Þjóðviljinn - 15.01.1988, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 15.01.1988, Blaðsíða 10
SVONA GERUM VIÐ HEIMURINN í NÝJU FLUGSTÖÐINNI ER BANKI ALLRA LANDSMANNA Landsbanki íslands býður alla bankaþjónustu í nýju flugstöðinni á Keflavfkurflugvelli. Opnað hefur verið fullkomið útibú á neðri hæð byggingarinnar sem verður öllum opið á hefðbundnum afgreiðslutíma banka. í brottfararsal er auk þess opin afgreiðsla alla daga frá kl. 6.30-18.30, þar sem áhersla er lögð á gjaldeyrisviðskipti, ferðatryggingar og aðra þjónustu við ferðamenn. Afgreiðslan í gömlu flugstöðinni verður starfrækt áfram. L Landsbanki íslands Banki allra landsmanna ítalir virkja jarðhita í Indónesíu ítalir hafa ákveðið að hjálpa Indónesíu að nýta mikla jarð- varmaorku sem fyrir er í landinu. Verður samningur um fjármögn- un og byggingu 110 megawatta jarðorkuvers undirritaður á næst- unni í kjölfar nýlegrar heimsóknar Giovanni Goria, forsætisráð- herra Ítalíu til Indónesíu. Mun ítal- skastjórnin veita71 miljónardoll- ara lán til byggingar orkuversins, sem verður byggt 60 km suður af Jakarta. Orkuverið verður byggt af hinni ríkisreknu Laridsvirkjun ítala, ENI, og verður virkjunin í tveim hlutum, sem hvor um sig á að geta framleitt 55 megawött. Indónesía er olíuframleiðandi, en stjórnvöld vilja ekki byggja einvörðungu á olíuframleiðslunni og hafa því ákveðið að hefja nýt- ingu þess mikla jarðvarma sem fyrir er í landinu, en talið er að þar sé hægt að virkja 10.000 mega- wött. Lánið til framkvæmdarinnar er til 20 ára og hefjast afborganir eftir 10 ár. Vextir verða 1,5% á ári. Styrkur til náms í Noregi Norsk stjórnvöld hafa tilkynnt að þau bjóði fram styrk handa íslenskum stúdent eða kandidat til háskólanáms í Noregi háskólaárið 1988-89. Styrktímabilið er níu mánuðir frá 1. september 1988 að telja. Til greina kemur að skipta styrkn- um ef henta þykir. Styrkurinn nemur um 4.100 n.kr. á mán- uði. Umsækjendur skilu vera yngri en 35 ára og hafa stund- að nám a.m.k. tvö ár við háskóla utan Noregs. Umsóknum skal komið til menntamálaráðuneytisins, Hverf- isgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 12. febrúar nk. á sérstökum eyðublöðum sem þarfást, og fylgi staðfest afrit prófskírteina ásamt meðmælum. Menntamálaráðuneytið 11.janúar1988 Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, fyrir hönd Hitaveitu Reykjavíkur, óskar eftir tilboðum í upp- setningu 9 stk. hitablásara í birgðaskemmu á Nesjavöllum og tengingu þeirra við hitaveitu á staðnum. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri Fríkirkju- vegi 3, Reykjavík, gegn kr. 5 þús. skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudag- inn 3. febrúar kl. 11. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 — Sími 2580Ó Ritsíminn í Reykjavík flytur úr Landssímahúsinu við Austurvöll að Ár- múla 27, laugardaginn 16. janúar. Þá verða tel- ex, símatelex og símskeytaþjónusta fluttar að Ármúla 27. Almenn afgreiðsla símtala og sím- skeyta verður þó áfram í afgreiðslusal símstöðv- arinnar í Landssímahúsinu. Símanúmer símskeyta- og símatelexþjónustu verða óbreytt, 06 móttaka símskeyta, 07 móttaka símatelex. Nýr sími fyrir upplýsingar verður 689011. Símstjórinn í Reykjavík Laus staða Dósentsstaða í lyfjafræði náttúruefna við námsbraut í lyfja- fræði lyfsala í læknadeild Háskóla íslands er laus til um- sóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir, ásamt rækilegri skýrslu um vísindastörf, rann- sóknir og ritsmíðar, svo og námsferill og störf skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6,150 Reykjavík, fyrir 15. febrúar nk. Menntamálaráðuneytið 11. janúar 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.