Þjóðviljinn - 14.01.1988, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 14.01.1988, Blaðsíða 3
FRETTIR Hvalveiðar Ótímabært ráðstefnu- hald Hjörleifur Guttormsson: Ekki tímabœrt meðan beðið er eftir svari Al- þjóðahvalveiðiráðs- ins um breyttar starfsreglur vísindanefndarinnar. Friðrik Pálsson, forstjóri SH: Ætíð þörfá aðgát - freðfiskmarkaðir í húfi Fæst orð bera minnsta ábyrgð. Við höfum ávallt iagt áherslu á að farið væri að með fyllstu gát í þessu máli svo freðfiskmörku- ðum okkar stafaði ekki hætta af. Báðir málsaðilar hafa nokkuð til síns máls, sagði Friðrik Pálsson, forstjóri Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna, er hann var inntur eftir því hvort ráðstefna hval- veiðiþjóða, sem halda á hér á landi síðar í mánuðinum, gæti eflt andróður hvalfriðunarmanna í Bandaríkjunum gegn íslenskum freðfiski. Þegar hafa stjórnvöld nokk- urra hvalveiðiþjóða tilkynnt þátt- töku í ráðstefnunni. í hópnum eru Sovétmenn, Japanir, Kan- adamenn og Norðmenn, auk Færeyinga og Grænlendinga, en þeir síðastnefndu senda áheyrnarfulltrúa. Suður-Kórea og samtök Alaskaeskimóa höfn- uðu þátttöku. - Ég álít ekki tímabært að ís- lensk stjórnvöld gangist fyrir ráð- stefnu af þessu tagi á sama tíma og verið er að láta á það reyna hjá þeim ríkjum sem aðild eiga að Alþjóða hvalveiðiráðinu hvort orðið verði við kröfum okkar um breytingar á starfsreglum vís- indanefndarinnar, sagði Hjör- leifur Guttormsson, en hann gerði fyrirvara og athugasemdir um tímasetningu og boðaða dag- skrá ráðstefnunnar á sérstökum fundi utanríkismálanefndar al- þingis í desember sl., sem haldinn var að hans kröfu og Kristínar Einarsdóttur, Kvennalista. - Ég tel rétt að þetta komi fram þegar ráðstefnan stendur fyrir dyrum. En ég minni jafn- framt á fyrri afstöðu mína og stuðning við íslensku rannsókna- áætlunina, þó með fyrirvara um fjölda veiddra dýra. Ég tel að ís- lendingar þurfi að afla sem fylls- trar vitneskju um hvalastofnana áður en ákvörðun ber að taka á vettvangi Alþjóðahvalveiðiráðs- ins 1990 um framhald hvalveiða í atvinnuskyni, sagði Hjörleifur. -rk Ellilífeyrisþegar Skattlagðir að fullu Garðar Lárus Jónsson ellilífeyrisþegi: Borgafullan skatt af ellilífeyrinum Eg hef aldrei haft neitt á móti því að gjalda keisaranum það sem keisarans er. Það tekur þó út yfir allan þjófabálk þegar maður er látinn greiða fullan skatt af ell- ilífeyrinum, sem nær ekki 30.000 krónum, sagði Garðar Lárus Jónsson, sem segir fyrstu kynni sín af staðgreiðslukerfinu ekki gefa góða raun. Á tekjuyfirliti Garðars frá Tryggingastofnun ríkisins sést að ellilífeyririnn og tekjutryggingin eru skattlögð að fullu og ekkert tillit tekið til persónuafsláttar og það þótt skattkortið væri komið á rétta staði. Hjá Tryggingastofnun fengust þær upplýsingar að viss vand- kvæði hefðu verið með tölvukerfi og frádráttarliði. Um hundrað ellilífeyrisþegar fengu þar af leiðandi að greiða fullan skatt vegna þessara mistaka. Unnið er á fullu að leiðrétting- um og mega hinir hundrað „skattskyldu" ellilífeyrisþegar því eiga von á leiðréttingu von bráðar. \ Garðar Lárus Jónsson elliiífeyrisþegi: Mér finnst það full langt gengið í skattheimtunni að hirða fullan skatt af ellilífeyrinum. Mynd E.ÓI. Efnahagsmál Dómsdagsspá VSI VSÍgefur tóninnfyrir næstu samninga. Kauphœkkun ávísun á verðbólgu og gengisfellingu. 5% kaupmáttarrýrnun óhjákvœmileg IV iðskiptahalli á síðasta ári óhagstæð þróun dollarans, rýrn- andi verðmæti útflutningsvara, eru þær blikur sem Vinnu- veitendasambandið dregur upg fyrir komandi kjarasamninga. í efnahagsspá VSI sem kynnt var í gær er bent á að upphlaðnir og aðsteðjandi efnahagserfiðleikar feli í sér að 5% rýrnun kaupmátt- ar og gengisfelling sé óhjákvæmi- leg á árinu. í spá Vinnuveitendasambands- ins um efnahagshorfurnar á ár- inu, segir að óhjákvæmilegt sé annað en að fella gengi íslensku krónunnar um 10% vegna óhag- stæðrar þróunar dollarans og rýrnunar viðskiptakjara, ef halda eigi fiskvinnslunni gangandi. Gert er ráð fyrir að viðskiptakjör verði 1-1,5% óhagstæðari í ár en á liðnu ári og úflutningsverðmæti rýrni um 4% á árinu í stað 0,5% aukningar sem þjóðhagsáætlun gengur útfrá. Jafnframt er gert ráð fyrir að einkaneysla muni dragast saman á árinu og ráðstöfunartekjur skreppi saman um 5%. í máli þeirra VSÍ-manna á blaðamannafundi í gær kom fram að aðilar vinnumarkaðarins sæju sig nauðbeygða til að halda