Þjóðviljinn - 19.01.1988, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 19.01.1988, Blaðsíða 1
Heimsbikarkeppnin Slakur leikur gegn Svíum Sjónvarpsáhorfendur vonsviknir með leikinn Það er hætt við að margir sjón- varpsáhorfendur hafi verið von- sviknir með leik íslenska hand- knattleikslandsliðsins gegn Sví- um á sunnudaginn. Islensku leik- mennirnir virkuðu ekki sann- færandi í leik sínum og flestir voru langt frá sínu besta. Líklega hefur um helmingur þjóðarinnar setið fyrir framan sjónvarpstækin á sunnudaginn, allavega þeir sem voru á annað borð vaknaðir kl. 12, til að horfa á leik íslands og Svíþjóðar í beinni útsendingu frá Stokkhólmi. Róleg byrjun íslensku leikmennirnir fóru ró- lega af stað en Svíarnir byrjuðu af fullum krafti og komust í 2-0. Þá skoraði Alfreð Gíslason fyrsta mark landans. En Svíarnir bættu og þetta líka... Rannsaka Nefnd skipuð af meðlimum frjáls- íþróttasamtökum í Bretlandi mun rannsaka hvort það sé fótur fyrir á- sökunum í stórblaðinu Times, en blaðið heldur því fram að níu sovésk- um íþróttamönnum hafi verið lofað fyrir alþjóðlegt stórmót í London að þeir yrðu ekki teknir í prufu. Einnig segir Times að starfsmaður mótsins hafi útvegað keppanda hreint þvags- ýni. Ráðið mun einnig reyna að finna leiðir til að herða reglur um prufutökur til að auka trú manna á íþróttinni. Theódór ráðinn Knattspyrnudeild ÍR hefur ráðið The- ódór Guðmundsson til að þjálfa meistaraflokk karla næsta keppnis- tímabil. Verður hans fyrsta æfing á gervigrasinu á þriðjudaginn kl.19.50. Vænta iR-ingar mikils af honum enda mun hann reyna að fylla skarð Heimis Karlssonar sem verður með Víðir frá Garði. Minnistap Svo illa vildi til í skautamóti þar sem keppt var í listdansi, að einum dómar- anum fannst dansinn svo fallegur og góður að hún missti minnið. Dómar- inn var svo hrærður að þegar hún átti að gefa einkunn var hún búinn að gleyma hvað hún hafði horft á og fékk parið einkunn eftir því en það var ein- um heilum minna en aðrir dómarar gáfu. Snögglega fékk hún svo minnið aftur og ætlaði að leiðrétta dóminn en þá var hann kominn á töfluna svo að það var of seint. Háttsettur maður í alþjóðaskautasambandinu segir að atvikið verði rætt eftir mótið. bara um betur. Það var um miðj- an hálfleikinn sem íslenska liðið virtist ætla að taka við sér. Þá skoraði það fjögur mörk í röð án þess að Svíar næðu að svara fyrir sig. Staðan 6-5 fyrir ísland. Slæmi kaflinn En þá eins og oft vill verða í leik íslenska liðsins kom hinn svokallaði slæmi kafli. Svíarnir sigu aftur framúr og náðu þriggja marka forystu sem þeir héldu til leikhlés, 12-9. Því miður náðu strákarnir sér ekki á strik í seinni hálfleik eins og margir höfðu vonað. Margir af leikreyndustu mönnum liðsins skutu framhjá í dauðafærum eða létu lipran markvörð Svíanna verja frá sér. Leiktíminn hljóp frá okkar mönnum án þess að þeir fengju rönd við reist og enn eitt tapið gegn Svíum var staðreynd. Dómarar leiksins þeir Ole Christensen og Per Godsk frá Danmörku voru áberandi verstu menn vallarins. Þeir voru einkar hlutdrægir í dómum sínum Svíun- um í hag. í raun var það aðeins þeirra eigið hugmyndaflug sem grundvallaði marga dóma þeirra gegn íslenska liðinu. Svíarnir erfiðir Svíar hafa löngum verið lands- Iiðí íslendinga erfiðir. Aðeins þrisvar hefur okkar mönnum tek- ist að vinna sigur, síðast í des- ember 1984. Á flestum þeim stór- mótum sem þjóðirnar hafa tekið þátt í hafa Svíarnir sigrað, t.d. í Los Angeles 1984 og Sviss 1986. Mjög góður árangur í heild Þrátt fyrir slakan leik gegn Sví- um þá náði liðið frábærum ár- angri á Heimsbikarsmótinu. Þetta mót er haldið fyrir átta sterkustu lið heims og að lenda í fjórða sæti þar er árangur sem fslendingar geta vel sætt sig við. Þessi árangur sannar það endan- lega að sjötta sætið í Sviss 1986 var engin hundaheppni. Við eigum landslið á heimsmælik- varða sem er til alls líklegt á Ól- ympíuleikunum í Seul í október. -ih Sigurður Gunnarsson var jafnbestur í liði Islendinga á sunnudaginn. (Mynd: E.