Þjóðviljinn - 17.01.1988, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 17.01.1988, Blaðsíða 6
í „úthverfum" rúllustigans ára afmœli Pompidousafnsins í Paris stóð með mótmælastöður, róstur og spjöld. En sagan sýnir að menn jafna sig. Það tók Parísarbúa þrjár kyn- slóðir að jafna sig á Eiffelturnin- um en nú þegar aðeins eru liðin tíu ár frá vígslu Pompidou- safnsins spyrja menn sig hvort ekki hefði verið réttara að hafa grunnflöt byggingarinnar heldur fjóra fótboltavelli í stað tveggja. Safnið fær 24 þúsund gesti dag- lega eða tífalt fleiri en gert var ráð fyrir í upphafi og fleiri en nokkurt annað nútímalistasafn í heimin- um. Á tíu árum hafa jafnmargir gestir heimsótt safnið og búist var við að kæmu til ársins 2030, fast- eignaverð hefur tífaldast í hverf- inu og íbúarnir löngu búnir að sleikja sárin og opna gallerí eða tehús... Menningarmusteri alþýðu Það var árið 1969 sem Georges Pompidou, þáverandi forseti Frakklands efndi til samkeppni um byggingu „Menningar- og listamiðstöðvar alþýðu, - þar sem saman yrðu komnar undir einu þaki allar greinar listsköp- unar“ (draumurinn um allsherj- arlist er ekki nýr af nálinni í sög- unni, óperan var t.d. á sínum tíma tilraun til samtengingar allra listgreina, til sköpunar eins konar „yfirlistar"); þar skyldi vera til húsa nýtt nútímalistasafn og al- menningsbókasafn. Jafnframt skyldi safnið vera vettvangur fyrir „lifandi sköpun". Við skulum ekki gleyma því að þetta var upp úr ’68 þegar listin fékkst helst við að leysa upp eigin form og söfn voru talin úrelt stór- borgaraleg hugmynd, aðgengileg aðeins fyrir kunnáttusama elítu. Listin átti hins vegar að vera fyrir „fólkið" sem helst átti heima úti á götu. Reyndar var ekki talað um iist heldur „lifandi list“ (helst á hreyfingu) og listhreyfingar urðu „frjálsir tilraunahópar". „Sköpun" var bannorð með sömu borgaralegu skírskotunina og safn, og því var talað um að „framleiða" eða „framkvæma“ verk. Söfnin sjálf urðu menning- armiðstöðvar og spruttu upp í hverri sveit. Listinni var stefnt gegn sölu- og markaðsgildi listar- innar og þá varð beinlínis inntak margra verka að vera hvorki „safnhæf” né seljanleg. Þetta var blómatími óvæntra uppákoma, gjörninga, götuleikhúss, verka sem voru bundin við upplifun augnabliksins, land-art sem var óaðskiljanlegur hluti náttúrunn- ar, body art, consept verka og verka sem unnin voru í ýmis for- gengileg efni og dæmd til skammra lífdaga. ... þá kemur fjallið til Múhammeðs Það var grundvallaratriði í hugmyndum arkitekta Pompi- dou-safnsins, Bretans Richard Rodgers og Italans Renzo Piano, að gera safnið sem aðgengilegast fyrir „ósafnvant" fólk og sem ól- íkast hefðbundnum söfnum. Opnun, gegnsæi og sveigjanleiki voru lykilorð. Veggir skyldu vera lausir og færanlegir og það sem venjulega er haft innan í húsum, rafmagn, vatnsleiðslur, loftræsti- kerfi, stigar og því um líkt er fært utan á bygginguna og látið njóta sín sem skreyting (pípur) í frum- litunum. Að hafa bygginguna á „röngunni“ eða „úthverfa“ er í anda þeirrar hugmyndafræði sem stefndi að því að færa listina af stallinum niður á götuna til fólks- ins. í stað eins aðalinngangs, (tröppur, súlur, þung hurð) er safnið opið á alla enda með gler- Einhver dýrasti listamaðurinn á markaðnum s.l. áratug hefur verið Julian Schnabel. Drengur- inn sá er aðeins 36 ára en búinn að vera í sviðsljósinu í 15 ár. Enginn er amerískari en Schnabel (ekk- ert er svo stórt, svo djarft, svo frumlegt að hann geti ekki gert eitthvað ennþá stærra, djarfara, frumlegra) og telja gagnrýnendur hann arftaka bæði Pollock og Rauschenberg. Hugmyndin um trúnað við einn persónulegan stíl og tjáningarmáta er listamanni eins og Schnabel framandi. Það hefur þótt einkenna síðasta ára- tug í listinni hversu listamenn blanda mikið saman mismunandi tækni, ólíku efni (aðferðum) og ólíkum stflbrögðum, jafnvel í einu og sama verkinu. Listamað- urinn er þá stundum sagður vera stfllaus (eða stílflakkari), stund- um ekki vera búinn að finna sinn stíl og því oft bætt við, (vilji menn vera almennilegir) að hann búi yfir feikilega góðri