Þjóðviljinn - 20.01.1988, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 20.01.1988, Blaðsíða 9
ERLENDAR FRETTIR ísrael Barsmíðar í stað byssukúlna Varnarmálaráðherra ísraels segir ekki koma til greina að heimila sendingu matvœla og hjálpargagna erlendis frá tilþurfandi Palestínumanna á herteknu svœðunum Yitzhak Rabín, varnarmála- ráðherra ísraels, lagði í gær blátt bann við því að matvæli og hjálpargögn yrðu send sjóleiðis frá crlendum ríkjum og hjálpar- stofnunum til Palestínumanna á herteknu svæðunum. Hann sagði ennfremur á þingi að ísraelskir hermenn á Gazasvæðinu og vest- urbakka Jórdanár ættu fyrst og fremst að brúka „afl, mátt og barsmíðar“ í skiptum sínum við palestínska mótmælendur. Ríkisstjórn Kuwait hafði lýst því yfir í fyrradag að hún hygðist kaupa matvæli fyrir fimm miljón- ir bandaríkjadala og senda þurf- andi fólki á herteknu svæðunum. Þetta þykir Rabín vera ósvífni mikil og sagði hann ekki koma til greina að leyfa innflutning ma- tvælanna, í öllu falli ekki á meðan verslunareigendur á Gaza og vesturbakkanum þráuðust við að hætta verkfalli. Seinna í gær tók Rabín þátt í umræðum um vantrauststillögu í ísraelsþingi sem lögð var fram af stjórnarandstæðingum vegna at- burðanna á herteknu svæðunum en þar hafa dátar hans myrt 40 palestínsk ungmenni á síð- astliðnum mánuði. „Það er algert forgangsverk- efni hjá öryggissveitunum að nota afl, mátt og barsmíðar í skiptum við mótmælendur. Ég hygg að andófinu á Gazasvæðinu sem og í Júdeu og Samarfu (biblí- uheiti vesturbakkans) sé nánast lokið.“ Á fundi forystumanna Verka- mannaflokksins greindi Rabín frá því að mun færri Palestínu- menn hefðu látið lífið í átökum við ísraelska dáta að undanförnu en í upphafi mótmælanna sökum þess að nú legðu hinir síðar- nefndu meiri áherslu á að berja með kylfum en skjóta með vél- (sraelskur hermaður hótar fréttaljósmyndara kylfuhöggum á Gazasvæðinu. Betra er að berja en skjóta. byssum. Að auki væri haldið uppi ströngu útgöngubanni víðsvegar á herteknu svæðunum. Engu að síður greindu ísraelsk hernaðaryfirvöld frá því í gær að þau hefðu skotið og sært palest- ínskan táning sem tók þátt í mót- mælum í Mazraa Á-Sharkiya þorpi á vesturbakka Jórdanár. Ennfremur var þess getið að þorri verslana á herteknu svæð- unum og í Austur-Jerúsalem hefðu verið lokaðar að áeggjan Frelsissamtaka Palestínumanna. Lögreglumálaráðherra fsraels, Haim Bar-Lev, lýsti því yfir að hann áskildi sér allan rétt til að grípa til „neyðaraðgerða" í Austur-Jerúsalem ef sér byði svo við að horfa. Ekki mun hafa verið lýst yfir neyðarástandi í Jerúsal- em frá stofnun Ísraelsríkis en austurhluta borgarinnar náðu ís- raelskir dátar á sitt vald í sex daga stríðinu árið 1967. Reuter Bretland Oeining í einingu Eftir mikið stímabrak komu leiðtogar frjálslyndra ogjafnaðarmanna sérsaman um stefnuskrá sameiningarflokks. Almennir félagar eiga síðasta orðið nú um helgina Igærdag náðu foringjar Jafnað- armannaflokksins og Frjáls- lynda flokksins samkomulagi um sameiningu þessara flokka í eina fylkingu eftir mikið japl og jaml og fuður. Orfáum klukkustund- um eftir að þetta hafði verið gert lýðum ljóst tóku félagar beggja flokka að skattyrðast í fjölmiðl- um. Foringi frjálslyndra, David Steel, lét svo um mælt að hann hefði lítinn áhuga á því lengur að sækjast eftir forystu í nýja flokkn- um eftir allt málastappið að und- anförnu. Hann hafði náð samkomulagi við fyrirmenn Jafn- aðarmannaflokksins um stefnu- skrá en þegar hann bar drögin undir ýmsa framámenn eigin flokks varð uppi fótur og fit. Einkum bögglaðist fýrir brjósti þeirra ákvæði um að Bretum bæri að leggja höfuðáherslu á að koma sér upp kjarnorkuvopnum í varn- arskyni og klausur um ágæti hefð- bundinna hægri úrræða í efna- hagsmálum. Stefnuskrárnefnd- inni var í skyndi hóað saman á nýjan leik og bæði þessi umdeildu atriði felld úr drögunum. Á laugardaginn verða síðan haldin aukaþing beggja flokka um stefnuskrána og endanlega sameiningu flokkanna. Ýmsir þekktir félagar Frjálslynda flokksins hyggjast leggjast gegn sameiningu og það er kunnara en frá þurfi að segja að fyrrum for- maður og einn af stofnendum Jafnaðarmannaflokksins, David Owen, er algerlega andvígur samkrulli. Núverandi leiðtogi jafnaðar- manna, Robert Maclennan, er hinsvegar bjartsýnn og staðhæfir að um helgina verði skapað stjórnmálaafl sem muni „koma frú (Margréti) Thatcher og frum- stæðri efnishyggju hennar á kné.