulýðsuppreisnina sem því fylgdi og fór sem eldur um sinu um víða veröld, hafa þau Kristín Ólafsdóttir og Gestur Guð- mundsson nú skrifað bók upp á heilar 350 síður, þar sem höfund- arnir setja sér það metnaðarfulla markmið að lýsa tíðaranda áranna um og uppúr 1968 „í ein- hverju samhengi við undiröldu tírnans" eins og segir í formála. Það er vel til fundið, núna 20 árum síðar, að rifja upp þessa sérstæðu tima sem virðast nú svo órafjarri, þrátt fyrir tímalega ná- lægð. Aðferðin sem þau Kristín og Gestur nota er að beina sjón- um sínum fyrst og fremst að nokkrum einkennum þeirrar æskulýðsmenningar sem mynd- aðist á þessum tíma, einkum í Bandaríkjunum og norðanverðri Evrópu, þar sem engilsaxneski poppkúltúrinn verður fyrirferð- armestur og ýmsir straumar hon- um tengdir. Inn í lýsinguna er síð- an fléttað viðtölum við nokkra einstaklinga sem tengdust þessari uppreisn með einhverjum hætti, eða fylgdust með henni sem áhorfendur. Sem virkur þátttakandi í þeirri uppreisn sem átti sér stað meðal ungs fólks á þessum tíma verður sá sem þetta ritar að játa að sú mynd sem brugðið er upp í bók- inni er í takmörkuðu samræmi við endurminninguna. Stafar það fyrst og fremst af undarlegum áherslum, en þó ekki síður af því að hvergi er í bókinni gerð alvar- leg tilraun til þess að greina þær pólitísku andstæður sem tókust á á þessum tíma í átökum sem áttu eftir að breyta heimsmynd okkar í veigamiklum atriðum. í stað þess að að kanna „undirölduna" er mestu púðrinu eytt á yfirborð- ið og verður það oft með undar- legum afleiðingum. Því eru nokkrir tímamótaat- burðir ársins 1968 taldir upp í upphafi þessarar greinar, að höf- undar bókarinnar sneiða nær al- gjörlega hjá því að greina frá eða skilgreina þá atburði, sem urðu framar öðru til þess að kveikja í púðurtunninni sem sprakk. Sá kafli bókarinnar þar sem til- raun er gerð til þess að skýra pól- itískan bakgrunn uppreisnar ungs fólks á Vesturlöndum á þessum tíma hefst á tilvitnun í Hunter nokkurn Thompson, þar sem segir að „af og til safnist orka heillar kynslóðar saman i einum blossa, en orsakir þess séu huldar þátttakendum og eftirá sé heldur ekki hægt að skýra almennilega hvað gerðist“. Þessi tilvitnun er ekki bara hæpin, hún er pólitískt til þess fallin að gera söguna að einhverri yfirskilvitlegri skepnu sem stjórnist af dulrænum öflum, sem séu okkur hulin. Því sé gagn- laust að ástunda pólitíska greiningu eða leggja málefnalegt mat á það sem gerðist og bregðast við því á meðvitaðan hátt. Að- ferðin verður því sú að lýsa sög- unni, þessari undarlegu skepnu, með svipuðum hætti og þegar blindi maðurinn lýsir fílnum með því að þreifa á fótleggjum hans: myndin sem upp er dregin tak- markast af þreifiskininu og áherslurnar skekkjast þannig að útkoman verður illþekkjanleg. Þannig fæst sú heildarmynd af lestri þessarar bókar að megin- inntak 68-uppreisnarinnar hafi birst í rokktónlistinni og þeirri hass- og sýruneyslu sem komst í tísku meðal vissra hópa á þessum tíma og boðuð var af sumum spá- mönnum poppkúltúrsins. Þannig segir á einum stað: „í (pólitísk- um) aðgerðum dundi rokktón- list, að þeim loknum fengu menn sér í pípu.