Þjóðviljinn - 16.01.1988, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 16.01.1988, Blaðsíða 7
Umsjón: Lilja Gunnarsdóttir Allir menn eru sérstakir Afmælissýning Baltasars á Kjarvalsstöðum: „Að vera fimmtugur er miðpúnkturinn í lífi manns.“ Mynd: Sig. Viðtal við Baltasar í tilefni tvöfaldrar afmælissýningar hans á Kjarvalsstöðum Um síðustu helgi opnaði Balt- asar málverkasýningu í vest- ursal Kjarvalsstaða. Sýningin er haldin af því sérstaka tilefni að á opnunardaginn varð listamaðurinn fimmtugur, og þann dag voru líka liðin ná- kvæmlega tuttugu og fimm ár frá komu hanstil íslands. ítil- efni afmælanna tveggja og sýningarinnar á Kjarvalsstöð- um var svo opnuð sýning í GalleríBorgnúnaá fimmtudaginn var.en þar sýnir Baltasar nokkrar hestamynd- ir. Undirrituð hitti Baltasar á Kjar- valsstöðum og bað hann til að byrja með að segja sér eitthvað frá sýningunni. - Þessi sýning er byggð á sjö temum eða stefum, og það má kannski segja að hún marki nýja stefnu hjá mér. Ég er farinn að mála landið öðruvísi, sjá það öðruvísi en ég gerði áður. Þegar ég kom hingað fyrst varð ég ástfanginn af landinu eins og menn verða ástfangnir af konu, og það er með þá ást eins og ást á konu sem maður hefur lifað með lengi og er farinn að þekkja vel. Maður sér hana öðruvísi en í byrjun, tekur eftir öðrum hlutum, elskar hana á annan hátt, og eins er það með landið. Ég er farinn að sjá það öðruvísi en ég gerði í byrjun. Meira á tilfinn- ingasviðinu en utan frá. Áður var ég að kynnast landinu og lýsti því sem ég sá, en þessi sýning er fyrst og fremst á tilfinningasviðinu. Þetta er orðið langt hjónaband, tuttugu og fimm ár, og þess vegna er ég farinn að tala öðruvísi um landið en ég gerði. Á þessari sýn- ingu lýsi ég til dæmis mínu nán- asta umhverfi, þessi sería sem heitir Gróður eru svona makro- kosmískar myndir, ég tek fyrir smáatriði, laufblað eða trjágrein og stækka það upp. Svo er ég með temu úr þjóðsögunum, ég lýsi manngerðum hér á landi og þjóðfélaginu eins og það kemur mér fyrir sjónir. Mér finnst að það sé fyrst núna sem ég get leyft mér að taka á þessum málum, áður fannst mér að sem útlend- ingur gæti ég ekki leyft mér það en nú hef ég búið hér hálfa ævina. Sumir vilja reyndar kalla þetta ádeilu eða krítík, en mér finnst það ekki vera rétt, þetta eru bara mínar tilfinningar. Svo markar þessi sýning líka breytingu hjá. mér að því leytinu til að með því að ég leita inní innra landslag verður mitt litaval öðruvísi, lit- irnir eru orðnir líkari því sem var á mínum fyrstu sýningum. Þeir eru orðnir dekkri, spánskari kannski, sem mér finnst vera mjög eðlilegt. Kannski er ég þarna að nálgast minn uppruna, en litir innra landslagsins eru líka dekkri en þess ytra, subjektívt landslag er dekkra en það objekt- íva. Nú eru liðin nokkur ár síðan þú varst síðast með sýningu. Er það vegna þess að þú varst að leita að nýjum leiðum? - Já, það eru reyndar fjögur ár síðan ég var síðast með sýningu, en það er ekki svo mikið vegna þess að ég væri að leita fyrir mér. Ég er ekki svo lengi að finna nýj- ar leiðir. Það gengur kannski hraðar hjá mér er hjá mörgum öðrum, því ég geri ekkert annað en að mála, þarf ekki að gera neitt annað eins og til dæmis að kenna eða skrifa, sem betur fer. En þó ég sýni