Þjóðviljinn - 20.01.1988, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 20.01.1988, Blaðsíða 5
Umsjón: Lilja Gunnarsdóttir Samkeppni um listaverk við Borgarleikhús Niðurstöður dómnefndar í hugmyndasam- keppni Reykjavíkurborgar gerðar opinberar Mánudaginn 18. janúar voru gerðar opinberar niðurstöður dómnefndar í hugmyndasam- keppni Reykjavíkurborgar um gerð listaverks á torgi við Borg- arleikhúsið. Öllum íslenskum myndlistarmönnum var heimil þátttaka í samkeppninni, og var þeirri hugmynd beint til þeirra að þeir hugleiddu samspil högg- myndar við sírennandi vatn eða gufu. Dómnefnd skipuðu Steinunn Pórarinsdóttir mynd- höggvari, Þorvaldur S. Þorvalds- son arkitekt og Gunnar B. Kvar- an listráðunautur Kjarvalsstaða. Alls bárust 35 tillögur í samkepp- nina. Fyrstu verðlaun, kr. 200.000 hlaut Kristinn E. Hrafns- son, og önnur verðlaun kr. 100.000, Inga Björk Dagfinns- dóttir. Borgarstjóri afhenti verð- launin við athöfn á Kjarvalsstöð- um, en þar verða allar tillögurnar til sýnis til 24. janúar. LG Kristinn E. Hrafnsson við líkanið að til- lögu sinni sem hlaut fyrstu verðlaun. Mynd - Sig. Borgarstjóri afhendir Ingu Björk Dag- finnsdóttur önnur verðlaun samkeppn- innar. Mynd - Sig. Háskólatónleikar í Norræna húsinu Fastur punktur # tónlistarlífinu Viðtal við þær Elínu Guðmundsdóttur, Arnýju Sveinbjörnsdóttur og Bryndísi Brandsdóttur, þrjáaf fimm meðlimum tónleikanefndar í hádeginu á miðvikudögum eru í Norræna húsinu tón- leikar sem eru kallaðir Há- skólatónleikar. En hvað eru eiginlega Háskólatónleikar, hver skipuleggur þá og hvern- ig stendur á þessu menning- arfyrirbrigði? Þegarfarið var að athuga málið kom í Ijós að til er nokkuð sem heitirtón- leikanefnd og hana skipa þær Elín Guðmundsdóttir, Arný Sveinbjörnsdóttirog Bryndís Brandsdóttirsem allarvinnaá Raunvísindastofnun Há- skólans. Einnig eru í nefndinni tveirstúdentar, þau ElínGuð- jónsdóttir og Jónas Valdi- marsson. Þær Elín Guð- mundsdóttir, Árný og Bryndís voru hittar að máli í Raunvís- indastofnun og spurðar hvernig stæði á þessum Há- skólatónleikum. - Þessir tónleikar hafa verið haldnir reglulega í um fimmtán ár, og það er þannig orðin fyrir þeim viss hefð. Það voru þeir Þorkell Helgason og Þorsteinn Gylfason sem áttu upptökin að þeim og hugmyndin var að auka fjölbreytni í tónlistarlífi borgar- innar og jafnframt að stuðla að auknu félagslífi innan Háskólans. Til að byrja með voru tónleikarn- ir á sunnudögum í Félagsstofnun stúdenta, og það var gert til að fólk gæti þá hist þar og setið og rabbað saman yfir kaffibolla á eftir. En það þótti ekki gefa nógu góða raun, svo að þeir voru fluttir í hádegið á miðvikudögum. Þeir fóru svo að ganga betur og betur og virðast nú vera orðnir fastur punktur í menningarlífi Reykja- víkur. Hvernig stendur á því að þið tókuð aðykkurað sjá um þetta? Er það af tónlistaráhuga? Spilið þið á einhver hljóðfœri? - Nei, við þrjár erum ekkert í tónlist. Jú, Elín spilar reyndar á píanó. Og stúdentarnir í nefnd- inni, þau Elín og Jónas, eru í músík. Elín erí söngnámi og Jón- as spilar á píanó. En starfið í tón- Elín Guðmundsdóttir og Bryndís Brandsdóttir, Árný gat ekki mætt í myndatökuna. Mynd - E.ÓI. leikanefnd gengur í erfðir, það er skipt um skipuleggjendur á tveggja ára fresti og fólk tilnefnir yfirleitt sína eftirmenn. En við réðum því auðvitað sjálfar hvort við vildum taka við starfinu. Hvernig veljið þið þá sem koma fram? - Fólk sendir inn umsókn til tónleikanefndar í byrjun árs, og leggur þá fram hálftíma dagskrá. Og við verðum svo að vega það og meta hverjir fái jákvætt svar, því það komast færri að en vilja. Þetta er greinilega mjög vinsælt meðal tónlistarfólks, og við höld- um að það sé meðal annars vegna þess að Háskólaráð veitir styrk til tónleikanna og þessu fylgir þann- ig engin fjárhagsleg áhætta fyrir þá sem koma fram, og það er auðvitað sérstaklega mikilvægt fyrir ungt tónlistarfólk sem er að koma sér á framfæri. Háskólatónleikar verða í Nor- ræna húsinu í dag kl. 12:30, og þar munu þær Ágústa Ágústsdóttir sópransöngkona og Agnes Löve píanóleikari flytja fimm ljóð eftir Mathilde Wesendonk við tónlist eftir Wagner. LG Fimmtudaginn 21. janúar held- ur hljómsveitin SÚLD tónleika á Hótel Borg ásamt blueshljómsveitinni Centaur. Þess má geta aö Súld hefur ekki komið fram opinberlega síðan í júní síðastliðinn en þá spiluðu þeir á Jazz-hátíð í Montreal Kanada við góðar undirtektir. Hljómsveitin flytur eingöngu frum- samið efni eftir meðlimi hljómsveitarinn- ar. Á tónleikunum 21. janúar mun Sú!d leika lög af væntanlegri hljómplötu sem þeir vinna að um þessar mundir. Hljóm- sveitina skipa: Stefán Ingólfsson bassa, Lárus Grímsson hljómborð, Szymon Kur- an fiðla og Steingrímur Guðmundsson trommur. Tónleikarnir hefjast kl. 21.30. Miðvikudagur 20. janúar 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.