Þjóðviljinn - 17.01.1988, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 17.01.1988, Blaðsíða 4
Leiðbeiningar við framtal Verkakvennafélagið Framsókn gefur félags- mönnum sínum kost á leiðbeiningum við gerð skattframtala. Þær sem hafa áhuga á þessari þjónustu eru beðnar um að hafa samband við skrifstofu Framsóknar og láta skrá sig til viðtals eigi síðar en 30. janúar n.k. í síma 688930. Ekki er unnt að taka við viðtalsbeiðnum eftir þann tíma. Verkakvennafélagið Framsókn REYKJKJÍKURBORG ^eutMA. Stöeácr Þjónustuíbúðir aldraðra Dalbraut 27 Starfsfólk vantar í eldhús 75% starf. Vinnutími frá kl. 8-14. Unnið aðra hverja helgi. Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 685377. Sameining - nýr meðeigandi Fyrirtækin Endurskoðunarmiðstöðin hf. - N. Mancher og Endurskoðunarskrifstofa Geirs Geirssonar voru sameinuð þann 1. janúar sl. Frá þeim tíma er rekstur þeirra í nafni Endurskoð- unarmiðstöðvarinnar hf. - N. Mancher. Frá sama tíma varð Davíð Einarsson, löggiltur endurskoðandi, meðeigandi, en hann veitir for- stöðu skrifstofu okkar í Keflavík. Skrifstofur félagsins eru starfræktar á eftirtöldum stöðum: Reykjavík, Höfðabakka 9, s. 91-685455 Akureyri, Gránufélagsgötu 4, s. 96-25609 Húsavík, Garðarsbraut 17, s. 96-41865 Egilsstaðir, Lagarás 4, s. 97-11379 Keflavík, Hafnargötu 37a, s. 92-13219 (I 1 Endurskoóunar- mióstöðin hf. N.Manscher Höfðabakki 9 Pósthólf 10094 130 REYKJAVÍK Björn St. Haraldsson Davíð Einarsson Emil Th. Guðjónsson Geir Geirsson Gunnar Sigurðsson Hallgrímur Þorsteinsson Ólafur Kristinsson Reynir Vignir Símon Á. Gunnarsson Valdimar Guðnason Valdimar Ólafsson Þorvaldur Þorsteinsson löggiltir endurskoðendur. Félag járniðnaðarmanna Félagsfundur verður haldinn miðvikudaginn 20. janúar 1988 kl. 20:00 að Suðurlandsbraut 30, 4. hæð. Dagskrá: 1. Félagsmál 2. Fundarsköp félagsins 3. Kjaramál 4. önnur mál Mætið vel og stundvíslega. Stjórn Félags járniðnaðarmanna ■ Glœsilegur árangur ÍÞRÓTTASPEGILL Stefán Stefánsson skrifar Þegar þetta ea skrifað hefur ís- lenska handboltalandsliðið leikið tvo leiki í heimsbikarkeppninni í Svíþjóð. Það var aldeilis taept að íslendingar kæmust í úrslit í Heimsbikarkeppninni í hand- knattleik í Svíþjóð. Kapparnir í landsliðinu komu öllum á óvart með að vinna Dan- ina því það er talið öruggt meðal almennings að það skiptast á töp og sigrar. Það er að segja tap fyrir Austur-Þjóðverjum þýddi sigur á Júgóslövum og tap fyrir Dönum. Það er mjög ánægjulegt að þetta skyldi ekki verða framvinda mála. Danir ættu að vera léttir andstæðingar en þegar allt er ör- uggt er hætta á að hlutir fari úr skorðum. Það er samt ekki verið að segja að strákarnir í landslið- inu hafí slappað af í slíkum leikjum, þvert á móti held ég að þeir leggi sig alla fram, en það virðast vera þessar álögur á þeim. Nú munu þeir keppa um þriðja sætið líklega gegn Svíum. Það er bara óskandi að þeir geri nú endanlega út um þessar álögur og vinni leikinn. Þeir tóku sig til og unnu Júgó- slava á miðvikudaginn þrátt fyrir slæmar spár fyrir leikinn. Sigurinn gegn Júgóslövum var kærkominn en fyrir leikinn gerðu fæstir mikið úr