Þjóðviljinn - 17.01.1988, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 17.01.1988, Blaðsíða 11
áskorendakeppnin Jóhann Hjartarson mun standa í ströngu f Saint John í New Brunswick í Kanada þegaráskorendakeppnin í skák hefst þar 24. janúar nk. 14 stórmeistarar víðs vegar að úr heiminum hefja útslátt- arkeppni sem lýkur með því að einn stendur eftir og sá ávinnur sér réttinn til að skora á heimsmeistarann Garrí Kasparov. íslendingarmunu fylgjast með keppninni í Kan- ada af miklum áhuga, því þetta er í fyrsta skipti síðan 1959 að íslenskur skák- meistari er í hópi áskorenda um heimsmeistaratitilinn. Sú staðreynd að mótstöðumaður Jóhanns ber nafnið Viktor Kortsnoj eykur á spennuna. Einvígið er stutt, aðeins sex skákir og stendur því aðeins í viku. Það hefst24. janúarog lýkur 1. febrúar. Verði staðan jöfn tef la þeir tvær skákir til viðbótar með takmörkuðum umhugsunartíma. Áskorendakeppnin er liður í mikilli skákhátíð sem fram fer í Saint John, hátíð sem á vart sína líka. Fjölmörg mót fara fram í ýmsum styrkleikaflokkum, heimsmeistarinn Garrí Kasparov mun heimsækja Saint John og tefla fjöltefli auk þess sem hann tekur þátt í miklu hraðskákmóti með himinháum verðlaunum. Áskorendakeppnin er þunga- miðja hátíðarinnar en sigurveg- ararnir sjö halda áfram í næsta lið þar sem bætist í leikinn Anatoly Karpov fyrrum heimsmeistari, þaðan halda áfram næstu fjórir og svo koll af kolli. Þessi munu kljást innbyrðis: Andrei Sokolov (Sovétríkin) - Kevin Spraggett (Kanada), Artur Jusupov (Sovétríkin) - Jan Ehlvest (Sovétríkin), Viktor Kortsnoj (Sviss) - Jóhann Hjart- arson, Nigel Short (England) - Guyla Sax (Ungerjaland), Jan Timman (Holland) - Valeri Salov (Sovétríkin), Lajos Portisch (Ungverjaland) - Rafael Vagani- an (Sovétríkin), Yasser Seirawan (Bandaríkin) - Jonathan Speel- man (England). Dálítið er misjafnt hvernig keppendur hafa unnið sér rétt til þátttöku. Fjórir efstu menn úr síðustu áskorendakeppni, Tim- man, Sokolov, Jusupov og Vag- anian, fengu sjálfkrafa rétt. Ke- vin Spraggett fær að vera með sem heimamaður. Það er ein- kennilegt að FIDE skuli gera sæti í keppninni að verslunarvöru með þessum hætti. Spraggett er þó ekki alls vamað sem skák- manni, því hann var meðal þátt- takenda á síðasta áskorenda- móti, þótt ekki gæti hann fagnað háu sæti. Aðrir keppendur koma úr millisvæðamótum. Jóhann Hjartarson og Salov urðu efstir á millisvæðamóti í Szirak í Ung- verjalandi en þriðji maður varð Lajos Portosch en hann sigraði Englendinginn John Nunn 4:2 í einvígi um lausa sætið. Ég hef ávallt verið hreykinn af því að spá Ungverjanum öruggu sæti þvert ofan í getgátur annarra. Portisch stóð ansi tæpt í Szirak en sýndi mikla keppnishörku undir lok mótsins er hann vann Alexander Beljavskí með svörtu í miklu úr- slitauppgjöri. Kortsnoj, Seirawn og Ehlvest koma frá millisvæð- amótinu í Zagreb en Englending- arnir Short og Speelman urðu ef- stir í Subotica í Júgóslavíu og Ungverjinn Sax þriðji. Hverjir eru mögu- leikar Jóhanns? Sjálfsagt hafa margir velt þess- ari spurningu fyrir sér. Undan- farna mánuði hefur Jóhann undirbúið sig af kappi og á þeim æfingum sem ég hef mætt á hefur mér virst hann vel undir slaginn búinn. Mér sýnist þetta vera mikil spurning um hvort hann nái að tefla af sama styrk og á milli- svæðamótinu í Szirak í sumar. Það hefði e.t.v. verið æskilegra fyrir Jóhann að