Þjóðviljinn - 19.01.1988, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 19.01.1988, Blaðsíða 2
Rúnar Marteinsson bifvéla- virki: Mjög ánægður. Þeir stóðu sig vel drengirnir. Geir Óskarsson bifvéiavirki: Já, ég er nokkuð ánægður. Við verðum að taka tillit til þess að við erum að berjast við miljónaþjóðir. María Jakobsdóttir, í at- vinnuleit: Mér finnst þeir góðir og hafa staðið sig vel. En þeir hefðu al- veg mátt vinna Svíana. Helga Ágústsdóttir sjúkra- liði: Jú, en það eina sem skyggir á er þetta mark sem upþ á vantaði til að komast í úrslitin. Elín Jóhannsdóttir sjúkra- liðanemi: Ég er mjög ánægð með strák- ana. Við getum ekki búist við meiru af þeim. -SPURNINGIN- Ertu ánægð(ur) með frammistöðu íslendinga í heimsbikarkeppninni í handbolta? FRETTIR Alþýðuflokkurinn Matarskattur í anda jafnaðarmennsku Alyktun flokksstjórnarfundar Alþýðuflokksins. Varnarskjalfyrirmatarskattinn. Launfólki send áminning. Taka verður ávaxtaþróuninni Flokksstjórnin lýsir fyllsta stuðningi við þær veigamestu breytingar á skattakerfinu, sem gerðar hafa verið um áratuga skeið og eiga rætur í stefnu jafn- aðarmanna um réttláta tekju- skiptingu, segir m.a. annars í á- lyktun flokksstjórnarfundar Al- þýðuflokksins, sem haldinn var sl. laugardag. Ályktun þessi er varnarskjal fyrir fjármálaráðherra og fjallar mestur hluti hennar um skatt- kerfisbreytingarnar án þess að minnst sé einu orði á umdeildasta Nemendur MK eru óánægðir með mætingarreglur skólans. Hafa þeir m.a. rætt um setuverkfall komi skólayfirvöld ekki til móts við kröfur þeirra um að tekið verði tillit til læknisvottorða í skemmri veikindum. Mynd. E.ÓI. Menntaskólinn í Kópavogi Nemendur í uppreisnarhug Nemendur krefjast breytinga á mætingaskyldureglum Það hefur verið rætt um að grípa til setu verkfalls ef skóla- yfirvöld koma ekki að einhverju leyti á móts við kröfur okkár, sögðu nemendur í Menntaskól- anum i Kópavogi í samtali við Þjóðviljann, en mikii óánægja hefur verið meðal nemenda með mætingarskyldu í skólanum. Þar er nemendum skylt að mæta í 80% tímanna, en aðeins er tekið tillit til læknisvottorðs sé um lang- varandi veikindi að ræða. - Það er okkar helsta krafa að tillit verði tekið til læknisvott- torða þegar um skemmri veikindi er að ræða, sögðu nemendur. - Það þarf tveggja vikna fjarveru til þess að fara niður í 80% mæt- ingu. Þú færð flensu einu sinni til tvisvar á vetri og fellur á mæt- ingu. Þessar reglur eru í engu samræmi við reglur í öðrum skólum. Nemendur hafa fundað með skólayfirvöldum og að sögn nem- enda hafa þau lagt blátt nei við þessari kröfu. - Nemendur hafa oft á undanförnum árum gert at- hugasemdir við mætingarregl- urnar, en það hefur alltaf tekist að svæfa málið. Þeim skal ekki takast það að þessu sinni, sögðu nemendur einarðir. Auk þess að gera athuga- semdir við mætingarreglur skólans hafa nemendur gert at- hugasemd við bflastæðareglurn- ar, en samkvæmt þeim ber ne- mendur að leggja bflum sínum á öðru bflastæði en kennarar leggja sínum. Um þetta segir annar skólastjórnarfulltrúi nemenda í nýútkomnu skólablaði. - Þessari fáránlegu reglu, sem mismunar kennurum og nemendum, vildi meirihlutinn í skólastjórn alls ekki breyta. Þetta sýnir annað hvort mikið þverlyndi eða úrelta yfirstéttarbælingu (halda að kennarar og starfslið skólans séu eitthvað æðri eða betri)! _k.Ó1. hluta þeirra, matarskattinn. „Flokksstjórnin fagnar þeirri djörfung, að hrinda nú í fram- kvæmd þessum breytingum, sem í senn eru forsenda fyrir virku skattaeftirliti og undirstaða velf- erðarríkisins, sem efla þarf hér á Iandi. Má í því sambandi nefna hækkaðan persónuafslátt, mikla hækkun barnabóta, barnabóta- auka, svo og tollalækkanir, sem fljótlega munu hafa áhrif.“ Þá segir að fjármálaráðherra hafi skipað hert skattaeftirlit með áherslu á betri söluskattsskil og skorar flokksstjórn á ráðherra sína, að fylgja þessu máli eftir af hörku, ásamt því að herða verð- lagseftirlit í framhaldi af ákvörð- un viðskiptaráðherra. Því næst kemur áminning til launafólks: „Ein þýðingarmesta kjarabót allra launþega er að tak- ast megi að ná verðbólgunni nið- ur eftir að hún fór úr böndum fyrri hluta síðasta árs. Komandi kjarasamningar munu ráða miklu íum hvernig til tekst. - Þróun 1 efnahagsmála hefur haft áhrif á allt launakerfið í landinu, þar sem taxtar segja lítið um raun- veruleg laun, nema hjá láglaunaf- ólki. Það er eindregin krafa flokksstjómar, að ráðherrar Al- þýðuflokksins reyni á allan hátt að greiða fyrir því, að kjör tekju- lægstu hópanna verði bætt.“ Þá er tekið undir að stöðva verði vaxtahækkunina og lækka vaxtastigið með samstilltum efnahagsaðgerðum og er því sér- staklega beint til ráðherranna að sérstaklega verði hugað að hlut landsbyggðarinnar í þeim að- , gerðum sem framundan eru. -Sáf Hrafn á Hallormsslað látinn Hrafn Sveinbjarnarson fyrr- verandi oddviti lést á heimili sínu að Hjalla á Hallormsstað í fyrrinótt á 75. aldursári. Hrafn Sveinbjarnarson var fæddur á Reyðarfirði 1913 en fluttist að Hallormsstað 1932, þar sem hann átti heimili upp frá því og gegndi margvíslegum störfum sem ráðsmaður, oddviti, bíl- stjóri, endurskoðandi, starfs- maður skógræktarinnar o.fl. Hrafn var kvæntur Þórnýju Friðriksdóttur fyrrverandi skóla- stýru húsmæðraskólans á Hall- ormsstað, sem lést fyrir aldur fram 1968. Hrafn Sveinbjarnarson tók virkan þátt í félagsmálum og gegndi auk oddvitastarfsins trún- aðarstörfum bæði fyrir Franm- sóknarflokkinn, Alþýðusam- band Austurlands og Kaupfélag Héraðsbúa. Með Hrafni Sveinbjarnarsyni er horfinn af sjónarsviðinu litrík- ur persónuleiki sem setti svip á samtíð sína og umhverfi og var ógleymanlegur hverjum sem kynntist. Hallormsstaður verður ekki samur eftir fráfall hans. Þjóðviljinn sendir Sigrúnu dóttur Hrafns og öðrum aðstandendum dýpstu samúðarkveðjur. -ólg 2 SlÐA - PJÓÐVILJINN Þrlójudagur 19. janúar 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.