Þjóðviljinn - 13.01.1988, Page 15

Þjóðviljinn - 13.01.1988, Page 15
ÍÞRÓTTIR Karfa Njarðvíkingar unnu Valur útaf með aðeins 2 villur Njarðvíkingum tókst að tryggja sér sigur á lokamínútum yfir Keflvikingum í Keflavík í gærkveldi. Var troðfullt hús eins og oftast þegar þessi lið eiga í hlut. Strax í byrjun komust Njarð- víkingar yfir og virtust ætla að halda góðri forystu. Náðu Keflvíkingar að jafna, 23-23 og komust yfir í eina skiptið í Lokatölur: Njarövík-Keflavík 88-83 (45- 43) Stlg Keflavíkur: Guðjón Skúlason 31, Jón Kr. Gíslason 16, Magnús Guöfinnson 10, Hreinn Þorkelsson 8, Siguröur Ingi- mundarsson 7, Ólafur Gottskálksson 7, Axel Nikulásson 7 og Falur Haröarson 2. Stlg Njarðvlkur: Valur Ingimundarson 37, IsakTómasson 13, Helgi Rafnsson 12, Teitur Örlygsson 11, Sturla örlygsson 9 og Hreiðar Hreiöarsson 6. Dómarar: Ómar Scheving og Jóhann Dagur Björnsson stóöu sig vel. Maður leiksins: Valur Ingimundarson. Áhorfendur: 804 leiknum 23-25. En með sterkri vörn og yfirveguðum leik tókst Njarðvíkingum að komast yfir aftur og héldu yfir í leikhléi 45- 43. í síðari hálfleik j uku svo Nj arð- víkingar forskotið og var mesti munur 81-68. Tóku þá Keflvíkingar að saxa á og náðu að minnka muninn í 83-81 þegar nokkrar mínútur voru eftir af leiknum. Var þá kominn tals- verður hiti í leikinn og menn farn- ir að stimpast á. Njarðvíkingar skoruðu þá 2 stig, Keflvíkingar svöruðu fyrir sig en allt kom fyrir ekki. Njarðvíkingar náðu að skora 3 stig og þar með var sigur þeirra staðreynd, 88-83. Það vakti athygli að Valur Ingi- mundarson var rekinn útaf með tvær tæknivillur en það ku vera nýjar reglur því í fyrra þurfti 3 til að vera vikið af velli. Var Valur ekki alveg sáttur við þetta. Knattspyrna V-Þýskaland og Italía saman í riðli Liðin sem léku til úrslita í Heimsmeistarakeppninni á Spáni 1982, V-Þjóðverjar og ítalir, lentu í sama riðli þegar dregið var í úrslitariðla Evrópukeppninnar í gær. 8 ára gamall dró Athöfnin fór fram í Diisseldorf í V-Þýskalandi. Það var 8 ára gamall drengur Cristian Stilike, sonur Ule Stilike, sem dró liðin út. Franz Beckenbauer, þjálfari v-þýska liðsins, virtist brugðið fyrst eftir að riðlarnir lágu fyrir. „Okkar riðill er e.t.v. erfið- ari,“ sagði Beckenbauer. „En við verðum að taka því. Við viljum leika við vel þekkt lið, þess vegna getum við ekki verið annað en ánægðir.“ ítalir sigruðu V-Þjóðverja 3-1 í úrslitaleik Heimsmeistarakeppn- innar 1982. Og í leik sem háður var á Ítalíu í apríl gerðu liðin markalaust jafntefli. Þegar eftir að ljóst var hverjir léku saman í riðlunum var farið að veðja um sigurvegara. V- Þjóðverjar voru taldir sigur- stranglegastir, þá ítalir, Sovét- menn og Englendingar. Becken- bauer var ekki sammála veð- möngurunum. „Hefndargjöf" „Ég tel ekki að við séum sigur- stranglegastir, við eigum jafna möguleika og hin liðin. Það að við leikum í okkar heimalandi skiptir engu máli,“ sagði Becken- bauer. „Við erum með ungt lið og það verður nógu erfitt fyrir þá að þurfa að spila á móti svona þekkt- um og sterkum liðum. Það er hálfgerð hefndargjöf að við þurf- um að spila við Italíu fyrst. Þeir eru með mjög sterkt lið og það væri mjög slæmt að tapa í fyrsta leiknum. Danski þjálfarinn, Sepp Piont- ek var mjög vonsvikinn að lenda Guðmundur Guðmundsson átti góðan leik og skoraði þrjú mörk. með Spánverjum í riðli. Það voru einmitt þeir sem slógu Dani út úr Evrópukeppninni 1984 og Heimsmeistarakeppninni 1986. „Við hljótum að hafa þá núna,“ sagði Piontek. „Þessi keppni verður örugglega mjög spenn- andi. Hver leikur verður úrslita- leikur.