fá eitt mót skömmu fyrir einvígið en einnig er vel hugsanlegt að hann verði enn ferskari eftir alllanga fjar- veru frá alvarlegum kapp- skákum. Auðvitað hefur Korts- noj alla yfirburði í reynslu. Hann tók þátt í áskorendamótinu 1962 og hefur verið með í baráttunni æ síðan. Þá hefur hann teflt tvö ein- vígi um heimsmeistaratitilinn og raunar þrjú ef einvígi hans við Karpov 1974 er talið með. Kepp- nisharka Kortsnojs er annáluð og dýpt hans strategísku áætlana. Þar stendur hann Jóhanni lang- tum framar. Hann er einnig geysiharður í öllum tegundum endatafla og hefur þar vinninginn einnig. í byrjunum gæti Jóhann hins vegar gert honum ýmsar skráveifur og einmitt á því mikil- væga sviði er jafnræði með þeim. Helstu plúsar Jóhanns í einvígi eru þessir: Kortsnoj er farinn að reskjast, verður 57 ára á þessu ári og ætti samkvæmt öllum kokka- bókum að vera farinn að dala verulega, ofan á bætast stór- reykingar, en manni virðist stundum Kortsnoj nánast geta tæmt allt innihald rettunnar í einni sugu. Stytting umhugsun- artíma ætti að koma Jóhanni til góða. Kortsnoj sólundar oft tíma sínum og lendir því á stundum í heiftarlegri tímaþröng. Hann er ekki nándar nærri eins harður af sér á þessu sviði og t.d. fyrir 10 árum. í Saint John geisar grimmur vetur og Kortsnoj er vitaskuld veikari fyrir áhrifum veðurfars. Þá kemur að þeim þætti sem lýtur að sálfræðinni. Af viðtölum við Kortsnoj má ráða að honum er meinilla við svo stutt einvígi, enda oft seinn í gang. Staðan í innbyrðis viðureignum þeirra er Jóhanni hagstæð, lVi'.Vi. Fátt veldur Kortsnoj meira hugarangri en slæm inn- byrðis staða. Hann gortar mikið af árangri sínum gegn Mikhael Tal og Lev Polugajevskí, en talar minna um viðureignir sínar við Anatoly Karpov. Á undanförn- um árum hafa þeir mæst nokkr- um sinnum við skákborðið og fer Karpov nálega alltaf með sigur af hólmi. Að þessum atriðum uppt- öldum má ráða að möguleikar Jó- hanns eru betri en flestir vilja vera láta. Mín spá er sú að þetta verði æsispennandi einvígi og úr- slitin ráðist ekki fyrr en í sjöttu og síðustu skákinni. Aðstoðarmenn Jóhanns í Kan- ada verða stórmeistararnir Mar- geir Pétursson og Friðrik Ólafs- son og ætti reynsla Friðriks bæði við skákborðið og í ýmsum vandamálum sem hugsanlega geta skotið upp kollinum að koma sér vel. Ánatoly Karpov sagði einu sinni að öll einvígi Kortsnojs væru tengd uppákom- um og hneykslum. Eg á bágt með að ímynda mér að eitthvað slíkt geti hent í Saint John en minna má á orð Kortsnojs í bókinni „Chess is my life“ sem fylgja hér: „Skákmenn eru margbreytilegir persónuleikar. Sumir eins og t.d. Spasskí, Bronstein og Portisch leggja mikið upp úr vinsamlegum samskiptum við mótstöðumann- inn til að öðlast sjálfstraust. Aðr- ir verða undantekningalaust að fjandskapast við andstæðinginn og á meðan einvígi stendur eru öll samskipti algerlega útilokið. Ég játa að ég tilheyri þessum hópi manna.