Þjóðviljinn - 20.01.1988, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 20.01.1988, Blaðsíða 6
MENNING Hádegisleikhús Mikil nákvæmnis vinna 6 SÍÐA - ÞJÖÐVILJINN Sinfóníuhljómsveitin Sellókonsert og Sinfónía Síðustu áskriftartónleikar á fyrra misseri (hádeginu á morgun frum- sýnir Egg-leikhúsið nýtt ís- lenskt leikrit eftir Valgeir Skagfjörð, á veitingahúsinu Mandaríninn við T ryggva- götu. Leikritiðsem heitirÁ sama stað, er mónólógur, leikrit fyrir eina konu sem Erla B. Skúladóttir leikur. Gerla sér um leikmuni og búninga og leikstjóri er Ingunn Ásdísar- dóttir sem þreytir þar með frumraun sína sem leikstjóri í atvinnuleikhúsi. Ingunnféllst á að svara nokkrum spurning- um eftir eina af síðustu æfing- unum. Hvar Uerðirðu og hvar hefurðu verið að leikstýra fram til þessa, Ingunn? - Ég lærði í Þýskalandi, við Borgarleikhúsið í Köln, og síðan ’ ég kom heim fyrir nokkrum árum hef ég aðallega verið að leikstýra hjá framhaldsskólum. Hvernig stóð á því að þú tókst þetta verkefni að þér? - Egg-leikhúsið fór þess á leit við mig fyrr í vetur að ég tæki að mér að leikstýra þessu verki, og eftir að ég hafði lesið það tók ég þetta að mér, því mér leist mjög vel á verkið. Þetta er spennandi að fleiru en einu leyti, þetta er stutt og bara með einum leikara, það má segja að verk af þessu tagi henti vel sem byrjandaverk í at- vinnuleikhúsi. Samt er það kann- ski að sumu leyti erfiðara, því svona eintöl eru ákaflega erfið að mörgu leyti. Þetta er mikil ná- kvæmnisvinna og það er mikil byrði lögð á leikara að þurfa að standa undir heilli leiksýningu, og mikil ábyrgð fyrir leikstjóra. Hann verður að hjálpa leikara sem best hann getur, og æfinga- tíminn er kannski fyrst og fremst aðstoð og stuðningur við hann því að þegar að frumsýningu kemur stendur leikarinn einn. Hann verður að geta treyst því að leikstjóri sjái og finni hvað gerir sig, og svona vinna á milli leik- stjóra og leikara byggir í grund- vallaratriðum á trausti á báða bóga, sérstaklega í verki eins og þessu, þar sem er kafað í sálarlíf fólks. - Það er oft reynt að afsaka eitt og annað sem fer úrskeiðis á sýningum með hinum og þessum erfiðleikum á æfingatímanum. En mér finnst það ekki vera nein afsökun, það sem frumsýningar- gestir sjá er það eina sem skiptir máli, og það á að vera eins gott og öllum aðstandendum sýningar- innar er framast unnt. Hver finnst þér vera helsti mun- urinn á að leikstýra í atvinnu- leikhúsi og hjá áhugahópum? - Það er svo geysilega ólíkt að það er eiginlega ekki hægt að bera það saman. Áhugamanna- leikhúsum fylgir oft mikil kennsla áður en hægt er að fara að hugsa um sýninguna sem heild, en atvinnuleikari hefur tækni lærðs leikara á valdi sínu, svo að með honum getur maður gengið beint Ingunn Ásdís- ardóttir leik- stjóri: Pað er nauðsynlegt að leikari og leik- stjóri geti unn- ið með allan tilfinninga- skalann sín á milli Annaö kvöld kl.20:30 verða síðustu tónleikar Sinfóníu- hljómsveitar íslands á fyrra misseri. Á efnisskránni verða verk eftir þrjá höfunda: Tvö verk fyrir litla hljómsveit eftir Frederick Delius, Sellókons- ert eftir Edward Elgar og að lokum Sinfónía nr.41 (Júpíter) eftir Mozart. Frederick Delius var Banda- ríkjamaður, fæddur eftir miðja 19. öld. Hann var við tónlistar- nám í Leipzig og þar var fyrsta verk hans, Florida, frumflutt. Hann samdi fjölda tónverka