aftur af kauphækkunum, ella yrðu launahækkanir kveikja óðaverð- bólgu. Þeim mun meiri sem kauphækkanirnar yrðu þeim mun meira þyrfti að fella gengið. Lánsfjárlög Ekki króna viðbót handa RÚV Allar tilraunir stjórnarandstöðu til að tryggja R ÚV lögboðinn tekjustofn felldar af meirihlutanum Stjórnarandstaðan hefur gert hverja tilraunina á fætur ann- arri til að rétta hlut Ríkisútvarps- Verðkönnun Hafði ekki tíma Porsteinn mœtti ekki í verslunarleiðangur með Ólafi í gœr Eg gekk á eftir því við forsætis- ráðherra í gær að hann þekkt- ist boð mitt og kæmi í verslunarl- eiðangur til að kynnast áhrifum matarskattsins á vöruverð, en hann sagðist ekki hafa tíma, kvaðst hafa öðru að sinna, sagði Ólafur Ragnar Grímsson for- maður Alþýðubandalagsins í gær. Ólafur sagði að boð sitt stæði enn og Þorsteinn ætlaði að hugsa málið. - Mér þykir það leitt að hann skyldi ekki geta tekið þessu boði, einkum í ljósi þess sem kom fram í umræðuþætti okkar í sjón- varpinu, að hann veit greinilega lítið um þær stórfelldu hækkanir sem orðið hafa á matvörum á síð- ustu dögum, sagði Ólafur Ragn- ar. -Ig- ins á lánsfjárlögum en allt hefur komið fyrir ekki og það eina sem útvarpið hefur uppskorið er skammaræða Birgis Isleifs Gunn- arssonar menntamálaráðhcrra um að Útvarpið sé alltof eyðslus- amt. Samkvæmt lögum á Ríkisút- varpið að fá endurgreidd öll að- flutningsgjöld af útvarps- og sjónvarpstækjum og munu þau í fýrra hafa numið um 300 miljón- um króna, en áætlað er að þau nemi um 130-150 miljónum króna á þessu ári. Það kom fram hjá Steingrími J. Sigfússyni að Ríkisútvarpið skuldar um 400 miljónir króna og greiðir um miljón á mánuði í vexti. Ef þessi tekjustofn hefði ekki verið tekinn af útvarpinu í fyrra hefði stofnun- in farið langt með að greiða upp skuldir sínar. Samkvæmt lánsfjárlögum árs- ins í ár á að taka þennan tekju- stofn enn einn ganginn af Útvarp- inu. Stjórnarandstaðan flutti því við aðra umræðu í neðri deild breytingatillögu þess eðlis að RÚV fengi þennan tekjustofn óskertan. Sú tillaga var felld. Við þriðju umræðu kom svo önnur breytingatillaga frá stjórnarand- stöðunni um að Ríkisútvarpið fengi 100 miljónir af aðflutnings- gjöldunum. Sú tillaga var einnig felld en Ólafur Þ. Þórðarson greiddi henni atkvæði. Lánsfjárlögin fóru svo aftur til efri deildar og boðaði Svavar Gestsson þar að stjórnarandstað- an ætlaði enn einu sinni að reyna að tryggja hag Ríkisútvarpsins. Slæmur fjárhagur Ríkisút- varpsins er þegar farinn að bitna á dagskránni, t.d. hefur verið ákveðið að leggja niður þing- málaþátt Atla Rúnars Halldórs- sonar. -Sáf Flmmtudagur 14. janúar 1988 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3 Keflavík Konur vilja sameiningu Guðrún Ólafsdóttir, formaður Verkakvennafélags Keflavíkur: Öskað eftir sameiningu félaganna. Stœrri félagsheildir öflugri r Inæstu viku hefjast samninga- viðræður milli Verkakvennafé- lags Keflavíkur og Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur um sameiningu félaganna. Verka- kvennafélagið óskaði eftir sam- einingu félaganna á aðalfundi fél- agsins í desember sl. Guðrún Ólafsdóttir, formaður Verkakvennafélagsins, sagði í samtali við blaðið að á undan- förnum árum hefði sameining fé- laganna oft borist í tal. - Við telj- um að það sé rétti tíminn núna að leita eftir sameiningu félaganna í kjölfar þeirrar skipulagsumræðu sem fram hefur farið innan verka- lýðshreyfingarinnar, sagði Guð- rún. Guðrún benti á að sameining félaganna suður með sjó væri mjög í anda samþykktar síðasta Verkamannasambandsþings um deildaskiptingu sambandsins eftir atvinnugreinum. - Ég hef lengi verið á þeirri skoðun að stærri félagsheildir séu mun vænlegri til að skila verka- fólki einhverju í baráttunni en smærri heildir, sagði Guðrún. Reiknað er með að samninga- umleitunum um sameiningu fél- aganna verði lokið í þessum mán- uði og sameiningin geti farið lögformlega fram á aðalfundi fél- aganna síðla á árinu. Á Suðurnesjum eru núna starf- andi fimm verkalýðsfélög á einu og sama atvinnusvæðinu. Guð- rún sagði að það væri vissa sín að eðlilegast væri að félögin samein- uðust í eitt. - Minni félögin eiga í vissum erfiðleikum með að halda úti viðhlítandi þjónustu við sína félagsmenn og því leita félagar þeirra mikið á skrifstofur félag- anna í Keflavík þar sem skrifstofa er opin alla virka daga. -rk

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.