“ Þessu fylgdi mikill bálk- ur um Tigran Petrosjan sem ég rek ekki hér. Návist Friðriks mun áreiðan- lega vekja athygli í Kanada, því hið einkennilega fjölskyldumál Kortsnojs varð með einum eða öðrum hætti til þess að Campom- anes komst til valda í FIDE og situr þar í óþökk flestra fremstu stórmeistara heims. Von Vesturlanda Auk Jóhanns og Kortsnojs taka fimm Vesturlandabúar þátt í áskorendakeppninni. Spraggett er hægt að afskrifa. Hann á litla möguleika í einvígi sínu við Sok- olov. Þó Sovétmaðurinn hafi ver- ið í greinilegri lægð undanfarið er hann harðskeyttur einvígismaður eins og landar hans Vaganian og Jusupov fengu að kenna á í síð- ustu áskorendakeppni. Ég tel Sokolov öruggan um sigur. Þá ætti Artur Josopov ekki að verða skotaskuld úr því að sigra Eistlendinginn Jan Ehlvest sem öllum á óvart vann sér rétt til þátttöku í þessari keppni. Jusup- ov er geysilega öruggur skákmað- ur og var afar óheppinn að tapa fyrir Sokolov, því hann missti niður tveggja vinninga forskot þegar stutt var til loka einvígisins. Stíll hans er þunglamalegur sem hentar vel í einvígum. Eins og rússneski björninn hefur hann hægt upp hramminn en höggið er banvænt. Jusupov hefur haft sig lítið í frammi undanfarið en hann hefur áreiðanlega undirbúið sig vel fyrir þessa keppni enda virðist hann fýlgja dyggilega öllum þeim vísindalegu heillaráðum sem runnin eru undan rífjum Mikhael Botvinniks og hafa lengi verið að- alsmerki sovéska skákskólans. Ehlvest hefur verið kallaður arf- taki landa síns Paul Keres en á langt í land með að ná styrk Jus- upovs sem undanfarið hefur ver- ið kjölfestan í sovéska olympíul- iðinu. Enska undrabamið Nigel Short veldur mönnum dálitlum heilabrotum. Hann byrjaði síð- asta ár með miklum glæsibrag, vann Wijk aan Zee-mótið og síð- an IBM-mótið í Reykjavflc en varð svo í 11. sæti á SWIFT- mótinu í Briissel. Það læðist að manni sá grunur að hann hafi tæpast nægilega sjálfsögun til að Andrel Sokolov 24 ára gamall so- véskur stórmeistari með 2595 stig. Teflir við Kanadamanninn Spraggett sem er með 2580 stig. ná langt í þessari hrinu. A.m.k. myndi Artur Jusupov aldrei fara út í sal til að kyssa kærustuna sína eins og Short gerði á IBM-mótinu sl. vetur. Vaknar þá upp sú spurning hvort skákmaður sem hyggst ná hæstum hæðum hljóti ekki að hyllast til einlífis og sí- felldrar afneitunar. „Ég er ekki munkur,“ skrifaði Garrí Kaspar- ov í bók sinni „Child of change“, en á öðrum stað kveðst hann um margra ára skeið hafa þjálfað lík- ama og hug með sama hætti og geimfari. Markmiðið var aðeins eitt: heimsmeistaratitillinn. Ég á ekki gott með að spá um úrslit einvígis hans við Ungverjann Sax en óska Short sigurs. Hann ætti að eiga góða möguleika, því Sax er afar taugaóstyrkur þegar mikið liggur við og minnist ég þar síðustu umferðar olympíumóts- ins á Möltu 1980 er við íslending- ar mættum Ungverjum og þeir Ribli og Sax fóru næstum „yfir um“ af taugaæsingi svo nánast hlálegt var á að horfa. Short hef- ur þegar best lætur fágaðan stöðustfl, eiginiega er hann of ungur fyrir sinn stíl, svo vitnað sé í Mikhael Tal. Hann er ásamt Jan Timman „Von Vesturlanda“ í þessari keppni en ég er ekki viss um að Jóhann og Seirawan sam- þykki það. Sax er grjótharður sóknarskákmaður og stíll hans á e.t.v. ekki sem best við Short. Því má ekki vanmeta möguleika Ungverjans. Hollenski stórmeistarinn Jan Timman er nú þriðji stigahæsti skákmaður heims á eftir Kaspar- ov og Karpov. Hann er af mörg- um talinn sigurstranglegur eftir glæsilega frammistöðu á undan- fömum árum. Nýlega vann hann upphitunareinvígi við Lubomir Ljubojevic V/i'.V/z, en hafa verð- ur í huga að Júgóslavinn var ekki með réttu ráði og tefldi hrikalega illa í þessu einvígi, enda einn af brokkgengari skákmönnum Karpov-kynslóðarinnar. Tim- man hefur löngum þótt dálítið „fríkaður“ náungi, dæmigerður