Þjóðviljinn - 19.01.1988, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 19.01.1988, Blaðsíða 3
ÍÞRÓTTIR Knattspyrna Barátta um 1. deildar sætin IK, Keflavík, Grindavík og Haukar komust í 1. deild. Augnablik, Stjarnan, Bolungarvík og Hveragerðií2. deild Um helgina fór fram keppni í 2. og 3. deild íslandsmótsins í innan- hússknattspyrnu. Það voru lið ÍK, ÍBK, Grindavíkur og Hauka sem sigruðu sína riðla í 2. deild og unnu sér þar með sæti í 1. deild að ári. ÍK og ÍBK unnu sína riðla nokkuð öruggt en Grindavík og Haukar unnu eftir harða baráttu við Þór Akureyri og Leikni Reykjavík. Mest var spennan í leik Hauka og Leiknis. Þar þurftu Haukar að vinna en Leiknismönnum dugði jafntefli. Haukamenn sýndu mikla baráttu og sigruðu með þriggja marka mun, 6-3. Engu minni barátta var milli þeirra liða sem áttu á hættu að falla í 3. deild. Það varð þó hlut- skipti Víkverja, Hattar, Njarð- víkinga og Reynis Sandgerði. í 3. deild snerist baráttan um sæti í 2. deild og að forðast 4. deildina. Það kom í hlut Augna- bliks, Hveragerðis, Bolungarvík- ur og Stjörnunnar að leika í 2. deild 1989. Það verða Völsungar, Svarfdælir, Leiknir Fáskrúðs- firði og Neisti Djúpavogi sem leika í 4. deild á næsta innanhúss- móti. 2. . deild Lokastaðan í A-riðli: ÍBK 3 3 0 0 23-10 6 Einherji 3 0 2 1 16-18 2 FH 3,-0 2 1 13-18 2 Víkverji 3 0 2 1 11-17 2 Lokastaðan í B-riðli: Grindavík 3 2 1 0 17-13 5 Þór.Ak 3 2 0 1 19-14 4 Ármann 3 1 1 1 16-18 3 Reynir.S 3 0 0 3 16-23 0 Lokastaðan í C-riðli: Haukar 3 1 2 0 17-14 4 Leiknir.R 3 2 0 1 16-15 4 UBK 3 1 1 1 18-18 3 Höttur 3 0 1 2 16-20 1 Lokastaðan í D-riðli: ÍK 3 3 0 0 22-14 6 Skallagrímur.. 3 2 0 1 17-17 4 Þróttur.N 3 1 0 2 17-21 2 UMFN 3 0 0 3 21-25 0 3 . deild Lokastaðan í A-riðli: Hveragerði 3 2 1 0 20-15 5 IBÍ 3 1 2 0 14-11 4 Valur.Rf 3 1 0 2 12-18 2 Völsungur 3 0 1 2 13-15 1 Völsungar sækja að marki ísfirðinga. Leiknum lauk með jafntefli 3-3. Völsungar urðu að sætta sig við fall í 4. deild en ísfirðingar héldu sæti sínu í 3. deild. Mynd: E.ÓI. Lokastaðan í B-riðli: Bolungarvík.......3 2 1 0 13-11 5 Austri.E..........3 1 1 1 14-14 3 Grundarfjörður.... 3 1 0 2 16-16 2 Svarfdælir........3 0 2 1 12-14 2 Lokastaðan í C-riðli: Stjarnan...........3 3 0 0 22-14 6 Reynir.A...........3 2 0 1 16-13 4 Léttir.............3 1 0 2 16-21 2 Leiknir.F..........3 0 0 3 15-21 0 Lokastaðan f D-riðli: Augnablik.......3 2 1 0 22-10 5 Skotfélag R.vík.... 3 2 1 0 24-13 5 Vorboðinn........3 1 0 2 14-22 2 Neisti.D.........3 0 0 3 14-29 0 -ih Reynir B. Björnsson þrumar knettinum í markið í leik ÍK og Skallagríms sem ÍK sigraði 7-3. ÍK sigraði í riðlinum og vann sér sæti í 1. deild. Mynd.E.ÓI. Portúgal Porto og Benfica unnu bæði Tveir helstu keppinautarnir um portúgalska meistaratitilinn sigruðu í leikjum sínum á sunnudag Porto og Benfica náðu að hrista Boavista af sér á sunnudag- inn. Þá var leikin ein umferð í 1. deildarkeppninni í Portúgal. Boavista tapaði fyrir Benfica 2- 0. Sigur Benfica var öruggur. Fyrra markið kom á 26. mínútu er Rui Aguas sendi knöttinn í net- ið hjá Boavista. Antonio Pacheco gerði síðara markið 7 mínútum fyrir leikslok. Porto marði 1-0 sigur gegn Far- ense. Rui Barros var betri en eng- inn í liði Porto. Hann einlék upp nær allan völlinn og skoraði sigurmark Porto tveimur mínút- Braga-Elvas...................2-2 Academia-Varzim...............1-0 Espinho-Covilha...............2-0 Penafiel-Portimonense.........0-0 um fyrir leikslok. Staöan Urslitin á sunnudag Porto .16 13 3 0 42-9 29 Farense-Porto 0-1 Benfica.... .17 11 3 3 25-9 25 Benfica-Boavista 2-0 Boavista.. . 