Þjóðviljinn - 13.01.1988, Síða 16

Þjóðviljinn - 13.01.1988, Síða 16
Aðalsími t 681333 Kvöldsími h 1 ^rr, 681348 r/6 Helgarsími 681663 ÐVILIIN Hafnarfjörður Miðvikudagur 13. janúar 1988 8. tölublað 53. örgangur Þjónusta íþínaþágu SAMVINNUBANKI ÍSLANDS HF. Lánsfjárlög Happdrætti Þjóðviljans Enn er hœgt að greiða gíróseðlana. Dregið verður 15. janúar. Styrkjum blaðið okkar. Þorlákshöfn Dýrkeypt símtal KristínÁR 101 tekin fyrir meint landhelgisbrot 4. janúarsl. Skipstjórinn: Var búinn aðfá leyfifrá ráðuneytinu. Afli og veiðarfœri gerð upptœk Við vorum á langlúruveiðum með dragnót suðaustur af Eyjum 4. janúar síðastliðinn þeg- ar þyrla Landhelgisgæslunnar tók okkur fyrir meint landhelgis- brot. Þá vorum við búnir að fá um sex tonn og var aflinn gerður upptækur ásamt veiðarfærunum. Þetta kom ansi flatt upp á mig þar sem ég var búinn að hringja í sjávarútvegsráðuneytið og fá leyfi fyrir dragnótarveiðunum. Síðan hef ég ekki farið á sjóinn og er þetta töluvert fjárhagslegt tjón fyrir mig fyrir einberan misskiln- ing að því er virðist,“ sagði Þor- leifurGuðinundsson, skipstjóriog eigandi Kristínar ÁR 101 sem er 30 lesta bátur frá Þorlákshöfn, í samtali við Þjóðviljann í gær. Að sögn Þorleifs var málið tekið fyrir hjá sýslumannsem- bættinu á Selfossi í gær en dómur í málinu var ekki kveðinn upp. í staðinn þurfti Þorleifur að greiða háa tryggingu og sagði hann að dragnótarleyfið væri á leiðinni frá ráðuneytinu og kvaðst hann at- huga það gaumgæfilega áður en hann leysti festar og héldi til veiða á nýjan leik. Að sögn Jóns B. Jónassonar skrifstofustjóra í sjávarútvegs- ráðuneytinu virðist hér hafa orð- ið einhver misskilningur á milli ráðuneytisins og Þorleifs. Sagði Jón að á meðan kvótafrumvarpið var ekki orðið að lögum hefðu engin leyfi verið gefin út fýrir dragnótarveiðum. Afgreiðslu- stúlka sú sem Þorleifur á að hafa talað við minnist þess ekki að hafa talað við hann, en neitar því heldur ekki. Jón sagði að per- sónulega teldi hann hér vera á ferðinni afsakanlegan misskiln- ing. - grh Spennt fiskverð „Fiskverðið hjá okkur hefur verið vel spennt þessa dagana og er það fyrst og fremst vegna lítils framboðs á fiski. Við höfum verið að selja þetta 25-30 tonn, en í dag seljum við 80 tonn og um 150 tonn á morgun,“ sagði Einar Sveinsson framkvæmdastjóri Fiskmarkað- arins í Hafnarflrði í samtali við Þjóðviljann í gær. Að sögn Einars hefur ýsan far- ið í 104 krónur hæst hvert kíló, þá slægð, en verið að jafnaði í 90 krónum. Þorskurinn, hvert kíló á 43 krónur og upp í 52 krónur. Ekkert hefur verið af karfa eða ufsa á markaðnum síðustu daga. Stenbítur hefur lækkað í verði, Leikskólinn Álftaborg í Safamýri átti 20 ára afmæli í gær. Börnin gerðu sér dagamun og héldu upp á daginn með því að setja upp kórónur, því allir eru kóngar og drottningar í Álftaborg. Þjóðviljinn óskar starfsfólki, börnun- um og aðstandendum þeirra til hamingju með daginn! Ljósm. Sig. Patró Vandinn óleystur Á stjórnarfundi Byggðastofn- unar í gær var ekki gengið frá heiidarlausn á vandræðum Hrað- frystihúss Patreksfjarðar hf. en ákveðið að vinna áfram að lausn þeirra. Húsið hefur verið lokað um skeið vegna mikilia vanskila