“ Reuter Kontraliðar Fallast á viðræður Leiðtogar 1 svonefndra Kontra- i liða sem meira af vilja en mætti hafa troðið illsakir við stjórnaher Nicaragua undanfarin ár féllust í gær á að taka upp beinar viðræður við ráðamenn í Managua. Sögðust þeir reiðu- búnir til þess að funda með milli- göngumanninum og kardínálan- um Miguel Obando y Bravo í Costa Ricu síðar í þessari viku í því augnamiði að undirbúa við- ræðurnar. í yfirlýsingu sex foringja mála- hersins eftir fund þeirra í Miami í Bandaríkjunum var vissulega bent á að Daníel Ortega, forseti Nicaragua, væri hinn versti fauti sem statt og stöðugt græfi undan friðaráætlun miðamerísku forset- anna fimm en samt hygðust þeir ræða við hann ellegar fulltrúa hans í San Jose, höfuðborg Costa Ricu. Einn sexmenninganna, Alfre- do nokkur Cesar, tjáði frétta- mönnum í gær að viðræðurnar gætu hafist strax í upphafi næstu viku svo fremi ekkert óvænt kæmi uppá. Yfirlýsing málaliðanna er svar við tilboði Ortegas frá því um helgina. Þá bauð hann þeim til viðræðna án milligöngumanna og aflétti auk þess neyðarástands- lögum í Nicaragua. Reuter Friðarfrumkvœði úr fimm heimsálfum Fundur þjóðarleiðtog- anna sex í Stnkkhólmi Amorgun og föstudag munu þjóðarleiðtogarnir sex, sem á undanförnum þremur árum hafa staðið að hinu svonefnda friðar- frumkvæði úr flmm heimsálfum, halda fundi í Stokkhólmi. Þetta verður þriðji leiðtogafundur hópsins, en hinir fyrri voru í Delhi og Mexíkó. í leiðtogahópnum eru Ingvar Carlsson forsætisráð- herra Svfþjóðar, Rajiv Gandhi forsætisráðherra Indlands, And- reas Papandreou forsætisráð- herra Grikklands, De la Madrid forseti Mexíkó og Júlíus Nyerere fyrrum forseti Tansaníu. Á fundinum í Stokkhólmi verður rætt um næstu skref í af- vopnunarmálum og alþjóðamál- um eftir gerð samningsins sem Reagan og Gorbatsjov undirrit- uðu í Washington og framlag þjóðarleiðtoganna sex til frekari áfanga á braut til útrýmingar kjarnorkuvopna. Ólafur Ragnar Grímsson for- seti samtakanna Parliamentar- ians Global Action mun sækja fundina í Stokkhólmi. Samtökin Parliamentarians Global Action höfðu frumkvæði að myndun samstarfshóps þjóðarleiðtog- anna sex 1984 og hafa síðan starf- að með hópnum. Til Stokkhólms hefur einnig verið boðið ýmsum forystu- mönnum og sérfræðingum í al- þjóðamálum og afvopnunarmál- um og munu þeir sitja sérstaka ráðstefnu um „Nýjar áherslur í alþjóðlegum öryggismálum og afvopnun" en sú ráðstefna verður haldin í beinu framhaldi af leiðtogafundinum. Mun Ingvar Carlsson forsætisráðherra Sví- þjóðar stýra þeirri ráðstefnu. (Fréttatilkynning) Rannsóknaráð ríkisins a jglýsir styrki til rannsókna og tilrauna árið 1988 Umsóknarfrestur er til 1. mars nk. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu ráðsins, Laugavegi 13, sími 21320. Um styrkveitingar gilda m.a. eftirfarandi reglur: • Um styrk geta sótt einstakingar, stofnanir eða fyrirtæki. • Styrkfé á árinu 1988 skal einkum verja til verkefna á nýjum og álitlegum tækni- sviðum. Sérstök áhersla skal lögð á: - efnistækni, - fiskeldi, - upplýsinga- og tölvutækni, - líf- og lífefnatækni, - nýtingu orku til nýrrar eða bættrar framleiðslu, - matvælatækni, - framleiðni- og gæðaaukandi tækni • Mat á verkefnum sem sótt er um styrk til skal byggt á: - líklegri gagnsemi verkefnis, - gildi fyrir eflingu tækniþekkingar eða þróunar atvinnugreina, - möguleikum á hagnýtingu á niðurstöðum hér á landi, - hæfni rannsóknarmanna/umsækjenda, - líkindum á árangri • Forgangs skulu að öðru jöfnu njóta verkefni sem svo háttar um að: - samvinna stofnana eða fyrirtækja og stofnana er mikilvægur þáttur í fram- kvæmd verkefnisins, - fyrirtæki leggja umtalsverða fjármuni af mörkum, - líkindi eru áskjótum og umtalsverðum árangri til hagnýtingar í atvinnulífi. Þó er einnig heimilt að styrkja verkefni sem miða að langframa uppbyggingu á færni á tilteknum sviðum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.