og var talinn hafa mjög persónu- legan stfl, sem tók Evrópubúa nokkurn tíma að læra að meta. Hann flutti til Frakklands skömmu fyrir aldamót og bjó þar til dauðadags, 1943. Ralph Kirshbaum sellóleikari flytur sellókonsert eftir Edward Elgar á tónleikunum. Edward Elgar var Breti, fædd- ur um miðja 19. öld og lést 1934. Ingunn Ásdísardóttir leikstjóri. Mynd - að verkefninu. Svo markast sýn- ingar áhugaleikhópa, og þá sér- staklega skólasýningar oftast af því að það þurfa að vera fjölmenn verk, þetta eru fjölmennir hópar og það þurfa að vera hlutverk handa sem flestum. Hvaðfinnstþérhafa verið mikil- vœgast við undirbúning þessarar sýningar? - Auk þess að vera mín frum- raun í atvinnuleikhúsi þá finnst mér ekki síður áhugavert fyrir mig að þarna erum við með nýtt íslenskt verk í höndunum eftir til- tölulega ungan höfund. Það er mjög gaman að vera þátttakandi í að vinna upp alíslenska sýningu Sig. sem þar að auki er hluti af okkar veruleika. Lýsir hlutum sem við sjáum allt í kringum okkur, þó að þessi manneskja í leikritinu eigi sér ekki neina beina fyrirmynd. Það hefur verið mjög gaman að vinna með Erlu, og við höfum náð mjög vel saman. Við höfum eiginlega þurft að vinna út frá tveimur forsendum, við höfum verið að kynnast hvor annarri, og um leið þessari persónu sem við ætlum að sýna fólki. Eins manns verk kallar á mikla fjölhæfni leikara vegna þess að þar er engin dreifing á álaginu, eins og þegar um fjölmennari sýningu er að ræða. Það er nauðsynlegt að bæði leikari og leikstjóri geti unnið með allan tilfinningaskalann sín á milli, þetta hefur krafist mikils samspils og samstarfs okkar Erlu. Hvernig hefur gengið með hús- nœðismálin? - Við höfum verið svo heppin að fá inni fyrir sýninguna hér á Mandarínanum þar sem hefur verið tekið ákaflega vel á mótD okkur, og menn vilja allt fyrir okkurgera. Hinirfrjálsu leikhóp- ar eru alltaf í húsnæðishraki og við höfum verið ákaflega heppin að vera hvorki á háalofti né í lek- um kjallara, sem hafa verið örlög ýmissa sýninga sem hafa verið settar upp hér í Reykjavík. En við höfum verið að æfa hingað og þangað um borgina því að hér er auðvitað daglegur rekstur. Við fengum æfingaaðstöðu á Galdra - loftinu.og svo höfum við verið hér og þar, meira að segja á geymsluloftinu heima hjá mér. Og svo höfum við getað verið hér á Mandarínanum í tvo til þrjá tíma daglega síðustu vikuna. Á sama stað verður sem fyrr sagði frumsýnt á morgun, og hefst sýningin klukkan 12:00. Önnur sýning verður á sunnudag- inn kl. 13:00. LG Guido Ajmone-Marsan stjómandi. Eftir hann liggja auk sellókons- ertsins tvær sinfóníur og drög að þeirri þriðju, fiðlukonsert og nokkur smærri verk. Mozart er óþarfi að kynna tónlistarunnend- um. Hann skrifaði sinfóníuna nr. 41, Júpíter, á þremur mánuðum árið 1788 og er hún talin vera þriðja besta sinfónía hans. Einleikari á tónleikunum verð- ur breski sellóleikarinn Ralph Kirshbaum. Hann er einn þeirra hljóðfæraleikara sem sló í gegn í upphafi ferils síns og hefur síðan haldið tónleika reglulega bæði í Evrópu og í Bandaríkjunum. Einnig hefur hann starfað sem stjórnandi með mörgum þekkt- ustu hljómsveitum heims. Hann leikur á selló sem eitt sinn til- heyrði sellósnillingnum Piatti sem var uppi á 19. öld. Stjórnandi á tónleikunum verður Guido Ajmone-Marsan. LG

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.