Þjóðviljinn - 20.01.1988, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 20.01.1988, Blaðsíða 4
LEIÐARI Kiinglan snýst Nú er aö hefjast umræöa um fjárhagsáætlan- ir í sveitarstjórnum vítt og breitt um landið. Að baki fjárhagsáætlanagerðar liggur oft gífurlega mikil vinna sem er mun tímafrekari en áætlana- gerð í einkafyrirtækjum þar sem fáir menn taka allar ákvarðanir. í sveitarstjórnum sitja fulltrúar ýmissa starf- stétta og mismunandi sjónarmiða. Flestir sinna sveitarstjórnarstörfum samhliða öðrum dag- legum skylduverkum. Víða leiða kosningar til verulegra mannabreytinga og ávallt tekur nokk- urn tíma fyrir nýtt fólk setja sig inn í málefni viðkomandi sveitarfélags. Við viljum fúslega greiða nokkurt gjald fyrir að viðhalda lýðræði og ekki er fátítt að menn geri mun meiri kröfur um lýðræðisleg vinnubrögð í sveitarstjórnum en viðhöfð eru við landsstjórn- ina. Það ber því ekki að kvarta þótt vinna við fjárhagsáætlanagerð sveitarfélaga sé tímafrek. Eigi svokallaðir sérfræðingar ekki að ráða öllum málum til lykta án þess að ráðfæra sig við aðra, verður að greiða lýðræðinu nauðynlegt gjald í formi tíma og vinnu. í dreifbýli eru nær allir íbúar þátttakendur í málefnum hreppsins síns. Vel er fylgst með opinberum framkvæmdum og ekki er grafinn svo skurður á vegum sveitarsjóðs að almenn- ingur viti ekki til hvers verkið er unnið. Oddviti og hreppsnefndarmenn deila því sjálfkrafa þekkingu sinni á málefnum sveitarfélagsins með íbúum þess. í stórum sveitarfélögum nær þekking hvers íbúa aðeins yfir tiltölulega þröngt svið. Þar reynir því mjög á það að sveitarstjórnarmenn hafi gott og víðtækt samband við íbúana. í stærstu sveitarfélögunum getur enginn haft heildaryfirsýn nema sá sem eyðir öllum sínum tíma í málefni sveitarfélagsins. Embættismenn- irnir hafa því sérþekkingu fram yfir kjörna full- trúa í sveitarstjórn. í alstærstu sveitarfélögunum er því veruleg hætta á að meiri völd séu í höndum embættis- manna en samræmist hugmyndum almenn- ings um lýðræði. Sé æðsti embættismaður í stjórnkerfi sveitarfélags einnig oddviti pólitískr- ar fylkingar, er enn meiri hætta á að lýðræðisleg vinnubrögð séu fótum troðin. Samflokks- mönnum verður það metnaðarmál að verja gerðir embættismannsins og skiptir þá stund- um ekki öllu hvort þeir eru í hjarta sér ánægðir með allar hans gerðir. Reykjavík hefur sérstöðu meðal íslenskra sveitarfélaga. Hún er höfuðborg og stærðar sinnar vegna er hún allt annarrar gerðar en aðrir bæir hér á landi. Næststærsti kaupstaður- inn, Kópavogur, er meira en sex sinnum minni en Reykjavík. í síðustu viku var lögð fram í borgarstjórn Reykjavíkur fjárhagsáætlun fyrir yfirstandandi ár. Athygli vakti hvað reiknað er með góðri af- komu. Það leiðir hugann að fullyrðingum ým- issa verkalýðsleiðtoga um að álagning útsvars sé of há og að gjarnan mætti lækka taxtaverð hitaveitu og rafveitu sem eiga að skila umtals- verðum hagnaði til borgarsjóðs. En mesta athygli hafa þó vakið þau bygging- aráform sem sett eru fram í fjárhagsáætlun Reykjavíkur. Ráðhúsið við Tjörnina er umdeilt en borgarstjórinn ásamt pólitískum meirihluta í borgarstjórn ætlar sér að koma því upp á núver- andi kjörtímabili. En það á líka að hefja