Þjóðviljinn - 17.01.1988, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 17.01.1988, Blaðsíða 7
„KONUNGSHÖLL" Beuys. (1985) ára afmœli Pompidousafnsins í Paris við líkt og málarinn Susan Rot- henberg sem árið 1984 gaf út þá yfirlýsingu að hún tæki ekki lengur þátt í samsýningum þar sem hún væri eina konan? Með því að líta yfir fæðingarár þess úrtaks listamanna sem skv. sýningunni í Pompidou-safninu eru taldir hafa markað lista- sköpun heimsins síðustu tíu ár kemur í ljós a meðalaldur þeirra er 48 ár. Elstur er DeKooning, fæddur 1904, en yngstur hinn klassíski orma-anddyrismálari stórsýninga, Keith Haring, fædd- ur 1958. Þýsku neó-expressjón- istastrákarnir eru t.a.m. flestir af kynslóð hinna fimmtugu ung- linga, Baselitz er 49 ára, Richter 55, Immendorf 42, Polke 44, o.s.frv. Við sjáum af þessu að það gildir ekki lengur hið amer- íska, sem segir að sá sem ekki er búinn að meika það þrítugur sé búinnaðvera. Þaðþarfenginnað örvænta (í París) þótt hann sé orðinn fertugur og ekki enn orð- litið á tölur um fjölda gesta sem heimsækja safnið þá mætti ætla að listin væri komin með annan fótinn út til fólksins, en ef athug- að er hverjir sækja alþýðusafnið og í hvaða erindagjörðum þá kemur í ljós að yfir 80% gesta eru a.m.k. með stúdentspróf og að- eins 3,5% eru verkamenn. Auk þess virðist sem þjóðfélagsstaða fólks hækki með hæðunum; neðst í gríðarmiklu anddyri eru þeir sem koma til að ylja sér eða drepa tímann, en hæsta þjóðfélags- stöðu hafa þeir sem sækja stóru yfirlitssýningarnar á 5. hæð. Fyrir 20 árum þegar hugmynd- in að Pompidou safninu var að verða til voru söfn höfuðóvinir listarinnar, en menning og menn- ingarmiðstöðvar alþýðleg lausn- arorð. í dag eru hins vegar breyttir tímar og fólk hætt að æsa sig upp út af söfnum. Öll stórsöfn heims eru með mikil stækkunaráform og það er líklega tímanna tákn að „SAMRÆÐUR" eftir Philip Guston. (1979) inn stefnumarkandi áhrifavaldur í listasögunni. Menningin og listin tíu órum síðarO Það hefur oft verið reynt í sög- unni að brúa bilið milli listarinnar og fólksins. Árin upp úr ’68 buðu upp á einhverja róttækustu úr- lausnina en þegar Pompidou- safnið var vígt fyrir 10 árum var hugmyndafræði þess þegar farin að missa gildi sitt. Ef einungis er nú andmælir enginn í miðjum hallargarði gamla Louvre safnsins til að tengja saman álmur þess. Hvað viðvíkur endurskipu- lagningu safna, og þar er Pornpi- dou safnið engin undantekning, þá er nú allt miðað við það að ná fram sem mestum „innileika”. Hljóðdempandi teppi eru komin á gólf, þykkir veggir í stað lausra skilrúma og sérherbergi fyrir hvert verk svo hver og einn geti verið einn með sjálfum sér og list- inni. óaðskiljanleg) sem vann sér það m.a. til frægðar þegar hann var hálshöggvinn í frönsku bylting- unni að hrópa til mannfjöldans af aftökupallinum.....Herrar mínir og dömur, virðið vandlega fyrir ykkur höfuð þetta því þér munuð aldrei sjá annað eins...". Það var athyglisvert hversu mikið var af verkum á 10 ára sýn- ingunni sem gestum var ýmist ætlað að ganga inn í, gegnum eða stíga ofan á. Þannig var t.d. með „sprunginn kofa" (cabane écat- ée) franska listamannsins Daniel Buren, úr bláröndóttum striga eins og vera bar og á „röngunni" eins og safnið sjálft með tréverk- ið utan á og úthverfuna inn. Dan- iel Buren telur listina hafa þörf fyrir að skrifað sé um hana svo hann skrifar sjálfur ítarlega og persónulega texta um verk sín líkt og landi hans Dubuffet, en frönskum listamönnum er ein- mitt oft legið á hálsi fyrir að vera of fræðilegir, of miklir intellektú- alar í list sinni. Þá varð að þrengja sér inn í þrönga og dimma steinhvelfingu til þess að fá notið granítbekkja með spámannslegum áletrunum eftir bandarísku listakonuna Jenny Holzer, sem annars hefur mest unnið með þjóðfélagslega texta á blikkandi