Þjóðviljinn - 19.01.1988, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 19.01.1988, Blaðsíða 3
ÖRFRÉTTIR Vigdís Finnbogadóttir forseti íslands fer til Bandaríkj- anna á laugardaginn kemur en hún mun síðar í mánuðinum opna fyrir hönd Norðurlandanna, listiðnaðarsýningu í New York. Sýnd eru verk 35 listamanna og af fslands hálfu eiga verka á sýn- ingunni: Ásgerður Búadóttir, Guðný Magnúsdóttir, Jens Guð- jónsson, Jónína Guðnadóttir, Leifur Breiðfjörð, Ragna Ró- bertsdóttirog Steinunni Þórarins- dóttir. Vigdís mun síðan hitta forseta Bandaríkjanna að máli í Hvíta húsinu 26. janúar n.k. Bæjarstjórn Akraness hefur skorað á stjórnvöld að tryggja Vegagerð ríkisins fjár- magn til að kosta nauðsynlegar rannsóknir á vegatengingu yfir utanverðan Hvalfjörð, annað hvort með byggingu brúar eða gerðar jarðgangna. Lausleg könnun bendir til að slíkar fram- kvæmdir séu þjóðhagslega hag- kvæmar. Aðstoðar- bankastjórar hafa verið ráðnir hjá Útvegs- bankanum hf. Það eru þau Jakob Ármannsson sem starfað hefur sem sérfærðingur í erlendum við- skiptum á vegum bankans og Kristín Lilja Steinsen, viðskipta- fræðingur sem starfað hefur und- anfarið sem fulltrúi bankastjóra. Neytenda- samtökin hafa skorað á samtök eggja- framleiðenda að falla frá fyrirhug- uðum hugmyndum um fram- leiðslustjórnun á eggjum með fóðurbætisskömmtun. Slík skömmtun yrði á kostnað neytenda að mati samtakanna sem hafna alfarið öllum tilraun- um framleiðenda til að skipta framleiðslunni á milli sín án þess að fyrir liggi hvernig nýir aðilar eigi að komast inn í greinina. FRETTIR Skipastóllinn Endumýjun ytra Guðjón Jónssonformaður: Öll nýsmíði og endurbœtur á fiskiskipaflotanum fer fram erlendis. A meðan hafa innlendar skipasmíðastöðvar takmörkuð verkefni að nær auðvitað engri átt fyrir eyþjóð eins og okkur að flytja út tU erlendra skipasmiðja allar meiriháttar nýsmíði og endurbætur á fiskiskipastólnum. En því miður virðist stefna stjórnvaida vera í þá átt sem er alveg furðuleg, segir Guðjón Jónsson, formaður Málm- og skipasmiðasambands íslands í samtali við Þjóðviljann. Miðstjórn sambandsins hefur gagnrýnt stjórnvöld harðlega fyrir hvernig staðið er að endur- nýjun fiskiskipastólsins og jafn- framt skorað á þau að beita sér fyrir því að innlendum skipa- smíðastöðvum verði falin veiga- meiri hlutur við endurnýjun hans heldur en gert hefur verið til þessa. Að sögn Guðjóns kom það fram í svari iðnaðarráðherra á Alþingi vegna fyrirspurnar þar að lútandi að Fiskveiðasjóður hefur veitt lán til 23 fiskiskipa, 70 til 900 tonna sem eru í smíðum erlendis að upphæð um 1,8 milljarða Meinatœknar Eigið felag? Stjórn Meinatœknafélagsins mœlir með stofn- un stéttarfélags með sjálfstœðan samningsrétt. Marta Hjálmarsdóttir: Viljum jafnframt starfa í sterkum heildarsamtökum Meinatæknar hafa ákveðið að ganga til atkvæðagreiðslu um það hvort félagið skuli nýta sér þær breytingar í nýjum samn- ingsréttarlögum opinberra starfs- manna sem gefa félögum heimild til þess að stofna sjálfstætt