Þjóðviljinn - 17.01.1988, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 17.01.1988, Blaðsíða 5
POMPIDOUSAFNIÐ Frá menningarstefnu fil markaðslistar A uður Olafsdóttir skrifarfrá París „FJÓRAR persónur" eftir Dubuffet. (1981) Umdeildasta nútímalistasafn í heimi Pompidou safniö í París hélt upp á tíu ára af mæli sitt á árinu sem var að líða og setti afmælið mikinn svip á listalíf í París allt árið. Af því tilefni var m.a. ráðistíaðgeraúttektá alheimslistinni síðast liðinn áratug og setja upp afmælis- sýningu sem stóð yfir í þrjá mánuði undir heitinu; „Tíma- bilið, tískan, mórallinn og á- stríðan;svipmótsamtímalist- ar, 1977-1987“. Alltþarfnast nokkurrar uppbyggingar svo titillinn er fenginn að láni f rá franska 19. aldar skáldinu Baudelaire, sem með nokkr- um rétti má telja upphafs- mann módernismans, en Baudelaire taldifjóraofan- talda þætti, tímabilið, tískuna, móralinn og ástríðuna ráða innihaldi (og afstæði) fegurð- arhugtaksins á hverjum tíma, (Le peintre de la vie moderne, 1860). Afmælissýningin endurspegl- aði að mörgu leyti vel þær breytingar sem orðið hafa á sam- bandi listar og markaðar s.l. ára- tug (eða tvo), en ekki síður þær breytingar sem orðið hafa á inn- byrðis afstöðu (andstæðnanna) listar og menningar. Nú þegar umræður um menningarstefnu og pólitík eru að hefjast á íslandi er mest rætt um það hér suður (í viðmjúkri janúarvorgolunni) í París hvort hugsanlegt sé að menningin sé að ganga af listinni dauðri. En það er lengri saga en sú sem hér verður rakin og ekki komið að íslandi að taka þátt í henni enn. Við skulum því í bili líta á alþýðlegan uppruna menn- ingarpólitíkur og á afmælisúr- drátt Pompidou-safnsins af sögu heimslistarinnar síðustu tíu ár. Pompidousafnið var opnað al- menningi í upphafi árs, 1977, eftir stormasamari aðdraganda en áður eru dæmi til í safnasögu heimsins og í sögu Parísarborgar þarf að leita allt aftur til bygging- ar Eiffelturnsins til að finna jafn fjandsamleg viðbrögð almenn- ings. Safnið þótti óheyrilega ljótt, sama hvernig á það var litið, með öllum sínum skærlituðu píp- um og skrúfum, sem skera sig alls staðar úr bleikdrapplitaðri húsa- móðu Parísar og var ýmist kallað kúltúrflóamarkaðurinn eða olíu- hreinsunarstöðin meðan á bygg- ingu þess stóð. Auk þess þótti jaðra við helgispjöll að planta milljón rúmmetra ferlíki niður í eitt elsta og rótgrónasta hverfi borgarinnar, athvarf fátæklinga, róna og gleðikvenna. Stofnuð voru samtök gegn byggingu safnsins með ýmsa góðborgara í fararbroddi sem voru áberandi öll árin meðan á framkvæmdum 0 ára afmœli Pompidousafnsins í Pans Sunnudagur 17. janúar 1988 ÞJÓÐVILJINN - SfÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.