fulltrúi „68-kynslóðarinnar“ og virðist seint ætla að láta af léttúð- ugum lífsstfl sínum. Hann er enn feiknarlega hárprúður og að þessu upptöldu er ekki að furða þó sumir spyrji hvað svona jeppi sé að gera upp á dekk. Hleypi- dóma af því tagi lætur hann sem vind um eyru þjóta. Staðreyndin er nefnilega sú að Timman hefur til að bera flesta þá kosti sem prýða góðan skákmann. Það stórmeistari með 2595 Eló-stig. Teflir við Englendinginn Speelman sem er með 2625 stig. kann að koma mönnum á óvart en Timman er gríðarlega vinnu- samur við skákrannsóknir og ag- aður á sinn sérkennilega hátt. Eftir hann liggja miklar rann- sóknir í rituðu máli sem margir telja með því besta sem frá nokkrum skákmanni hefur kom- ið. Hann er jafnvígur á alla þætti skákarinnar og er mikill baráttu- jaxl og úrræðagóður í erfiðum stöðum. Minnisstæð eru t.d. lok skákar hans við Jón L. Árnason á IBM-mótinu í fyrra. Auðvitað var Timman heppinn að vinna skákina eins gjörtöpuð og hún var en samt var þetta ekki alger tilviljun. Jón var með bullandi mátsókn en alveg að falla er Tim- man fann varnarleik sem Jón hafði alls ekki tekið með í reikninginn. Þarna var biskup leikið beint í dauðann. „Innblás- in þvæla," hafði Timman eftir kollega sínum Hans Ree í aths. við skákina í „News in Chess“ sem hann ritstýrir og er af mörg- um talið besta skákblað sem nú er gefið út. Langeinfaldast er að drepa biskupinn og Timman hefði getað gefist upp, en mikið fát kom á Jón og að lokum féll hann á tíma eftir að hafa glutrað stöðunni niður. Andstæðingur hans Valeri Salov fyrrum aðstoð- armaður Kaipovs er af allt öðru sauðahúsi. Akaflega aivarlegur og metnaðarfullur ungur maður. Hann tefldi á Reykjavíkurskák- mótinu 1986 en vann sín bestu afrek í fyrra þegar hann varð efst- ur á Sovétmeistaramótinu og á millisvæðamótinu í Szirak ásamt Jóhanni Hjartarsyni. Timman ætti að vinna en því miður hefur þessi skákkóngur Hollendinga oft brugðist þegar keppnin um heimsmeistaratitilinn er annars vegar svo allt getur gerst. Einvígi Armeníumannsins Rafael Vaganians og Lajos Port- isch er athyglisvert. Portisch hlýtur að vera í góðu skapi eftir að komast í kandidatahópinn á síðasta snúning. Hann er hins vegar farinn að reskjast og er hætt við að Vaganian sem hefur afar frumlegan skákstfl nái að rugla hann í ríminu. Mikhael Tal spáði Vaganian góðu gengi í á- skorendakeppninni og ætla því að veðja á Sovétmanninn. Hann er ekki nándar nærri eins þekktur og Portisch sem hefur teflt í næst- um hverri einustu áskorenda- keppni síðan 1965 þegar sumir þátttakendur í Saint John þekktu varla muninn á peði og pela, eins 10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN j Sunnudagur 17. janúar 1988 ur stórmeistari með 2595 Eló-stig. Teflir við Hollandinginn Jan Timman sem er með 2675 stig - aðeins Kasp- arov og Karpov eru hærri. Jóhann og Korchnoi. Þar takast á æskan og ellin... Korchnoi er þrautreyndurog hefur teflt óteljandi einvígisskákirog veriðífremsturöð skákmannasíð- ustu áratugi. Jó- hannereinn efnilegasti skákmaður Vesturlanda. og Jón L. myndi orða það. Það er alkunna að hugmyndafræðingur Portisch er Mikhael Botvinnik. Mikill reglumaður Lajos og vinn- ur a.m.k. 8 klst. á dag við skák- rannsóknir og enda einn mesti byrjanasérfræðingur sem uppi er. Vaganian þótti snemma mikill hæfileikamaður, en fjarska óag- aður. Hann hefur tekið