Þjóðviljinn - 15.01.1988, Blaðsíða 8
ERLENDAR FRÉTTIR
Taiwan
Fráfall
forsetans
veldur óvissu
Kröfur um lýðrœði í kjölfar dauða Chiang
Ching-Kuo. Pekingsendir Taiwan
samúðarskeyti vegnafráfalls sonar Chiang
Kai-Shek, sem taldi sig vera leiðtoga alls Kína
Chiang Ching-Kuo á árum sínum sem krónprins. Með
honum er veldi Chiang-anna allt.
Forseti Taiwan, Chiang Ching-
Kuo, lést i vikunni, 77 ára
gamall. Hann var sonur Chiang
Kai-Shek, leiðtoga Kuomintang
þjóðernisfylkingarinnar í Kína
sem beið ósigur fyrir kommúnist-
um f borgarastyrjöldinni árið
1949. Chiang Kai-Shek flúði með
um 2 miljónum fylgismanna sinna
frá meginlandi Kína yfír til Taiw-
an árið 1949 og hefur flokkur
hans, Kínverski þjóðernisflokk-
urinn, stýrt eyjunni síðan og gert
um leið tilkall til yfirráða yfir
gjörvöllu Kína.
Hernaðarlög hafa ríkt í Taiwan
alla tíð síðan þar til í júlí á síðasta
ári, og hefur Kínverski þjóðernis-
flokkurinn stjórnað eyjunni í 38
ár með þingi sem kosið var til
fyrir um það bil 40 árum og telur
sig vera þing allrar kínversku
þjóðarinnar. Um 20 miljónir íbúa
eru í Taiwan, og hefur hið undar-
lega stjórnarfar eyjarinnar að
vonum skapað deilur á milli
innfæddra Taiwanbúa og þeirra
sem fluttu með Kuomintang frá
meginlandinu á sínum tíma, og
telja sig hina einu lögmætu full-
trúa kínversku þjóðarinnar, þó
þeir séu í raun ekki fulltrúar neins
annars en sjálfra sín.
Það var til þess að koma til
móts við vaxandi umbótakröfur
sem Chiang Ching-Kuo aflétti
herlögunum í júlí síðastliðnum.
Fyrir nokkrum mánuðum var for-
setinn hrópaður niður á þjóð-
þinginu af fulltrúum innfæddra
sem heimtuðu að efnt yrði til
þingkosninga á eyjunni. Aðrir
vilja ganga enn lengra og lýsa yfir
sjálfstæði Taiwan, sem þýddi um
leið að stjórnendur landsins létu
af öllum kröfum um yfirráð yfir
kínverska meginlandinu. Þjóð-
ernissinnarnir á Taiwan mega
hins vegar ekki heyra á slíkt
minnst og ríghalda ennþá í kröfur
sínar til meginlands Kína. Þeir
hafa ávallt litið á Taiwan sem
tímabundinn viðkomustað áður
en þeir geti snúið aftur „heim til
Peking“.
Það hefur vakið athygli að
stjórnvöld í Kína sendu Þjóðern-
isflokknum á Taiwan samúðar-
kveðju í tilefni fráfalls Chiang
Ching-Kuo. Skeytið, sem birt var
opinberlega í Peking, hljóðaði á
þessa leið: „Það er okkur áfall að
heyra af fráfalli herra Chiang
Ching-Kuo, formanns Kuomit-
ang. Við viljum því láta í ljós
djúpa samúð okkar og einlægan
SKIUÐ
LAUNAMÐUM
ítœkatíð
Launamiðum fyrir greidd laun á árinu 1987 þarf að skila
nú sem endranær.
Síðasti skiladagur er
KENNITALA í STAÐ NAFNNÚMERS
í stað nafnnúmers ber nú að tilgreina kennitölu
bæði launamannaog launagreiðenda.
velvilja okkar f garð ættingja
hans“.
Rétt er að vekja athygli á að
Chiang er þarna kallaður for-
maður Kuomitang en ekki forseti
Taiwan eða Kína, og að skeytið
er stflað til ættingja hans en ekki
stjórnvalda. En það vekur engu
að síður athygli að stjórnvöld í
Peking skuli lýsa yfir samúð
vegna fráfalls mannsins sem hafði
þá köllun í lífinu að vera leiðtogi
Kína. Leiðtogar Kuomintang eru
vanir að • tala um kínverska
kommúnista eins og glæpamenn
og uppreisnarseggi, og leiðtogar í
Peking hafa venjulega svarað í
sömu mynt með því að líta á Chi-
ang Kai-Shek og erfingja hans
sem „óvini þjóðarinnar".
