Þjóðviljinn - 19.01.1988, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 19.01.1988, Blaðsíða 10
ST. JÓSEFSSPÍTALI, LANDAKOTI Okkur vantar forstöðumann, yfirfóstru og fóstrur á dagheimili, sem fyrirhugað er að opna í vor. Hjúkrunarfræðingar óskast á vöknun, dagvinna. Deild l-B, ll-B, lll-B, barnadeild, l-A, ll-Aog Hafn- arbúðir. Nánari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu hjúkr- unarforstjóra í síma 19600-300 kl. 10-12 og 13- 15. Reykjavík 17.1. 1988. A Dagvistarheimilið Kópasteinn Fóstrur - starfsfólk Fóstra eða starfsmaður óskast til uppeldisstarfa á dagvistarheimilið Kópastein við Hábraut. Hlutastarf kemur til greina. Upplýsingar veitir forstöðumaður í síma 41565. Umsóknum skal skila á þar til gerðum eyðu- blöðum, sem liggja frammi á Félagsmálastofnun Kópavogs, Digranesvegi 12. Einnig veitir dagvistarfulltrúi upplýsingar um starfið í síma 45700. Félagsmálastofnun Kópavogs FRONSKUNAMSKEID ALUANCE FRANCAISE 13 vikna vornámskeið hefst mánudaginn 25. jan- úar. Kennt verður á öllum stigum ásamt bók- menntaklúbbi, samtalshópi og í einkatímum. Innritun fer fram á bókasafni Alliance Francaise, VESTURGÖTU 2 (gengið inn bakdyramegin), alla virka daga frá kl. 14 til 19 og hefst fimmtudaginn 14. janúar. Allar nánari upplýsing- ar fást í síma 23870 á sama tíma. Veittur er 10% staðgreiðsluafsláttur og 15% staðgreiðsluafsláttur fyrir námsmenn. Greiðslu- kortaþjónusta. Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa Ingólfs Helgasonar Höfðabrekku 16, Húsavík Helga Ingólfsdóttir Skúli Skúlason Guðrún Ingólfsdóttir Þorbjörg Ingólfsdóttir Guðmundur Steinsson Halldór Ingólfsson Guðrún Þorgrímsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Faðir okkar og tengdafaðir Frímann Á. Jónsson fyrrv. skólastjóri Digranesvegi 66, Kópavogi lést á gjörgæsludeild Landakotsspítala að morgni 16. janú- ar. Jarðað verður frá Kópavogskirkju mánudaginn 25. jan- úar kl. 13.30. Ragnheiður Frímannsdóttir Krebs Ove Krebs Birna Frímannsdóttir Trúmann Kristiansen Jónas Frímannsson Margrét Loftsdóttir ERLENDAR FRÉTTIR Rúmlega 90 af hundraði at- kvæðisbærra manna á Haiti virtu forsetakjörið sem fram fór í fyrradag að vettugi að sögn er- lendra sendimanna og sjónar- votta, enda höfðu stjórnarand- stöðuflokkar hvatt landsmenn til að sitja heima. Það mun hafa komið flestum á óvart hve margir sniðgengu kosn- ingarnar. Fyrrnefndir diplómatar sögðu herbragð andstæðinga bráðabirgðastjórnarinnar hafa heppnast með ágætum og greindu jafnframt frá því að þeir hefðu orðið vitni að margskyns svindli og rangindum við fram- kvæmd kjörsins. Einsog menn rekur minni til áttu forsetakosningarnar að fara fram þann 29. nóvember síð- astliðinn en þá ákvað Henry Namphy, forsprakki ráðamanna, að slá þeim á frest á elleftu stundu eftir að morðvargar úr einkalög- reglu fyrri valdhafa höfðu gengið berserksgang í höfuðborginni og vegið að minnsta kosti 30 manns. Fjölmargir töldu herforingja- klíku Namphys sjálfs hafa átt híut að því máli og tóku lítt mark á svardögum hans um að kjör færi fram í janúar og þá yrði þess vandlega gætt af stjórnvöldum að vígamenn fengju ekki að leika lausum hala. Kjördagurinn rann upp en allir þeir sem heimildamenn Reut- ersfréttastofunnar ræddu við í höfuðborginni Port-au-Prince í gær, heimamenn úr öllum stétt- um og útlendingar, voru á einu máli um að einvörðungu 