Þjóðviljinn - 20.01.1988, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 20.01.1988, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 20. janúar 1988 14. tölublað 53. árgangur Lífeyrissjóðirnir Ráðherra ýjar að hagsmunaárekstri Jóhanna Sigurðardóttir: Hvaða hagsmuni er Pétur Blöndal að verja, eruþað hagsmunir lífeyrissjóðanna eða verðbréfamarkaðsins sem hann er forsvarsmaður fyrir? Pétur Blöndal er einn af for- svarsmönnum stórs verðbréf- amarkaðs hér í Reykjavík, auk þess sem hann er talsmaður Landssambands lífeyrissjóða, en verðbréfamarkaðarnir eru í sam- keppni við Húsnæðisstofnun um fjármagnið. Sú spurning hlýtur því að vakna hvort þarna geti ver- ið um hagsmunaárekstur að ræða, segir Jóhanna Sigurðar- dóttir, félagsmálaráðherra. Landssamband lífeyrissjóða sem Pétur er í forsvari fyrir hefur beint þeim tilmælum til sjóða sinna, að þeir geri einungis samn- ing um skuldabréfakaup fyrir 40% af ráðstöfunarfé fyrir árið 1990. Félagsmálaráðherra sagði í samtali við Þjóðviljann í gær, að sjóðirnir fengju hvergi betri ávöxtun en hjá Húsnæðisstofnun og því væri það óeðlilegt að þeir ætluðu sér að ráðgast með það hvernig fjármagninu er ráðstaf- að. Samkvæmt lögunum, sem liggja til grundvallar samkomu- lagi aðila vinnumarkaðarins, á Húsnæðisstofnun að ákveða skiptinguna milli Byggingarsjóðs ríkisins og Byggingarsjóðs verka- manna, en í ályktun Landssam- bandsins er gagnrýnt harðlega að hlutdeild Byggingarsjóðs verka- manna skuli aukin. Geri lífeyrissjóðirnir samning upp á kaup fyrir 40% af ráðstöf- unarfénu skerðast lán sjóðfélaga hjá Húsnæðisstofnun. Þannig fengi félagi í Lífeyrissjóði vers- lunarmanna 2,1 miljón í stað 2,9 miljónir, sem er fullt lán til ný- byggingar í dag. Fullt lán til kaupa á gömlu eru um 2 miljónir í Landsmenn „Útlendir" aldrei fleiri Erlendir ríkisborgarar búsettir hérlendis voru 3.874 þann 1. des- ember sl. og hafa ekki áður verið fleiri. Þá voru 8.131 íbúi fæddur eriendis seiri hafði lögheimili á ís- landi og hafði þeim fjölgað veru- lega frá árinu á undan. Erlendir sendiráðsmenn hér- lendis og liðsmenn Bandaríkja- hers í landinu eru ekki skráðir með lögheimili hérlendis. Flestir landsmanna sem fæddir eru erlendis, litu fyrst dagsins ljós í Danmörku, 2.045 talsins og 971 í Svíþjóð. 803 voru fæddir í Þýskalandi, 623 í Noregi og 555 í Bretlandi. Þá má geta þess að 88 eru fæddir á Srí-Lanka, 77 á Nýja Sjáiandi og 66 í Indónesíu. -'g- dag en ef sjóðurinn keypti ein- göngu fyrir 40%. „Það kom fram hjá Pétri Blöndal að lífeyrissjóð- irnir muni lána það sem upp á vantar, en á hvaða kjörum ætla þeir að gera það og til hversu langs tíma verða þau lán?" spurði Jóhanna. Fari lífeyrissjóðirnir að tilmæl- um félagsfundar á mánudag kem- ur skerðing á lán þeirra sem sækja um í dag, því þau lán verða ekki borguð út fyrr en 1990. Samband almennra lífeyris- sjóða mun taka ákvörðun í dag um hvernig það bregst við nýju reglugerðinni. Hrafn Magnússon bjóst ekki við því að SAL yrði samstíga Landssambandinu: „Við teljum að félagar í lífeyris- sjóðunum þurfi einnig að nota fé- lagslega íbúðakerfið og verða því að sitja við sama borð og aðrir hvað það varðar." Þá bjóst Hrafn ekki við því að SAL myndi letja lífeyrissjóðina til að ganga frá samningum við Húsnæðisstofnun. -Sáf Kemur