“ Það er út af fyrir sig verðugt og merkilegt rannsóknarefni að kanna sögu poppkúltúrsins og ýmsar athugasemdir höfunda um þá menningarlegu brú sem þessi kúltúr myndaði á milli æskufólks af ólíkum stéttarlegum og þjóð- ernislegum uppruna eru athyglis- verðar, en orka þó engu að síður tvímælis þegar farið er að draga popphljómsveitir og áhangendur þeirra í pólitíska dilka eftir stétt- arlegum uppruna. Sú fullyrðing að „verkalýðsæskan hafi kennt millistéttaræskunni að njóta tón- listar á líkamlegan hátt og sleppa fram af sér ýmsum hömlum, en millistéttaræskan hafi kennt verkalýðsæskunni að hlusta og beita huganum gagnvart tónlist" (bls. 88) er til dæmis vafasöm í meira lagi, og allar vangaveltur um það hvort óhefluð framkoma og uppreisnargirni The Rolling Stones hafi verið tengd verka- lýðsstéttinni á meðan fallegt bros og snyrtilegan klæðnað Bítlanna megi rekja til millistéttarinnar eða öfugt (bls. 44) eru meira en lítið hæpnar og minna satt að segja furðumikið á þá arfleifð Stalíntímans að flokka list í borg- aralega eða byltingarsinnaða list eftir stíleinkennum og ytra formi án þess að huga að innihaldinu. Þessar vangaveltur verða ekki síst villuleiðandi fyrir þá sök að það var ekki stéttarvitundin sem var aflvaki popptónlistarinnar heldur þau kynslóðaskipti sem mynduðust á milli þeirrar kyn- slóðar sem hafði upplifað stríðið og kynt undir kalda stríðið annars Framhald á bls. 8 Sjónvarp Pær lentu í ástandinu Kvöldið sem Tilbury, sá ót- útlegi skaffari Fósturlandsins Freyju og blóðsuga á henni umleið, birtistáskjánum, var sýnd í sjónvarpi heimildar- kvikmynd tengd hernámsár- unum. Höfundar hennarvoru þær Inga Dóra Björnsdóttir og Anna Björnsdóttir-viðfang- sefnið „ástandið" - samskipti íslenskra kvenna og her- manna á stríðsárunum. Efnið rakið út frá mannfræðiritgerð Ingu Dóru um íslenskarkonur sem giftust bandarískum her- mönnum og hvernig þeim síð- an vegnaði í nýju landi. Þeirri skoðun hefur verið hreyft að með slíkri mynd sé óorð („kanamellur" og fleira þesslegt) þvegið af hermannakonum. Kannski er óþarft að setja dæmið þannig upp. Ástamál herjanna, fyrst þess breska og síðan þess bandaríska, urðu feiknalegt til- finningamál á sínum tíma og gat enginn búist við öðru. Og í návígi tímans voru menn fljótir í sleggjudóma, áttuðu sig ekki á því, að „ástandið“ var allt mögu- legt. Það var fyllirí og vændi, það var elskulegur samdráttur ung- linga af ólíkum þjóðum, það var líka allskonar vafasamt brask sem karlar stóðu í - og vinátta einstaklinga sem um eitthvað áttu samleið. Heimildarmyndin „Ást og stríð“ tekur ekki á öllum þáttum þessa máls. Konurnar sem við var rætt voru nátturlega hver annarri ólíkar og hafði vegnað misvel, en þær voru ekki í hópi þeirra sem höfðu tapað sínu stríði: um þær segir myndin fátt (enda munu þær ekki hafa viljað vera með í henni). En það sem myndin segir var ágætlega fram sett og fróðlegt á sinn hátt. Bæði það sem fram kom um viðbrögð fjölskyldna og vina við ástarsamböndum við hermenn og um þá erfiðleika sem biðu ungra stúlkna í ókunnu landi. Ekki varð betur séð en drjúg fagmennska réði mynda- töku og byggingu myndarinnar og gamlir filmubútar frá stríðsár- unum úr fórum Samuels Kadori- ans gerðu sitt til að lífga myndina og brúa tímagjána frá nútíð til sögutímans. Það var líka minnt á það skynsamlega í myndinni að „ástandið" er enn að gerast - eins og fram kom í Rúnars þætti Mar- vinssonar. ÁB Samskipti íslenskra kvenna og hermanna á stríðsárunum urðu feiknalegt tilfinningamál á sínum tíma. Breskir hermenn marsera niður Bankastræti og Austurstræti. Mynd Svavar Hjaltested.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.