Þjóðviljinn - 15.01.1988, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 15.01.1988, Blaðsíða 15
ÍÞRÓTTIR Knattspyrna Einu marki frá úrslitum Porgils Óttar kosinnmaður leiksins. Einar stórkostlegur. Sextán sinnum jafnt Knattspyrna Porto vann þrefalt Porto sigraði Ajax í úrslitaieik „Supercup“ keppninnar í Oporto á miðvikudag. Porto sem sigraði í Evrópu- og Heimsmeistarakcpp- ni félagsliða er þar með fyrsta lið- ið til að sigra í þremur stórmótum á sama árinu. Leikurinn á miðvikudaginn var síðari úrslitaleikurinn í þessari keppni. Porto vann fyrri leikinn 1-0 og endurtók svo leikinn á miðvikudag. 45.000 áhorfendur sem komu á brigðum með leik liðanna. Hann var leiðinlegur á að horfa lengst af og fátt um fína drætti. Leik- menn sýndu minnst af því sem búast hefði mátt við. Það var að- eins þetta eina mark leiksins sem lífgaði upp á hann. Það kom eftir mistök í vörn Ajax er þeir létu boltann fara eftir fyrirgjöf frá Joao Pinto til Sousa sem stóð einn og óvaldaður í vítateig þeirra og þrumaði boltanum í netið. Innanhúss um helgina Heimsbikarkeppnin færra en þeir hafa fengið á sig og Vestur-Þjóðverjar skorað fimm mörkum meira en þeir hafa feng- ið á sig verða Svíarnir að vinna Þjóðverja með 7 marka mun. Það er að öllum líkindum ógerlegt þó að allt geti að sjálfsögðu gerst en ef svo fer munum íslendingar leika við gegn Vestur- Þjóðverjum, sem eru mjög sterk- ir, í Norður-Svíþjóð. En ef Svíar vinna með minna en 7 mörkum eða gera jafntefli munu þeir lenda á móti íslendingum. Sá leikur yrði í Stokkhólmi og myndi íslenska sjónvarpið líklega sýna hann beint. Vinni aftur á móti Þjóðverjar lenda íslendingar gegn Ungverjum sem gæti reynst erfiður biti fyrir landann. Um helgina hefst íslandsmótið í innanhússknattspyrnu. Verður leikið í 2. flokki og í 2. og 3. deild hjá körlum. Næstu helgi verður síðan spilað í fyrstu og fjórðu deild ásamt kvennaflokki. Föstudagur Kl. 15.00....2. flokkur karla Laugardagur Kl. 09.00 2. flokkur karla Kl. 17.30 3. deild karla Sunnudagur Kl. 09.00 3. deild karla Kl. 13.20 2. deild karla Loksins var hefðin brotin á balk aftur. Islendingum tókst að breyta útaf vana og vinna tvo leiki í röð og komast þar með í undan- úrslit í heimsbikarkeppninni í handknattleik. legur að vanda og varði að minnsta kosti 18 skot gegn Dönum. Honum hefur gengið mjög vel á mótinu og hefur sýnt að hann er að komast í sitt góða form. Danir byrjuðu á að skora en svo er óhætt að segja að liðin hafi skiptst á að skora. í fyrri hálfleik var sex sinnum jafnt, Danir kom- ust fjórum sinnum yfir en íslend- ingar þrisvar. Var mest tveggja marka munur á liðunum og segir það sína sögu. í síðari hálfleik byrjuðu Danir aftur á að skora og þar með jafna. Þetta reyndist í fyrsta skipti af tíu sem markatalan var jöfn. Lengst af voru íslendingar samt yfir og komust tvisvar í tveggja marka forskot, 13-11 og 16-14. Þegar 5 mínútur voru eftir náðu Danir forystunni 21-22 og bjuggust margir við að nú