17 8 6 3 18-12 22 Chaves-Sporting 1-1 Setubal.... . 17 8 5 4 33-23 21 Belenenses-Guimaraes 2-1 Chaves.... . 17 8 4 5 34-18 20 RioAve-Setubal 2-2 Balenens 17 9 2 6 24-22 20 Salgueiros-Maritimo 1-0 -ih/reuter Þriðjudagur 19. janúar 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11 Real Madrid áfram á toppnum Atletico Madrid tapaði óvænt gegn Athletic Bilbao 5-1 á sunnu- daginn. Þar með minnkuðu vonir Madrid liðsins á að ná Real Ma- drid að stigum og krækja í meistaratitilinn. Atletico Madrid náði foryst- unni á 15. mínútu er Paolo Futre skoraði. En þá var sem leikmenn Bilbao fengju vítamínsprautu og þeir kollkeyrðu leikmenn Madrid liðsins. „Við vorum óstöðvandi,“ sagði maður leiksins, Praxi Ferr- eira, eftir leikinn. Ferreira skoraði tvö marka Bilbao. Mörk Bilbao liðsins gerðu auk Ferreira þeir Jesus Liceranzu (2) og Juan Arteche, fyrirliði Bilbao. Þjálfari Atletico Madrid, Ces- ar Menotti, sagðist fyrir leikinn ekki vera mjög bjartsýnn á sigur í þessum leik. Hann sagði að leik- menn sínir væru þreyttir eftir erf- iðan leik gegn Real Sociedad. „Leikmenn Atletic eru úthvíldir. Þeir hafa haft heila viku til að undirbúa sig fyrir þennan leik. Þeir munu án efa verða til vand- ræða fyrir okkur,“ sagði Menotti fyrir leikinn Það var aðeins gullfallegt mark Emilios Butraguenos sem lífgaði upp á leik Real Madrid og Real Sociedad. Leikurinn fór fram við hin verstu skilyrði í ausandi rign- ingu og var völlurinn eins og for- arpyttur eftir leikinn. Butragueno skoraði eina mark leiksins fyrir Madrid liðið. Hann hefur átt við meiðsl að stríða s.l. tvær vikur og hefur þetta því ver- ið kærkomið mark fyrir hann. Markið kom eftir fyrirgjöf frá Michel Gonzales, Butragueno þóttist ætla að senda knöttinn til baka en þess í stað þrumaði hann í boltann með vinstri fætinum. Boltinn fór í stöngina og inn al- gjörlega óverjandi fyrir mark- vörð Sociedad. Sociedad hefur ekki tekist að vinna sigur á Real Madrid í þau 44 skipti sem liðið hefur keppt á heimavelli þeirra í Madrid. Staðan Real Madrid.... 18 14 2 2 47-12 30 RealSociedad.. 18 11 3 4 32-14 25 Atletico Madrid 18 11 3 4 30-15 25 Atletic Bilbao..18 8 7 3 28-20 23 Real Valladolid 18 8 5 5 15-14 21 Cadiz.......... 18 8 4 6 22-20 20 -ih/reuter Vinningstölurnar 16. janúar 1988. Heildarvinningsupphæð: Kr. 5.852.352.- 1. vinningur var kr. 2.932.668,- og skiptist hann milli 2ja vinnings- hafa, kr. 1.466.334,- á mann. 2. vinningur var kr. 878.970,- og skiptist hann á 498 vinningshafa, kr. 1.765,- á mann. 3. vinningur var kr. 2.040.714,- og skiptist hann á 13.338 vinnings- hafa, sem fá 153 krónur hver.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.