Þjóðviljinn - 17.01.1988, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 17.01.1988, Blaðsíða 19
Jazztónleikar „EÐAHVAГ Jazzhljómsveitin „EÐAHVAÐ" heldurtónleika í Norræna húsinu 17.jan. n.k. kl. 16.00. Hljómsveitina skipa valin- kunnir tónlistarmenn, þar á með- al bassaleikarinn Skúli Sverrisson sem er hér í stuttri heimsókn frá Boston þar sem hann stundar nám í bassaleik við tónlistar- skólann Berklee College. Meðlimir hljómsveitarinnar eiga það sameiginlegt að hafa numið við ofangreinda stofnun og helga sig að mestu jazztónlist. Auk Skúla leika á sunnudag: Kjartan Valdimarsson píanó- leikari, Stefán S. Stefánsson sax- afónleikari og Pétur Grétarsson trommuleikari. Efnisskrá hljómsveitarinnar byggir að langmestu leyti á tón- smíðum meðlimanna og hafa þær fæstar heyrst áður. „EÐAHVAÐ" hefur starfað með hléum síðastliðið ár og í auknum mæli snúið sér að eigin tónlist þó enn skjóti upp kollin- um tónlist þekktari spámanna jazzins, erlendra. Tónleikarnir eru sem áður segir í Norræna húsinu 17. janúar n.k. og hefjast kl. 16.00. Jazzhljómsveitin „EÐAHVAÐ". löndum... íslenskir hagyrðingar og skóld Idta sér fdtt óvið- komandi. Sœmundur Helgason bóndi í Galta- lœkí Skilmannahreppi orti eftirfarandi drdpu í til- efni af nýafstdðnum Washington-fundi þeirra Reagans og Gorbat- sjovs. Óttinn er voðans valdur vonir bíður því góða fararnesti í förum til fjarlœgra þjóða. Far þú öldunnar faldur flyttu þeim minna Ijóða þökk frá þjóð minni um aldur að þiggja og bjóða. Megi örvunum inna út á sögunnar landi, leið til frelsis að finna úrfeigð, er heiminum grandi. Létu spennandi linna, líf og friðarins andi fannst í fótsporum minna á föður- og móðurlandi. Lifni í heimsins löndum Ijós, er um sali ganga, andblœrinn sem við öndum og löngun að langa, tengist blíðunnar böndum, brosi er sífellt anga, sem barn er blóm í höndum ber þér að vanga. SKIUÐ LAUNAMÐUM í tœka tíð Launamiðum fyrir greidd laun á árinu 1987 þarf að skila nú sem endranær. Síðasti skiladagur er 20.íanúarnk KENNtTALA ÍSTAÐ NAFNNÚMERS í stað nafnnúmers ber nú að tilgreina kennitölu bæði launamanna og launagreiðenda. RSK RÍKISSKATTSTJÓRI

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.