ekki, þá mála ég alltaf og sel heima hjá mér. Og í þessu sýningahléi hef ég líka ver- ið að gera aðra hluti, ég málaði fresku í Víðistaðakirkju sem er mitt stærsta verk til þessa. Og svo tók líka þennan óskapar tíma að fá staðfesta umsóknina um salinn hér á Kjarvalsstöðum, það var ekki fyrr en ég benti á að þetta væri tvöföld afmælissýning að ég gat fengið hann. Nú varðstu bceði fimmtugur og tuttugu og fimm ára í senn. Hvað finnst þér mikilvcegast við þessi tvöfóldu tímamót? - Kannski er það að nú þekki ég loksins umhverfi mitt nógu vel til að geta farið að draga mínar ályktanir út frá þvf. Þetta er eins konar lögmál. Menn fylla sig af áhrifum, af því sem þeir upplifa og sem þeir sjá, og svo kemur að því að þeir verða að koma frá sér öllum þessum áhrifum og tilfinn- ingum sem þeir hafa safnað sam- an, til að geta haldið áfram og tekist á við nýja hluti. Að verða fimmtugur er áfangi hjá öllum, sama hvað starfið er, hvort það er málari eða bakari, eða eitthvað allt annað. Þá er komið að því að spyrja sig hver tilgangurinn sé með þessu öllu saman, hvert maður sé að fara og hvað maður hafi verið að gera öll þessi ár. Og það er kannski fyrst þá að það er tími til að velta fyrir sér þessum spurningum, börnin farin að heiman ef menn eiga börn, og þeir eru búnir að koma sér fyrir. Nú, til að svara þessum spurning- um þá leita menn í sitt nánasta umhverfi, það sem þeir þekkja best, og ég leita minna svara í því umhverfi sem ég hef lifað í und- anfarin 25 ár. Ég hef búið hér það lengi að ég get ekki lengur fjallað um hlutina sem Katalóníumaður. Og þó það sé kannski svolítið við- kvæmt mál að ég sem útlendingur sé eitthvað að fjalla um land og þjóð og jafnvel að krítísera hlut- ina, þá finnst mér að ég geti leyft mér það núna. Ef ég væri orðinn tuttugu og fimm ára væri sagt að ég væri orðinn fullveðja, svo nú hlýt ég að vera orðinn fullveðja íbúi þessa lands. - En ef heilsan brestur ekki þá er það að vera fimmtugur miðpúnkturinn í lífi manns, að minnsta kosti fyrir málara. í málaralist eru ekki til undrabörn. Það tekur flesta mál- ara mörg ár að þróa sig og ná þroska, það er að segja þeir sem vilja það, því sumir þeirra reyna það alls ekki. En menn verða fyrst og fremst að leita að sjálfum sér. Það verður að vinna úr því sem fengið er að láni og læra af öðrum, en það má ekki gleyma því hver maður sjálfur er. Állir menn eru sérstakir og það er* nokkuð sem oft vill gleymast, en það sem ég geri getur enginn ann- ar gert og eins er það með alla aðra. Að leggja rækt við sjálfan sig og við aðra er mikilvægt, og það er eitt af því góða við sósíal- ismann, þar hirða menn um náungann og fá jafnframt tæki- færi til að þróa sjálfa sig. Svo hugsar maður um lönd eins og Eþíópíu þar sem fleiri hundruð mannslíf fara til spillis á einni viku. Við höfum ekki efni á þessu. Maður hefur ekki efni á að týna neinu, hvorki lífi né heilsu, eða verkum sínum. Því sem mað- ur gerir sjálfur. Og þú œtlar að halda áfram að þróa þín verk? - Ef heilsan leyfir held ég áfram í 25 ár í viðbót að minnsta kosti. Ég held ég geti alveg von- ast eftir því, það er sagt að málar- ar lifi lengi og ég trúi að það sé rétt. Það er að segja ef menn fara ekki eins og Van Gogh. Kannski er það vegna þess að við málum standandi