stétt- arféiag. Atkvæðaseðlar hafa nú verið sendir út og ber félags- mönnum að skila þeim eigi síðar en 25. janúar. Er gert ráð fyrir að niðurstöður liggi fyrir um næstu mánaðamót. Marta Hjálmarsdóttir varafor- maður Meinatæknafélagsins sagði í samtali við Þjóðviljann að stjórn félagsins hefði mælt með því að félagið yrði stéttarfélag með sjálfstæðan samningsrétt, en fram til þess hafa meinatæknar verið sem einstaklingar í Starfs- mannafélagi ríkisins og starfs- mannafélögum sveitarfélaga. Sagði Marta að á félagsfundinum virtist vilji félagsmanna vera sá sami og stjórnarinnar í þessum efnum. Kostina við það að meinatækn- ar mynduðu sjálfstætt stéttarfé- lag sagði Marta vera þá að þannig kæmust meinatæknar nær við- semjendum og myndu eiga hæg- ara um vik að berjast fyrir sér- málum meinatækna. „Það er hinsvegar eindreginn vilji okkar að starfa jafnframt í sterkum heildarsamtökum," sagði Marta. - K.Ól. Umferðin Lítið um vanbúna bíla Þrátt fyrir þæfingsfærð á göt- um Reykjavíkur í gær urðu óhöpp í umferðinni ekki fleiri en gengur og gerist. Alls urðu um 25- 30 árekstrar og 2 umferðarslys Að sögn lögreglunnar var óvenjulítið um vanbúna bíla í umferðinni í gær í fyrstu alvöru vetrarfærðinni.en nokkrum snjó kyngdi niður um helgina. Lög- reglan sagði að það væri mesta furða hvað umferðin hefði gengið áfallalítið fyrir sig. Helgin var þokkaleg að sögn lögreglu og stórslysalaus, en þó var samkvæmt venju gestkvæmt í fangageymslum. -grh króna. Heildarverð þessara skipa er rúmlega 3 milljarðar. Á sama tíma eru í smíðum hér innanlands aðeins 16 þilfarsskip og af þeim eru 14 tíu tonn eða minni. Guð- jón sagði að samkvæmt þessum upplýsingum Væri það ljóst að endurnýjun fiskiskipastólsins færi nú fram að mestum hluta er- lendis og keypt þar fyrir dýr- mætan gjaldeyri. Á sama tíma hefðu innlendar skipasmíða- stöðvar mjög takmörkuð og óviss verkefni. „Ef þessi þróun heldur áfram í þessum farvegi mikið lengur, glötum við bráðum þekkingu okkar til allra nýsmíða og endur- bóta á fiskiskipastólnum. Til marks um það hver þróunin hefur verið, þá unnu hjá Stálvík hf. fyrir nokkru síðan á annað hundrað manns, en í dag vinna þar aðeins um 60-70 manns,“ sagði Guðjón Jónsson formaður Málm- og skipasmiðasambands- ins. - grh. Innanlandsflugið gekk upp. Vegna éljagangs á Suðvesturlandi í gærmorgun og seinnipart dags urou nokkrar tafir á innanlandsfluginu, en að lokum komust allir leiðar sinnar nema farþegar að sunnan til Þingeyrar. Á myndinni er flugstjóri Akureyrarvélarinnar eftir að farþegar urðu að snúa aftur vegna frestunar. Eins gott að hreyflarnir séu í lagi. (Mynd E.