Þjóðviljinn - 13.01.1988, Síða 11

Þjóðviljinn - 13.01.1988, Síða 11
ERLENDAR FRÉTTIR Sovétstjórnin: Takmörkum flotaumsvif í Norðurhöfum Ryzhkov forsœtisráðherra seturfram róttœkar hugmyndir um takmörkun vígbúnaðar íNorðurhöfum. Norrœnumfulltrúum boðið að taka þátt í sovéskum flotaæfingum Ryzhkov forsætisráðherra So- vétríkjanna, sem nú er í opin- berri heimsókn í Stokkhólmi, setti í gaer fram tilboð um að Sov- étmenn drægju úr flotaumsvifum sínum í Norðurhöfum og Barents- hafl. Jafnframt bauð hann fullt- rúum Norðurlandanna að senda fulltrúa sína til þess að fylgjast með flotaæfingum Sovétmanna í Norðurhöfum. Yfirlýsing þessi sætir stórtíð- indum á Norðurlöndum og ætti að ýta undir þann yfirlýsta vilja flestra ríkisstjórna Norðurland- anna, að Norðurlöndin verði gerð að kjarnorkuvopnalausu svæði með alþjóðlegum samning- um. Richard Fieldhouse, hernað- arsérfræðingur við Alþjóðlegu friðarrannsóknastofnunina í Stokkhólmi (SIPRI) sagði í gær að þetta væri í fyrsta skipti sem Sovétmenn hefðu boðist til þess að takmarka flotaumsvif sín. Mikhail Gorbatsjov hefði að vísu í frægri ræðu sinni í Murmansk á síðasta ári talað um takmörkun flotaumsvifa í Noregshafi og við Grænland, en Sovétmenn hefðu ekki nefnt Barentshaf í þessu sambandi fyrr, en Barentshaf væri nánast heimahaf sovéska flotans. Fieldhouse sagði jafnframt, að mál þetta gæti orðið viðkvæmt fyrir NATO, þar sem bandaríski flotinn hefði jafnan litið svo á að eftirlit með flotaumsvifum væri frágangssök og óhugsandi sem liður í því að byggja upp gagn- kvæmt traust á milli stórveld- anna. Það hefur jafnan verið talið grundvallaratriði í röðum þeirra sem stýra herskipaflotanum, sagði Fieldhouse, að þeir hefðu rétt til þess að fara hvert sem þeir vildu hvenær sem þeir vildu án alls eftirlits. Nikolai Ryzhkov bauð norræn- um fulltrúum að fylgjast með sov- éskum flotaæfingum þegar á þessu ári, og er það í fyrsta skipti sem Sovétmenn bjóða slíkt ein- hliða til landa sem ekki eru í Var- sjárbandalaginu. Ryzhkov sagðist vona að slíkt einhliða frumkvæði í þá átt að byggja upp gagnkvæmt traust félli í góðan jarðveg, og hann sagðist vonast eftir gagnkvæmum viðbrögðum. Fréttaskýrendur töldu í gær að öll Norðurlöndin myndu sýna áhuga á að senda fulltrúa til þess að fylgjast með sovéskum flota- æfingum, en boðið setti hins veg- ar Norðmenn og Dani í nokkurn vanda, þar sem slík þátttaka fæli í raun í sér viðurkenningu á því að Sovétmenn ættu þá rétt á að fá að fylgjast með flotaæfingum NATO-ríkja. Fréttaskýrendur sögðu í gær að þegar hefði mátt greina þennan mun á vipðbrögðum ráðamanna. Norðmenn, sem eiga þó mest undir því að dregið verði úr flota- umsvifum í Noregshafi, voru varkárir í umsögn sinni, en tals- maður utanríkisráðuneytisins sagði að þeir litu á boðið sem já- kvæða þróun, hins vegar vildu þeir bíða og sjá betur hver væru skilyrði Sovétmanna, sérstaklega þar sem hér væri um að ræða mál sem varðaði alþjóðlegar samn- ingaviðræður um bætta sambúð. Haft vat eftir ráðuneytisstjóra finnska utanríkisráðuneytisins í gær að tilboð Sovétmanna væri einmitt í þeim anda sem þeir hefðu lagt til og því yrði vafalaust tekið vel í Finnlandi. Nikolai Ryzhkov fer frá Stokk- hólmi til Osló í opinbera heim- sókn á fimmtudag, og er búist við að þessi mál verði einnig þar á dagskrá. Reuter/ólg. Sýnishorn úr nýjustu mynd Sil- vesters Stallones, Rambo III, eru nú sýnd í kvikmyndahúsum um öll Bandaríkin, en myndin Persaflói Sýrlendingar miola málum Okkur hefur tekist aðfá Teheran og Persaflóaríkin tilþess aðfallastá viðrœður, segir innanríkisráðherra Sýrlands Þótt