Þjóðviljinn - 20.01.1988, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 20.01.1988, Blaðsíða 8
ALÞÝÐUBANDALAGK) Alþýðubandalagiö Stjórnmálafundir á Austurlandi (þinghléi efna þingmenn Alþýðu- bandalagsins til funda víða um land. Hjörleifur Guttormsson verður á ferð um kjördæmið næstu tvær vikur og Svavar Gestsson kemur með honum á tvo almenna fundi. I næstu viku eru ráðgerðirfundirsem hér segir: Neskaupstaður, Egilsbraut 11, félagsfundur ABN, miðvikudaginn 20. janúar kl. 20.30. Vopnafjörður, opinn fundur með Hjörleifi Guttormssyni, fimmtudaginn 21. janúar kl. 20.30. Alþýðubandalagið á Norðurlandi eystra Þingmenn á almennum stjórnmálafundum í þinghléi Húsavík Steingrímur J. Sigfússon verður á fundi í félagsheimilinu á Húsavík fimmtudaginn 21. janúar. Fundurinn hefst kl. 20.30. Akureyri Margrét Frímannsdóttir og Steingrímur J. Sigfússon verða á fundi í Alþýöu- húsinu á Akureyri föstudaginn 22. janúar. Fundurinn hefst kl. 20:30. Ólafsfjörður Svanfríður Jónasdóttir og Steingrímur J. Sigfússon verða á fundi í Tjarnar- borg í Ólafsfirði sunnudaginn 24. janúar. Fundurinn hefst kl. 20:30. Alþýðubandalagið í Kóþavogi Þorrablót félagsins verður haldið í Þinghóli, Hamraborg 11, laugardaginn, 30. janúar. Húsið verður opnað kl. 19:00 og verður þá boðið upp á lystauka. Blótstjóri verður Sigurður Grétar Guðmundsson. Heimir Pálsson stjórnar fjöldasöng. Hljómsveitin Haukar leikur fyrir dansi. Miðsala er í Þinghóli miðvikudaginn 27. janúar kl. 17-19 og fimmtudaginn 28. janúar kl. 17-22 og verða þá borð frá tekin um leið. Miðaverð er aðeins kr. 1.750. Stjórnln Alþýðubandalagið Skagafirði Félagsfundur Fundur í Villa Nova, Sauðárkróki, mánudaginn 25. janúar kl. 20.30. Fundarefni: 1) Félagsstarfið. 2) Fjárhagsáætlun Sauðárkróksbæjar. 3) Önnur mál. Stjórnin Alþýðubandalagið á Siglufirði Kaffifundur alla miðvikudaga Hinir vinsælu kaffifundir verða í Suðurgötu 10 á miðvikudögum frá klukkan 17-19 e.h. - Stjórnin. Alþýðubandalag Selfoss og nágrennis Bæjarmálaráðsfundur Fundur í Bæjarmálaráði miðvikudaginn 20. janúar kl. 20.30. Fundarefni: Tillögur að fjárhagsáætlun 1988. Stjórnin Alþýðubandalagið Kópavogi Þorrablót ABK Hið margrómaða Þorrablót verður haldið 30. janúar n.k. í Þinghóli, Hamra- borg 11. Merkið við á dagatalinu. Nánar auglýst síðar. Stjórnin Alþýðubandalagið Hafnarfirði Afmælisundirbúningur Vegna undirbúnings fyrir 30 ára afmæli Alþýðubandalagsins í Hafnarfirði 5. mars n.k. boðar stjórn félagsins til fundar í Skálanum, Strandgötu 41, laugardaginn 23. janúar n.k. kl 10.00. Til umræðu verður útgáfa afmælisblaðs félagsins og eru allir þeir sem áhuga hafa á að vinna að útgáfunni eða eru með tillögur um efni og vinnslu hvattir til að mæta á fundinn. Stjórnin Félagsfundur Alþýðubandalagsins á Þorlákshöfn verður fimmtudaginn 21. janúar kl. 20.30 að Haukabergi 6. Á fundinum mæta Svavar Gestsson og Margrét Frímannsdóttir. - Allir velkomnir. Alþýðubandalagið V-Skaftafellssýslu Félagsfundur Fundur miðvikudaginn 20. janúar kl. 21.00 að Vatnsgarðshólum. Þing- mennirnir Margrét Frímannsdóttir og Geir Gunnarsson mæta á fundinn. Stjórnin Hjörleifur Svavar Bakkafjörður, opinn fundur með Hjörleifi Guttormssyni, föstudaginn 22. janúar kl. 13.30. Eskifjörður, félagsfundur ABE, föstudaginn 23. janúar kl. 20.30. Fleiri fundir auglýstir síðar. Alþýðubandalagið - kjördæmisráð ERLENDAR FRÉTTIR Ciraco de Mita, formaður Kristilega demókrataflokksins, og Giovanni