sjálfsagt mörgum spánskt fyrir sjónir að fleiri tonn af vatni skuli árlega flutt inn til landsins. Mynd E. Ól. Innflutningur 4 tonn af neysluvatni Á fjórða tonn afsódavatni og tœpt tonn afdrykkjarvatni ígúmbjörg- unarbáta flutt inn á sl. ári Yfir 4 tonn af neysluvatni voru flutt inn til landsins 9 fyrstu mánuði ársins í fyrra. Þar af voru 3,3 tonn af sódavatni og 0,8 tonn af drykkjarvatni sem fylgdi með gúmbjörgunarbátum. Innflutningur á sódavatni jókst verulega á sl. ári því árið 1986 voru flutt samtals 2,1 tonn. Sóda- vatnið kemur að stærstum hluta frá Svíþjóð. Vatnið í gúmbjörg- unarbátana kemur frá Bretlandi og var flutt inn 1,1 tonn af því árið 1986. Að sögn Egils Jóns Kristjáns- sonar hjá Gúmmíbátaþjónust- unni, er drykkjarvatnið fyrir björgunarbátana bæði flutt inn vegna endurnýjunar í bátunum og eins með nýjum bátum. Drykkjarvatnið er gerilsneytt og fúlnar því ekki. Hann sagði að þetta væri það lítið vatnsmagn að ekki svaraði kostnaði að ger- ilsneyða það hérlendis. -grh. Hvalaráðstefnan Mikil launung Engar upplýsingarfást um ráðstefnuhaldið né hvernig tekið verður á móti Paul Watson Mikil leynd hvílir yfir allri framkvæmd hvalveiðiráðstefn- unnar, sem sett verður í Reykja- vík á morgun. Á það jafnt við um það hvert umræðuefnið á ráð- stefnunni verður, auk þess sem ekkert er látið uppi um, með hvernig löggæslu við ráðstefnuna verður háttað. „Ég vil ekkert upplýsa um það," sagði Þorsteinn Geirsson, ráðuneytisstjóri í dómsmálaráðu- neytinu. Hann vildi heldur ekkert upp- lýsa um það hvaða móttökur Paul Watson fengi þegar hann kæmi hingað til lands. Hvort hann yrði tekinn fastur eða hvort honum yrði stefnt fyrir rétt, né heldur hvort honum yrði vísað frá landi. „Þá væri ég farinn að veita upp- lýsingar," sagði Þorsteinn. fslenskir hvalavinir hafa að undanförnu leitað eftir lögfræð- ingi til að taka að sér mál Paul Watson, ef honum verður stefnt, en allsstaðar farið bónleiðir tií búðar. Enginn lögfræðingur viil gefa kost á sér til starfans. Wat- son hefur frestað för sinni til landsins um einn dag og kemur hann hingað síðdegis á fimmtudag. _sáf Matarskatturinn Stormur í vatnsglasi Pétur Sigurðsson, for- maður Alþýðusambands Vestfjarða: íþjófa- þjóðfélagi verðurþað sama að ganga yfir alla. Sammála Jóni Baldvin - Ég styð Jón Baldvin heilshug- ar í söluskattsálagningu á mat- væli. Það hefur einfaldlega sýnt sig, að í þessu þjófasamfélagi verður að einfalda skattkerfið og fækka undanþágum til að koma í veg fyrir að menn steli undan, sagði Pétur Sigurðsson, formað- ur Alþýðusambands Vestfjarða, er hann var inntur eftir því hvort hann tæki undir með flokksstjórn Alþýðuflokksins sem lýst hefur yfir ánægju með matarskatt og önnur verk ráðherra Alþýðu- flokksins. Pétur sagði að sért fyndist hafa verið þyrlað upp óþarfa mold- viðri um álögur á matvæli. - Það skýtur til dæmis skökku við að innan sambandsstjórnar ASÍ eru menn sem eru margir hverjir með 100.000 króna mánaðariaun og samþykkja mótmæli við matar- skattinum vegna þess að hann komi harðast niður á láglauna- fólki. Nær hefði verið að samþykkja og berjast fyrir launahækkun til þeirra lægst launuðu svo þeir gætu greitt matarskattinn eins og hinir hærra launuðu, sagði Pétur. -rk

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.