Þjóðviljinn - 15.01.1988, Blaðsíða 1
Föstudagur 15. janúar 1988 10. tölublað 53. örgangur
Hvalveiðiráðstefnan
Þingmönnum úthýsl
Sjávarútvegsráðherra meinar Guðrúnu Helgadóttur að sitja ráðstefnu
hvalveiðiþjóða sem áheyrnarfulltrúi. Neitar einnig að gefa skriflegtsvar. Guðrún:
Alþingismönnum meinað að sitja ráðstefnu um málsem Alþingi hefur ályktað um.
Utanríkismálanefnd neitar boði um þátttöku. Blaðamönnum meinaður aðgangur
Guðrúnu Helgadóttur, þing-
manni Alþýðubandalagsins í
Reykjavík, hefur verið meinuð
þátttaka sem áheyrnarfulltrúi á
ráðstefnu hvalveiðiþjóða, sem
haldin verður í Reykjavík að
frumkvæði Halldórs Ásgríms-
sonar sjávarútvegsráðherra, dag-
ana 21. og 22. janúar.
Guðrún sagðist hafa óskað
eftir því hjá sjávarútvsegsráðu-
neytinu að fá að sitja ráðstefnuna
sem áheyrnarfulltrúi. Hún fékk
það svar að það gæti hún ekki
Landsbankinn
Stangast á
við bankalög
„Ég mótmæli þessum vinnu-
brögðum með því að neita að taka
þátt í þeirri formafgreiðslu sem
hér fer fram, segir í bókun Lúð-
víks Jósefssonar í bankaráði
Landsbankans í gær, er Sverrir
Hermannsson var ráðinn banka-
stjóri frá og með 16. maí nk. að
telja að tillögu beggja fulltrúa
Sjálfstæðisflokksins og fuiltrúa
Framsóknar. Eyjólfur K. Sigur-
jónsson, fulltrúi Alþýðuflokksins
neitaði einnig að taka þátt í at-
kvæðagreiðslu og mótmælti
vinnubrögðunum.
„Þessa ráðningu hefur borið að
með heldur óskemmtilegum
hætti fremur en óeðlilegum,"
sagði Sverrir Hermannsson.
„Meðan bankar eru í ríkiseign
held ég að framkvæmdavaldið
ætti ekki að framlengja vald sitt
til einhverra bankaráða til að
ráða fram úr þessu. Það ætti að
taka þennan kaleik, sem veldur
svo miklu iðraþrautum, ,frá
bankaráðum.“
í samþykkt stjórnar Sambands
ísl. bankamanna í gær segir m.a.
að eðlilegt sé að starfsmenn
bankanna sitji að öðru jöfnu fyrir
við ráðningar í stöður innan
bankastofnana og skorað er „á
bankaráðsmenn að fara eftir
sannfæringu sinni við val banka-
stjóra, en láta ekki utanaðkom-
andi pólitískan þrýsting ráða
ákvörðunum sínum.“ -rk
Sjá bókun Lúðvíks
á bls. 3
Heimsbikarkeppnin
Sigur
íslendingar sigruðu Dani í gær
með 24 mörkum gegn 22. Hefði
markamunurinn verið 3 mörk í
stað tveggja hefði ísland komist í
úrslit. Þeir leika um þriðja cða
fjórða sæti.
Sjá nánar á íþróttasíðu.
fengið en hinsvegar væri henni
heimilt að mæta við setningu ráð-
stefnunnar og hlusta á framsögu-
erindi frá því klukkan 9 um morg-
uninn til hádegis.
Sagðist Guðrún þá hafa farið
fram á að þessi skilaboð yrðu
send henni skrifleg, en því hefði
ráðherra neitað.
Ekki er kunnugt um að aðrir
þingmenn hafi óskað eftir að fá
að sitja ráðstefnuna en utanríkis-
málanefnd Alþingis var boðin
þátttaka. Nefndin hafnaði því
hinsvegar, taldi ekki ástæðu til að
bendla Alþingi við þessa ráð-
stefnu.
Sagði Guðrún að ýmsir þing-
menn væru mjög óánægðir með
hvernig að þessu væri staðið og
hefðu fulltrúar stjórnarandstöð-
unnar í utanríkismálanefnd borið
fram mótmæli við þessa ráð-
stefnu þegar hún var á dagskrá
nefndarinnar fyrir jól.
