Þjóðviljinn - 20.01.1988, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 20.01.1988, Blaðsíða 11
Umsjón: Magnús H. Gíslason Eyvindur Erlendsson Um jöfnun at kvæðisréttar Útvörður ncfnist rit, sem Samtök um jafnrétti milli lands- hluta gefa út. Grunur minn er sá, að mikill minnihluti landsmanna sjái þetta rit. Er það miður farið því þær greinar, sem birtast í rit- inu, eru yfirleitt allrar athvgli verðar. í því tbl. Útvarðar, sem síðast bar fyrir mín augu, ritar Eyvindur Erlendsson „tvo stutta kafla um jafnrétti“, - og talar þar engri tæpitungu. Hér verður annar þeirra tekinn traustataki, hinn e.t.v. síðar. Eyvindur nefnir þennan kafla: „Um jöfnun at- kvæðisréttar, tré og steingeitur". Óvenjuleg nafngift er þó engan veginn út í hött, eins og á daginn kemur. Eyvindur segir: - Ýmsir jafnréttissinnaðir menn hafa krafist jöfnunar at- kvæðisréttar. „Einn maður, eitt atkvæði‘% hvar sem hann býr á landinu. Með því móti yrðu þing- menn t.d. ekki fulltrúar byggðar- laga og landsvæða heldur ákveð- ins fjölda einstaklinga. Þetta var það, sem átök urðu um á for- mannaráðstefnu Verkamanna- sambandsins, þegar Karl Steinar brá á það ráð að knésetja lands- byggðarfulltrúana með afli þess fjölda atkvæða, sem hann taldi vera að baki sér og sínum við Faxaflóann. Þetta sama mál var mjög uppi í Ameríku fyrir nokkrum árum. Þar hefur höfuðborgin, Washing- ton, engan fulltrúa á þingi, vegna þess að þegar lög voru sett þar um töldu menn að hin góða vígstaða höfuðborgarbúa gerði meira en vega upp fulltrúaleysið á þinginu. En nú höfðu uppvakist þeir „jafnréttissinnar“ sem sögðu: „Hversvegna ættu að vera svo og svo margir fulltrúar frá Iowa og Colorado þar sem stór hluti landsins er engum byggður nema trjám, kaktusum og steingeitum, en svo fáir frá New York og eng- inn frá Washington, þar sem býr þúsund sinnum fleira fólk? Þing- menn eru fulltrúar fólks en ekki trjáa, steingeita og kaktusa," sögðu þessir menn. að hægt væri að beita nautum á landið og selja ríkum þjóðum rándýrt kjöt með gróða á meðan fólk í Brasilíu sveltur miljónum saman. Enn alvarlegra er þó, að regnskógarnir framleiða mikinn hluta þess súrefnis, sem mannkynið lifir á, ríkir jafnt sem fátækir. Að flœkjast í eigin neti En vilji menn samt sem áður láta Selvogsbúann og Reykvík- inginn hafa jafnt vægi atkvæða, lenda þeir fyrr eða síðar í klóm sinna eigin röksemda, ef þeir ætla að vera sjálfum sér samkvæmir, ef þeirra málflutningur er í nafni réttlætis en ekki græðgi. Eða leiðir ekki af sjálfu sér, að ef Sel- vogur á að hafa fjögur þúsund sinnum færri fulltrúa á Alþingi ís- lendinga en Reykjavík, sam- kvæmt höfðatölureglunni, þá eiga íslendingar einnig að hafa sex þúsund sinnum færri fulltrúa á alþjóðaþingum en Kínverjar? Á sínum tíma var samþykkt að á þingi Sameinuðu þjóðanna skyldi sitja einn fulltrúi fyrir hvert ríki, smátt sem stórt. Þetta var rökrétt vegna þess, að ef hefði átt að beita höfðatölureglunni, þ.e. meirihluta ofbeldi, þá hefðu hin- ar smærri þjóðir ekki talið sig eiga nokkurt erindi inn á þing hinna Sameinuðu þjóða. Svo ein- falt er nú