tækni... stundum sagður póst-módern. Tæknilega séð geta myndlistar- menn í dag gert allt og stílslega séð má gera allt, t.d. „vitna", eins og það er kallað, í verk annarra listamánna frá ýmsum tímabilum í listasögunni og fá þar að láni myndefni, handbragð eða nokkra pensildrætti. Mótsögnin eða þverstæðan er orðin útgangs- punktur í listinni. Það á sér marg- ar, bæði félags- og heimspeki- legar skýringar en stundum teng- ist það líka því að geta ekki stað- sett sig í tímanum og meðvitaðri löngun til að vera „óflokkan- legur" (sbr. almenna afneitun á hefðbundnum flokkunum, kerf- um, stefnum og skólum). „Hvernig í ósköpunum er hægt að gagnrýna það sem listamaður gerir ef það er augljós tilgangur hans að gera allt?“ skrifar Stuart Morgan um Julian Schnabel. Annar listamaður sem má búa við það að hafa engan samræmd- an heildarstíl er ítalinn Clemente sem auk þess flakkar á milli „þjóðlegra einkenna“ í samræmi við hugmyndir sínar um al- heimsmenningu og málar ýmist í Napólí, New York eða Madras á Indlandi. Prívíð málverk Önnur stórstjarna í þverstæðu- flokknum er Bandaríkjamaður- inn David Salle sem gerir venju- rennihurðum sem víkja sér sjálf- krafa til hliðar fyrir gegnum- streymi mannfjöldans. Þyngdar- aflið er einnig virkjað í þágu byggingarsálarfræðinnar, því fyrir framan safnið er aðhallandi torg, piazza, sem myndar hvilft niður að safninu líkt og risastór fægiskófla og gegnir því hlutverki að soga til sín vegfarendur sem eiga leið hjá... Sem gerir það aft- ur að verkum að spámenn, eld- gleypar og götumálarar verða að vinna verk sín í halla. Tímabilið, tískan, mórallinn og ástríðan Erfitt er að ímynda sér að árin 1977-1987 myndi einhverja sam- stæðari heild en hver önnur tíu ár í listasögunni enda var hér ein- göngu um afmælissneið að ræða. Afmælissýningunni var ætlað að vera alþjóðleg úttekt, en það sem venjulega er nefnt „alþjóð- leg“ list þegar stórar myndlistar- sýningar eru annars vegar er eins og menn vita lokaður klúbbur nokkurra listamanna Vestur- Evrópu og Ameríku markaðar- ins. í samræmi við það höfðu ver- ið valin á sýninguna verk eftir 60 listamenn frá Bandaríkjunum og fimm Evrópulöndum, Frakk- landi (fjórðungur listamanna, enda um að ræða franskt úrtak af heimslistinni sem m.a. var ætlað að setja franska listamenn í sam- hengi við umheiminn), Þýska- land (15), Bretlandi (5), Ítalíu (4) og Hollandi (2). Mestur hluti listamannanna eða 18 voru hins vegar frá Bandaríkjunum. ÓII verkin höfðu verið unnin á s.l. tíu árum en hinn symbólíski afmælisrammi var í rauninni líka hið eina sem tengdi saman sund- urlausa og mótsagnakennda sýn- ingu. En það væru síðustu tíu ár í listasögunni líka, sögðu aðstand- endur hennar. Slíkt væri póst- módern ástand listarinnar (og mannsins) í dag. Það var ekki verið að útiloka neitt. Tískan fær sitt rúm og hún er að sjálfsögðu hvorki saklaus né ókeypis, mórallinn er með og á- stríðan. Að vera ósamrœmdur Plúralismi eða fjölbreytileiki (ekkert er „in“, ekkert er ,,out“) hefur verið talinn eitt megin- einkennið á listaheiminum s.l. áratug. Á Parísarsýningunni var ekki einungis mikið af alþjóð- 'legum fígúrum (tragískum) í stríði við myrk og ókunn öfl og goðsagnakenndum fantasíum, heldur líka alls kyns skúlptúraf- brigði, (mörkin milli einstakra listgreina eru oft óskýr), innsetningar (installasjónir), minimal- og consept verk, land art, rosa-raunsæi, neó-geó (og gamalt geó) sem er enn eitt aftur- hvarfið, (til beinu línunnar og hins geómatríska abstraktsmál- verks), auk myndbandaverka og kvikmynda. Það var margur stórfrægur maðurinn og í rauninni varla nokkur óþekktur, nema ef vera kynnu frönsku listamennirnir fyrir öðrum þjóðum. Varla nokk- ur undir 50 þúsund dollurum. M.a.s. þeir sem fyrir 20 árum gerðu óseljanlegu, forgengilegu listaverkin, líkt og listamenn ít- alska Arte povera hópsins, voru með sambærileg verk (ef ekki sómu) á sýningunni sem hafa í dag 40-60 þúsund dollara mark- aðsgengi. ÞRÍSKIPT málverk eftir David Salle... 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 17. janúar 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.