ÓI.) Seul 'K___ l t\K horfur fyrir Seul Óhætt er að segja að horfurnar séu góðar fyrir Olympíuleikana í Seul. Handknattleikslandsliðið sýndi það í leiknum gegn Júgósla- víu að það er til alls líklegt og getur unnið hvaða lið sem er. Um þetta atriði eru flestir sam- mála. Hitt er aftur annað mál að stöðugleikinn í liðinu er ekki nægilega mikill. Þó liðinu hafi tekist að sigra í tveimur leikjum í röð, þ.e. gegn Júgóslövum og Dönum þá er ljóst að Bogdan á mikið verk fyrir höndum. Strák- arnir geta náð upp feikilega mikilli einbeitingu og þrátt fyrir Leikurinn í tölum Mörk Islands Sigurður Gunnarsson 7/5, Atli Hilm- arsson 3, Alfreð Gíslason 3, Kristján Arason 3, Þorgils Óttar Mathiesen 2, Jakob Sigurðsson 1 og Karl Þráins- son 1. Mörk Svíþjóðar Björn Jilsén 6/3, Per Jilsén 5, Per Carlén 5, Steffan Olson 3, Sten Sjö- gren 2, Per Carlson 1 og Magnus Wislander 1. Varin skot Einar Þorvarðarson 11. Misheppnuð skot Þorgils Óttar 4, Alfreð 3, Atli 3, Vald- imar, Kristján og Sigurður eitt hver. Flskuð víti Þorgils Óttar 4 og Kristján 1. Útaf fslendingar 12 mínútur, Svíar 8 mín- útur. tveggja leikja sigurinn þá var leikurinn gegn Dönum ekki það sannfærandi að maður trúi því að slíkt endurtaki sig. íslendingar eiga að vera stoltir af landsliðinu sínu. Strákarnir eru allir í vinnu og fórna ótrúlega miklum tíma í þetta áhugamál sitt. Þeir eru fjarri heimilum sín- um og fjölskyldum til þess að keppa fyrir fslands hönd gegn stórþjóðum á sviði íþrótta. Ef vel gengur er þeim að sjálfsögðu hampað sem þjóðhetjum en ef illa gengur eru allir tilbúnir til þess að gagnrýna og strá salti í sárin. Það er engum ofsögum sagt að þrír menn standi á bak við þenn- an frábæra árangur sem landslið- ið hefur sýnt á síðastliðnum árum. Það eru formaður Hand- knattleikssambands íslands, Jón Hjaltalín Magnússon. Liðsstjóri íslenska liðsins, Guðjón Guð- mundsson. Og þjálfarinn Bogdan Kowalczyk. Þó eru ótaldir allir þeir sem hafa stutt landsliðið í gegnum árin með beinum eða óbeinum greiðslum. Stórfyrirtæki eins og Flugleiðir og fleiri hafa ekki síst átt þátt í mikilli velgengni ís- lenska leik. landsliðsins í handknatt- Umsjón: Ingibjörg Hinriksdóttir/Stefán Stefánsson Heimsbikarkeppnin V-Þjóðverjar sigruðu Spennandi úrslitaleikur milli Austur- og Vestur- Þjóðverja Það voru þýsku grannríkin sem mættust í úrslitaleik Heimsbik- arkeppninnar í Svíþjóð. Vestur- Þjóðverjar sigruðu 18-17 eftir að Austur-Þjóðverjar höfðu leitt í hálfleik 10-7. Það var augljóst að Austur- Þjóðverjar söknuðu þeirra Franks Wahl og Ingolfs Wiegert. Þeim tókst þó að ná ágætlega saman á köflum, sérstaklega í fyrri hálfleik. En Vestur- Þjóðverjar sýndu að þeir áttu fyllilega erindi í úrslitin og áttu mjög góðan leik í síðari hálfleik. Það var Jochen Fraatz sem gerði flest mörk Vestur- Þjóðverja en Rudiger Borchart flest mörk Austur-Þjóðverja. Þetta er í fyrsta skiptið sem annað ríki en Sovétríkin eða Júgóslavía sigrar í þessari keppni. -ih

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.