það. Eða hvað á einn íslenskur fulltrúi að gera inn á þing, þar sem saman eru komnir sex þúsund Kínverjar, hver með sitt atkvæði? Og má ekki ganga enn lengra og heimta þetta nýja „réttlæti" í alla milliríkjasamninga, þannig að í nefndum, sem fjalla um við- skipti Bandaríkjanna og íslands (um uppbyggingu herstöðva á ís- landi t.d.), skuli sitja þúsund Bandaríkjamenn á móti hverjum íslendingi? Og nokkurnveginn tre og steingeitur , ' '■ //íV? ; 4/" ........... Strandarkirkja í Selvogi. Þótt Selvogsbúar sóu nú fáir orðnir eiga þeir sinn rétt til jafns við aðra landsmenn. sama hlutfall ætti að gilda í við- skiptasamningum okkar við Sov- étríkin. Kenningin um jafnt vægi at- kvæða kann að eiga rétt á sér innan ákveðinna félagsheilda, borgarhverfa, frjálsra félagasam- taka o.s.frv. Hún kann að styrkja jafnvægi milli einstaklinga þar en hún eflir ekki jafnrétti milli þjóða og ekki jafnrétti milli landshluta. Hún verður til þess að þrengja enn meir kosti þeirra, sem þegar eru í hallri stöðu. Helstefna auð- hyggjunnar f Kanada er nú mikil ásókn í að virkja fljótin, sem falla í norður- átt. Þar búa indjánar, sem hvíti maðurinn hrakti af veiðilendum prerianna á sinni tíð og hafa einir varið landsrétt sinn þar í aldir, á stöðum sem enginn annar treysti sér til að búa. Nú þykir íbúum borganna, Toronto, Winnipeg og Montreal, sjálfsagt mál að hrekja þá burt með þeim rökum einum að þeir séu svo fáir og hinir mörgu í borgunum þurfi vatn þessa kalda landshluta til þess að auka hitann hjá sér. Borgarbúar vilja jafna vægi atkvæða til þess að geta svo hirt landið af indján- um með afli atkvæða. Þetta er glöggt dæmi um stjórnlausa borg- arútþenslu, blint meirihlutaof- beldi og óhindraðan hernað gegn landinu. Og þetta er hernaðurinn, sem rekinn er gegn fiskimönnum norðursins, gegn hreindýrabænd- um, selveiðimönnum hvort held- ur eru indjánar Norður-Kanada eða bændur og fiskimenn á Austfjörðum. Þetta er jafnframt hernaðurinn, sem nútíma tækni- brjálæði og viðskiptavélar reka gegn gróðri, dýralífi, vötnum og loftslagi hinna strjálbyggðari svæða, gegn trjám, kaktusum og steingeitum. Hver fer með at- kvæði þeirra? - mhg (Millifyrirsagnir eru blaðsins.) Hestamenn Fjömb'u ára farsælt starf Dreyri á Akranesi töltir inn á fimmta tuginn Jón Albertsson með síðustu reiðhesta sína. Gæðingurinn Glói, 32 vetra, er lengst til v. Þá Strákur og Stelpa. Dœmið frá Brasilíu Einföldum mönnum finnst þetta vera sjálfsögð rök. En er það svo? Eru ekki kjósendur alltaf að kjósa fyrir land sitt líka og alla þá hina ómálga, sem þar búa? Fyrir börn sín, fyrir þá sinnulausu, þá hömluðu, já, og reyndar einnig fyrir allt hið lif- anda Iíf, dýr, gróður og jörð. Og enda þótt fólki í Selvogi hafi nú fækkað niður í nokkrar- fjöl- skyldur, (þar var áður ein mesta útgerðarstöð á Suðurlandi), þá má leiða að því rök, að Selvogs- búar haldi enn fullum rétti til að verja þessa sveit sína og ráða högum hennar og við myndum ekki viðurkenna t.d. rétt Keflvíkinga til að hirða af þeim landkostina í skjóli meirihluta- valds. Menn geta jafnvel spurt: Er það eitthvert Guðs