í hnakka- drambið á sér og er tvímælalaust einn öflugasti skákmaðurinn í Sa- int John. Að síðustu skal nefna þá Yass- er Seirawan sterkasta skákmann Bandaríkjanna um árabil og Eng- lendinginn Jonathan Speelman. Seirawan er af sýrlensku bergi brotinn, og glæsilegur á velli og hlaut m.a. útnefninguna „Bac- helor of the month“ í útbreiddu bandarísku slúðurriti. Mun hann hafa fengið ófá hjónabandstil-' boð, enda fljótur í hnappheld-|i una. Hann er vel klæddur og vel kynntur, bauð sig á sl. ári fram til forseta bandaríska skáksamb- andsins en náði ekki kjöri Seirawan tefldi á Reykjavíkurm- ótinu 1986 en gekk herfilega. Hann á það til að vera nokkuð brokkgengur en teflir skínandi vel í góðu formi og var kjölfestan í olympíusveit Bandaríkjanna í Dubai þar sem hann sigraði m.a. Kasparov og Portisch. Seirawan getur náð langt en að mínu mati skortir hann enn herslumuninn. Ég spái honum þó sigri í einvíginu við Speelman. Englendingurinn hefur átt miklu og vaxandi gengi að fagna undanfarið og tefldi ná- lega 100 skákir án taps á tímabili. Hann er gagnmenntaður úr virt- ustu háskólum Englands en hefur skákina fyrir sitt lifibrauð, geysi- lega traustur og þegar best lætur nalar hann inn vinningana á færi- 2620 stig. bandi. Speelman þykir, eins og landi hans Mestel, dálítið sér- kennilegur í útliti, hárprúður og alskeggjaður allt frá því ég man fyrst eftir honum, þá kornung- um! Alþjóðaskáksambandið FIDE sá sig knúið til að gera sérstaka samþykkt vegna klæðaburðar þessara snillinga og verða menn að vera sómasamlega til fara í Sa- int John. T-skyrtur, svo ekki sé minnst á stuttbuxur sem Nigel Short klæðist iðulega þegar heitt er í veðri, eru harðbannaðar. Skákstíll Speelmans er frumlegur og virðist hann sækja í smiðju lið- inna meistara Englands, s.s. til herramannsins Spielmans en þessum tveimur er oft ruglað saman. Speelman á við ann- marka að stríða sem ekki verður ráðin bót á. Hann er afar sjónd- apur og notar geysilega þykk gleraugu. Sjónin á það til að versna mjög snögglega svo á köflum sér hann bókstaflega ekki glóru. Hann er líkt og Timman mikill fræðimaður í skák en rit hans höfða þó tæplega til annarra en þeirra sem mjög langt eru komnir í skákinni. Verður það Karpov? Við hóp sigurvegaranna sjö bætist svo áttundi maður og sá sigurstranglegasti af þeim öllum: Anatoly Karpov fyrrum heimsmeistari. Eins og staðan er í dag er Karpov sá eini sem getur veitt Kasparov keppni og það verðuga. Auðvitað getur margt breyst á þremur árum og mér sýn- ist t.d. nýja tímafyrirkomulagið ekki henta Karpov sérlega vel. Karpov er þrautreyndur einvígis- maður og hefur aðeins tvisvar á ferlinum tapað einvígi. Stíll hans er sniðinn fyrir einvígistafl- mennsku. Það er margt sem bendir til þess að þeir kappar reyni aftur með sér eftir þrjú ár, en hafa verður í huga að breyting- ar gerast snöggt í skákheiminum. Eldri keppendur í áskorenda- hópnum hafa að mínu viti ekki mikla möguleika gegn Karpov, enda margoft orðið að lúta í lægra haldi fyrir honum. Það eru yngri mennirnir sem gætu velt honum úr sessi. - H.ÓI. BILA-HAPPDRÆTTI HANDKNATTLEIKSSAMBANDSISUNDS 10 SUZUKI F0X JEPPAR - með drífi á ollum. eins og landsliðið okkar 25 SUZUKI SWIFT - tískubíllinn í ár 35 BILAR i h ■ '■fVyA-. itppf^Éatt 1 Dregið annað kvöld te» FLUGLEIDIR Aðalstuðningsaðili HSI

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.