við Orkubú Vestfjarða. Samkvæmt frétt frá Byggða- stofnun heimilaði stjórn hennar aftur á móti forstjóra hennar að afgreiða lán til að ljúka megi við- gerðum á einum Patreksfjarðar- bát sem verið hefur frá veiðum. Einnig var forstjóra Byggða- stofnunar heimilað að skuldb- reyta vanskilum Patrekshrepps við stofnunina. - grh Olíulekinn Staðfesting á mengunaitiættu Rannsóknarhola boruð í dag. Magnús Guðjónsson heilbrigðisfulltrúi: Vatnsbólin á afar óheppilegum stað vegna mengunarhættufrá Vellinum r Idag verður boruð rannsóknar- hoia 150 metra frá þeim stað er mikið magn gasolíu frá hernum lak út í jarðveginn og mengaði grunnvatn, en að kröfu heilbrigð- isyfírvalda hefur vatnstöku nú verið hætt í því vatnsbóli Njarð- víkinga sem talið er í mestri hættu. Að sögn Magnúsar Guðjóns- sonar hjá Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja verður borað niður á grunnvatn og tekin kjarnasýni úr jarðlögum. Verður vatnið mælt með tilliti til mengunar. Holan sem taka á er milli mengunar- staðarins og sjávar, en umrætt vatnsból er í sömu stefnu. - Ef mengun er komin á þessar slóðir verður borað áfram til að kanna ytri mörk hennar, sagði Magnús. Athuganir þessar eru fram- kvæmdar í samvinnu við Orku- stofnun, en í ráði er að nota þessa holu og fleiri til að kortleggja grunnvatnsflæðið á þessum slóð- um, þar sem öll vitneskja um það er af skornum skammti. - Heilbrigðiseftirlitið hefur lengi verið mjög óánægt með staðsetningu vatnsbólanna, með- al annars vegna hugsanlega mengandi starfsemi á Keflavíkur- flugvelli, en straumstefnan þaðan til sjávar er í átt að vatnsbólun- um. Við lítum á olíumengunar- slysið sem staðfestingu á þessari hættu, sagði Magnús. HS Hringferð rebba Framlag ríkissjóðs til refa- skyttirís hefur farið mikla hring- ferð um frumvörp ríkisstjórnar- innar sem eru til umljöllunar á Aiþingi þessa dagana; iánsfjárlög og frumvarp tii verkaskiptingar ríkis og sveitarféiaga. Samkvæmt ákvæði í lögum skal ríkissjóður greiða ákveðið fram- lag til sveitarstjórna vegna eyðingar á refum og minkum. Sveitarstjórnirnar greiða ákveðna upphæð fyrir hvern skotinn ref eða mink og fá það svo endurgreitt frá ríkissjóði. Lánsfjárlögin fyrir árið í ár mæla hinsvegar svo fyrir um að þetta framlag falli niður. Þegar það uppgötvaðist flutti meiri hluti félagsmáladeildar neðri deildar breytingatillögu við frum- varpið um verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga, sem gengur út á það að sérdeild Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga sjái um þessar endurgreiðslur, sem í ár eru metnar á 7 miljónir króna. Við þetta minnkaði tekjustofn Jöfnunarsjóðsins og nú voru góð ráð dýr þar sem skerðingin á tekj- um Jöfnunarsjóðsins hefur verið mjög umdeild. Meirihluti fjárhags- og við- skiptanefndar neðri deildar komst þá að þeirri niðurstöðu að Jöfnunarsjóðurinn nyti ekki hlut- deildar í bættri innheimtu sölu- skatts vegna einfaldara sölu- skattskerfis. Liggur nú fyrir breytingatillaga um að Jöfnunar- sjóðurinn fái hlutdeild í minnkun skattsvika. Og hver skyldi hlut- deildin vera? Mikið rétt. Sjö milj- ónir króna. -Sáf

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.