Þjóðviljinn - 17.01.1988, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 17.01.1988, Blaðsíða 2
Dándimaður vikuhnar SKAÐI SKRIFAR Oddvitinn frá Seljavöllum Nú þegarSverrir Hermanns- son hverfur af þingi og inn í Landsbankann losnar vita- skuld þingsæti fyrir austan. Það hreppir fyrsti varamaður flokksins, Kristinn Péturs- son forstjóri á Bakkafirði. Það sem þó er mest um vert er að Sjálfstæðismenn í Austfjarðakjördæmi eignast nýjan foringja, Egil Jónsson frá Seljavöllum. Hann gengur undir nafninu krafta- verkabóndinn, því þrisvar sinnum hefur honum tekist að komast á þing þrátt fyrir marg- háttuð áföll flokksins. í síðustu kosningum fór Sjálfstæðis- flokkurinn niður í 16% í kjör- dæminu - en inn komust Sverrir og Egill. Og nú er Seljavallakrónprinsinn reiðu- búinn að taka við krúnunni - og hugsa margir Sjálfstæðis- menn austur þar með hrolli til næstu kosninga... Sú saga var eitt sinn sögð aö í fyrsta sinn sem Egill var í kjöri árið 1979 (og ýtti þá hugsanlegum uppbótarmanni flokksins í Reykjavík til hliðar, Geir nokkrum Hallgrims- syni) hafi menn ekki talið hin- ar minnstu líkur á því að Egill næði kjöri. Fyrstu tölur bentu heldur ekki til þess og Sverrir Hermannsson fór í háttinn eftir að Ijóst varð að sitt sæti væri a.m.k. öruggt. Eldsnemma um morguninn var hringt til Sverris af flokks- manni sem var mikið niðri fyrir þegar hann tilkynnti: Egill náði kjöri! Sagan segir að Sverrir hafi dregið augað í pung, hugsað sig um og sagt svo önugur: Hvaða andskotans Egill?B Félagar mínir Ég, Skaði, hef í gegnum árin tileinkað mér æðruleysi af þeirri gráðu sem gerir mér kleift að taka mótbyr án þess að leggja árar í bát; gefast ekki upp að óreyndu og hlaupa ekki af hólmi fyrren í fulla hnefana. Þannig hef ég aldrei svikið þá borgara- legu þegnskyldu mína að vera ávallt reiðubúinn að etja kappi við æsingamenn og ganga erinda lýðræðisins jafnt í orði sem á borði. Oft hef ég, Skaði, lent í orðasennum við félaga mína í heita pottinum, kaupmanninn á horninu og sú vartíðin að svallarinn á neðri hæðinni notaði hvert tækifæri til að hreyta í mig köpuryrð- um vegna eindreginna skoðana minna, jafnt í pólitík og sam- kvæmislífi í fjölbýlishúsum. Ég er þeirrar skoðunar að við Sjálfstæðismenn verðum að nota hvert tækifæri sem gefst til að koma boðskap okkar á framfæri; nýtt og lofsvert dæmi er hann Árni Sigfússon sem fyrir fjórum mánuðum var kjörinn formaður ungra Sjálfstæðis- manna. Síðan spurðist ekkert til hans fyrren um daginn, þegar hann útskýrði í Morgunblaðinu að þessa síðustu fjóra mánuði hefði hann verið önnum kafinn við að skrásetja allt íhaldsung- viði landsins og loks sent öllu liðinu bréf frá sér persónulega. 7000 bréf á fjórum mánuðum! Þessi ungi maður er greinilega sömu skoðunar og ég, Skaði, varðandi hlutverk okkar Sjálf- stæðismanna; og þær kvaðir sem fylgja því að styðja lýðræði og mannréttindi. Ég, Skaði, er nú fjarska ónýtur í bréfaskriftum og get því ekki lagt jafnþung lóð á vogarskálarnar og Árni Sigfússon. En einnig ég á mér vettvang til að berjast á; minn vígvöllur er vitaskuld heiti potturinn. Félagar mínir í heita pottinum, flestir lítillega af léttasta skeiði, eru ekki miklirandans menn við fyrstu kynni. En í heita pottinum kynnist maður því fljótlega að undir hrjúfu yfirborðinu vottar fyrir svo mikilli skynsemi. Þannig hefur t.d. enginn einasti - alls enginn - af félögum mínum hefur nokkru sinni kosið Alþýðu- flokkinn. Það hef ég jafnan til marks um visku manna og fá- visku. En þrátt fyrir þennan ótvíræða kost eru félagar mínir oft uppteknir af helstil snemmdauðum málefnum; vaxtarlag kon- unnar hans Lúlla hefur þeim verið hugleikið lengi, sumir þeirra þykjast hafa vit á bílum og aðrir á áfengismálum. Ég, Skaði, sker mig því nokkuð úr í þessum selskap, enda lít ég svo á að mitt aðalhlutverk í heita pottinum sé fyrst og fremst í því fólgið að leiðbeina þessum vinum mínum. - Skaði minn, sagði rakarinn við mig um daginn, ert þú ekkert farinn að örvænta um þinn gamla flokk, klofinn og tvístr- aðan sem hann er; fylgið aldrei verið minna og Denni og Jón Baldvin stela alltaf senunni frá Steina... - Sjáiði þessa, strákar! hrópaði næturvörðurinn upp og benti hugfanginn á Fokkervél, sem silaðist yfir borgina. - Nú voru þeir að hækka strætómiðana, lagði bankafulltrú- inn til málanna. - Ogekki, sagði þá húsamálarinn, nú er hann Óli í Olís farinn að vinna á bensínstöð! Hafiði nokkurntíma vitað annað eins? Og hann komst að því fullkeyptu að launin væru næstum ekki nein. Minn maður! - Huh, fussaði fornbókasalinn, hann er víst kominn til út- landa í viðskiptaferð núna, þessi bensínafgreiðslumaður þinn. - Sáuði Steina og Friðarleiðtogann í sjónvarpinu spurði hús- vörðurinn til að koma í veg fyrir rifrildi. Var ekki pabbi hans rakari? - Mér skilst að hann Lúlli hafi verið að lúskra eitthvað á konunni, upplýsti fornbókasalinn sem jafnan hefur haldgóðar upplýsingar á reiðum höndum um ástarfar, slagsmál, fyllerí og skandala... - Drengir mínir, sagði ég, Skaði, og rödd mín var þrungin alvöru. Hafið þið virkilega ekkert veigameira um að tala en þennan hégóma... Ég hef nokkur mál íhugasem við þurfum að gera skil. Tollabreytingarnar og áhrif þeirra á kaupmáttarþró- unina, til dæmis. Eins er mér hugleikið hvernig fastgengisstefn- an hefur komið niður á rekstri prjónastofa... Þegar hér var komið sögu fann ég bólgnar hendur leigubílstjórans þrýsta mér - undir yfirborðið... 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 17. janúar 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.