Þjóðviljinn - 19.01.1988, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 19.01.1988, Blaðsíða 1
janúar 1988 13. tölublað 53. árgangur Matarskattur Lánsbyrðin þyngist Allt bendir til að lánskjaravísitalan hœkki vegna skattsins. Atti að standa ístað. Auknar álögur á húsnœðiskaupendur Hagur húsbyggjenda og ann- arra þeirra sem hafa á bakinu verðtryggð lán mun síst vænkast eftir efnahagsaðgerðir ríkis- stjórnarinnar, sem m.a. hafa leitt til aukins framfærslukostnaðar heimilanna. Fastlega má búast við að lánskjaravísitala febrú- armánaðar hækki í kjölfar hækk- unar framfærsluvísitölunnar, sem stigið hefur um 3,71% á ein- um mánuði þrátt fyrir heit- strengingar stjórnvalda um hið gagnstæða. Lánskjaravísitala febrúarmán- aöar liggur ekki fyrir fyrr en í lok vikunnar eftir að byggingarvísi- talan hefur verið reiknuð út, en lánskjaravísitalan samanstendur að 1/3 hluta af vísitölu bygging- arkostnaðar og 2/3 af vísitölu framfærslukostnaðar. Samkvæmt mati stjórnvalda er byggingarvísitölunni ætlað að lækka í kjölfar lækkunar bygging- arkostnaðar um 2%. Óvíst er þó hvort og aö hve miklu leyti lækk- un tolla skilar sér í lækkuðu vöru- verði byggingarvöruverslana, sem aftur skilar sér með lægri byggingarvísitölu. Sé miðað við að byggingarvísi- talan standi í stað, í stað þess að lækka, leiðir hækkun framfærslu- vísitölunnar til 2,5% hækkunar Iánskjarvísitölu. í>að þýðir að 1.500.000 kr. verðtryggt lán sem tekið hefur verið fyrir réttu ári síðan væri komið uppí rúmlega 1.879.000 krónur og lán uppá 2.000.000 kr. hefði hækkað um rúma hálfa miljón króna. -rk Reykjavíkurborg Monthúsin fá mest Ráðhúsog Öskjuhlíðarhús kosta meira en allaraðrar borgarbyggingar. Samkvæmt fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir þetta ár verður hærri upphæð varið til byggingar ráðhúss og veitingahúss á Oskju- hlíð en til framkvæmda við bygg- ingu skóla, dagheimila, leikskóla, gæsluvalla, leiguíbúða, verka- mannabústaða, heilsugæslu- stöðva, B-álmu Borgarspítalans og framkvæmda vegna æskulýðs- og íþróttamála. Til þessara mála- flokka eru áætlaðar 421,5 mUjón- ir en til byggingar ráðhúss og veitingahúss 464,5 miljónir króna, sagði Sigurjón Pétursson í samtali við I>jóðviijann. Pá kom það fram hjá Ingi- björgu Sólrúnu Gísladóttur á Stöð 2 í gær að út frá þeim upplýs- ingum sem liggja fyrir um áætlað- an ráðhússkostnað dragi hún þá ályktun að á meðan ráðhúsið kosti 250 miljónir munu útgjöld vegna byggingar 190 bílastæða undir ráðhúsinu nema 500 milj- ónum. Samkvæmt upplýsingum frá meirihlutanum kosti helming- ur bílastæðanna, bílastæði til al- mennra nota, 250 miljónir og sé hinn helmingur kostnaðarins, einkabflastæði ráðhússins, færð- ur á byggingarkostnað ráðhúss. Sagði Ingibjörg Sólrún ekki óeðlilegt að álykta sem svo að sá helmingur kostaði það sama, þ.e.a.s. 250 miljónir, en sam- kvæmt þessu reikningsdæmi kosti framkvæmdir við byggingu ráð- hússins sjálfs því 250 miljónir og bílastæðin 500 miljónir. _k.