Þjóðviljinn - 16.01.1988, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 16.01.1988, Blaðsíða 1
Laugardagur 16. janúar 1988 11. tölublað 53. órgangur Framfœrsluvísitalan Stjómvöld hafa hellt oliu á verðbólgubálið Áhrif matarskattsins beint út í vísitöluna. Mesta hækkun vísitölu í3 ár. Ársverðbólga miðað við janúar komin Í55%. Þröstur Ólafsson framkvœmdastjóri Dagsbrúnar: Skelfileg þróun eað er skelfileg þróun að þær fórnir sem almenningur hefur fært til að koma hér á eðlilegu efnahagslífi, verði til einskis og við sitjum uppi með 55% verð- bólgu eða hærri eins og nú blasir við. Matarskatturinn er nú mesti verðbólguvaldurinn og það eru stjórnvöld sem eru að hella olíu á verðbólgubálið, segir Þröstur Ol- afsson framkvæmdastjóri Verka- mannafélagsins Dagsbrúnar. Útreikningar Hagstofunnar, sem lagðir voru fram í gær, sýna að vísitala framfærslukostnaðar miðað við verðlag í þessum mán- uði hefur hækkað um 3,71% sem er mesta hækkun í einum mánuði sl. 3 ár. Þessi mikla hækkun sem er að langstærstum hluta af- leiðing af matarskatti ríkisstjórn- arinnar, samsvarar 54,8% verð- bólgu í mánuðinum. Matvöruverðið sem vísitalan er reiknuð eftir, er frá því sl. föstudag en samkvæmt útreikn- ingum Hagstofunnar hafa kjöt og kjötvörur hækkað um 13,6% frá síðasta mánuði. Hagstofan telur að verðlagsáhrif af völdum mat- arskattsins séu að mestu komin fram en lækkunaráhrifa tolla- breytinga sjái enn ekki merki. - Þessi hækkun er töluvert meiri en ég átti von á og það er skelfilegt ef framhaldið verður eins. Það eru stjórnvöld sem eru ábyrg fyrir þessari þróun og það hlýtur að vera krafa verkalýðs- hreyfingarinnar að fá eitthvað af þessu til baka. Annað er óverj- andi. Það er hægt að skila því strax í gegnum staðgreiðslukerfi skatta, sagði Þröstur Ólafsson. -•g- Steingrímur Róm brennur Fjármagns- markaðurinn orðinn hrein ófreskja - Róm brennur. Eg er orðinn mjög óþolinmóður og það verður eitthvað að gera á næstu vikum í' efnahagsmálum, sagði Steingrím- ur Hermannsson formaður Framsóknarflokksins m.a. á fundi með flokksmönnum sínum í fyrrakvöld. Utanríkisráðherra sagði menn hafa farið offari í fjárfestingum og eytt langt umfram efni ásl. ári. Fjármagnsmarkaðurinn væri orðinn hrein ófreskja og vextir allt of háir. Ekki tókst Þjóðviljanum að ná tali af Steingrími í gær. Hann var þá floginn erlendis. -|g. Mikligarður Ráðherrar þorðuekki Ólafur Ragnar: Harma áhugaleysi Jóns og Þorsteins Ég harma að forsætisráðherra og fjármálaráðherra skyldu ekki hafa áhuga á því að koma hingað. Það er víðar lýðræði í landinu en á þingi og í stjórnarráðinu. Það er líka á vinnustöðunum og úti í verslununum. Ráðamenn þjóð- arinnar sem skynja ekki hvað fólk er að segja þegar það kaupir sín brýnustu matvæli eru búnir að missa samband við þjóð sína, sagði Ólafur Ragnar Grímsson formaður Alþýðubandalagsins við viðskiptavini Miklagarðs þeg- ar það var ljóst að forsætisráð- herra og fjármálaráðherra höfðu ekki þegið boð Ólafs Ragnars um að taka þátt í kappræðum um matarskattinn og vöruhækkanir í Miklagarði í gær. —K.Ól. Sjá bls. 2 sj, .* t** mpm jh < i sMBr j „Þegar ráðamenn þjóðarinnar skynja ekki hvað fólk er að segja þegar það ætluðu ekki að þiggja boð hans til kappræðna um matarskattinn í Miklagarði í kaupir sín brýnustu matvæli eru þeir búnir að missa samband við þjóð sína," gær. Mynd E.ÓI. sagði Ólafur Ragnar Grímsson m.a. þegar Ijóst var að Jón Baldvin og Þorsteinn Landsbankinn Bankaráö haft að fíflum Stefán Hilmarsson, Búnaðarbanka: Skýtur skökku við aðþeirsem sömdu bankalögin skuli sjá sig knúna til að takaframfyrirhendur bankaráðs. Afskipti sem bankaráð Búnaðarbanka lœtur ekki bjóða sér Hafnarfjörður Saltkistur sprengdar Pörupiltar í Hafnarfirði hafa sprengt upp allar saltkistur í bæn- um á síðustu dögum með heimat- ilbúnum sprengjum. „Þessar sprengjur eru keimlík- ar þeim sem unglingar á N- írlandi hafa notað, samkvæmt upplýsingum sem við höfum fengið, og sprengikrafturinn er með ólíkindum, enda hafa kist- urnar sprungið í frumeindir sínar,“ segir Eðvarð Ólafsson rannsóknarlögreglumaður. Að sögn Eðvarðs eru spren- gjurnar stórhættulegar og mesta mildi að enginn skuli hafa orðið fyrir slysi af þeirra völdum. - grh - Það má eiginlega segja að bankaráð Landsbankans hafi verið haft að fífli í þessu máli. Mér er engin launung á þessari skoðun minni, sagði Stefán Hilm- arsson, bankastjóri Búnaðar- bankans, er hann var inntur eftir skoðun á allri málsmeðferðinni við ráðningu Sverris Hermanns- sonar sem bankastjóra. Stefán taldi ekkert knýja á um breytingar á bankalögunum þannig að ráðningar bankastjóra ríkisbankanna verði á hendi ráð- herra, en ekki bankaráðanna eins og kveðið er á um í lögunum. En Sverrir Hermannsson hinn ný- ráðni bankastjóri og Þorsteinn Pálsson hafa báðir lýst yfir þeirri skoðun sinni að ráðningar banka- stjóra ríkisbankanna skuli vera á hendi framkvæmdavaldsins. - Einhver hlýtur meiningin að hafa verið hjá stjórnmálamönn- unum þegar þeir settu þessa klá- súlu í lög. Það skýtur því skökku við að sömu mennirnir og settu lögin skuli hafa séð sig knúna til að taka fram fyrir hendurnar á bankaráði Landsbankans, sagði Stefán. Stefán sagði að bankaráð Bún- aðarbankans hefði sýnt það í verki að það liði ekki slík afskipti og léti ekki segja sér fyrir verk- um. -rk

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.