og fáum mikla hreyf- ingu, það er heilmikil leikfimi að mála svona stórar myndir eins og þær sem ég er með hérna á Kjar- valsstöðum. Og svo er líka mikil- vægt að halda áfram að þróa sig, að fylgjast með, nú er ég forvitinn að eðlisfari svo ég held áfram að leita og spyrja. Fyrir mér er líka mikilvægt að varðveita barnið í mér, ég byrjaði snemma að mála, ég var átta ára og þetta var bara leikur. Mér finnst mikilvægt að þetta haldi áfram að vera leikur, að ég geti leikið mér með samspil línunnar, lita og forma. Fundið gleðina við leikinn, þó að það hafi líka stundum í för með sér sár vonbrigði, alveg eins og hjá barni. Hvernig stendur á þessari við- bótarsýningu í Gallerí Borg? - Hún er hugdetta Gísla B. Björnssonar, sem er gamall vinur minn og hestamaður eins og ég. Hann kom heim til mín til að hjálpa mér að velja myndirnar á þessa sýningu hér á Kjarvalsstöð- um, og þá var ég byrjaður að vinna að seríu með hestum. En mér fannst hún ekki passa með þessum myndum, bæði efnislega og eins í stærð og formi. Og þá kom Gísli með þessa hugmynd að sýna myndir sem væru öðruvísi í tilefni þessarar sýningar, og kalla þá saman vini og hestamenn og bjóða þeim uppá hestaskál. Hvað erframundan eftir þessar tvœr sýningar? - Ég fæ til að byrja með tæki- færi til að mála fleiri freskur. Það er nokkuð sem mig dreymdi um að gera þegar ég var ungur. Ég hef málað þrjár á Spáni, og eins hef ég eytt miklum tíma og pen- ingum í að kynna mér þær. Ég fór til dæmis til Mexico til að skoða freskur. Mér finnst vera tilvalið að mála freskur hér á íslandi vegna birtunnar. Það stafar svo mikilh birtu frá þeim. En það er erfitt að fá tækifæri til að mála freskur. Það hafa ekki verið mál- aðar nema tvær hér á landi. Það er þessi í Víðistaðakirkju og svo er ein í Saurbæjarkirkju sem finnskur listamaður málaði fyrir nokkrum árum. Það verður að vera einhver ákveðinn aðili sem stendur fyrir svona verkefni og biður mann svo um að gera það. Maður gerir það ekki öðruvísi. En ég ætla að gera eina í Húna- vallaskóla núna alveg á næstunni. Svo þarf ég að komast til Flat- eyjar og gera við veggmynd sem ég málaði í kirkjunni þar fyrir einum 25 árum. Sú mynd er mikið skemmd því það var ekkert gert til að halda henni við, fyrstu árin að minnsta kosti. Svo var enginn hiti í kirkjunni og hún illa einangruð, svo myndin er illa far- in. En nú er búið að einangra kirkjuna og setja í hana hita svo nú er kominn tími til að gera við myndina og það er nokkuð sem verður gaman að fást við, þó ég máli auðvitað allt öðruvísi núna en ég gerði þá, og geti alls ekki málað þannig í dag. Framundan er líka að vinna að grafíkmynd- um. Það er nokkuð sem ég stunda jöfnum höndum með málverk- inu. Og ef guð og heilsan leyfa verð ég með sýningu grafík- mynda á Borg í haust. Eg hef þannig nóg af verkefnum fram- undan, og vil bæta við að mig langar til að gefa íslandi meira, og það besta af sjálfum mér. LG Laus staða Staða forstöðumanns Bæjar- og héraðsbóka- safns Neskaupstaðar er laus til umsóknar. Um- sóknarfrestur er til 30. janúar n.k. Umsóknir er tilgreini menntun og fyrri störf sendist undirrituð- um, sem jafnframt veitir allar nánari upplýsingar. Bæjarstjóri Laugardagur 16. janúar 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.