Þjóðviljinn - 20.01.1988, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 20.01.1988, Blaðsíða 7
Egg- leikhúsið ■ ■■ sjo ára Á sama stað er sjöunda verkefni Egg- leikhússins ogjafnframt fyrsta verkefni leikhússins þar sem Viðar Eggertsson stofnandi leikhópsins heldur sig á bak við tjöldin og tekur ekki þátt í sýning- unni. Egg-leikhúsið hefurstarfað síðan 1981 og er því elst þeirra leikhópasemeru kallaðir frjálsir, það er að segja, draga eingöngu fram lífið á miðasölu og styrkjum leiklistarráðs. En hvernig erað vera svona frjáls leikhópur? Hvernig hefur reksturinn gengið undanfarið? - Við erum ekki nógu ánægð með þetta, segir Gerla, en hún hefurstarfað með Egg- leikhúsinu frá stofnun þess 1981 og sér um búninga og leikmuni í „A sama stað“. - Til dæmis feng- um við engan styrk frá leiklistarr- áði í fy rra, þrátt fyrir að viö höf um verið á leiklistarhátíðum út um allan heim, og þá sem fulltrúar (slands og íslenskrar menningar. í fyrra vorum við á leiklistarhátíð í Dublin, á samnorrænni Ieiklistar- hátíð í Kaupmannahöfn og á listahátíð í Brighton þar sem við vorum einu fulltrúar norðurland- anna ásamt Sænsku Ríkisópe- runni. Við vorum reyndar mjög undrandi á að umsókn okkar skyldi vera hafnað, bæði vegna þessarar landkynningar sem við höfum staðið í, og eins vegna þess að við sóttum um tiltölulega lága upphæð fyrir eitt leikrit. Við ætluðum að setja upp einnar konu leikrit, og það þarf ekki að kosta neitt mikið að gera það, en þar með varð ekkert úr því. Fenguð þið styrk í ár úr því að þið ráðist í þessa sýningu? - Það er ekki komið á daginn ennþá hvort við fáum styrk í ár, við sóttum um fyrir þrjú lítil verk sem við vitum að við getum ráðið við, ef við fáum einhvern styrk til að koma okkur af stað. Okkur stendur líka til boða að fara áfleiri leiklistarhátíðir, en það er tak- markað hvað maður getur gert með áhuganum einum saman. En við reynum auðvitaö aö halda þessu gangandi því eins og Viðar segir þá er Egg-leikhúsið nafn á þörf: þörfinni fyrir að framkvæma hlutina og setja upp leiksýningar. Með þessu leikhúsi er hann að skapa vettvang fyrir fólk sem vill láta drauma sína rætast, eins og Valgeir, Erlu og Ingunni núna. LG sama stað Á sama stað eftir Valgeir Skagfjörð er nýtt íslenskt leikritfyrireinakonu. ErlaB. Skúladóttir leikkona fer með hlutverk konunnar, sem í fyrri þætti verksins hittir fyrrver- andi skólasystur sína í al- menningsgarði, og skammar hana fyrir að vera eins og hún er. Hún bersaman líf þeirra tveggja, og það kemur að því að hún ákveður að breyta lífi sínu, og setur jaessari fyrrver- andi vinkonu sinni stefnu á sama stað að tíu árum liðnum. Annar þáttur verksins gerist svo tíu árum seinna og þá kemur í ljós hver áhrif ákvörðunarinnar voru, og er óhætt að segj a að kon- an hefur tekið miklum breyting- um á þessum tíu árum. LG í kvöld kl. 20.30 í Geröubergi fyriríbúa Breidholts Miðvikudagur 20. janúar 198? ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7 Borgarfulltrúar stjórnar- andstöðunnar taka við ábendingum og veita upplýsingar Erla B. Skúladóttir í eina hlutverki leikritsins, fyrir og eftir hlé. Myndir - E.ÓI. Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Fundir stjornarandstöðunnar með borgarbuum Reykvíkingar eru hvattir til ab mæta og koma skoðunum sínum á framfæri

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.