væri komið að þeim punkti, þegar allt fer í bak- lás á síðustu stundu. En íslenska liðið breytti til batnaðar. Atli • jafnaði og skoraði eitt mark enn. Þorgils Óttar tryggði síðan sigur- inn með marki á síðustu mínútu. Það var fyrirliði landsliðsins Þorgils Óttar sem var kosinn maður leiksins og hlaut að launum forláta rafmagnsskrúfj- árn. Einar Þorvarðarson var stórkost- Mörk íslands: Atli Hilmarsson 7, Þorgils Óttar Mathiesen 6, Kristján Arason 5(1), Sigurður Gunnarsson 4(1), Guðmundur Guðmundsson 1 og Páll Ólafsson 1. Varin skot: Einar Þorvarðarson 18. Mótherjar Svíar spila við Vestur- Þjóðverja í kvöld. Þar sem Svíar hafa skorað tveimur mörkum Þorgils Óttar Mathiesen var kosinn maður leiksins. ogþetta tía... Frjálsíþróttadeild í. R. er með æfingatíma í Baidurshaga (undir stúku Laugardalsvallar) fyrir unglinga á aldrinum 12-15 ára. Tím- arnir eru á mánudögum frá kl. 19.40 og á miðvikudögum frá kl. 17.10. Óg í Fellaskóla á föstudögum frá kl 20.00. Þjálfari er hinn snjalli frjálsíþrótta- maður Stefán Þór Stefánsson. Einnig eru tímar fyrir eldri hópa í Baldurshaga á mánudögum kl. 19.40, miðvikudögum kl. 18.00, fimmtudögum kl. 19.40 og í Fella- skóla á þriöjudögum kl.20.50. Þjálfar- areldri hópsins eru einnig stórsnjallar gamlar kempur þeir Gunnar Páll Jó- akimsson og Erlendur Valdimarsson. Veðurathugunarstöð verður sett upp í Calgary á meðan á vetrarólympíuleikunum stendur 13.- 28. febrúar. Veðurfregnir verða send- ar um tölvukerfi til þess að auðvelda veðurfræðingum að spá um veðrið. „Vegna þess hve veður geta verið válynd á þessum slóðum í febrúar munum við reyna að tryggja það að sem öruggastar upplýsingar um veðrið berist í tæka tíð,“ sagði einn af skipuleggjendum leikanna. L.A. Lakers töpuðu fyrir L.A. Clippers 109-110 í NBA deildinni í gær. Helstu keppi- nautar þeirra, Boston Celtics og Pila- delphia 76ers, sigruðu andstæðinga sína nokkuð örugglega. Jafnteflið Það var ekki fyrr en á 75. mínútu að Everton tókst að jafna gegn spræku liði Sheffield Wednesday. Greame Sharp skoraði mark Everton. Hann hamraði boltann í net- ið algjörlega óverjandi fyrir markvörð' Wednesday. Það var hins vegar Lee Chapman sem náði forystunni fyrir Wednesday á 32. mínútu. Fram- lengja varð leikinn en ekkert mark var skorað. Þriðji leikur liðanna verður því að fara fram og verður hann á heima- velli Everton, Goodison Park, 25. jan- úar. Úrslit í gærkvöldi A-riðill: Spánn-Ungverjaland 16-14(9-3) B-riðill: Júgóslavía-A-Þýskaland 23-21 (12-13) Island-Danmörk ...24-22(11-10) Staðan A-riðill: V-Þýskaland 2 2 0 0 45-40 4 Ungverjaland 3 1 0 2 57-56 2 Svíþjóð 2 1 0 1 36-38 2 Spánn 3 1 0 2 51-55 2 B-riðill: A-Þýskaland 3 2 0 1 65-62 4 ísland 3 2 0 1 63-60 4 Júgóslavía 3 2 0 1 64-63 4 Danmörk 3 0 0 3 64-71 0 leikinn urðu fyrir nokkrum von- _ih Einar Þorvarðarson átti frábæran leik. -----!------------------------------------- Flmmtudagur 14. janúar 1988 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.