Þjóðviljinn - 15.01.1988, Blaðsíða 2
SPURNINGIKH
Spilar þú í stórhapp-
drættum?
Birgir Steinarsson
verkamaður:
Nei. Mér finnst það frekar von-
laus fjáröflunarleið.
Ragnheiður Ragnarsdóttir
hjúkrunarkona:
Nei, ég hef hins vegar alltaf
ætlað mér að gera það. Bara
aldrei drifið í því.
Ester Pálmadóttir
tolivörður:
Já, ég spila í happdrætti Há-
skólans. Styrki hann vegna þess
að þangað er leiðinni heitið.
Linda Björk Daníelsdóttir
verslunarstúlka:
Nei. Ég kaupi hins vegar
happaþrennur og hef aldrei unn-
ið meir en 50 krónur.
Logi Bergmann
blaðamaður:
Nei, ég hef ekki trú á þeim. Ég
spila hins vegar í getraununum.
FRETTIR
Borgarstjórn
Saman meö stórfundi
Stjórnarandstöðuflokkarnir í borgarstjórn halda saman 6
hverfafundi til undirbúnings afgreiðslu fjárhagsáœtlunar
Stjórnarandstöðuflokkarnir í
borgarstjórn Reykjavíkur, Al-
þýðubandalag, Alþýðuflokkur,
Framsóknarflokkur og Kvenna-
listi, hafa ákveðið að halda sam-
eiginlega 6 hverfafundi með borg-
arbúum á næstu dögum, en fjár-
hagsáætlun borgarinnar var
tekin til fyrstu umræðu í borgar-
stjórn í gærkvöldi og verður af-
greidd fimmtudaginn 4. febrúar
nk.
Á fundunum verður fyrst og
fremst kallað eftir skoðunum og
óskum Reykvíkinga um þau
verkefni sem þeir telja brýnt að
komist í framkvæmd, að því er
segir í fréttatilkynningu frá borg-
arfulltrúum flokkanna.
Fundunum 6 verður skipt eftir
borgarhverfum og verður fyrsti
fundurinn þriðjudaginn 19. janú-
ar nk. með íbúum Grafarvogs í
Veitingahúsinu Ártúni, Vagn-
höfða 11 og hefst hann kl. 20.30.
Aðrir fundir verða:
Miðvikud. 20. jan.: í Gerðubergi
kl. 20.30 fyrir íbúa Breiðholts.
Fimmtud. 21. jan.: Á Hótel Lind,
Rauðarárstíg kl. 20.30, fyrir íbúa
Austurbæjar innan Snorra-
brautar, Laugavegar/Suður-
landsbrautar, Reykjanesbrautar,
Fossvogsdals og Suðurhlíðar/
Skógarhlíðar.
Laugard. 23. jan.: í Árseli kl.
13.00 fyrir íbúa Seláss, Árbæjar
og Ártúnsholts.
Laugard. 23. jan.: í Glæsibæ
(kaffitería) kl. 16.00 fyrir íbúa
Áusturbæjar innan Sætúns, Ell-
Stjórnarandstaðan í borgarstjórn ætlar að funda vítt og breitt um borgina á
næstu dögum. Fráv. Sigrún Magnúsdóttir.'Bjarni P. Magnússon, ingibjörg
Sólrún Gísladóttir, Kristín A. Olafsdóttir, Sigurjón Pétursson og Guörún
Agústsdóttir. (Mynd: Sig.)
iðavogar, Suðurlandsbr./Lauga-
vegar.
Mánudag 25. jan.: Á Hótel Borg
kl. 20.30 fyrir íbúa Þingholta,
Miðbæjar og Vesturbæjar sunn-
an og norðan Hringbrautar.
Reykvíkingar eru eindregið
hvattir til þess að koma á fundina
og leggja þannig sitt af mörkum
við gerð fjárhagsáætlunar borg-
arinnar.