“ Hætta á ólátum Enski landsliðsþjálfarinn Bobby Robson sagði að fyrirhug- aður vináttuleikur Englendinga og Hollendinga yrði leikinn þrátt fyrir að liðin hefðu dregist saman í riðil. Sá leikur mun örugglega verða einn sá umsvifamesti á sviði öryggisgæslu. Bæði liðin hafa haft á sér það orð að eiga óróasama áhangendur og má fastlega gera ráð fyrir að dragi til tíðinda þegar þau mætast. Stjórnendur keppninnar hafa lýst því yfir að ekkert verði til sparað svo að keppnin geti farið friðsamlega fram. Þeir hafa þó ekki gefið upp neinar nánari upp- lýsingar varðandi gæslu meðan á keppninni stendur. Alls verða leiknir 15 leikir í úr- slitakeppninni. Þeir munu allir fara fram í 8 borgum í V- Þýskalandi. Úrslitakeppnin fer fram í júní. í 1. riðli leika V-Þjóðveriar, ítalir, Danir og Spánverjar. I 2. riðli leika Englendingar, írar, Hollendingar og Sovétmenn. Tvö efstu liðin í hvorum riðli komast áfram í undanúrslit. -ih Heimsbikarkeppnin í Svíþjóð Afdrifankar lokamínútur Guðmundur skoraði þrjú mörk og fiskaði þrjú víti Það eru enn síðustu mínúturn- ar sem fara á annan veg en vonast er eftir hjá íslenska landsliðinu í handknattleik, þótt þeir næðu næstum upp fjögurra marka for- skoti á Austur-Þjóðverja tókst þeim þó að misnota færi á síðustu sekúndu og mótherjarnir bættu við marki. Aðeins 12 mörk í fyrri hálfleik Leikurinn byrjaði af hörku og voru varnir beggja liðanna vel lokaðar. Austur-Þjóðverjar gátu samt potað inn 3 mörkum á 10 mínútum án þess að íslendingar gætu svarað fyrir sig. Tókst Guðmundi Guðmundssyni að skora á 12. mínútu og náði landinnaðjafnaá23. mínútu 4-4. Var síðan aftur jafnt 5-5 á tuttug- ustu mínútu en Þjóðverjarnir sigu yfir og var staðan í leikhléi 7-5 þeim í vil. Héldu haus í síðari hálfleik héldu Austur- Þjóðverjar forskotinu og voru 2 til 4 mörkum yfir þar til á 20. mínútu, þá komust þeir 5 mörk yfir 15-10. Á því tímabili varði þýski markvörðurinn, Wieland Schmidt, mjög vel auk þess að verja víti frá Sigurði Gunn- arssyni. En þá fóru íslendingar að taka við sér og komust í 15-13 en Þjóðverjar bættu við marki 16- 13. Enn fiskaði Guðmundur víti en í þetta skipti varði markvörð- urinn hjá Alfreð Gíslasyni og skoruðu Þjóðverjar næsta mark þegar þrjár mínútur voru eftir, 17-13. Valdimar tók syrpu En þá skoraði Kristján Arason og Valdimar tók góða syrpu, gerði tvö mörk á skömmum tíma þegar aðeins rúm mínúta var I eftir. Á síðustu sekúndum kom- ust íslendingar síðan í sókn og skutu en hinn stórkostlegi mark- maður Schmidt varði, Austur- Þjóðverjar komust í sókn og skoruðu lokamarkið þegar 5 sek- úndur voru eftir, 18-16. í kvöld Næstu mótherjar fslendinga [ eru Júgóslavar og er leikurinn í kvöld. Rás tvö verður með beina lýsingu og hefst hún klukkan sex. Það verður án efa mjög erfiður leikur þótt talið sé að Austur- Þjóðverjar séu með