Þjóðviljinn - 15.01.1988, Blaðsíða 16
Aðalsími
681333
Kvöldsími
681348
Helgarsími
681663
þJÓÐVIUINN
Föstudagur 15. janúar 1988 10. tölublað 53. örgangur
Hugbúnaður
Meðal-
launin
118 þús.
á mánuði
Mikil vinna og vel
borgað hjá
hugbúnaðar-
fyrirtœkjunum
Meðallaun starfsfólks sem
vinnur í hugbúnaðarfyrirtækjum
er um 118 þús. kr. á mánuði,
samkvæmt könnun sem félag iðn-
rekenda gerði á launagreiðsium í
október sl.
Töluverður launamunur er
innan fyrirtækjanna en meðal-
laun fyrir stjórnunarstörf eru 157
þús. kr. á mánuði miðað við 212
vinnustundir en 73 þús. kr. fyrir
skrifstofustörf miðað við 180
meðalvinnustundir í mánuði.
Nær 50 einkafyrirtæki eru
starfandi í hugbúnaðariðnaði
hérlendis en alls bárust svör frá
208 starfsmönnum hjá 28 fyrir-
tækjum.
-4g-
Bygginganefnd
Kæra
öryrkja til
umsagnar
Bygginganefnd Reykjavíkur-
borgar samþykkti í gær að vísa
kæru Öryrkjabandalagsins vegna
flutnings á ellimála- og heimiiis-
deild borgarinnar að Tjarnar-
götu 20, til umsagnar skrifstofu-
stjóra borgarverkfræðings.
Kæra Öryrkjabandalagsins
barst nefndinni skömmu fyrir
fundinn í gær og tóku fulltrúar
Alþýðubandalags og Alþýðu-
flokks undir þau efni kærunnar
að húsnæðið að Tjarnargötu 20
væri ófullnægjandi og málið hefði
átt að taka fyrir í nefndinni. Einn-
ig var mótmælt broti borgaryfir-
valda á byggingareglugerð þegar
tvö stór tré við Tjarnargötu 11
voru höggvin niður án heimildar
nefndarinnar. -Ig.
Þjóðminjasafnið
Fomminjar
frá Bessa-
stöðum
Á morgun verður opnuð í for-
sal Þjóminjasafnsins, sýning á
ýmsum munum sem fundust við
fornleifarannsóknir á Bessastöð-
um á sl. ári.
Meðal hluta sem sýndir verða
er lítil stytta úr beini af manni í
18. aldar búningi, margvísleg
lyfjaglös, leirkerjabrot, hauskúp-
ur, skeiðar, hnappar og ýmsir
aðrir smáhlutir. -lg.
'' -
f'i 'v-í'aTÍI
5
ISLENSKAR GETRAUNIR
Iþróttamiðstöðinni v/Sigtún - sími 84590.