5-10 af hundraði kjósenda hefðu séð á- stæðu til að taka sér ferð á hendur á kjörstað til að greiða atkvæði. Allir hefðu búist við dræmri þátt- töku í kosningunum, en svo al- menn hundsun kæmi þorra manna í opna skjöidu. Talsmenn samtaka er fylgdust með kjör- sókn staðhæfðu að á bilinu 110- 230 þúsund af 2,3 miljón atkvæð- isbærra manna hefðu nýtt sér kjörréttinn. Michael Hooper, fulltrúi mannréttindasamtaka er nefna sig „Varðgæsla Ameríku," fylgd- ist grannt með kjörinu og sagði það ekkert hafa verið annað en Vargöldin þann 29. nóvember er mönnum í fersku minni og hefur vafalaust átt stóran þátt í því að fólk hætti sér ekki nærri kjörstöðum. Skartmaðurinn fyrir miðju er enginn annar en Henry sá Namphy er mest hefur völdin á Haiti um þessar mundir. hreinræktaðan skrípaleik. Hann kvað fólk á vegum samtaka sinna hafa verið við allar kjörstöðvar í höfuðborginni við talningu og samkvæmt kokkabókum þess hefðu 5 af hundraði kjósenda mætt til leiks. Ónefndur sendimaður ónefnds vestræns ríkis tók í sama streng en kvað kjörsókn líkasttil hafa verið ívið meiri úti á landsbyggð- inni eða um 20 prósent. Þvínæst mælti hann: „Við sáum mýmörg dæmi um svindl og skipulags- leysi. Fólk greiddi atkvæði á ein- um kjörstað og hélt þvínæst sem leið lá að þeim næsta og kaus þar líka. Þetta voru fjarri því kosn- ingar snoðlíkar þeim sem við eigum að venjast í vestrænum löndurn." Reuter Svíþjóð Hvftflibbar í verkfalli Kontóristar einkafyrirtœkja lögðu niður vinnu í gœr Forsetakjör á Haiti Kjósendur skrópuðu Að sögnfjölda innlendra sjónarvotta og erlendra sendimanna greiddu aðeins um 5-10 afhundraði atkvæðisbœrra manna atkvœði í þéttbýli Um 50 þúsund hvítflibbar og kontóristar sænskra einkafyr- irtækja lögðu niður vinnu í gær og kröfðust þess að fá kauphækk- un. Verðbólga er nú hvorki meiri né minni en 5 af hundraði hjá svenskum, en verkfallsmenn vilja að laun sín hækki umfram verð- lag. Verkfallið setur stórt strik í reikning annálaðra sænskra iðn- risa og fer fram þrátt fyrir ákall stjórnvalda til verkalýðshreyfing- arinnar um að sýna hófsemd og háttvísi. Stéttarfélag verkfallsmanna heitir SIF og stöðvar alla starf- semi fyrirtækja á borð við Volvo' bflaverkssmiðjurnar, Asea AB, Saab og Scania og Electrolux. Leiðtogar SIF kváðust njóta heilshugar stuðnings félags- manna sem orðnir væru lang- þreyttir á kjaraskerðingum og sultarlaunum. Talsmenn fyrir- tækjanna sögðu verkfallið vera afdrifaríkt en bættu því við að „ekkert svigrúm væri til launa- hækkana.“ Aðeins er vika liðin frá því að sænska kratastjórnin sendi frá sér yfirlýsingu þar sem segir að „ó- raunhæfar launahækkanir myndu leiða til fjárlagahalla og viðskipt- ahalla ef kaup hækkaði umfram verð.“ Hvítflibbarnir virðast ekki leggja trúnað á orð valdhafa ell- egar að þeir eru svo ósvífnir að láta sem þeir beri enga ábyrgð á höllunum tveim. Þeir krefjast þess nefnilega að öll laun hækki meira en verð. í september næstkomandi fara fram þingkosningar í Svíþjóð og telur heimildamaður Reuters það eina af ástæðunum fyrir því að ríkisstjórnin láti sem verkfall þetta komi sér ekki við. Önnur ástæða fyrir aðgerðaleysi stjórnar sé stífni atvinnurekenda en þeir ljá ekki máls á neinum kjarabót- um. Reuter 14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þrlðjudagur 19. janúar 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.