daglega berist nú fregnir af því að skotið hafl verið á olíu- flutningaskip á Persaflóa, og þótt sagt sé að íranir undirbúi nú enn eina stórsóknina gegn íraq á landi, þá berast engu að síður þær jákvæðu fréttir af þessu endalausa stríði, að Sýrlendingar hafí náð nokkrum árangri í að miðla málum. Þeir Abdel-Halim Khaddam, varaforseti Sýrlands og Farouq Al-Shara utanríkisráðherra eru nýkomnir úr ferðalagi á milli Persaflóaríkjanna þar sem þeir reyndu að miðla málum. Segjast þeir nú hafa fengið íran og Persa- flóaríkin til þess að samþykkja að setjast niður og hefja beinar við- ræður. „Við teljum að hægt sé að ná jákvæðum niðurstöðum í sam- skiptum við fran í gegnum ein- lægar viðræður, en ekki með því að beita þrýstingi eða stefna er- lendum herskipaflotum inn á flóann, sem gera málin bara flóknari," sagði upplýsingamála- ráðherra Sýrlands við fréttamenn í gær. Sýrlendingar eru gamlir and- stæðingar íraqa í innbyrðis valda- tafli arabaríkjanna og hafa hing- að til stutt frani í stríðinu. Að- spurður um andrúmsloftið á milli Sýrlendinga og stjórnarinnar í Bagdad sagði ráðherrann að Sýr- lendingar hefðu tekið upp nýja stefnu í þeim tilgangi að ná fram virkri samstöðu arabaríkja svo þau gætu mætt ísrael. Því hefðu þeir átt í sáttaviðræðum við stjórnvöld í Baghdad. Sýrlenski ráðherrann sagði við sama tilfelli að Sýrlendingar gerðu nú allt sem í þeirra valdi stæði til þess að tryggja öryggi 24 vestrænna gísla sem væru nú í haldi í Líbanon, og vinna að því að þeir væru látnir lausir. Reuter/ólg. U.S.A. allur vindur- úr Rambo? sýnir Rambo í vígaham í Afghan- istan í baráttunni við innrásarlið- ið þar. Reuter-fréttastofan segir að viðbrögð áhorfenda við auglýs- ingamyndinni hafi verið misjöfn og margt bendi til þess að rambo- hetjudýrkunin sé nú á undan- haldi. Þannig hafa víða verið gerð hróp að myndinni í kvikmynda- húsum og sagt er að framleiðend- ur óttist nú að Sovétmenn verði farnir frá Afghanistan áður en kvikmyndin verður frumsýnd síð- ar á árinu. Framleiðandinn, sem er kvikmyndafélag Stallones, hefur gefið út þá tilskipun til áróðursmeistara sinna að ekki skuli minnst á Afghanistan í aug- lýsingaherferðinni og haft er eftir auglýsingastjóranum að þrátt fyrir þessi áföll séu þeir bjart- sýnir. „Við þekkjum okkar áhorfendur," segir hann, „það eru verkamenn sem vilja það óþvegið („hardcore"), og þeir munu fá það sem þeir vilja.“ Sylvester Stallone hefur í hin- um pólitísku ævintýramyndum sínum verið boðberi þeirrar stefnu sem Reagan Bandaríkja- forseti boðaði fyrir fáum árum, að Sovétríkin væru „heimsveldi hins illa“ og að engin vettlingatök dygðu þegar kommúnistar eru annars vegar. Fyrsta Rambo- myndin gerðist í Víetnam, en á það hefur verið bent að þótt Stal- lone hafi borið sig hraustmann- lega á hvíta tjaldinu í Víetnam, þá hafi gegnt öðru á meðan á hinu raunverulega Víetnamstríði stóð: Þá hafði Stallone vit á því að flýja Bandaríkin og gerast leikfimi- kennari í svissneskum einkaskóla fyrir stúlkur af heldri manna ætt- um. „Stallone er mjög pólitískur," er haft eftir meðframleiðanda hans, „hann stendur mjög nálægt Reagan-stjórninni. Hann er mjög upptekinn af afghanska flóttamannavandamálinu. Hann veit að það er góð söluvara, en hann er raunsær." Það kann að reynast erfitt fyrr Rambo að mála Görþatsjov á vegginn sem djöfuh@i sjálfan eftir að hann er búian að gista Hvíta húsið og prýða forsíu Time sem „maður ársins“, en hvernig væri að láta Rambo steyta hnef- ann framan í þá Khomeini og Ghaddaffi? ólg/Reuter Miðvikudagur 13. janúar 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.