auglýsingatöfl- um og neonljósaskiltum í neðanj- arðarlestum og á torgunum í New York. Konur og „stefnumarkandi áhrifavaldar" Og svo við förum í smásálar- legan sparðatíning varðandi fjölda listakvenna meðal þátttak- enda þá var hlutfall þeirra fullkomlega í anda annarra al- þjóðlegra sýninga, bíennala og dokúmenta þar sem þær eru venjulega um 5% listamanna (10 af 120 listamönnum á síðasta Par- ísarbíennal, 1985). í tíu ára úr- takinu voru þær 3 af 60, allar bandarískar og töluvert skyldar í listinni. Auk Jenny Holzer var Barbara Kruger með stækkaðar ljósmyndir sem hún setur inn á póetíska texta og þjóðfélagslegar spekúlasjónir. Dæmi: „Feel is something you do with your hands", (hvítir stafir á bláum grunni í rauðum ramma) og merkilegur ljósmyndari, Cindy Sherman sem notar sjálfa sig sem módel til að setja á sviö alls kyns dramatískar (kvenlegar) kring- umstæður og ástand. Hvað varð um alla kvenlistamennina sem í byrjun áratugarins náðu heimsat- hygli? Skyldu fleiri hafa brugðist ... OG þrívítt málverk - ekki skúlptúr - eftir Frank Stella lega verk samsett úr tveim til þrem myndflötum. Á einn þeirra eru oft límd ýmis abstrakt mynst- ur, á annan hefur listamaðurinn hugsanlega málað rómantískt 19. aldar landslag á fjölrósótt sóffa- áklæði og á hinn þriðja teiknað akademískan kvenmannsbóg eftir stækkaðri ljósmynd. Ein- hvers staðar út úr verkinu stend- ur svo líklega gamall borðfótur. Notkun alls kyns þrívíðra hluta sem látnir eru koma út úr mál- verkum eða tengdir þeim á annan hátt, hefur verið áberandi s.l. áratug. Robert Longo notar t.d. málverkið líkt og reade-made, með því að skeyta saman við það ýmsum þrívíðum hlutum sem mynda rökrétt framhald við myndefni strigans. Verk eins og þessi geta verið tafsöm sýning- argestum, en þó virtust menn t.d. átta sig miklu betur á hreindýrs- horni sem stóð út úr einu mál- verka ítalans Mario Merz (Arte povera, ’68), heldur en á sóffa- borðfæti David Salle, þar sem höfuð dýrsins hafði verið málað á strigann í rauðum jarðarlitum. Gullin grafhýsi Á sýningunni voru einnig verk þriggja nýlátinna listamanna sem taldir eru hver með sínum hætti hafa haft mikil áhrif á listamenn áratugarins. Þar var um að ræða Frakkann Dubuffet sem var frumhverji Art Brut eftir stríð og er stundum litið á sem ættföður franska ung-stráka-málverksins („frjálsu fígúrasjónarinnar", eins og það hefur verið kallað, í ætt við teiknimyndasögur og graff- iti). Dubuffet skrifaði alla tíð mikið um list og hafði sérstakan áhuga á veggjakroti, barnateikn- ingum og verkum eftir geðsjúka, því þar taldi hann að væri að finna hið ómeðvitaða, frjálsa og óvænta sem væri uppruni menn- ingarinnar. Annar listamannanna var merkilegur málari, Philip Guston sem fæddur var í Kanada árið 1913, en hafði gjörólíkar hug- myndir um listina því hann taldi málverkið alls ekki vera það sem það sýndist, heldur fyrst og fremst „andleg fyrirbæri". Þriðji látni listamaðurinn sem heiðrað- ur var á sýningunni var Þjóðverj- inn Josep Beuys sem lést árið 1986 og var það hið gyllta graf- hýsi hans, Palazzo Reale (kon- ungshöll) sem nú er á hringferð um heiminn, sem gestum Pompi- dou sýningarinnar var boðið að ganga inn í. Grafhýsið sem lista- maðurinn hafði byrjað á sumarið 1985 á eyjunni Caprí, er ílangt herbergi með sjö (gylltum) lát- únsskjöldum á veggjum og tveim kistum úr látúni og kristal á gólf- inu. Allt umvafið þögn og virðu- leik. f glerkistunum er að finna ýmsa mikilvæga muni úr sögu listamannsins, gamlan bakpoka, steinahrúgu, pels af gaupu sem listamaðurinn var í meðan á um- sátrinu um listaakademíuna í Dússeldorf stóð árið 1972 og bronshöfuð þýska byltingarsinn- ans Anarchasis Cloots (fyrir Beu- ys var listin og byltingin ávallt Sunnudagur 17. janúar 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.