Þjóðviljinn - 13.01.1988, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 13.01.1988, Blaðsíða 8
MENNING Leiklist A sama stað nýtt íslenskt leikrit eftirValgeir Skagfjörð Rætt við Valgeir Skagfjörð og Erlu B. Skúladóttur leikkonu Valgeir Skagfjörð og Erla B. Skúladóttir. Mynd: E.ÓI. Á næstunni mun Egg- leikhúsið frumsýna nýtt ís- lenskt leikrit í veitingahúsinu Mandaríninn við T ryggva- götu. Leikritið, „Ásamastað", er mónólógur, leikrit fyrir eina konu, eftir ValgeirSkagfjörð. Konuna leikur Erla B. Skúla- dóttirog leikstjóri er Ingunn Ásdísardóttir. Hvernig stóð á því að þú skrif- aðir þennan mónólóg, Valgeir? - Fyrsti hlutinn er skrifaður eftir pöntun og er það fyrsta sem ég skrifa þannig.Það var stúlka í Leiklistarskólanum sem bað mig um þetta í ágúst í sumar, ætlaði að nota það sem einstaklings- verk. Svo þegar sú hugmynd kom upp að nota þetta sem hádegis- leikhús, bætti ég seinni hlutanum við. Hvar kernur þú inn í myndina, Erla? - Ég fékk strax áhuga á að reyna við hlutverkið þegar Valli kom með leikritið til mín í haust og sýndi mér það. Mér finnst þetta vera skemmtilegt form á leikhúsi, öðruvísi og eitthvað nýtt. Það er alltaf skemmtilegt að vera utan hins hefðbundna leik- húss. Urn hvað er leikritið, Valgeir? - Nú, það er um þessa konu sem Erla leikur. Og það er í tveimur hlutum sem taka um tutt- ugu mínútur í flutningi hvor um sig, og gerast með tíu ára milli- bili. Það líða þannig tíu ár í hléinu. Geturðu bœtt einhverju við þetta, Erla? - Þetta er kona sem er á leiðinni að verða neðan- málsmanneskja í lífinu, er að tapa öllu. Hún á nokkurra mán- aða gamalt barn, og í almenn- ingsgarði hittir hún gamla skóla- systur sína sem stendur líka í sam- keppni við hana um ást barns- föðurins. Til þess að halda sjálfri sér á floti ræðst hún til atlögu við þessa skólasystur sína og í gegn- um þessa árás gerir hún sér grein fyrir á hvaða leið hún er sjálf. Og það kemur að því í þessum þætti að hún ákveður að breyta sínu lífi. - Hún gerir samning um að hitta þessa skólasystur sína aftur á sama stað og sama tíma eftir tíu ár, segir Valgeir. Og Erla bætir við: - Það koma tímabil í textanum þar sem áhorf- andinn er ekki alveg viss um hvort þetta er hennar uppgjör við sjálfa sig, hvort þetta samtal er ímyndun hennar eða hvort hún er í raun og veru að tala við ein- hverja manneskju. - Næsti þáttur gerist sem sagt tíu árum seinna, segir Valgeir. - Og þá kemur í ljós hvað hefur gerst á þessum tíu árum, hver eru áhrif þessarar ákvörðunar sem hún tók fyrir hlé. Og það er óhætt að segja að málin hafa tekið óvænta stefnu. Hvernig er að leika mónólóg, Erla? - Þetta er allt öðruvísi en ég átti von á, ég hélt ekki að þetta yrði svona erfitt. Ég hef ekki reynt þetta síðan ég var í leiklist- arskólanum. Þetta-er ögrandi viðfangsefni fyrir leikara að fást við, að standa svona ein. Það er stöðugt álag sem dreifist ekki á neinn annan og þegar maður vinnur í svona litlu rými skiptir hver minnsta hreyfing máli. Allt verður að komast til skila, ég verð ekki bara að túlka viðbrögð þessarar konu heldur þurfa við- brögð þeirra sem hún talar við líka að komast til skila. Og það eru í rauninni fjórar persónur í verkinu. Er eitthvert vandamál að vera ein með allan textann? - Þetta krefst allt