möguleikum okkar gegn heimsmeisturunum. Fyrir mánuði léku Júgóslavartvo leiki hér á landi, og þá vann hvort liðið einn leik. Það gerði það að verk- um að ýmsir héldu að liöið yrði Júgóslövum auðveld bráð á hlut- lausum velli þarsem aðstæður eru íslendingum ekki í hag eins og þegar leikið er hér heima. Uppgangur handknattleiksins hefur verið mikill hér á landi síð- ustu árin og vonandi er það að- eins byrjunin. Umsókn íslands um að halda heimsmeistaramótið í handknattleik árið 1994 liggur nú inni á borði hjá alþjóða hand- knattleikssambandinu og fréttir frá Svíþjóð herma að af sjö mót- herjum okkar í keppninni ytra séu fimm þeirra hlynntir því, að mótið fari fram hér á landi. Svíar eru ekki á þeim buxunum að gefa okkur atkvæði sitt af skiljan- legum ástæðum. Þeir hafa sjálfír sótt um að halda mótið. Þá er enn spurning um það hveria Ungverj- ar styðja þar sem HSÍ hefur ekki innt þá eftir áliti. Fimm atkvæði duga skammt í kapphlaupinu um að fá að halda HM en vonandi verður álit þessara handknatt- leikssambanda í samræmi við óskir annarra þjóða þegar gengið er til atkvæða. Handknattleiksmót af þessari stærðargráðu gæti verið jafn mikil lyftistöng fyrir handknatt- leikinn eins og einvígi þeirra Fisc- her og Spassky var fyrir skákí- þróttina á sínum tíma. Ljóst er þó að íslendingar þurfa að takast á við miklar framkvæmdir ef af mótinu verður. Bygging stórs íþróttahúss er aðeins eitt af þess- um verkefnum. Hörðustu fótboltaunnendur eru nú farnir að telja dagana fram að Evrópukeppninni í knatt- spyrnu sem fram fer í V- Þýskalandi en dregið var í riðla í vikunni. Því miður eiga íslend- ingar enn nokkuð langt í land með að vinna sér sæti í loka- keppni sem þessari. Á meðan að það ástand varir er um að gera að velja sér lið. Hvort sem haldið er með baunum eða tjöllum þá ætti júnímánuður að geta orðið para- dís fyrir knattspyrnuunnendur ef að sjónvarpið stendur sig jafn vel og í Frakklandi fyrir fjórum árum. Það er kannski rétt að minna Íiá sem að sjá um röðun leikja í slandsmótinu fyrir næsta sumar á að taka mið af leiktíma liðanna í Evrópukeppni. Ef að mig mis- minnir ekki þá var útsendingum sjónvarpsins frá síðasta Evrópu- móti kennt um dræma aðsókn að innanlandsfótboltanum. Von- andi verður þó ekki það sama upp á teningnum næsta sumar. Toppleikur UMFN og ÍBK í vikunni féll algjörlega í skuggann af handboltalandsleiknum gegn A-Þjóðverjum. Njarðvíkingar unnu leikinn og allt stefnir í upp- gjör þessara tveggja liða um Is- landsbikarinn. Leikir í körfubolta hafa ekki verið jafn illa sóttir í mörg ár eins og nú. Karfan virðist aðeins vera með lífsmarki á Suðurnesjunum þar sem áhuginn hefur aldrei ver- ið meiri. Lítil aðsókn vekur upp þá spurningu hvort að ekki sé rétt að leyfa félögunum að nota erlenda leikmenn. Endurkoma þeirra yrði í fyrstu kannski baggi á fjár- vana körfuknattleiksdeildum fé- laganna en þær krónur sem eytt er í erlenda leikmenn myndu fljótlega skila sér í líflegra fs- landsmóti og endurkomu áhor- fenda. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 17. janúar 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.