sterkara lið. Þess má geta að einn besti leik- maður Þjóðverja var ekki með gegn íslendingum. Leikirnir í gærkvöldi A-riðill: Svíþjóð-Spánn............19-16 Ungverjaland-V-Þýskaland B-riðill: 21-23 Júgóslavía-Danmörk.......21-19 Ísland-Austur-Þýskaland 16-18 Mörk Islands: Guðmundur Guð- mundsson 3, Kristján Arason 3, Vald- imar Grímsson 3, Alfreð Gíslason 2(víti), Þorgils Óttar Mathiesen 2, Atli Hilmarsson 1, Karl Þráinsson 1 og Sigurður Gunnarsson 1. Fiskuð vítl: Guðmundur Guð- mundsson 3 og Valdimar Grímsson 1. Brottrekstur: Geir Sveinsson 2 mín. og Atli Hilmarsson 2. Misnotuð víti: Alfreð Gíslasson 1, Kristján Arason 1 og Sigurður Gunn- arsson 1. Getraunir Enginn með 12 rátta Frjálsar Fimm frjálsíþrótta- menn til Glasgow í síðustu leikviku getrauna kom engin röð fram með 12 rétta. Má því búast við tvöföldum sprengipotti á laugardaginn. 5 raðir komu fram með 11 rétta og gaf hver röð 47.961 kr. Á laugardaginn verða 2% af heildarsölu getrauna á tímabilinu lögð við pottinn. Það er því ljóst að rúmlega 1.2 miljónir leggjast við vinningspott 20. leikviku. Leikur Liverpool og Arsenal verður sýndur beint í Ríkissjón- varpinu og verður spennandi að sjá hvort Liverpool tapar sínum fyrsta leik á tímabilinu í beinni útsendingu til íslands. England Liverpool vann Stoke 1-0 Sjá nánar á morgun. Fimm frjálsíþróttamenn halda til Glasgow á fimmtudag til að taka þátt í Opna skoska meistara- mótinu í frjálsum íþróttum innanhúss. Það eru þau Þórdís Gísladóttir HSK, Gunnlaugur Grettisson ÍR, Soffía Gestsdóttir HSK, Sús- anna Helgadóttir FH og Jóhann Jóhannsson ÍR sem skipa ís- lensku sveitina. Að sögn Hafsteins Óskars- sonar fararstjóra er Gunnlaugur líklegastur til afreka á þessu móti. Hann er nú í mjög góðu formi, setti m.a. íslandsmet í hás- tökki innanhúss um daginn er hann sveif yfir 2.12 metra. Þórdís Gísladóttir, hástökkv- ari, undirbýr sig nú af krafti fyrir ólympíuleikana í Seul. Hún er þó ekki í mikilli stökkþjálfun heldur hafa æfingar hennar miðast við grunnþjálfun. Eftir skoska mótið munu Gunnlaugur og Þórdís halda til Bretlands þar sem þau taka þátt í samskonar móti. -ih Miðvikudagur 13. janúar 1988 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 15 1X2... 1X2... 1X2... 1X2... 1X2... _ _ .. ^ a :c> -2, 20. Vlka Liverpool-Arsenal...................................................1 11111111 Luton-Derby.........................................................1 11111111 Norwich-Everton.....................................x 2 2 x 2 x 2 x 2 Portsmouth-Oxford...................................1 x 1 1 1 1 1 1 x Q.P.R.-WestHam ...................................1 112 111x1 Sheff.Wed.-Chelsea..................................x x 1 1 1 x 1 1 x Tottenham-Coventry..................................................1 11111111 Wimbledon-Watford..........................................1 11x11112 Aston Villa-lpswich.....................................1 2 12 12 111 Blackburn-Hull.............................................2 1111x2x1 Plymouth-Man.City...................................2 2 2 2 x 1 x 1 2 Swindon-Bradford.........................................1 1 1 1x1x21

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.