Goria forsætisráöherra stinga saman nefjum. Pólitísk framtíð unga mannsins viroist alfarið í höndum formannsins. Ítalía Bettino Craxi hatar de Mita einsog pestina en hefur kosið að bíða átekta. Goria í vasa de Mitas Ríkisstjórn Ítalíu geturþá ogþegar geispað golunni, allt veltur á ráðagerðum leiðtoga Kristilega demókrataflokksins og Sósíalistaflokksins Ríkisstjórn Ítalíu er aðeins fimm mánaða gömul um þess- ar mundir en ber aldurinn áka- flega illa. Hvert ágreiningsmálið á fætur öðru hefur skekið innviði og undirstöður hennar og nú er svo komið að erfitt mun að finna þá „bjartsýnisbjálfa“ er spá henni löngum lífdögum. Menn velta því fremur fyrir sér hvenær hún muni leggja upp laupana en hvort af því verði. Þegar hinn vörpulegi ungtyrki Kristilega demókrataflokksins, Giovanni Goria, hófst til æðstu metorða í júlímánuði í fyrra töldu margir að nú væri brotið blað í ítöiskum stjórnmálum, tímabil nýsköpunar og ferskleika gengið í garð. Engu gömlu brýnanna úr möppudýragörðum og flokkseig- endafélögum fyrrum stjórnar- flokka hafði tekist að höggva á gordionshnút fimm mánaða stjórnarkreppu, fljóðafellirinn Goria skaut þeim ref fyrir rass. Goria er 44 ára gamall og yngsti forsætisráðherra í sögu ít- alska lýðveldisins. Hann hafði gegnt embætti fjármálaráðherra um fimm ára skeið áður en kallið kom en gætt þess vel og vendilega að blanda sér ekki í hatrömm átök á stjórnarheimili né í eigin flokki. Teknókrati með hreinan skjöld. En síðan í sumar leið hefur flest gengið á afturfótunum hjá arm- ingjanum Goria og sjaldan ein báran verið stök á hans ólgusjói. Þorri fréttaskýrenda telur að for- sætisráðherrann ráði engu um það hve lengi stjórn hans hangir á horriminni, hann sé í raun leiksoppur æðri máttarvalda. Goria viðurkennir óbeint að hann fái iitlu ráðið um aðgerðir ríkisstjórnarinnar. Hann hafi margt gott og nýtilegt fram að færa, einkum í efnahagsmálum, en sér gefist ekki kostur á að hrinda því í framkvæmd sökum sundurlyndis og óeiningar í röðum stjórnarflokkanna. Um alla þessa óáran hefur hinn brúnaþungi og angurværi forsæt- isráðherra látið orð falla á þá lund að ágreiningurinn í stjórnar- herbúðunum „drepi í fæðingu alla viðleitni til að stjórna þessu landi.“ Sá háttur er yfirleitt hafður á í ítalskri pólitík að flokkar mynda bandalag um stjórn ríkisins. Til að mynda var ríkisstjórn Bettinos Craxis slíkt bandalag fimm flokka. En þótt sömu flokkar standi að ríkisstjórn Gorias er kjölfesta hennar ekki yfirlýsing flokks- brodda um myndun bandalags heldur málefnasáttmáli. Hug- mynd forsætisráðherrans var sú að draga úr endalausu þrasi og stappi stjórnarflokkanna um mál með því að marka kvitta og klára stefnu strax í öndverðu. En raun- in hefur orðið sú að karpið hefur aukist fremur en hið gagnstæða. Þegar Goria sór embættiseið í sumar spáðu ýmsir því að stjórn- inni entist andvarpið fram á út- mánuði en öldungis ekki lengur. Þeir virðast hafa haft margt til síns máls. Ríkisstjórnin hefur trekk í trekk verið í þann mund að geispa golunni en því aðeins haldið öndinni að formenn stær- stu stjórnarflokkanna, kristilegi demókratinn Ciriaco de Mita og sósíaiistinn Craxi, hafa komist að þeirri sameiginlegu niðurstöðu að enn væri ekki tímabært að farga henni...og Goria! Alkunna er að þessir tveir flokksforingjar hata hvor annan einsog pestina og hafa troðið illsakir árum saman. Valdatafl þeirra olli falli ríkisstjórnar Crax- is í marsmánuði í fyrra