ÓI. Sjá síður 5-6 Loðna Ovenjug veiði '* ili 57þúsund loðnutonn veiðstfrá þvífyrir helgi Óvenjugóð loðnuveiði hefur verið frá því rétt fyrir helgi og þegar síðast spurðist seinnipart- inn í gær var búið að veiða rúm 57 þúsund tonn af loðnu, aðallega austur af Gerpi. Skipin hafa dreift aflanum á svo til alla lönd- unarstaðina. Að sögn Ástráðar Ingvars- sonar hjá Loðnunefnd er búið að veiða rúm 400 þúsund tonn af loðnu f rá því vertíðin hófst í haust og eru rúm 500 þúsund tonn enn eftir af kvótanum. Frá því að loðnuverð var gefið frjálst í lok síðasta árs hefur sam- keppni verksmiðjanna farið harðnandi um hráefnið og síðast í gær bárust þær tilkynnti verk-, smiðjan í Grindavík að fyrir fyrstu 4 þúsund tonnin sem landað sé fyrir 25. verði borgaðar 2800 krónur fyrir tonnið. Pó eru þrjú skip á siglingu til Noregs og eitt til Færeyja með loðnufarm. Norðmenn bjóða rúmar 3 þúsund krónur fyrir tonnið og virðast út- gerðarmenn ekki hika við að láta skipin sigla þangað þótt litlu muni í verði. -grh VSI Fallöxin eða gálginn Asmundur Stefánsson: Verðbólgu oggengisfellingu hótað verðisamið um kauphækkanir. Verkafólki ætlað að axla byrðar óráðsíunnar Skilaboð atvinnurekenda eru ótvíræð hótun við verkafólk: Hvað sem þið semjið um i kaupi skal það verða tekið aftur með verðbólgu og gengisfellingu. Þetta er eins og bjóða ínöunum að velja á milli fallaxarinnar og gálg- ans, sagði Ásmundur Stefánsson, forseti Alþýðusambandsins, um isamþykkt sambandsstjórnar VSÍ, en þar er launþegum boðið að fallast sjálfviljugir á kaupmáttarskerðingu, eilegar verði hér óðaverðbólga og gengis- felling. - Það er Ijóst að verðbólgan er laus úr viðjum að verulegu leyti' fyrir beint og opinbert frumkvæði frá atvinnurekendum. í þeirri stöðu sj á menn gömlu ráðin að nú eigi að stöðva kauphækkanir, fella gengið og láta launafólk axla1 allar byrðarnar. Þetta dæmi getur ekki gengið upp - launafólk sættir sig einfald- lega ekki við slíka niðurstöðu. Peir hópar sem hafa ekki notið neins nema lágmarkshækkana að undanförnu, hópar sem standa frammi fyrir því að launahlutföll- in hafa á engan hátt farið á þann veg sem við reiknuðum með, hljóta að gera kröfur um leiðrétt- ingar, sagði Ásmundur. I samþykkt VSÍ segir m.a. að samdrátturútflutningstekna, lak- ari viðskiptakjör, vaxandi við- skiptahalli og taprekstur útflutn- ingsfyrirtækjanna hljóti að leiða til þess að kaupmáttur skerðist. - Því miður virðist vera að þetta viðhorf eigi hljómgrunn hjá stjórnvöldum, sem stjórna því sem atvinnurekendur ekki stjórna sjálfir í þeirri ringulreið efnahagsmála sem viðgengist hefur að undanförnu. í>að er við erfiðan að eiga þegar þessi öfl standa saman að viðhorfum af þessu tagi, sagði forseti ASÍ. -rk Hvalaráðstefnan Watson kemur á morgun Fulltrúar Whale Conservation Society einnig vœntanlegir. Hérlendir hvalavinir hyggjast mótmœla Paul Watson, forystumaður Sea Shepherd samtakanna, kem- ur til Islands á morgun ásamt leiðtoga samtakanna í Bretlandi. Enn er ekki kunnugt hvernig ís- lensk yfirvöld munu bregðast við, en Watson hefur lýst sámtök sín ábyrg fyrir skemmdarverkunum í hvalbátunum og hvalstöðinni. Pá eru á leiðinni hingað fulltrú- ar samtakanna Whale Conservat- ion Society í Bretlandi, að sögn Magnúsar Skarphéðinssonar, fé- laga í íslenska hvalavinafélaginu, og munu fleiri hvalavinir hafa sýnt því áhuga að koma hingað vegna fundarins. Á laugardag er ráðgert að halda fund á Hótel Borg og mun Paul Watson þar kynna sjónar- mið samtaka sinna. Þá munu ís- lenskir hvalavinir efna til ein- hverra mótmæla á meðan að ráð- stefnan stendur yfir en Magnús vildi ekki láta uppi í hverju þau yrðu fólgin. -Sáf

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.