bygg- ingu annars merkishúss í Reykjavík á þessu ári. Það er veitingahús uppi á heitavatnsgeymum í Öskjuhlið. Húsið á að hverfast um sjálft sig svo að gestir geti notið útsýnis í allar áttir án þess að hreyfa legg né lið. Mikla undrun vekur að hitaveitunni skuli ætl- að að byggja þetta 500 miljón króna vertshús. Hitaveitan sleppur þó við að að fara út í veitingarekstur. Það á að leigja út húsið. Til að sá hálfi miljarður, sem tekinn er af almannafé í bygginguna, ávaxtist á markaðskjörum, þyrfti leigutaki að greiða um 5 miljónir í mánaðar- leigu. Eitthvað kemur kaffibollinn til með að kosta hjá honum. Períkles, hæstráðandi til sjós og lands í hinni fornu Aþenu, lét gera ótal fagrar myndastytturtil að gleðja augu Aþeninga og sparaði ekki fé til að fegra borgina. Opinber listaverk eru mun geðþekkari minnsvarðar en tröllvaxin skoppar- akringla í Öskjuhlíð. KLIPPT OG SKORIÐ Þriðiudagur 19. janúar 1988 iLPÍJUBLÍÐIÐ Valdlmsr J4h«nn»s»on IngöHjtf Msroerrsson ÞortéKur Heiflsson oreuarnenn Haukur Hotm. Ingibiorg Arnadi og SigrtOur Þrúður sieiansaoil Drelltnoarstlór< ÞOrdlS ÞOrlsdOlllr lelnlng og umorot. Fllmur og prenl. Armúla 38. Þremun: Blaðaprenl hl, SlOumúla 12. TREYSTUM TEKJUÖFLUN - BYGGJUM VELFEROARRÍKI M ikill einhugur rlkli ð llokkssljórnarlundi Alþyðullokks iis sem haldinn var um helglna: Sð einhugur kom ekki sfst I samstöðu HolrUen'a-.<r "fh rOnhnrra fllhúrSn. rikissljórn Þors | Guðmundur j „T ’ ylirleitt. Hin | ' "K ■ lekjuöflur .. Karvet: LOGDUAF ^WD / GÆR breytingarn. iðeraðsjállsv ida sem sjðlfir gu ta sé að linna. Til að . með hærri Iramlærsluby, ækkað um 6—8% og barnabo. ata verlö gerðar sérstakar lagfæi. em kemur barnmðrgum fjölskyldum Irelslsmörk hala hækkað verulega. Þessimiklalramþróunogumbyltlngl . laginu. lyrstl raunverulegl vlsirinn að vellerðarrlkl landl helur slður en svo mætt skilnlngi lélagshyggjullokk- anna svonefndu. Á meðan splrur vellerðarrlklslns spretta I Alþýðuflokknum, sprettur Ólalur Ragnar Grlmsson, lor- maður Alþýðubandalagsins upp ð goskassa I Miklagarði á kolrðngum lorsendum. og pingkonur Kvennalistans spretta upp I ræðustól á Alþingl til að mótmæla skattkert- isbreytingunni sem tryggir lélagslegt kerti og jölnuð I þjóðlélginu. Fjármálaráöherra orðaðl gagnrýnl hlnna svo- netndu lélagshyggjullokka, Alþýðubandalagsins og Kvennallstans á þann veg. að þeir hefóu ekki botnað upp é niður f hinum miklu umbðtum og nöldruðu I sfbylju Fra flokktetfOmarlundl AlþyOullokktlne a HOIal SOflU. LjOtm. O.T.k. Flokksstjórnarfundur AIþýðuflokkslns: LÝST YFIR STUDHINGI V'J _WT- KERF'^" ' I BIDSTÖDU segir Jrin rúll Halldórssun, formaður j'lnnu veilendasambands t'est/jarða . ‘■íyðslu og sóun forrétlinda- lópanna veróur að slöðva. • -o og óskynsamlegar fjár- leslingar á ðllum sviðum. Það er óviðunandi niðurslaða ellir mesla góðæri I sögu Þlóðarlnnar, aö sjóðir hennar skuli vtra tðmlr. Flokkssljðrn Alþýðuflokks- , samnlngaviðræður uambands Veslljarða nuvoitendasambands ijarða. Enginn fundahðld °g enginn fundur hefur i boðaður. f samiall við Iþyðubiaðið sagði Jðn Pail \ 'p'ó*harða ; i framhaldi af ---- -------„„ráðhena FloKkssljórnln mlnnlr jat Iramt á. að verölagseftirlit i :in þýðingamesta kjarabðl