Þjóðviljinn - 19.01.1988, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 19.01.1988, Blaðsíða 5
BORGARMÁL Fjárhagsáœtlun borgarinnar Minnisvaröar í forgang Samkvœmtfjárhagsáœtlun borgarinnar er varið meirafé til byggingar ráðhúss og veitingahallar á Öskjuhlíðinnien til annarra borgarbygginga, s.s. dagheimila, leiguíbúðaog aðstöðufyrir aldraða. 190 bílastœði undir ráðhúsinu kosta hálfan miljarð Fjárhagsáætlun borgarinnar hefur nú þegar fengið fyrri um- ræðu í borgarstjórn og verður síðari umræða þ. 4. febrúar. Minnihlutinn í borgarstjórn hef- ur harðlega gagnrýnt áætlunina og hefur gagnrýnin fyrst og fremst beinst að þeim forgangi sem bygging ráðhúss og veitinga- húss á Oskjuhlíðinni hefur fengið á kostnað félagslegra málefna sem skilin eru eftir í fjársvelti. Við fyrri umræðu um fjárhags- áætlunina í síðustu viku fór Sigur- jón Pétursson fulltrúi Alþýðu- bandalagsins í borgarstjórn kerf- isbundið í gegnum þau atriði sem hann tali gagnrýnisverð í áætlun- inni og verður hér gerð grein fyrir nokkrum þeirra. Sigurjón byrj- aði á því að gera athugasemdir við það að í áætluninni væri skekkja þar sem í henni væri ekki gert ráð fyrir ýmsum ófrá- gengnum atriðum. Þar væri t.d. ekki gert ráð fyrir nýjum stöðu- veitingum hjá borginni, kostnað- arhlutdeild ríkisins væri miðuð við frumvarp sem enn væri ósam- þykkt, ekki væri gert ráð fyrir launahækkunum vegna komandi kjarasamninga og styrkir borgar- innar til félagasamtaka væru mið- aðir við krónutölu síðasta árs. Heildartekjustofn borgarsjóðs er áætlaður 7,671 miljónir, en langstærsti tekjustofninn er út- svarstekjur sem áætlaðar eru að verði 3,420 miljónir. Sigurjón tel- ur að þessi tekjustofn sé vanáætl- aður því ekki sé tekið tillit til þess að staðgreiðslukerfi skatta komi til með að skila öllum launa- breytingum strax í borgarsjóð og þar með hverfi því verðbólguá- hrif að mestu. Þá séu vanmetnar þær tekjur sem borgarsjóður fær vegna útsvarsgreiðslu af elli- og örorkulífeyri sem og bílastyrkj- um og öðrum hlunnindum sem komu áður ekki til skattgreiðslu. Loks nefnir Sigurjón að fast- eignagjöld séu innheimt í byrjun árs og sé sá tekjustofn því lítið háður verðsveiflum. „Allir helstu tekjustofnar borgarinnar eru minna háðir verðbólgu en áður, en það bendir til þess að útgjöld til borgarinnar vega nú þyngra í skattbyrði borgarbúa en áður,“ sagði Sigurjón í samtali við Þjóð- viljann. Sparnaðurinn dýr í umræðu sinni um rekstrar- gjöld gerði Sigurjón m.a. athuga- semd við það að áætlunin geri ráð fyrir „sparnaði" á viðhaldi fast- eigna borgarinnar. Á fjárhagsá- ætlun fyrir árið 1987 hafi verið gert ráð fyrir 195,9 miljónum í viðhaldskostnað, en kostnaður- inn hafi hins vegar farið í 208,6 miljónir á árinu. Á nýrri fjárhags- áætlun sé aðeins gert ráð fyrir 197,6 miljónum króna í viðhalds- kostnað, en það jafngildi 26,7% sparnaði frá því í fyrra. „Bygging- um borgarinnar hefur verið mjög illa við haldið á síðustu árum. Slíkur „sparnaður" getur því valdið miljónatjóni," sagði Sigur- jón. Minnisvarðar í stað félagslegrar uppbygg- ingar Sigurjón benti á það að sam- kvæmt áætluninni væri samtals gert ráð fyrir 3,191 miljónum til gatnagerðar og eignabreytinga. f þeim tölum væri hins vegar ekki tekið tillit til þess að 124,5 milj- ónum verði varið til byggingar veitingahúss á öskjuhlíð og 180 miljónum í byggingu bílastæða undir ráðhúsið, en þeir peningar eru teknir úr bflastæðasjóði. Að þessum liðum meðtöldum verði því 3,495,6 miljónum varið til verklegra framkvæmda og er því um 65,3% aukning á milli áranna 1987 og 1988. í þessari aukningu vegur þyngst bygging ráðhúss og veitingahúss á Oskjuhlíðinni, en samtals verður varið 464,5 milj- ónum í þessar framkvæmdir. Benti Sigurjón á að sú upphæð er hærri en samanlögð framlög til byggingar skóla, leikskóla, dag- heimila, gæsluvalla, til fram- kvæmda á sviði æskulýðsmála, íþróttamála, byggingar B-álmu Borgarspítalans, og byggingar heilsugæslustöðva, leiguíbúða og verkamannabústaða. Samtals nema framlög til þessara fram- kvæmda 421,5 miljónum. Þá benti Sigurjón á að meðan þessi svið búa við fjársvelti er 281 miljónum varið til framkvæmda á sviði menningar. Telur Sigurjón að hér sé um merkar fram- kvæmdir að ræða en þær heyri þó ekki undir lagaskyldu sveitarfé- laga. óvenju mikið góðœri - óvenju lítið til borgarbúa Loks taldi Sigurjón upp helstu einkenni fjárhagsáætlunar borg- arinnar fyrir árið 1988. Tekjur borgarsjóðs verða miklar. Mikið góðæri verður hjá helstu og stærstu fyrirtækjum borgarinnar. Óvenju miklu fé verður varið til verklegra framkvæmda. Óvenju lítið af rekstrarafgangi verður til verkefna sem bæta hag borgar- búa. Óvenju stórum fjárhæðum verður varið í sérstök gæluverk- efni borgarstjóra, þ.e.a.s. ráðhús og hringsnúandi veitingahöll. Við síðari umræðu áætlunar- innar mun minnihlutinn leggja fram breytingartillögur við áætl- un meirihlutans. „1 okkar til- lögum verður lögð áhersla á það að fé borgarinnar verði ráðstafað þannig að það komi borgarbúum til góða. Við höfum annað við peningana að gera en að byggja eintóma minnisvarða," sagði Sig- urjón Pétursson í samtali við Þjóðviljann. Borg framfara og sóknar? Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fulltrúi Kvennlistans í Borgar- stjórn tók undir það með Sigur- Sigurjón Pótursson: Við höfum annað við peningana að gera en að byggja eintóma minnisvarða. Ingibjörg Sólrún Gfsladóttir Þriðjudagur 19. janúar 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA S

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.