öðruvísi ein- beitingar en díalógur, eða þegar maður leikur á móti einhverjum. Margir halda að það sé erfiðast að læra þennan mikla texta,en það er kannski minnsta málið. Það sem er erfiðara er, að þarna fæ ég stikkorðin eingöngu með eigin hugsun, í stað þess að fá þau frá orðum eða viðbrögðum mót- leikara. Þetta verður allt að ger- ast innra með mér, og það er það erfiðasta, ég sofna með þetta á kvöldin og vakna með það á morgnana. En ég hef mjög gam- an af því að fá að gera þetta, að sýna tvær hliðar á sömu konunni og hún breytist gífurlega á þess- um tíu árum. Það er fyrst og síð- ast mjög skemmtilegt að vinna svona mónólóg og mjög gaman að vinna með Ingunni Ásdísar- dóttur, þessi díalógur sem er venjulega á milli leikara, við þann eða þá sem leika á móti manni, er á milli mín og hennar. Þetta er líka mjög erfitt verkefni fyrir hana að takast á við, algjör smásjárvinna. Er einhver fyrirmynd að þess- ari konu, Valgeir? - Já, það er það náttúrlega, þó að það sé ekki endilega ein ákveðin kona. Svona konur eru allsstaðar í kringum okkur þó að við tökum kannski ekki sérstak- lega eftir þeim. En vegna þess að ég hef gaman af að fylgjast með fólki hef ég oft tekið eftir þessum karakter og þegar ég fór að leita að hugmynd að leikritinu datt mér hún í hug. Fór að ímynda mér hvernig saga svona týpu gæti verið. Að lokum? Erla: - Jú, ég held ég verði að bæta við að það sem hefur gert okkur einna erfiðast fyrir er þetta stöðuga húsnæðishallæri. Við erum búin að vera að æfa útum allan bæ, meira að segja á loftinu hjá Ingunni. Valgeir: - Já, mér finnst vanta vettvang fyrir íslenska höfunda þar sem þeir geta komið sínum verkum á framfæri. Menn nenna ekki endalaust að vera að semja einhver verk sem þeir fá aldrei tækifæri til að sjá hvernig taka sig út vegna aðstöðuleysis. Mér finnst rangt að fjalla um leikrit á bókmenntasviðinu eins og hefur verið gert svo mikið að, því að handritið eitt og sér segir engum nema vönu leikhúsfólki neitt og það er allt annað að skrifa fyrir þennan frásagnarmiðil sem leikhúsið er en að skrifa til dæmis skáldsögur. Mér finnst leikhúsið sýna allt of litla vogun í sambandi við að kynna nýja höfunda. Það eru fáir sem eru tilbúnir til að taka áhættuna - en það mætti til dæmis leiklesa ný verk. Ertu kannski að hœtta þessu? - Nei, ekki ennþá. Nú er þetta annað einnar konu leikritið sem er sýnt eftir mig á stuttum tíma, svo að næst á dagskrá er að skrifa leikrit fyrir tvo karlmenn. LG Framhald af bls. 7 vegar og þeirrar kynslóðar sem óx upp á uppgangstímum 6. og 7. áratugarins hins vegar. En þar við bætist að það engil- saxneska popp, sem þarna er fyrst og fremst til umræðu, var vart annað en yfirborðsfyrirbæri í þeirri pólitísku og sálrænu undir- öldu, sem var aflvaki 68- uppreisnarinnar. Og þótt engil- saxneska poppið hafi verið ríkj- andi hér í Norðurevrópu, þá var það ekki líkt því eins áberandi í Frakklandi og á Ítalíu, þar sem 68-uppreisnin risti þó dýpst. Það má til sanns vegar færa að rokktónlistin hafi gegnt veiga- miklu hlutverki við að skapa sam- stöðu meðal yngstu kynslóðar- innar og veita niðurbældum hvöt- um hennar útrás, - en 68- uppreisnin var í mínum huga ann- að og meira: hún var í stuttu máli vitundarvakning um þverstæðu- kenndar mótsagnir í