a launþega er að lakast megl að ná verðbðlgunnl nið- •rt eftlr að hún Iðr um bönd- Byggðarlag fyrir austan var nýbulð að lá nýjan sðknar- prost. Presturinn vlldl gjarnan ná vlnsældum og trausti sðknarinnar og ákvað þvi að bjðða öllum börnunum I svei í- fnnl heim tlf sfn. Eftir miklar veitingar og leiki.settist prest- Jón hefur gagnsókn Formaður Alþýðuflokksins vaknaði upp við vondan draum eftir eril og klandur undanfarinna vikna í ráðuneyti og alþingi. f staðinn fyrir að bera hann á höndum sér sem nýjan mannkynsfrelsara fussaði al- menningur við Jóni Baldvini, bölvaði verðhækkunum á lífsnauðsynjum og skundaði uppí Miklagarð til að heyra hann og Þorstein Pálsson verja hendur sínar í kappræðu við Olaf Ragn- ar. Jón vildi síst þurfa að standa berskjaldaður frammifyrir venju- legu fólki uppá goskassa, en hann sá að heldur hafði hallast á yfir hátíðarnar og ákvað að hefja gagnsókn. Frá upphafi þessarar gagn- sóknar er sagt í Alþýðublaðinu í gær. Velferðar- ríkið verður til Á forsíðu blaðsins segir frá því að Jón telji að með matarskattin- um og öðrum skattabreytingum nú um áramótin hafi hann hvorki meira né minna en lagt grunninn að sjálfu velferðarríkinu. Nú þurfi aðeins að byggja oná grunninn, og þann arkitektúr hefur Jón einnig lagt á ráðin um. Meðal næstu verkþátta er að senda eftirlitssveitir í verslanir til að fylgjast með innheimtu á mat- arskattinum, og ekki er síður mikilvægt við fullkomnun vel- ferðarríkisins að skylda smásölu- kaupmenn til að hafa á búðar- borðum sínum „viðurkennda, innsiglaða vérslunarkassa“ til að tryggt sé að matarskatturinn renni rétta leið. Enn mundi það gera greiðar götur velferðarinnar „að færa til skiladaga verslana varðandi sölu- skatt með tilliti til mikillar notk- unar greiðslukorta“. Að vísu þarf að mörgu að hyggja þegar stórt er byggt, og við verðum að sýna of- urlitla biðlund, - greiðslukorta- skiladagabreytingin varðandi söluskatt er enn ekki komin lengra en á pappírinn. Flinsvegar lofar Jón að „við munum skoða það mjög vandlega og taka ákvörðun um það bráðlega.“ Hvít bók, án söiuskatts Einhvernveginn hefur almenn- ingur misskilið þá miklu velferð- arperestrojku sem Jón Baldvin og ríkisstjórnin hafa staðið að nú um áramótin, og vegna þess að það er lítið gaman fyrir fólk að búa í húsgrunni velferðarríkisins án þess að vita neitt af er því heitið á forsíðu Alþýðublaðsins að hluta matarskattarins verði varið til að gefa út sérstaka hvíta bók um velferðarbyltinguna al- veg á næstunni og á að dreifa henni á hvert heimili á landinu, - öllum að kostnaðarlausu og án söluskatts. Almenningur á að bíða rólegur eftir þessari bók, enda er „bull- andi kaupmáttur í þjóðfélaginu“ og „löng neikvæð reynsla“ af alls- kyns kjarabaráttu, „verkföllum og átökum á vinnumarkaði". Svo eru þeir til líka sem ekkert vilja bíða eftir hvítu bókinni, og skilja hvorki upp né niður í ein- hverjum merkustu umbótum sem verið er að gera í þjóðfélaginu, nöldra í síbylju tóma vitleysu bæði dag og nótt og reyna að vekja þjóðfélagið upp með and- fælum af værum svefni. Pessara gaura bíður sú framtíð eftir að hvíta bókin er komin út að það verður hlegið að þeim einsog að köllunum sem komu ríðandi til Reykjavíkur