Þjóðviljinn - 17.01.1988, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 17.01.1988, Blaðsíða 16
HUGVEKJA UM reyndar a^ítarleg tilraunir heföu leitt í Ijósaðgeisladiskáf þyldualltnem hundsbit, ogerhér komið énn eitt dæmið' um það undarleg ástarhaturs-samband-—owi. semermilli hunda ogtónlistar.“ „_insog Njálla Bergþórshvoli fór ég þrisvar j plötubúðina áðurenegtrúði því augpmbarið...“ Einn afmestu vísindamönnum eitthvert fornaldargaul og tekið það upp með alveg óheyrilegum hljómgæðum. Það er vitanlega hluti af framförunum að talna- böndin flækjast og slitna eins og segulbandsspólur, því að allir verða búnir að fá leiða á Dibbi- dibbidútt eftir sex vikur, en ef einhver skyldi setja það fyrir sig að fara að efast um framfarirnar, sagði greinin í franska blaðinu, að um þetta leyti væri gert ráð fyrir að enn ítarlegri rannsóknir hefðu leitt í ljós, að geisladisk- arnir væru eftir allt saman ekki eins endingargóðir og talið hefði verið. Þeir þyldu kannski heldur ekki kattarbit. Til þess að taka upp á talnabönd og spila þau þyrfti einhverja alveg nýja tækni, og var gert ráð fyrir því í greininni, að þau yrðu mjög dýr í fyrstu meðan talnaböndin væru sem mest í tísku og síðan myndi verðið fara lækkandi. Fyrir því var nefnilega gert ráð að tími talnabandanna myndi ekki vara mjög lengi, og þegar þau væru orðin einráð á mark- aðnum og búin að útrýma geisladiskunum kæmi önnur og ný tækni sem leysti þau af hólmi: sem sé nýir geisladiskar sem hægt væri að taka ofan í aftur og aftur, þannig að þeir sameinuðu kosti talnabandanna og hinna gömlu hundsbitsfælnu geisladiska. Til að taka upp á þá þyrfti alveg ný tæki, sem gert var ráð fyrir að yrðu mjög dýr í fyrstu etcetera. Lengra var þessi gullna þróun- arbraut ekki rakin í greininni, en í öðru blaði mátti um sama leyti Einhvern tíma í fyrravor átti ég leið í eina af stærstu hljóm- plötuverslunum Parísarborg- ar, þar sem ég hafði ekki stig- ið fæti mínum nokkurt skeið, og var erindið að festa kaup á nokkrum alkunnum plötum, sem jafnan höfðu verið á markaðnum og ég taldi mig geta gengið að. En í þessu höfuðmusteri vinylsins, þar sem saman hafði verið komin tónlist frá öllum tímum og öllum hálfum jarðar, höfðu nú orðið róttækar breytingar: komnar voru upp miklar deildir með geisladiskum, eins og við mátti búast, en þærendalausu hilur, sem áður höfðu verið troðfullar af hljómplötum voru nú hálftóm- ar: þótt þessum hillum hefði fækkað talsvert mikið, vegna þess hve mikið rými hafði ver- iðtekið undirgeisladiskana, láguplöturnarmeiraogminna á hliðinni með stórum bilum á milli. Þærplötursem ég varað leita að fundust hvergi, og einu svörin sem fengust við fyrirspurnum um þær voru önugar glósur og stuttara- legar um að þær væru ekki lengur til - og jafnvel að um- ræddartónsmíðar væri ekki lengur hægt að fá á plötum. Skyndikönnun á geisladiska- deildunum leiddi það reyndar íljós, að margvíslegartón- smíðar sem voru kannski ekki einsvinsælarog „Hnotubrjót- urinn" en höfðu samt verið fáanlegar á venjulegum plötum voru ekki lengurfyrir hendi, og virtist sú tónlist sem á boðstólum var hafa dregist ískyggilega mikið saman á stuttumtíma. Þar sem stórverslun þessi hafði verið óbreytt og söm við sig árum saman líkt og Eiffel-turninn og Sigurboginn, var ekki laust við að þessi umskipti yllu mér nokkrum heilabrotum. Eins og Njáll á Bergþórshvoli fór ég þrisvar í plötubúðina áður en ég tryði fylli- lega því sem ég hafði augum bar- ið, og ýmsum válegum hugmynd- um skaut upp kollinum: skyldi eitthvert sníkjudýr hafa komist í vinyl-framleiðsluna, kannski lús eða sveppur, þannig að ekki var lengur til nægilegt hráefni í skíf- uframleiðslu, eða skyldi dreifing- in á þessum kringlóttu plötum, sem snúast 33 sinnum á mínútu ihverri, gyrantes musicam per 'circtuitum, hafa verið hindruð af einhverjum trúarlegum ástæð- um? En ég þurfti ekki að velta þessu lengi fyrir mér, því að skömmu síðar birtist í frönsku blaði löng grein þar sem ítarlega var