Þjóðviljinn - 15.01.1988, Blaðsíða 9
HEIMURINN
p
Takmörkun vígbúnaðar
Viðræður
Eystrasaltssamningar
Nýting
hafsvæðisins
næst
á dagskrá
Svíar og Sovétmenn
ánœgðir með
samningana. Ryzhkov
fær daufar undirtektir
sænskra bísnissmanna
Samningar þeir sem Svíar og
Sovétmenn undirrituðu í vik-
unni þykja benda til þess að nú
bregði til betri tíðar um samskipti
ríkjanna, en þau hafa verið í
stirðara íagi upp á það síðasta.
Þrír samningar voru undirrit-
aöir í Stokkhólmi á miðvikudag-
inn var, og þykir sá þeirra er lýtur
að efnahagssamvinnu um Eystra-
salt sæta mestum tíðindum. Með
gerð hans lýkur hátt í tveggja ára-
tuga deilum ríkjanna, enda voru
samningamennirnir kampakátir
að verkinu loknu, en þá skáluðu
Ingvar Carlsson forsætisráðherra
Svíþjóðar og hinn sovéski
starfsbróðir hans, Nikolai Ryz-
hkov, í kampavíni í beinni sjón-
varpsútsendingu.
Hinir samningarnir tveir lúta
að nýjum reglum um vegabréfs-
Nítján ára argaþrasi Svía og Sovétmanna um Eystrasalt loks lokið með undirrit-
un samnings í Stokkhólmi. Forsætisráðherrarnir, Carlsson og Ryzhkov,
.ánægðir með málalyktir.
áritanir og upplýsingaskyldu um
ýmis kj arnorkumálefni.
Kveikjan að hinum síðar-
nefnda er kjarnorkuslysið í
Tsjernóbfl í hittifyrra, en sam-
kvæmt samningum ber hvoru ríki
um sig að gera viðvart um kjarn-
orkuslys í framtíðinni, og eins ef
geislavirk efni sleppa út í and-
rúmsloftið. Eins og kunnugt er
urðu Svíar hvað verst fyrir barð-
inu á afleiðingum Tsjernóbfl-
slyssins...
Svíar eru mjög ánægðir með að
Eystrasaltsdeilan sé nú loks til
lykta leidd eftir nítján ára arga-
þras, og telja að hér sé um að
ræða hagstæðasta samning sem
smáríki hafi nokkru sinni komist
að í skiptum við risaveldi.
Deilan hefur snúist um yfirráð-
aréttinn yfir 13,500 ferkflómetr-
um innhafsins, og fá Svíar 75% í
sinn hlut, en Sovétmenn 25%.
Mikil fiskisæld er á svæði þessu,
og eins er talið líklegt að þar sé
olíu að finna. Rannsóknir í þá
veru eru þó af afar skornum
skammti, enda ekki verið hægt
um vik meðan deilt var um svæð-
ið.
Gildandi reglur um vegabréfs-
áritanir milli landanna hafa verið
flóknar og þvældar, en samnings-
gerðin á að tryggja einföldun, og
að auki eiga þessir hlutir nú að
ganga mun fljótar fyrir sig en ver-
ið hefur.
Þá sætir það tilboð Sovét-
manna tíðindum að Norðurlönd
megi fylgjast með heræfingum
flota þeirra á norðurslóðum á
þessu ári.
Ryzhkov hefur lýst yfir ánægju
sinni með viðræðurnar við sæn-
ska stjórnmálamenn og samninga
þá sem fylgdu í kjölfarið, en er
sparari á lofið þar sem bísniss-
menn eiga í hlut; segist hann hafa
fengið daufar undirtektir úr
þeirri átt er hann viðraði áhuga
sinn á auknum efnahagssam-
skiptum ríkjanna tveggja: „Á
þessu sviði er hægt að vinna
mikið starf, en það ber að harma
að fulltrúar sænsks atvinnulífs
virðast tregir til stórræðanna,"
sagði hann. Reuter/HS
..og hvað með hin 92 prósentin?" Viðbrögð í þýsku dagblaði eftir undirritun
samningsins um meðaldrægar flaugar í Washington.
hefjast í Genf
Markmið að Reagan og Gorbatsjov geti undirritað samning í
Moskvuímaí. LeiðtogafundurNATO-ríkjafyrirhugaðurá
nœstunni
Fulltrúar bandarísku og sov-
ésku stjórnarinnar hófu í gær
viðræður í Genf um takmörkun
langdrægra kjarnorkuvopna.