„Ýmsir óttast að með þessu sé
verið að gera þetta vandræðamál
enn verra og það er furðulegt að
menn skuli hafa svo vonda sam-
visku í þessu máli að það verði að
halda leynilega ráðstefnu. Ráð-
stefna þessi virðist vera á vegum
eins ráðherra og er ekki ætlast til
þess að alþingismenn þjóðarinn-i
ar fái að sitja hana, jafnvel þótt á I
ráðstefnunni verði fjallað um mál
sem Alþingi hefur þegar ályktað
um.“
Það er ekki bara þingmönnum
sem verður úthýst frá ráðstefn-
unni því blaðamönnum verður
einnig meinaður aðgangur. -Sáf
Mikligarður
Kapprætt um
matarskattinn
- Ég hef boðið þeim Jóni Bald-
vin fjármálaráðherra og Þor-
steini Pálssyni forsætisráðherra
til umræðufundar um matar-
skattinn og vöruhækkanir, í
Miklagarði kl. 16 á á morgun,
föstudag. Alþingi hefur lokið
störfum í bili og því ættu ráðherr-
arnir að hafa tíma til að ræða
þessi mál og svara fyrirspurnum
almennings sem verður að gera
sín matarinnkaup í Miklagarði,
sagði Ólafur Ragnar Grímsson
formaður Alþýðubandalagsins í
samtali við Þjóðviljann í gær.
- Mér fannst rétt að gefa Þor-
steini annað tækifæri til að ræða
þessi mál og einnig er rétt að fjár-
málaráðherrann taki þátt í þess-
ari umræðu. Verslunarstjóri
Miklagarðs tók vel í þá beiðni að
halda þennan umræðufund í
versluninni og viðskiptavinum
verður gefinn kostur á að bera
fram fyrirspurnir, sagði Ólafur
Ragnar. -Ig.
Tttlfræ&ilegar líkur á sigri mínum eru ekki miklar, en veikasta hlið
Korchnois er sennilega sú hversu djarfur skákmaður hann er og leggur jafnan
mikið í stöðuna. Undir þeim kringumstæðum getur honum fatast flugið, sagði
Jóhann Hjartarson, stórmeistari í skák, í samtali við Þjóðviljann, en í fyrramálið
heldur hann til Kanada til að taka þátt í áskorendaeinvígi við Korchnoi. Helgi
Ólafsson verður í Kanada og skýrir gang einvígisins fyrir lesendum Þjóðviljans.
Á myndinni eru þeir Margeir Pétursson, Jóhann Hjartcrson, Friðrik Ólafsson og
Þráinn Guðmundsson, forseti Skáksambands islands. Mynd: Sig.
Sjá nánar um áskorendaeinvígin í Sunnudagsblaði Þjóðviljans um helgina.
Jökull á Höfn
Verkafólk í baráttuham
Fjórðungurfélaga verkalýðsfélagsins á baráttufundi. Verkfallsvopninu beittfáist
atvinnurekendur ekkitilsamninga. Björn Grétar Sveinsson, formaðurJökuls:
Verkafólk lifir ekki á reiknilíkönum VSÍ
Langlundargeð verkafólks er
þrotið. Við látum ekki bjóða
okkur lengur uppá molana sem
hrjóta af borðum atvinnurek-
enda, sagði Björn Grétar Sveins-
son, formaður veraklýðsfélagsins
Jökuls á Höfn í Hornafirði, en í
gær var haldinn á vinnutíma
feikifjölmennur fundur í félaginu
og öll atvinnustarfsemi á staðnum
lagðist niður að heita mátti með-
an á fundi stóð. Um hundrað
manns mætti á fundinn, sem jafn-
gildir fjórðungi af tölu fullgildra
félaga Jökuls og er því trúlega met
í fundarsókn verkalýðsfélaga hin
síðari ár.
Á fundinum var samþykkt
samhljóða tilllaga þar sem skorað
er á „stjórn og trúnaðarmanna-
ráð að hika ekki við að beita
verkfallsvopninu ef sýnt þykir að
með öðrum ráðum náist ekki
kjarasamningar. Fundurinn
minnir á kröfu Alþýðusambands
Austurlands frá því í haust og
skorar á stjórn sambandsins að
endurskoða áðurnefndar kröfur
með tilliti til þeirrar verðhækkun-
arbylgju sem nú brotnar á ís-
lenskum alþýðuheimilum".
- Ef atvinnurekendur skilja
ekki svona skilaboð þá hikum við
ekki við að beita verkfallsvopn-
inu af fullri hörku, sagði Björn
Grétar.
- Við skulum gera okkur grein
fyrir því að verkafólk lifir ekki á
reiknilíkönum. Reiknimeistarar
Vinnuveitendasambandsins og
aðrir geta étið sínar reikningsspár
sjálfir. Við hér á Höfn tökum
ekki þátt í því stundinni lengur,
sagði Björn Grétar í tilefni dóms-
dagspár VSÍ um efnahagshorf-
urnar.
Björn sagðist skora á launafólk
annarsstaðar á landinu að fylgja
fordæmi félaga Jökuls og fylkja
sér saman og krefjast óskoraðs
réttar síns. - Við höfum rækilega
afsannað þá hégilju að verkafólk
sé áhugalaust um sín mál og fáist
ekki tii að taka þátt í starfi verka-
lýðsfélaganna, sagði Björn.
-rk