Þjóðviljinn - 13.01.1988, Side 9

Þjóðviljinn - 13.01.1988, Side 9
MENNING Ponni mætir á planið og kvenþjóðin fær í hnén. mynd-sig. Leiklist „ Voða gaman og vandræðalítið“ Leikfélag Reykjavíkur sýnir Síldin er komin Það ertil teiknimynd um litla bláa kalla sem heita Strump- ar, eða eitthvað í þá áttina. Þeir búa í Strumpalandi þar sem þeir syngja og dansa all- an guðslangan daginn, - við vinnu sína, því þeir eru með afbrigðum vinnusamir. Þeir lenda að vísu oft í hinum ýmsu erfiðleikum og verstu málum, en öll vandræði leysa þeir með léttum leik og: - þeir eru alltaf hamingjusamir. Sfldarplan þeirra Iðunnar og Kristínar Steinsdætra minnir svo ekki verður um villst á Strumpa- land. Þar eru allir glaðir og syngja og dansa, og þó að eitthvað bjáti kannski á um stund leysast öll vandamál með léttum leik, dansspori og trillu, hvað minnir okkur á þennan óbærilega létt- leika tilverunnar sem Kundera og fleiri hafa skrifað um. Um eiginlegan söguþráð er ekki að ræða, enda mun tilgangur höf- undanna hafa verið að ná fram andrúmslofti á sfldarplani og þeim týpum sem þar geta komið við sögu, „draga upp trúverðuga mynd af sfldarplani og sýna sem flesta karaktera". Hvort myndin er trúverðug verða aðrir að dæma um, en víst koma þarna karakter- ar við sögu, söltunarpíur og sjó- arar, verkstjóri og síldarspekúl- ant, sprúttsali og símadama, svo einhverjir séu nefndir. Og leikrit- ið er skemmtilegt, því verður ekki neitað. Kannski dæmigert fyrir tíma matarskatts og kreppu þegar „fólk“ þarf að geta farið í leikhúsið og til að láta sig dreyma um þessa líka dásamlegu tíma þegar allir gátu orðið ríkir, bara ef þeir þræluðu nógu djöfull mikið og lengi. Leikmynd Sigurjóns Jóhanns- sonar nýtur sín vel í skemmunni við Meistaravelli sem virðist snið- in fyrir leiksýningar af þessu tagi. Fjöldi manns hefur unnið gott starf við undirbúning sýningar- innar og frammistaða leikaranna er með mestu ágætum. Ber þá sérstaklega að nefna þær Hönnu Maríu Karlsdóttur og Sigrúnu Eddu Björnsdóttur í hlutverkum Hullu og Villu, gellanna að sunn- an sem göslast í síld og slori, sjó- urum og genever, vopnaðar háum hælum og sjiffonslæðum. Einnig tókst þeim Ólafíu Hrönn Jónsdóttur og Valdimar Erni Flygenring vel upp sem Jöklu sveitapíu og Ponna aflaskip- stjóra, og ekki má gleyma Mál- fríði símadömu, sem Guðrún Ásmundsdóttir leikur. Tónlist og söngtextar Valgeirs Guðjóns- sonar eru létt og skemmtileg og undirstrika boðskap leikritsins, - ef einhver er. Um leikstjórn Þór- unnar Sigurðardóttur er gott eitt að segja, hún segir um undirbún- ing sýningarinnar að allt hafi ver- ið „voða gaman og vandræða- lítið“ og er víst óhætt að nota þau orð um útkomuna. Ef marka má viðtökur frum- sýningargesta á Síldin langt líf fyrir höndum í skemmunni við Meistaravelli,og víst er að engum þarf að leiðast né heldur reyna neitt á sig til að njóta sýningar- innar. Þetta er allt voða, voða gaman. LG Leikhús Pinter áfram í Hlaðvarpanum Alþýðuleikhúsið heldur áfram sýningum á Eins konar Alaska og Kveðjuskál Alþýðuleikhúsið hefur ákveð- ið að taka aftur upp sýningar á Kveðjuskál og Eins konar Alaska og verður fyrsta sýning í Hlað- varpanum sunnudagskvöld klukkan 20:30. Þær breytingar verða á hlutverkaskipan að Arn- ar Jónsson tekur við hlutverki Þrastar Guðbjartssonar í Eins konar Alaska, og Viðar Eggerts- son tekur við hlutverki Þórs Tul- inius í Kveðjuskál. Að öðru leyti verður hlutverkaskipan óbreytt. Sem fyrr sagði verður fyrsta sýn- ingin sunnudaginn 17. janúar, en næsta sýning verður þriðjudaginn 19. janúar. Ingólfur Sveinsson: Barnagœla frá Madeira bráðum kemur nóttin á mjúkum þófum um rauðan sjó lúllu bía lúllu bía bráðum hverfa skýjahallir í björtum logum um rauðan sjó lúllu bía í kvöldsins ró bráðum kemur nóttin á mjúkum þófum um rauðan sjó Meinleg prentvilla slæddist inn í þetta kvæði Ingólfs Sveinssonar í jólablaði Þjv. - og er það því birt á nýjan leik. Höfundur er beðinn velvirðingar á mistökunum. Miðvikudagur 13. janúar 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9 Kópavogsbúar - Nágrannar! Nú þurta allir aö laga línurnar eftir jólamatinn. Við hjá RÖSKVU bjóöum aðstoð. Ný námskeið hefjast 18. janúar n.k. Tímar: mánudag, miðvikudag, föstudag. Skráning í íþróttahúsinu Digranesi í síma 42230. A íþróttaráð

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.