Fréttaritari Reuters rifjar það
upp að kínverskir hermenn hafi á
sínum tíma sett eftirfarandi áletr-
un á leiði móður Chiang Kai-
Sheks: „Hér liggur sú grimma tík
sem gat af sér son sem færði kín-
versku þjóðinni mikinn skaða".
En stjórnvöld í Peking hafa frá
því um 1970 verið að breyta af-
stöðu sinni til Taiwan í því skyni
að tengja löndin nánari böndum
með sameiningu í huga. Þjóðern-
issinnarnir hafa jafnan hafnað
öllum slíkum tilmælum, en sam-
úðarskeytið sem stjórnin sendi í
gær er af fréttaskýrendum talið
snjallt bragð af hálfu Peking í hin-
um diplómatíska leik.
Fráfall Chiang er talið auka á
óvissu í Taiwan og hægja á um-
bótum. Fráfallið markar endalok
ættarveldis Chiang-ættarinnar,
og þótt varaforsetinn taki nú við
þá er hann ekki talinn sjálfkjör-
inn eftirmaður. Hins vegar munu
allir leiðtogar Kuomitang vera úr
tengslum við innfædda íbúa Ta-
iwan og skilningslausir á kröfur
þeirra, þannig að búast má við
vaxandi ókyrrð á eyjunni á þessu
ári.
ólg./Reuter.
Sovétríkin
Gorbatsjov
Skriður á
Hvergi slakað á framkvœmd umbóta.
Sovétríkin lýðrœðislegasta ríki veraldar innan
tíðar, segir aðalritarinn
Mikhail Gorbatsjov, leiðtogi
Sovétmanna, hefur lýst því
yfir að hvergi verði slakað á
framkvæmd umbótastefnunnar í
landinu, enda muni hún hafa það
í för með sér að Sovétríkin verði
lýðræðislegasta riki heims innan
tíðar.
Gorbatsjov hitti nokkra upp-
úrstandandi menntamenn að
máli fyrir viku, og sagði við það
tækifæri að Perestrojka sín væri
gagnrýnd frá hægri og vinstri, og
auk þess væri við mikið samsafn
vandamála að glíma sem stjórn
sín hefði tekið í arf frá fyrirrenn-
urunum. - En það væri glapræði
að láta hér við sitja. Slíkt getum
við ekki látið viðgangast undir
neinum kringumstæðum, sagði
hann.
- Við eigum ekki um neitt ann-
að að velja en að halda okkar
striki, áréttaði hann; allt annað
hefði hinar alvarlegustu afleið-
ingar, vegna þess að annað tæki-
færi gefst ekki. Ef við glötum til-
trú fjöldans að þessu sinni mun
reynast ógerlegt að virkja hann í
annan tíma.
Gorbatsjov kom víða við í tölu
sinni og drap á flest atriði um-
bótastefnu sinnar, en undanfarn-
ar vikur hafur gætt vaxandi efa-
semda um framgang hennar, og
hátt settir íhaldsmenn stjórnkerf-
isins verið nefndir til þeirrar
sögu.
Á hinn bóginn fullyrðir Gor-
batsjov að Æðstaráðið standi
með sér sem ein heild, og að kúrs-
inn sé settur á lýðræðislegar um-
bætur á öllum sviðum innan So-
vétríkjanna.
Aðalritarinn gaf í skyn að
Jeltsín, fyrrum æðsta mann
flokksdeildar höfuðborgarinnar,
væri að finna í hópi þeirra sem
hafa gagnrýnt umbótastefnuna
frá vinstri, en brottrekstur
Jeltsíns varð kveikjan að
allnokkrum mótmælum í nóvem-
ber í fyrra og olli áhyggjum meðal
fylgismanna Gorbatsjovs. Hann
nefndi þó ekki Jeltsín á nafn, en
sagði að það væri hin mesta firra
að brottrekstur hans væri áfall
fyrir umbótastefnu stjórnar sinn-
ar.
Lífleg skoðanaskipti hafa verið
höfð uppi á skömmum valdatíma
Gorbatsjovs um sögu Sovétríkj-
anna, og sagði hann á fundinum
að ótruflað framhald yrði þar á.
„Fleiri og fleiri upplýsingar um
liðna tíma eru sífellt að koma
fram, enda er saga Sovétríkjanna
eftir Októberbyltinguna 1917 síst
óumbreytanleg og verður ekki
skrifuð í eitt skipti fyrir öll.“
Reuter/HS
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 15. janúar 1988