til að mótmæla sím- anum. Giæsilegur sigur! Þessi mikilfenglega gagnsókn fjármálaráðherrans hófst núna um helgina, og þegar er ein sig- urfjöður komin í hatt Jóns Bald- vins. Þótt einhver almenningur skilji hvorki fram né aftur í „þess- ari miklu framþróun og umbylt- ingu til jöfnunar í þjóðfélaginu, fyrsta vísinum að velferðarríki á íslandi“, einsog það heitir í leiðara sama Alþýðublaðs, eru þó enn til á Fróni menn með sanna karlmannslund, menn sem ekki vilja láta taka sig í bólinu Íiegar ársól velferðarinnar boðar slendingum nýjan fögnuð. Flokksstjórn Alþýðuflokksins ætlar ekki að láta hlæja að sér eftir að hvíta bókin er komin út, og í Alþýðublaðinu er fyrsti sig- urinn í gagnsókn fjármálaráð- herrans kynntur á annarri síðu með myndarlegri fyrirsögn: Flokksstjórnarfundur Al- þýðuflokksins: Lýst yfir stuðningi við skattkerfisbreyt- ingarnar Nöldur dag og nótt En Jón á enn eftir nokkurt verk við að sýna mönnum frammá að nú séu þeir nauðugir viljugir staddir í hinu stórkostlega vel- ferðarríki. Á síðu þrjú í ennþá sama Alþýðublaði eru þessar fyr- irsagnir til marks um síbylju- nöldrið og skilningsleysið í garð viðurkenndra verslunarkassa, eftirlitssveita og breytingarinnar á skiladögum verslana varðandi söluskatt með tilliti til mikillar notkunar greiðslukorta: Guðmundur J. og Karvel: Lögðu af stað í gær Sigurður T. Sigurðsson, formaður Verkamannafélags- ins Hlífar: Verkföll kunna að verða nauðsynleg Samningaviðrœður á Vest- fjörðum: I biðstöðu Kennarasamband íslands: Kennarar í verkfall? Þanniglagað Eða einsog María Antonietta sagði þegar Parísarlýðurinn flykktist til Versala að heimta brauð: Getur blessað fólkið ekki borðað kökur? -m þJÓÐVILJINN Málgagn sósíalisma, þjóöfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandi: Útgáfufólag Þjóðviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, Mörður Árnason, ÓttarProppé. Fróttastjóri: Lúðvík Geirsson. Blaðamenn: Elísabet K. Jökulsdóttir, Guðmundur RúnarHeiðarsson, Hrafn Jökulsson, HjörleifurSveinbjörnsson, Kristín Ólafsdóttir, Kristófer Svavarsson, Logi Bergmann Eiðsson (íþróttir). Magnús H. Gíslason, ólafur Gíslason, Ragnar Karlsson, Sigurður Á. Friðþjófsson, Vilborg Davíðsdóttir. Handrita- og prófarkalestur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir. Ljósmyndarar: Einarólason, Sigurður MarHalldórsson. Útlitsteiknarar: Sævar Guðbjörnsson, Garðar Sigvaldason, Margrót Magnúsdóttir. Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Auglýsingastjóri: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Auglýsingar: Unnur Agústsdóttir, Olga Clausen, Guðmunda Krist- insdóttir. Símavarsla: Hanna Ólafsdóttir, Sigríöur Kristjánsdóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Utbreiðslu- og afgreiðslustjóri: Hörður Oddfríðarson. Útbreiðsla: G. Margrét Óskarsdóttir. Afgreiðsla: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ólafur Björnsson. Utkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 681333. Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 55 kr. Helgarblöð:65 kr. Áskriftarverö á mánuði: 600 kr. 4 SIÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 20. janúar 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.