þjóðfélagi okkar og menningu, sem endur- speglast meðal annars í þeim at- burðum sem raktir eru í upphafi þessarar greinar og gerðust á ár- inu 1968, þar sem ferðin til tunglsins og eiturhernaðurinn og þjóðarmorðið í Víetnam standa hæst: Vitundarvakningin um þá þversögn að ávinningar tækni- nnar, vfsindanna og „framfa- ranna“ voru notaðir til hernaðar gegn manninum og lífinu á jörð- inni. Vitundin um að sú „menn- ing“ sem kaldastríðskynslóðin skilaði okkur með bjartsýnni og einfeldningslegri trú sinni á tak- markalausar tækniframfarir, ha- gvöxt og hernaðarlega yfirdrott- nun var í raun ekki bara rányrkja, heldur ógnvekjandi vitfirring eins og hún birtist í sínum öfgaf- yllstu myndum, til dæmis í Víet- nam. Sýruneyslan og hassróman- tíkin var engin uppreisn gegn þeim menningararfi. Hún var öllu fremur skilgetið afkvæmi hans, og er það reyndar enn. Og sama verður að segja um mikið af því engilsaxneska rokki sem verður höfundum tilefni svo mikillar umfjöllunar, en eins og kunnugt er notfærði bandaríski herinn sér einmitt þessa tónlist til þess að treysta ítök sín hér á landi með fyrsta síbyljuútvarpinu. í öðru lagi þá náði uppreisnin víðar en til námsmanna einna, sérstaklega í Frakklandi og á ítal- íu. Þar haflfði verkalýðurinn vakn- að til vitundar um það úrelta for- ræðiskerfi sem ríkti við skipu- lagningu hinnar kapítalísku fram- leiðslu ekki síður en á mennta- sviðinu, og jafnframt um þá miklu sóun sem þar átti sér stað, bæði á vinnuafli og hráefnum. Á sama hátt og námsmannaupp- reisnin leiddi til víðtækra umbóta í menntakerfinu varð þátttaka verkalýðsins á ftalíu í þessari uppreisn til þess að framkvæmd- ar voru víðtækar skipulagsbreyt- ingar í framleiðslunni: forræðis- hyggjan varð að láta undan að nokkru á báðum stöðum. Sú andófshreyfing sem beitti sér gegn stríðsrekstri Bandaríkja- manna í Víetnam, nýlendustríð- um Portúgala í Afríku og stuðn- ingi Bandaríkjastjórnar við ein- ræðisöfl í Rómönsku Ameríku náði líka langt út fyrir raðir náms- mannahreyfingarinnar, sérstak- lega í Evrópu. Það er því rétt sem Einar Már Guðmundsson segir á einum stað í bókinni, að 68-uppreisnin var ekki „eitthvert skólaball, þar sem stúdentar voru að skemmta sér“. Hún átti sér ákveðnar forsendur í menningu okkar og sögu, og það er megingalli þessarar bókar að fram hjá þeim er litið eins og að ballið hafi byrjað nánast af tilefn- islausu. Með því að breiða þannig yfir hinar pólitísku forsendur verður upprifjun sögunnar að marklausri nostalgíu, sem lítinn lærdóm er hægt að draga af. Þrátt fyrir þennan alvarlega galla er bókin skemmtileg aflestr- ar á köflum, þótt nokkuð sé um endurtekningar. Þarna eru tíund- uð ýmis skringileg uppátæki og uppákomur, sem vissulega settu mark sitt á þessa tíma, og gaman getur verið að rifja upp. einkum fyrir þá sem vilja halda í goðsög- una og ímyndina í anda þeirrar hefðar að horfa á gömlu stúdents- árin sem einhvers konar draum eða martröð sem aldrei komi aft- ur. Æskulýðsuppreisnin sem kennd er við 1968 tók vissulega á sig margar stórfurðulegar myndir sem verðugt er að rannsaka, en það verður ekki gert af nokkurri sanngirni eða skilningi án við- miðunar við þann vitskerta heim sem hún var andsvar við. -ólg.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.