Öryrkjabandalagið
Davíð græðir ekki
á skattyrðunum
Borgarstjóri segir athugasemdir minnihlutans og
Öryrkjabandalagsins við nýju húsnæði ellimáladeildar og
heimilishjálparpólitískt upphlaup. Arnþór Helgason:
Sjálfstœðismenn kenna öll óþægindi við pólitískt upphlaup
Tilefni þessarar undarlegu til-
lögu er að ákveðið var að flytja
umrædda starfsemi úr núverandi
húsnæði í betra húsnæði. Hér er
um ómerkilegt pólitískt uppþot
að ræða og minnihlutanum og
þeim samtökum sem misnotuð
hafa verið til þessa upphlaups
ekki til sóma, sagði Davíð Odds-
son borgarstjóri í bókun sem
hann setti fram sem svar við til-
lögu minnihlutans á borgarráðs-
fundi á þriðjudag þess efnis að
borgarstjóri finni annað húsnæði
en Tjarnargötu 20 fyrir ellimála-
deild og heimilhjálp Félagsmála-
stofnunar þar sem tillit verði
tekið til aðgengi hreyfihamlaðra.
Á borgarstjórnarfundi í gær
bætti Davíð því við að Arnþór
Helgason misnotaði stöðu sína
sem formaður Öryrkjabanda-
lagsins í pólitískum tilgangi.
„Það má vel vera að Öryrkja-
bandalagið og borgarstjórinn
hafi ólíkar hugmyndir um það
hvað sé heppilegt húsnæði fyrir
ellimáladeild og heimilishjálp.
Það er siður sjálfstæðismanna að
kenna allt við pólitískt upphlaup
sem þeim finnst óþægilegt og það
má hafa mín orð fyrir því að Da-
víð Oddsson mun ekki græða á
því að skattyrðast út í mig né aðra
forystumenn Öryrkjabandalags-
ins,“ sagði Arnþór Helgason for-
maður Öryrkjabandalagsins um
bókun Davíðs.
„Ég er yfir mig hneyksluð á
viðbrögðum borgarstjóra,“ sagði
Guðrún Ágústsdóttir fulltrúi AI-
þýðubandalagsins í félagsmála-
ráði. „Það er auðvitað fráleitt að
starfsemin skuli flutt úr húsnæði
sem var slæmt, í húsnæði sem er
engu betra að því leyti að það
fullnægir ekki aðgengi fyrir
hreyfihamlaða." qj
VMSI
Hringferð
Pórir Daníelsson,
Verkamannasam-
bandinu: Fyrstu
fundir á Sauðárkróki
og Akureyri.
A ustfirðir næstir
Hringferð formanns og vara-
formanns Verkamannasam-
bandsins um landið til skrafs og
ráðagerða við félagsstjórnir að-
ildarfélaga sambandsins um
hugsanlegar aðgerðir til að knýja
á um kjarasamninga, hefst á
mánudag.
- Ef Guð lofar verður fyrsti
fundurinn á Sauðárkróki á mánu-
dag og síðan á Akureyri á þriðju-
dag, sagði Þórir Daníelsson,
framkvæmdastjóri Verkamanna-
sambandsins.
Ætlunin er að formennirnir
leggi Austfirðina þarnæst að fó-
tum sér. - Við ráðgerum að fund-
irnir verði um tíu talsins. Vitan-
lega hefðum við viljað funda í
hverju félagi, en það reynist óg-
erlegt á þessum árstíma og með
jafn stuttum fyrirvara, sagði Þór-
ir.
Ekki er ætlunin að formaður-
inn og varaformaðurinn mæti á
fundina með fastmótaða forskrift
að aðgerðadagskrá fyrir aðildar-
félög Verkamannasambandsins.
Öllu fremur munu þeir reifa þá
möguleika sem fyrir hendi eru og
hlusta eftir sjónarmiðum heima-
manna. -rk
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 15. janúar 1988