ÓI.) Húsnæðislánin Ný lán um áramót Hrafn Magnússon: Ekkert í lögunum sem gefur tilefni til að rifta Færrl atvinnu- leysisdagar voru skráðir í desember sl. en í nokkrum öðrum desembermán- uði á þessum áratug. Skráðir voru 14 þúsund dagar, sem jafngilda því að 650 manns hafi verið á atvinnuleysisskrá allan mánuðinn. Atvinnuleyisdagar hafði hins vegar fjölgað nokkuð frá því í nóvember eða úr 0,2 af vinnufærum mannafla í 0,5% Kennsla í húsagerðarlist hérlendis, er til skoðunar í sér- stakri nefnd sem menntamála- ráðherra hefur skipað. Nefndini er ætlað að láta uppi rökstutt álit á hvort rétt sé að taka upp slíka kennslu hér og hvar best væri að vista hana ef til kæmi. í nefndinni eiga sæti þau: Guðrún Jónsdóttir arkitekt, Vilhjálmur Hjálmarsson arkitekt, Hörður Ágústsson listmálari, Þorsteinn Helgason prófessor og Stefán Stefánsson deildarstjóri sem er formaður nefndarinnar. cir sem sóttu um húsnæðislán í mars á síðasta ári geta átt von á því að fá lán öðru hvoru megin við næstu áramót, að sögn Sigurðar E. Guðmundssonar, framkvæmdastjóra Húsnæðis- stofnunar. Sigurður sagði að menn hjá Húsnæðisstofnun séu nú að vinna að þessu af fullu kappi en að hann hefði sjálfur ekki haft tök á að kynna sér reglugerðina nógu ýt- arlega til að gefa ákveðin svör um hvernig hún komi út í fram- kvæmd, þó sagðist hann búast við að þeir sem ekki lenda í forgangs- hópi fái lán eftir eitt til tvö ár. Samkvæmt reglugerðinni hafa þeir umsækjendur sem eru að byggjaeða kaupa í fyrsta sinn for- gang um lán og á biðtími þeirra að jafnaði að vera helmingi styttri en þeirra sem eiga íbúð fyrir. Þá lenda þeir umsækjendur sem eiga ófullnægjandi húsnæði eða þurfa að skipta um húsnæði af fjöl- skylduástæðum einnig í forgangs- hópnum. Ákvæðið um forgangshópa gildir þó ekki um þá sem sóttu um áður en nýja húsnæðisfrumvarp- ið varð að lögum, þar hafa allir jafnan rétt einsog var áður en lög- unum var breytt. Nú er Húsnæðismálastjórn heimilt að synja um lán ef um- sækjandi á fleiri en eina íbúð og heimilt að lækka lánsfjárhæð og breyta lánskjörum ef umsækj- andi á eða hefur átt fullnægjandi íbúð á síðastliðnum þremur árum, skuldlausa eða skuldlitla. Samkvæmt reglugerðinni sendir Húsnæðisstofnun nú frá sér tvennskonar lánsloforð. Ann- arsvegar er það svar um lánsrétt, sem umsækjandi fær innan þrig- gja mánaða frá því að sótt var um lán og hinsvegar lánsloforð með bindandi svari um lánsfjárhæð og afgreiðslutíma og skal senda um- sækjanda það einu ári áður en fyrsti hluti láns kemur til af- greiðslu. Einsog fram kom í Þjóðviljan- um á laugardag hafa einungis um 30 lífeyrissjóðir gengið frá samn- ingi við Húsnæðisstofnun um skuldabréfakaup, en alls eru um 80 lífeyrissjóðir starfandi í landinu. Lífeyrissjóðirnir eru þessa dagana að taka ákvörðun um hvort þeir sætti sig við þessa nýju reglugerð og samkvæmt heimildum Þjóðviljans munu hvorki Landssamband lífeyris- sjóðanna né Samband almennra lífeyrissjóða letja lífeyrissjóðina að ganga frá skuldabréfakaupum fyrir næstu tvö árin. Landssamband lífeyrissjóð- anna þingaði um þetta í gær- kvöldi og í dag mun fram- kvæmdanefnd SAL koma saman til að ræða þetta. Að sögn Hrafns Magnússonar, framkvæmdastjóra SAL, er ekk- ert í þessum nýju lögum þess eðlis að það gefi tilefni til riftunar á samkomulaginu. -Sáf Þriðjudagur 19. janúar 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.