Markmið viðræðnanna er að ná
samkomuiagi um eyðingu helm-
ings af hinu gífurlega vopnabúri
stórveldanna á þessu sviði, og
eiga samningamennirnir að hafa
lokið þessum samningum fyrir
fyrirhugaðan fund þeirra Reag-
ans og Gorbatsjovs í Moskvu í
maí eða júní.
Leiðtogar stórveldanna náðu í
grundvallaratriðum samkomu-
lagi um það á fundi sínum í Was-
hington í desember að fækka
þessum vopnum um helming,
niður í 6000 sprengjuodda og
1.600 burðareldflaugar hjá hvor-
um aðila, hvort sem um er að
ræða langdræg vopn á sjó eða
landi.
Langdræg vopn mynda
meginhluta kjarnorkuvopnabún-
aðar stórveldanna, og þau miðast
við eldflaugar sem geta farið
meira en 5.500 kflómetra á innan
við 30 mínútum.
Ein meginhindrunin í vegi þess
að stórveldin næðu samkomulagi
um takmörkun þessara vopna
hefur verið stjörnustríðsáætlun
Bandaríkjamanna, sem enn er í
fullum undirbúningi. Samkvæmt
henni verja Bandaríkjamenn nú
miljörðum dollara í að finna upp
kerfi sem á að geta gert langdræg-
ar kjarnorkueldflaugar ónýtar
sem árásarvopn.
Flestir sérfræðingar telja að
slíkt varnarkerfi í himingeimnum
sé óframkvæmanlegt, en að slík
tækni gæti hins vegar komið að
gagni í árásarstríði. Stjörnust-
ríðsáætlunin hefur aukið mjög á
fjárlagahalla Bandaríkjanna, og
þar með haft óbein áhrif á styrk-
leika dollarans, og er ekki talið
ólíklegt að Bandaríkjamenn sjái
brátt þann kost fýsilegan að
draga úr fjárveitingum til þessa
rannsóknarverkefnis. Að
minnsta kosti virtist áætlunin
ekki óyfirstíganleg hindrun eftir
leiðtogafundinn í Washington.
Fulltrúar stórveldanna í samn-
ingaviðræðunum í Genf eru þeir
Max Kampelman frá Bandaríkj-
unum og Álexei Obukhov frá So-
vétríkjunum, og sagði Obukhov
við fréttamenn í Genf í gær að
góður áfangi fyrir þessa samninga
hefði náðst í Washington, og yrði
nú byggt á þeim grunni.
Það var tilkynnt í höfuðstöðv-
um NATO í Bruxelles í gær að
bandalagið hygðist efna til
leiðtogafundar aðildarríkjanna
16 í mars eða aprfl næstkomandi
til þess að efla samstöðu aðildar-
ríkjanna í kjölfar samningsins um
eyðingu meðaldrægra kjarnorku-
vopna sem undirritaður var í
Washington í desember. Fundur-
inn verður jafnframt liður í þeirri
viðleitni bandalagsins að byggja
upp langtímastefnu um vígbún-
aðareftirlit í ljósi breyttra að-
stæðna.
Haft var eftir NATO-
erindrekum í Bruxelles í gær að á
leiðtogafundinum yrðu Evrópu-
þjóðirnar fullvissaðar um að
samningurinn um útrýmingu
meðaldrægu flauganna (INF-
samningurinn), væri ekki til þess
ætlaður að svipta Evrópu öllum
kjarnorkuvopnum, en sam-
kvæmt samningnum verða allar
sovéskar og bandarískar eld-
flaugar sem hafa flugþolið 500-
5.500 kflómetrar eyðilagðar.
Einstök Evrópuríki hafa látið í
ljós ótta vegna þessa samnings og
þeirrar staðreyndar að Varsjár-
bandalagsríkin eigi mun meiri
birgðir hefðbundinna vopna en
fyrir eru í vesturálfunni. Sömu
aðilar hafa látið í ljós ótta um að
INF-samningurinn svipti Evrópu
þeirri „kjarnorkuregnhlíf" sem
Bandaríkin hafi veitt henni. Hin
nýja stefna NATO í vígbúnaðar-
eftirliti í ljósi breyttra aðstæðna
mun því fela í sér að um leið og
samið verður um takmörkun
langdrægra vopna verði einnig
felld inn í slíka samninga eða
tengd þeim ákvæði um meira
jafnvægi í hefðbundnum vopn-
um, bann við efnavopnum og
hugsanleg takmörkun skamm-
drægra eldflauga.
Síðasti leiðtogafundur NATO-
ríkja var haldinn í nóvember 1985
eftir fund þeirra Reagans og Gor-
batsjovs í Genf.
-ólg/Reuter
Föstudagur 15. janúar 1988 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9