Þjóðviljinn - 14.01.1988, Síða 1

Þjóðviljinn - 14.01.1988, Síða 1
Fimmtudagur 14. janúar 1988 9. tölublað 53. árgangur Heimsbikarkeppni Glæsilegur sigur íslendingar unnu frækilegan sigur á heimsmeisturum Júgóslavíu í heims- bikarkeppninni í Svíþjóð í gærkveldi. Sjá nánar á íþróttasíðu. Tjarnargata 20 Borgin kærð Öryrkjabandalagið kærir breytta notkun Tjarnargötu 20 til bygg- inganefndar Öryrkjabandalagið hefur ekki fengið svar frá byggingafulltrúa, en við þykjumst vita hvert svarið verður og þess vegna hefur breytt notkun hússins að Tjarnargötu 20 verið kærð, sagði Arnþór Helga- son formaður ÖryrkjabandaJags- ins í samtali við Þjóðviljann í gær, en bandalagið hafði lagt inn fyrir- spurn til byggingafulltrúa um hvort borgaryfirvöld hefðu leitað samþykkis bygginganefndar á breyttri notkun hússins. Öryrkja- bandalagið telur að með því að leita ekki eftir samþykki nefndar- innar séu borgaryfirvöld að brjóta byggingarreglugerð og lög. Öryrkjabandalagið telur að með flutningi starfsemi ellimála- deildar og heimilishjálpar Félags- málastofnunar í húsnæðið í stað starfsemi fræðslustjóra og sál- fræðideildar skóla sem var þar fyrir, sé verið að breyta um notk- un húsnæðis. Því beri yfirvöldum að taka tillit til þeirra fyrirmæla í reglugerð og lögum að aðgangur fatlaðra í opinberu húsnæði sé tryggður. Borgarstjóri telur hins vegar að fráleitt sé um breytta notkun húsnæðis að ræða og því sé borgaryfirvöldum ekki skylt að leita eftir samþykki bygginga- nefndar né heldur að taka tillit til aðgengi fyrir fatlaða. -K.ÓI. Áburðarverksmiðjan Berskjaldaðar leiðslur Rúnar Bjarnason segir ammoníaksský hafa sloppið út við losun úr skipi. Guðjón Petersen: Leiðslurnarfrá höfninni að geyminum eru berskjaldaðar Ammoníaksský slapp út við ios- un úr skipi snemma á 8. ára- tugnum, en það hlutust sem betur fer ekki slys af, sagði Rúnar Bjarnason slökkviliðsstjóri í sam- tali við Þjóðviljann vegna skýrslu starfshóps um hættur sem kynnu að stafa frá ammoníaksgeymi við Áburðarverksmiðjuna, en Rúnar telur að jafnframt stafi nokkur hætta af ammoníaksmengun við losun efnisins úr skipum í geym- inn. ' Rúnar sagði að að hans mati, sem yfirmanns öryggismála á svæðinu, væri óþarfi að Ieggja verksmiðjuna niður, en hins veg- ar væri það hans skoðun að draga ætti sem mest úr innflutningi á ammoníaki og geymslu á því. Ef það ammoníak sem framleitt væri hér á landi dygði ekki til nauðsyn- legrar framleiðslu væri hægt að flytja þann áburð inn sem vantaði uppá það að eftirspurn yrði ann- að. Með þessu móti væri hægt að koma í veg fyrir þá áhættu sem fylgdi losun og jafnframt væri hægt að taka stóra kúlugeyminn úr notkun og nota aðra minni geyma. Guðjón Petersen fram- kvæmdastjóri almannavarna sagðist, í samtali við Þjóðviljann, ekki kannast við að slys hefðu orðið við losun úr skipum, en sagði jafnframt að leiðslurnar frá höfninni og í geyminn væru berskjaldaðar. Þar gætu auðveld- lega orðið mengunarslys, t.d. ef ekið væri á leiðslurnar. Hákon Björnsson fram- kvæmdastjóri Áburðarverk- smiðjunnar sagði það nokkrum sinnum hafa komið til umræðu að grafa leiðslurnar í jörðu, en mönnum þætti vafamál hvort það væri öruggara en að hafa leiðslurnar ofanjarðar. Stjórnarandstaðan lagði í gær fram tillögu þess efnis að gert yrði ráð fyrir allt að 30 miljóna króna láni á lánsfjárlögum til endurbóta á ammoníakstankinum. Láns- fjárlögin komu hins vegar ekki til umræðu í gær þar sem fjármála- ráðherra var hvergi finnanlegur. Starfsfólk Áburðarverksmiðj- unnar sendi frá sér ályktun í gær þar sem það fagnaði fyrirhug- uðum öryggisráðstöfunum ríkis- stjórnarinnar. -K.Ól. Sjá bls. 5 Póstur og sími Hækkar um 20% Kemur tilframkvœmda á morgun. Isamrœmi við samþykktfjárlaga fyrir stofnunina. Stofngjald síma úr5.500 í6.650 krónur, teljaraskref úr 1,56 í 1,90 og póstburðargjald innanlands úr 13 í 16 krónur Amorgun hækkar póst- og síma- þjónusta að meðaltali um 20% en cinstaka liðir hækka mismun- andi. Samkvæmt upplýsingum frá Pósti og síma eru þessar hækkanir í samræmi við þá sam- þykkt fjárlaga fyrir stofnunina að greiðslustaða verði í jafnvægi í árslok 1988, standist forsendur fjárhagslega. Sem dæmi um einstakar hækk- anir hækkar stofngjald síma úr 5.500 krónum í 6.650 krónur, ársfjórðungsgjald úr 641 krónu í 775 krónur og verð á teljaraskrefi úr 1,56 krónum í 1,90 krónur. Þá hækkar flutningsgjald innan sama símstöðvarsvæðis úr 2.750 krónum í 3.325 krónur. Stofn- gjald farsíma hækkar úr 5.500 í 7.300 krónur og ársfjórðungs- gjald úr 641 krónu 850 krónur. Mínútugjald hækkar úr 7,80 krónum í 10.36. Ársfjórðungs- gjald fyrir númer í telexstöð og bæjarlínu hækkar úr 2.097 krón- um í 2.516 krónur. Ofan á þessar hækkanir allar bætist síðan sölu- skattur, en hann er ekki innifal- inn í framangreindum gjöldum. Þessu til viðbótar hækka einnig þjónustugjöld til útlanda og símtal til Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar hækka úr 38 krónum á mínútu í 45 krónu. Póstburðar- gjöld hækka líka og má nefna að 20 gr bréf innanlands og til Norðurlandanna hækkar úr 13 krónum í 16 krónur og til annarra landa í Evrópu úr 17 krónum í 21 krónu. Þá hækkar innborgunar- gíróseðill úr 20 krónum í 25.- grh ÍMÓOVIUINN 1. Subaru Justy frá Ingvari Helgasyni 370.000.00 % co -«l Happdrætti Þjóðviljans Dregið á morgun Miðar fást á afgreiðslu Þjóðviljans og hjá umboðsmönnum um land allt. Enn er hægt að greiða heimsenda gíróseðla.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.