lögmál að tré hafi ekki atkvæðisrétt? Hver hefur sannað það? Og hvernig hefur farið í Brasilíu, á regnskóg- asvæðunum, þar sem þessi „rétt- ur trjánna“ hefur verið fótumt- roðinn? Reyndar voru indjánar, sem í skógunum bjuggu, ekki spurðir heldur. Þeir voru skotnir og eru enn. Enda í óskaplegum minnihluta og höfðu ekkert vit á hagvextinum. Og skógarnir voru og eru hiklaust brenndir til þess „Það er 1. maí 1947. Nokkrir hestamenn á Akranesi koma sam- an og stofna með sér félag. Ekki er auðvelt og raunar ekki sæm- andi að geta sér til uin framtíðar- sýn þessara manna sem her riðu á vaðið, en það er freistandi að ætla að árangurinn, eða sem sagt stað- an í dag, sé glæsilegri en þá hafí grunað. Hinsvegar er fullvíst, að þeir voru með það á hreinu, að hcsturinn átti sér framtíðarhlu- tverk í þessu landi þó að hlutverki því, sem hann hafði gegnt um aldir, eða þarfasti þjónninn, væri að mestu lokið - góðu heilli“. Þannig hljóða upphafsorð á- grips af 40 ára sögu Hestamanna- félagsins Dreyra á Akranesi, sem Hannes Á. Hjartarson ritar í af- mælisblað félagsins sem út kom nú nokkru fyrir síðustu jól. Á umræddum fundi mættu 8 menn og gerðust stofnfélagar. Fyrstu stjórnina skipuðu þeir Halldór Magnússon formaður, Sigurður Ásgrímsson ritari og Guðmundur Ólafsson gjaldkeri. Þeir eru nú allir látnir. Þetta afmælisrit Dreyra er allt hið myndarlegasta að efni og frá- gangi og prýtt hartnær 100 mynd- um. Það hefst á ávarpi formanns Dreyra, Kristjáns Heiðars Bald- urssonar, afmæliskveðju í ljóðum frá fjölskyldunni í Tungu og ávarpi ritnefndar en hana skipuðu Gylfi Magnússon, Hann- es Á. Hjartarson og Ragnheiður Þorgrímsdóttir. Síðan rekur Hannes Á. Hjartarson nokkra meginþætti í sögu félagsins. „Grundvallaratriðið er að fara vel með hestinn" nefnist viðtal, sem Ragnheiður Þorgrímsdóttir á við Gunnar Guðmundsson á Steinsstöðum, einn af stofnend- um félagsins. Ragnheiður segir einnig frá sérstæðri og skemmti- legri þátttöku félagsins í þjóðhá- tíðarhaldi á Akranesi 1974, þar sem sýnd var hin margháttaða þjónusta hestsins við þjóðina í 1100 ár. Sagt er frá hesta- mannafélaginu Spretti, sem upp- haflega var ungliðahreyfing en sameinaðist síðar Dreyra. Björn Jónsson rekur sögu hrossakyn- bóta sunnanheiðarmanna. Hann- es Á. Hjartarson greinir frá „dögum hestsins" á Akranesi 1985. Við fylgjumst með Ragnari Gunnarssyni á ferðum hans og frásögn Þorgríms Jónssonar af Brún, sem var síðasti reiðhestur föður hans Jóns Auðunssonar. Og auðvitað er ferskeytlan dygg- ur förunautur hestamanna á Akranesi sem annarsstaðar, eins og sjá má á vísnaþætti Hannesar A. Hjartarsonar og öðru bundnu máli, sem birt er í afmælisblað- inu. Þá er sagt frá þátttöku Dreyra í fjölmörgum hesta- mannamótum og birt nöfn allra þeirra sem setið hafa í stjórn fé- lagsins frá upphafi. Núverandi stjórn Dreyra skipa: Kristján H. Baldursson formaður, Samúel Ólafsson vara- formaður, Ragnheiður Þorgríms- dóttir ritari, Stefán Ármannsson gjaldfceri og Jón Guðjónsson meðstjórnandi. - mhg Mlðvlkudagur 20. janúar 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.