og kosn- ingabarátta flokka þeirra ein- kenndist mjög af hnútukasti og hnýfilyrðum í millum þeirra og fylgisnata þeirra. Báðir hafa snert af ofsóknarbrjálæði og hafa þeir hvor annan grunaðan um að standa í makki við leiðtoga ann- ars stærsta stjórnmálaflokks ítal- íu, kommúnistaflokksins. Svo aðframkominn var Goria orðin í nóvember þegar Frjáls- lyndi flokkurinn dró sig úr ríkis- stjórn sökum ágreinings við stóru flokkana um efnahagsmál að hann sagði af sér. En frjálslyndir sneru við í anddyrinu því leið- togar stjórnarflokkanna töldu ekki tímabært að leggja stjórnina fyrir róða. Hvort sem honum lík- aði betur eða verr varð Goria að draga lausnarbeiðni sína til baka. Uppákoma sem varð fyrr í þessum mánuði sýnir svo ekki verður um villst að Goria ræður engu um örlög ríkisstjórnarinnar. Vinnumálaráðherra Sósíalista- flokksins, Rino nokkur Formica, hugðist kveðja ráðuneyti sitt og ríkisstjórn þegar frumvarp hans til laga um atvinnuleysisbætur var kolfellt á þingi. Menn velkjast ekki í vafa um að fjöldi þingliða Kristilega demókrataflokksins hafði snúist á sveif með stjórnar- andstæðingum í atkvæðagreiðslu um frumvarpið. Að kvöldi dags eftir að ljóst var orðið að Formica og Goria höfðu verið niðurlægðir með þessum hætti sat hnípinn forsætisráð- herra í vanda á skrifstofu sinni og hugði leiknum lokið. í rauðabýt- ið daginn eftir sló de Mita á þráðinn til Craxis og rabbaði við hann í drykklanga stund. Þvínæst hafði hann samband við Goria og tjáði honum að ekki þyrfti að ræða meira um stjórnarkreppu að sinni. Verksstjórnarvandi Gorias og sundurlyndi stjórnarflokkanna hafa meðal annars valdið því að enn á eftir að samþykkja fjárlög fyrir þetta ár. Ríkisbáknið er rek- ið með bráðabirgðafjármögnun og er ekki talið að breyting verði á því fyrr en við lok næsta mánað- ar. Þegar hafa stjórnarandstæð- ingar lagt fram 1,500 tillögur til breytinga á fjárlagafrumvarpinu og þykir fullvíst að fjöldi þeirra verði samþykktur fyrir atbeina þingmanna úr ýmsum skúma- skotum stjórnarherbúðanna. Allir eru vissir um að stjórnin falli jafnskjótt og frumvarpið verður að lögum. Ymsir segja það geta gerst fyrr ef forsætisráðherrann bíður of marga ósigra í atkvæða- greiðslum um breytingartillögur. Hvað framtíðin ber í skauti sér fyrir Goria veltur á áformum de Mitas en hann rær að því öllum árum að verða endurkjörinn for- maður Kristilega demókrata- flokksins á þingi hans í apríllok. Formaðurinn rennir mjög svo hýru auga til embættis forsætis- ráðherra en veit sem er að það myndi draga úr líkum hans á að ná endurkjöri ef hann ryddi Gor- ia úr vegi áður en smalað verður til flokksþings. Craxi hefur að undanförnu verið óvenju spakur þótt allir viti til hvers hugur hans stendur. Hann naut virðingar og vinsælda sem oddviti ríkisstjórnar um fjög- urra ára skeið en hann og flokksbræður hans eru fullvissir um að fyrr en síðar muni óeining í röðum Kristilega demókrata- flokksins ríða ríkisstjórn Gorias að fullu og þá sé gott að hafa óflekkað mannorð í eftirkomandi stjórnarkreppu. En hverju sem fram vindur mun það ekki vekja eftirvænt- ingu né tilhlökkun alþýðu manna á Italíu. Fréttaskýrendur kveða afstöðu alls þorra fólks til leik- refja ítalskra stjórnmálamanna um þessar mundir mótast af þrennu; kaldhæðni, furðu og fyrirlitningu. Reuter 8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miftvikudagur 20. janúar 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.