fjallað um öll þessi hljómplö- tumál. Svo virtist sem svörin við þeim spurningum sem umskiptin rót- tæku í hljómplötuversluninni höfðu kveikt væru talsvert jarð- bundnari og eins og þau væru klippt út úr gömlum kennisetn- ingum sem þykja víst bæði ein- feldningslegar og úreltar nú á dögum. Sérfræðingur blaðsins lýsti því fyrst fjálglega hvað geisladiskar hefðu fengið góðar viðtökur meðal almennings og verið fljótir að hasla sér völl á markaðnum. Skyldi þetta ekki koma neinum á óvart, því að bæði er að hljómgæði geisladiska eru mun betri en nokkuð það sem áður hefur tíðkast og svo er breiður hópur lysthafenda á öllu sem er nýtt og í tísku jafnan til staðar á Signubökkum, svo og bökkum annarra fljóta í Frakk- landi og jafnvel stærri áa: nægir að koma jpeim orðrómi á kreik að nú sé eitthvað orðið móðins til að menn komi hlaupandi úr öllum áttum með slíkum hamagangi að oft liggur við slysum á fólki. En þetta nægði þó ekki til að skýra umskiptin, þar sem geisladiskar voru helmingi dýrari en hljóm- plötur, og svo var all veruleg fjár- festing í lestrartækjunum. Loks má búast við því, að þeir sem áttu þegar stórt safn af hljómplötum gömlum og nýjum færu sér hægt í sakirnar við að breyta til. Fleira hlaut því að búa undir og gerðist nú frásögn blaðsins for- vitnileg. Sérfræðingurinn sagði sem sé, að lúsiðnir tæknimenn í landi hinnar rísandi sólar væru búnir að finna upp nýja upp- tökuaðferð, hin svonefndu „númerísku“ segulbönd sem kalla mætti talnabönd á voru máli, og hefðu þau sömu hljóm- gæði og geisladiskar, en þar að auki væri hægt að taka upp á þau - eftir geisladiskum og öðru - án þess að nokkuð færi til spillis í hljómgæðunum, og nota þau aft- ur og aftur. Búast mætti við því að þessi talnabönd kæmu á mark- aðinn eftir tvö ár eða jafnvel fyrr. Af þessum ástæðum hefðu upp- tökumenn og tónlistardreifendur ákveðið að beina almenningi inn á geisladiskanotkun nú þegar, þannig að slíkir diskar yrðu sem fyrst einráðir á markaðnum: væru þeir nefnilega dauðhræddir við að annars freistuðust menn til að hoppa hreinlega yfir þetta „þróunarstig", - halda sig bara við gömlu hljómplöturnar fyrst um sinn, þangað til talnaböndin kæmu fram á sjónarsviðið. Hefði þá geisladiskatæknin verið fíaskó hið mesta og ekki svaraði kostn- aði, og væri það dragbítur á frek- ari þróun á því sviði. Sú gullna þróunarbraut sem lýst var í blaðinu og orðið hafði til í frjósömum heilabúum tækni- og viðskiptafræðinga var þá eitthvað á þessa leið: A stuttum tíma, kannske einu ári eða svo, áttu venjulegar hljómplötur að hverfa af markaðnum og átti þessi gamla tækni hljómplatna sem lesnar eru með nálum hreinlega að leggjast niður, þannig að hana yrði ekki lengur að finna annars staðar en á byggðasöfnum milli taðkvarna og lásboga. í staðinn áttu menn að kaupa geislatæki og koma sér upp stórum söfnum af geisladiskum, sem hafa einmitt þann mikla kost að þeir þola flest hnjask og slitna ekki. Einn af mestu vísinda- mönnum íslands sagði mér reyndar, að ítarlegar tilraunir hefðu leitt í ljós að geisladiskar þyldu allt nema hundsbit, og er hér komið enn eitt dæmið um það undarlega ástarhaturs-samband sem er milli hunda og tónlistar. En þegar geisladiskarnir væru orðnir alveg einráðir, átti tímabil talnabandanna að renna upp: þau hafa nefnilega þann mikla kost að þau þvinga menn ekki til að sitja uppi með safn af ein- hverri tónlist sem þeir eru hættir að hlusta á, því að alltaf er hægt að taka á þau upp á nýtt eins og venjulegar segulbandsspólur. Slík tækni er vitanlega sú sem best á við á upprennandi öld gervihnatta-sj ónvarpsnetsins sem spannar um heim allan: ef menn heyra t.d. að nú er það lagið Dibbidibbidútt sem er orðið vinsælast og flutt á tónleikum í beinni útsendingu í Texas geta menn sem sé sett talnabands- spólu í tækið, þurrkað burt Einar Már Jónsson skrifar frá París 16 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 17. janúar 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.